Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBíLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1970 11 Lífeyrissjóður bænda Mikill áhugi hefur verið vak- iíin hjá ýmsum stéttum þjóðfé- lagsins um stofnun lífeyrissjóða. Merkur áfangi á þeirri leið var markaður í launasamning- um i maímánuði 1969, er laun- þegar innan A.S.Í. sömdu við vinnuveitendur um stofnun líf- eyrissjóða fyrir alla þá starfs- hópa, sem þar eiga félagsrétt. Jafnframt var samið um það milli A.S.l. og ríkisvaldsins, að aldraðir menn innan Alþýðusam bandsins fengju sérstakan lif- eyri frá ársbyrjun 1970, ef þeir uppfylltu tiltekin skilyrði. Líf- eyrir þessi yrði greiddur af At- vinnuleysistryggingasjóði og rikissjóði sameiginlega. Nokkur áhugi hefur verið með al bænda undanfarin 10 ár um stofnun lífeyris.sjóðs fyrir þá og Búnaðarþing 1969 kaus sérstaka milliþinganefnd til að vinna að undirbúningi málsins. 1 umræðum meðal bænda um mál þetta hefur allmikið komið fram, að bændur teldu sig tæp- ast hafa fjárhagslegt bolmagn til slíkrar sjóðsstofnunar, nema jafnframt yrði aflétt öðrum gjöldum, svo sem gjaldi til Bæmidialh.alllarininiar og Stofnlána- deildar landbúnaðarins. Þessi tvo atriði hafa því tengzt all- mikið sáman í umræðum bænda um stofnun lífeyrissjóðs fyrir bændur. Kom það m.a. fram í samþykkt aðalfundar Stéttar- sámbands bænda sumarið 1969. Þar var gerð ályktun um að fela stjórn sambandsins að hrinda lífeyrissjóðsmálinu fram, enda yrðu áðurnefnd gjöld gjaldstofnar til sjóðsins. Nefnd Búnaðarþings, sú sem áður er um getið, starfaði á síð- ari hluta árs 1969 og skilaði frumvarpi til laga um Lífeyris- sjóð bænda til stjórnar Búnað- affélags íslands svo og land- búnaðarráðherra í desember- mánuði þess árs. Frumvarp þetta var kynnt á aukafundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var í Bænda höllinni þá. Síðan var frumvarpið lagt lyr ir Búnaðarþing 1970, sem mælti með lögfestingu þess með litils- háttar breytingum. 1 janúarmánuði s.l. skipaði iandbúnaðarráðherra nefnd til að yfirfara frumvarpið. Sú nefnd skilaði áliti sínu i marzmánuði og var meginstofn frumvarps milliþinganefndar Búnaðarþings að efni til óbreytt ur, en formbreyting var gerð á frumvarpinu og þær efnisbreyt- ingar, sem Búnaðarþing lagði til, teknar í frumvarpið. Frumvarpið var siðan lagt fyr ir Alþingi og er nú þar til um- ræðu og verður væntanlega lög- fést fyrir jólaleyfi þingmanna. Aðalfundur Stéttarsambands bænda s.l. sumar mælti með sam þykkt þess. En á s.l. ári hafði málið verið kynnt bændum eft- ir því sem ástæður leyfðu. Lífeyrissjóðir hafa tvö megin- verkefni að rækja. 1. Að veita sjóðfélögum lif- eyri, þ.e. örorkulifeyri, ef sjóð- félagi missir að verulegu leyti starfsorku, ellilifeyri, þegar til- teknu aldursmarki er náð og svo makalífeyri og eða barnalífeyri, ef um fráfall sjóðfélaga er að ræða. 2. Að veita sjóðfélögum lán, einkum til íbúðabygginga og annara þarflegra hluta. Þessi síðari þáttur í starfi al- mennra lífeyrissjóða hefur í mörgum tilvikum leyst mikinn vanda fólks í íbúðarmálum und- anfarna áratugi. Frumvarp að lögum um lífeyr issjóð bænda gerir ráð fyrir að hann starfi á sama grundvelli að þessu leyti og aðrir lifeyrissjóð- ir. Gera má ráð fyrir að í sjóð- inn safnist all mikið fé fyrstu 15 ár hans, því ellilífeyrisgreiðsl ur til aldraðra bænda verða á því tímabili greiddar að 62,5 húndraðshlutum af rikinu en 37,5 hundraðshlutum af Stofn- lánadeild landbúnaðarins. En með þeim hætti endurgreiðir Stofnlánadeildin til bænda það fé, sem hún hefur fengið frá þeim undangengin níu ár. Þess í stað fær hún forgangsrétt á 10% þess fjár, er í sjóðinn kem- ur á nefndu árabili að láni. 1 þessum þætti frumvarpsins er því mikill tvíþættur vinning- ur fyrir bændur. Þeir öldruðu fá lífeyri í samræmi við það, sem