Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 15
15
MORÖUNBíLAÐIf), SUNNUDAG-UR 20. DESEMBER 1970
Helgi Tryggvason, yfirkennari:
Lestur og tal
Þegar ég sem æfingakennari
hlustaði á nemendur mína
kenna, varð mér stundum hugs-
að á þesisa leið: Margt væri hér
mjög gott, ef það væri áheyri-
legar sagt. Reyndi ég að sjálf-
sögðu að brýna fyrir kennara-.
efnunum að tala skýrt, hafa
lipra framsetningu og horfa
frjálslega við öllum nemendá-
hópnum. Hver kennslustund
byrjaði ávallt með söng eða fram
sögn allra barnanna í hóp. Það
er drjúgt, sem drýpur með dag-
legri iðkun, þótt stutt sé í hvert
sinn. Eitt af þeim stöðugu um-
sagnaratriðum mínum strax að
hverri kennsluæfingu lok-
inni var rödd kennara-
nemans, þegar hann talaði við
börnin. Ræddi þetta einnig ræki
lega i kennslufræðistundum. Hér
kemur svo gamalt, fjölritað blað
úr kennslufræðitíma, sem er sýn
ishorn af þvi, hvað stríddi á hug
minn. Það jjkal tekið fratm, að
lestrarkennsla smábarna og æf-
ingakennsla í þeim efnum var I
verkahring annarra kennara skól
ans, en ekki mínum.
„Það kennslutæki, sem kenn-
arinn verður að nota einna mest,
er röddin. Það er því mikils
virði fyrir kennaiann að leggja
rækt við að temja málfæri sitt,
til1 þess að hann eigi auðveldara
rríeð að tala, þreytist síður og
áheyrendum hans falli vel að
hlýða á rödd hans.
Andardráttur og talfæri eru
næm fyrir öllum skapbreyt-
ingum, og breytist þá röddin að
sjálfsögðu. Sá sem er illa hald-
inn af feimni og uppburðarleysi,
getur ekki haft frjálslega rödd
eða framkomu. Umhverfið berg-
málar síðan hina uppburðar-
lausu rödd hans og fas, og ekki
batnar ástandið við það. Orða-
valið fer þá einnig versnandi,
en þau orð, sem sögð eru, verða
hikandi og hálfbogin.
Eitt fyrsta einkenni frjáls-
mannlegrar framkomu er hik-
laust og hóflegt tal. Menntaður
maður á ekki að þurfa að taka
nærri sér að láta til siín heyra,
þó að hinir og aðrir hlusti og
horfi á. En iðkun er undirsitaða
leikninnar. Skólarnir eru ágætur
vettvangur ti'l þess að temja rödd
ina og framgöngu alla, og ætti
því að sinna þessu máli af alúð
í skólunum og miklu betur en
gert hefur verið yfirleitt hér á
lainidi. Má vel at)h u:ga, hvem-
ig aðrar menningarþjóðir
temja nemendum að tala
og taka þátt í umræðum í
skólunum og það með mjög góð-
um árangri. Þess er ekki að
vænta, að námsmenn skólanna
verði frjálsir í tali af því að
stritast við að sitja og þegja,
eða þá af því að láta kennar-
ann toga út úr sér einhver setn-
ingaslitur, eða þá með því
að lesa nokkur orð á einhverju
tungumáli, tafsandi og grúfandi
yfir bókina. Strjálir málfundir,
þar sem fáir koma og mjög fá-
ir taka til máls, bæta ekki held-
ur neitt úr fyrir f jöldanum.
Það skyldi vera sjálfsögð
regla að byrja kennslu hvers
nemanda þar, sem hann er srtadd
ur í hverri grein, og hafa náms-
eða kröfustigin mörg og smá-
hækkandi. Þeir skólanemendur,
sem hafa ekki verið látnir iðka
iestur og framsögn á frjálsmann
iegan og eðlilegan hátt, verða að
hefiast handa með mjög róttæk
um athugunum á ýmsum atrið-
um, sem hefðu að réttu lagi hæft
fyrri námsstigum. Undirstaðan
Verður að vera traust hér eins
og annars staðar. Það verður
áð rrrafast fyrir rætur meinsins.
Það þýðir ekki neitt að reyna
pð ’^sa bara örlítið skár, anda
or'itið meira að sér, standa i ör-
út ð færri hlvkkjum. Hér er það
höfuðnauðsyn að forðast allt
' austur, fara sér mjög hægt,
hugsa skrefin fyrirfram, gæta
vel að, hvernig þau sitígast,
stanza og endurtaka með þeirri
nákvæmni og lifandi alúð, sem
unnt er.“
1 viðbót við þetta garnla
kennslufræðiblað tel ég rétt að
láta koma fram í þessari grein,
hvernig við Freysteinn Gunnars
son skólastjóri Kennaraskólans
unnum saman að þessum þætti
íslenzkunnar í mörg ár í skólan-
um. Tek ég því upp orðrétt yf-
irlit hans um þetta efni.
„Franisagnarkennsla í Kenn-
araskóla Islands í skólastjóratíð
Freysteins Gunnarssonar.
Haraldur Björnsson kennari
og leikari hafði á hendi fram-
sagnarkennslu í efsta bekk
Kennaraskólans frá þvi haustið
1930 og þar til hann réðst sem
fastur starfsmaður við Þjóðleik-
húsið árið 1950.
Helgi Tryggvason hafði á
□----------------------□
3. grein
□----------------------□
hendi framsagnarkennslu í skól-
anum i stórum dráttum eins og
hér segir, meðan ég var skóla-
stjóri:
Á tímabilinu frá því haustið
1950 og þar til um vorið 1962
hafði hann sem svaraði einni
stund á viku í 4. békk og einni
stund I Stúdentadeild. Töldum
við fulla þörf á slíkri kennslu
fyrir kennaraefni, og hafði Helgi
góða aðstöðu til að fylgja henni
eftir i æfingakennslustundum
sinum hjá 10—12 nemendum á
viku, þ.e. í æfingadeild sinni og
einni deild (stundum tveimur)
Hallgríms Jónassonar. Kennsla
þessi var á stundaskrá flokkuð
undir kennslufræði, og hafði
Helgi þvi tvær stundir í kennslu
fræði á viku hjá hvorum ofan-
nefndra bekkja í stað einnar, en
framkvæmdi þannig, að hann
tók yfirleitt hluta af hverri
kennslustund í ýmiss konar iðk-
un framsagnar, bæði í bundnu
máli og óbundnu, hóplestur
margra eða fárra í einu, einnig
framsögn einstaklinga. 1 þessari
kennslu fór m.a. fram æfing í
því að koma fram fyrir áheyr-
endur og flytja mál sitt.
Kennsla þessi var vel þegin af
nemendum, sem fundu gagnsemi
hennar I daglegum störfum sin-
um.
Ekki löngu eftir að framsagn
arkennslan hófst með þessum
hætti i 4. bekk og Stúdenta-
deild, talaðist svo til milli okk-
ar Helga, að hann skyldi einnig
taka nokkrar mínútur af
kennslustundum sínum í neðri
bekkjum skólans til að hressa
upp á málfar nemenda sinna með
stuttum lestrar- og talæfingum.
Um nánara fyrirkomulag þess-
arar iðkunar er mér ekki kunn-
ugt að öðru leyti en þvi, að
hann mun oftast hafa haft einn
til tvo málfundi á vetri í fyrsta
og öðrum bekk, hvorum fyrir
sig. Kom hann öllum til nokk-
urs þroska í þessu efni, því að
létt var yfir þessum fundum og
allir gengu þegnlega úndir þá
skyldu að koma fram fyrir
félaga sína og taka tii máls, en
hann stjórnaði umræðum.
Helgi taldi, að framsagnar-
kennsla og söngkennsla styddu
hvor aðra. Hann kenndi einnig
söng í æfingadeild sinni og um
skeið í fleiri æfingadeildum, lét
stundum taka lagið i bekkjum
kennaranema, stjórnaði oft dag-
legum morgunsöng allra bekkja
sameiginlega, m.a. heilan vetur i
f jarveru söngkennara skólans.
Einnig fyrir 1950 hafði Helgi
um hönd nokkra framsagnariðk
un með nemendum í vissum
bekkjum skólans. Var hann og á
sínum tíma á námskeiðum hjá eft
irtöldum kennurum: Haraldi
Björnssyni, Sigurði S'kúlasyni og
Lárusi Pálssyni, auk þess sem
hann kynnti sér starfsaðferðir í
þessum efnum í skólum erlendis.