launþegar í verkamannastétt fá, og viðurkennt er, að bændur eigi fé hjá Stofnlánadeildinni, sem henni sé skylt að endur- greiða í þessu formi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að bændur greiði af framleiðsluvör um sínum iðgjald til sjóðsins sem fyrir kvæntan bónda svari til 4% af dagvinnulaunum bónd ans og húsfreyjunnar i verðlags grundvelli hverju sinni með 10% álagi, en það er gert í stað þess að taka eftirvinnu og helgidaga vinnu með og er í samræmi við uppbyggingu lifeyrissjóðs verka manna. Upphæðin sem iðgjald er reiknað af skv. þessari reglu, miðað við núverandi verðlags- grundvöll, er um 330 þúsund krónur fyrir grundvallarbúið og iðgjald á 1. ári yrði því um kr. 3,300,00 en hækkar um sömu krónutölu næstu þrjú ár og verður á fjórða ári um kr. 1,300,000,00. Til samanburðar má nefna það að stofnlánadeildargjald af visi- tölubúinu er nú rúmlega kr. 8,200,00 á ári. Bóndi með vísitölubú mundi á næstu 30 árum greiða skv. þessu til sjóðsins kr. 376,200,00. Væru reiknaðir vextir og vaxta vextir á þessa upphæð yrði hún að 30 árum liðnum um kr. 1,300,000,00. Slíkur bóndi ætti að þeim tíma liðnum árlegan lífeyrisrétt, væri hann orðinn 67 ára gamall, að krónutölu 170—180 þús. á ári. Á 10 árum gæti hann fengið greiðslur úr sjóðnum er næmu 1,7—1,8 millj. króna. Það sem gerir fært að greiða þetta háan lífeyri byggist á því, að á móti framlagi sjóðfélaga gerir frum- varpið ráð fyrir mótframlagi sem verði lagt ofan á útsöluverð vörunnar. Það gjald verði sam- bærilegt við framlag atvinnu- rekenda til lífeyrissjóða eða 6% á grundvallarkaupið skv. fram- ansögðu. Það hækkar búvöru- verðið á sama hátt og iðgjald atvinnurekenda hlýtur að hækka verð vöru og þjónustu. Eins og fram kemur hér að framan verður framlag bænda til Lífeyrissjóðsíns skv. tölum núverandi verðlagsgrundvallar rúmlega 1,5% af búvöruverðinu. Mótframlagið verður að líkum svipaður hundraðshluti af út söluverði vörunnar, en má vera að það verði eitthvað breytilegt eftir því hvaða sölukostnaður fellur á hverja vörutegund. Til að auðvelda bændum að taka þetta gjald á sig, hefur nú verið fellt niður 0,25% búvöru- gjald til Bændahallarinnar. Ennfremur er gert ráð fyrir að fella niður i fjórum áföngum á tímabilinu 1975—1989 gjald bænda til Stofnlánadeildar land búnaðarins. Þetta nýja gjald verður þvi tiltölulega lítil viðbót fyrir bændastéttina til að öðlast mikilvæg réttindi til öruggari lífsafkomu. Bændur geta þurft að greiða iðgjald af allt að hálfum öðrum grundvallarlaunum, en fá þá líka nokkuð aukinn lífeyrisrétt. Framleiði þeir meira en það, fá þeir endurgreiðslu á því sem um fram er. Því hefur verið haldið fram m.a. af einum alþingismanni, að bændur yrðu í reynd að greiða verulegan hluta af framlagi neytenda. Þetta er að mestu leyti rangt. Rétt er þó að hátt Orðsending frá Laufinu Tökum fram á mánudag frúarkjóla í yfirstærðum. Stærðir frá 44 til 50. Verð kr. 2000.00 til 2500.00 DÖMUBÚÐIIM LAUFIÐ Laugavegi 65 - Símii 11845. Jólatónleikor í Hóteigskirkju Suminiudagnnn 20. des. kl. 10.30 um kvö'ldið verða jólatónleiikar í Háteigsikirgju. Flytjendur: Jón Sigurbjömisson, flauta. Pétor Þorvaldsson, ceMó, Kirkjukór Háteigskirkju, stjórnandi: Martin Hunger. Sóknamefnd Háteigskirkju. Prestskosning ~ * í Arbœjarprestakalli r Reykjavík Prestskosning fer fram í Árbæjarprestaikal'lii sunmudaginn 20. desemiber n. k.. I kjöri eru: séra GUÐMUNDUR ÓSKAR ÓLAFSSON og séra GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON Kosið verður í Árbæjairsikóte og hefst kosning kl. 10 árdegiis og lýkur kl. 10 síðdegis. Innan ÁrbæjairpinestaikaiHlis eru eftirtaldar götur: Árbæjairblettur, Eggijavegur, Fagríbær, Glæsibær, Gufumes- vegur, Hábær, Heiðarbær, Hitaveitutorg, Hitaveituvegur, Hlað- bær, Hraunibær, Yztiibær, Rofaibær, Selástotettur, Smálandsbraut. Suðuriandsbær austan EBiðaár, Teigavegur, Urðatoraut, Vatres-veituvegiur, Vesturlandsbraut, Vorsatoær, Þykikvitoær. Húsi við Suðurlandstoraiut, staðsett sunnan Bugðu og austan Eliliiðavatnis, telljast akki til Árbæjairpnestaikaills. Viistfólik 1 Amairbo'lti telst með prestatkallinu, en stairfsfólk ekiki, þar sem það á lögheimiii í Kjalarreesihreppi, Hús við Suð'urlandstoraiut, staðsett stinnan Bugðu og austan Elliðavatns, teljast ekki til Árbæjarprestakalls. Vistfólk í Amarhoiti telst með presta'kabireu, en starfsfólk ekiki, þar sem það á tögiheimiilli f Kjalaimiesihreppi. Það eru eindregm tikrvæli só-knainreefnda'rinnair, að þáttaika í kosniingureum verði sem mest og ailmennust. Reýkjavik, 16. desember 1970. Sóknamefnd Árbæjarprestakalls Reykjavík. verðlag búvöru getur dregið úr sölu hennar á innlendum mark- aði og því getur þurft að flytja meira á erlendan markað, en þetta gjald myndi verða tekið með í verð þess, sem út úr land inu er selt á sama hátt og stofnlánadeildargjaldið nú, þeg- ar útflutningsbætur eru greidd ar. Þegar útflutningsbætur ekki hrökkva til, kynnu þessi rök að verða að einhverju leyti rétt. Á hitt er svo að líta, að nú virðist sú skoðun vera virt af öllum, að búvörur eigi að greiða niður.á innlendum markaði, svo verð þeirra sé viðráðanlegt neytendum. Og það verður að líta svo á, að þetta sé ekki tækifærispólitik, vegna þeirra kosninga, sem framundan eru, heldur það sem menn telja sig hafa komizt að af reynslu að sé rétt verðlagsstefna. Þvi er haldið fram af and- stæðingum þessa máls, að einsk isvert sé að safna fé í sjóði, þegar verðbólga er viðvarandi og étur upp sjóðiana. Að nolk'kru er þetta rétt, en þó ekki nema að takmörkuðu leyti. Það fé, sem sjóðirnir lána sjóðfélögum til húsbygginga eða til kaupa á fasteignum, heldur gildi sínu oftast að fullu. Gert er ráð fjrir að bændur fái lifeyri greiddan miðað við meðallaun síðustu fimm ára áð- ur en taka lífeyris hefst. Sé dæmið, sem ég nota hér að fram an um meðalbóndann, fært til þess horfs, sem kann að verða með vaxandi verðbólgu, fær við komandi bóndi lífeyri í sam ræmi við verðlag siðustu 5 ár- in af þeim 30, sem hann greið- ir iðgjald til sjóðsins. Hann heí ur því að verulegu leyti verð- tryggingu á því fé, sem hann greiðir sjóðnum á fyrri hluta (25 ár) iðgjaldsgreiðslutímans. Því er þessi kenning að mjög litlu leyti rétt. Það mætti kannski segja að iðgjöld gætu verið lægri að staðaldri til að fá umræddan lífeyri rétt, ef verðbólgan væri ekki. Lifeyrissjóði bænda er ætlað eins og öðrum slíkum sjóðum að greiða auk ellilífeyris, örorku- lífeyri, maka- og barnalífeyri, sem er lika að nokkru leyti verðtryggður. Þá er sjóðnum einnig ætluð lánastarfsemi m.a. að veita við- bótarlán til íbúðabygginga í sveitum. Það hefur lengi verið erfiður þröskuldur ungum bændum að komast yfir að byggja sér viðunandi íbúðarhús Með þessum sjóði ætti sú þraut að leysast. Þá væri ekki ónýtt fyrir frumbýlinga að eiga kost á lánum sem um munar til jarðakaupa. Það gæti greitt stór lega fyrir kynslóðaskiptum i sveitunum. Sjóðnum er ætlað að styrkja stöðu bæði yngri og eldri bænda og m.a. tryggja það að gamla fólkið þurfi ekki að lifa á náð arbrauði þeirra yngri. Hlut- verk hans er því mjög stórt og þýðingarmikið fyrir framtíðar- heill og þróun hinna dreifðu byggða. Það er þvi þýðingarmikið að bændur taki sjóðsstofnun þess- ari með velvild og skilningi. Gunnar Guðbjartsson. Manhatfan skyrtur — frá New Yonk — í tízkuliitum — rreeð mismunandi enmatengdum , — og ekki þarf að stira*uja Vara, sem skarar framúr, er að jafnaði reokkru dýnari. Og léleg vara er sjaldan penireganrea virði. Látið ek'ki nok'krair krónur koma í veg fyrir að þér verðið eirereig VEL KLÆDDUR I MANHATTAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.