Freysteinn Gunnarsson.“
Gjaman mætti og taka fram,
að ég notaði segulband talsvert
við þessa kennslu, svo og vjð
kennsluæfingar, tók sýnishorn
af röddinni þegar var verið að
kenna, og var þetta mikil hjálp.
Segulþráðinn hafði ég í notkun
þegar árið 1949. Ýmsar aðferðir
við hóplesrtur hafði ég kynnt
mér í Kanada 1950 og áður í
Sviþjóð. Hafði einnig látið iðka
hann talsverðan tíma áður en
hann kom á stundaskrá mína,
svo sem að ofan segir. Nútíma-
málfundahöldum kynntist ég í
Þýzkalandi, Englandi og
Ameríku. Þetta var nú allrt gott
og blessað og lærdómsrikt. En
aðalatriðið, sem allt hlaut að
velta á, var að láta alla hafa
nógu einfalda byrjun, sem gæfi
þó srtrax nokkurn árangur fyrir
TIL JÓLANNA
Kvempeysur, srtiurttair og siiðar Kvenskór, gyHrtir og silifraðir
Sokkeibuxur, m®ngiar gerðir Inniskór í m'iklu úrvali
Jótedúika'r í mikiu úrvarti BarnaS'kór, margar gorðir
Danisikiur nænfa tnaöur á böm Kuld®sikór
og fuWiorðna SkóMífar
Undirkjóhar upp í nr. 50 Herraskór í úrvali.
Verzl DALUR, Skóv. P Andréssooar,
Fnamnesvegi 2 Frammesivegii 2
Næg bítestæði Næg bílastæði
íbúðorhæð víð Klapparstíg
Til sölu er um 130 fm íbúð á 3. hæð (efstu) 1
steinhúsi við Klapparstíg. íbúðin er 3 svefn-
herbergi og 2 samliggjandi stofur. Gott
manngengt ris yfir allri íbúðinni. íbúðinni
má skipta í 2 minni íbúðir. Einnig tilvalin
aðstaða fyrir skrifstofur eða félagsstarfsemi.
Fasteignaþjónustan,
Austurstræti 17
(Silli & Valdi),
3. hæð, sími: 26600.
hvern og einn þar sem hann var
staddur, kröfustigin mörg og
smá og í réttri'röð, svo að nem-
endum skrikaði ekki fótur að
stíga upp á næsta þrep. Og
þetta tókst eftir vonum. Athuga
skal, að framsagnarkennari, sem
hefur til meðferðar heilan bekk
í einu (þó að hann láti ekki alla
alltaf tala í einu), getur oft orð-
ið að beita samsettum og kænni
aðferðum til að laða fram heil-
brigðan vilja heldur en hinn,
sem kennir þroskuðu fólki á
frjálsum námskeiðum. Og að
sjálfsiögðu stefna allir fram-
sagnarkennarar að því að hver
nemandi geti komið einn fram1
fyrir alla og flytji efni sitt á
frjálsmannlegan hátt. Glaðlegt
andrúmsloft við slík námsstörí
og viðurkenning þess, sem vel er
gert, er eins nauðsynlegt til ár-
angurs eins og olían fyrir mótor
inn. Þá getur erfiðið breytzt í
upplyfting og skemmtun. Þá
losnar bæði röddin og allur svipur
persónunnar við klaufalega og
heimskandi feimni og tregðu.
Vex hver við vel kveðin orð, —
einnig við sín eigin orð, sem töl-
uð eru í annarra áheyrn.
(1 næstu grein verður rætt
ákvæði núgildandi námsskrár
um kennslu móðurmálsins á
' skyldustigi o.fl.)
Manhattan skyrtur
— frá New York
— í tízkirtitum
— nmeð miisimuniarKÍi enmatengdium
— og ek'kt þarf að srtiraiuja
Vara, eem sikarar framúr, er að
jwfnaiðii nokikru dýnari.
Og téleg va ra er sjaldan
peo'iingBinina v'rði.
Látið ekik'i nokkrar krórrur kome í
veg fyrir að þér verðið ©irnniig
VEL KLÆDDUR í MANHATTAN
Laugavegi 27 — Sími 12303.