Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 29
MÖROU'N'BLAÐIÐ, SLTNNUDAGUR 20. DESEMBEP 1970 29 Viðhalds- og upprif j- unarnámskeið fyrir lögfræðinga Frá aðalfundi Lögfræðingafélagsins HINN 16. des. sl. var haldinn aðalfundur Lögfræðingafélags Is lands. Fundarstjóri var kjörinn Hákon Guðmundsson, yfirborgar- dómari. Formaður félágsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár, en Friðrik Ólafsson, stjórnarráðs- fulltrúi, lagði fram endurskoð- aða reikninga. Auk þeirra fluttu skýrslur um einstaka þætti í starfi félagsins þeir Bjami K. Bjarnason, borgardómari, Jóna- tan Þórmundsson, prófessor og dr. Gaukur Jörundsson, prófess- or. Á liðnu starfsári hefur félagið haldið 5 almenna umræðufundi og hafá þeir yfirleitt verið fjöi sóttir. Framsögumenn á þess- um fundum hafa verið Stefán M. Stefánsson, borgardómari, Jóna- tan Þórmundsson, dr. Gunnar Thoroddsen og Magnús Thorodd sen, borgardómari. Stjórnarfundir hafa alls ver ið 17, og hefur þar verið rædd ur mikill fjöldi mála, er lögfræð inga varða. Einkum hefur þó verið fjallað um kjaramál lög- fræðinga og svonefnda endur- menntun eða framhalds- og upp rifjunannáimisfceið fyriir lögfræði- kandidata, sem félagið hefur beitt sér fyrir í samráði við lagadeild háskólans. Sérstök kjaramálanefnd hefur starfað undir forustu Jónatans Þórmundssonar prófessors, í nánu samstarfi við stjórn félags ins. Hún héfur undirbúið og rök stutt sérstaka kröfugerð í kjara málum dómara eins og kunnugt er. Þótt lögfræðingar í opinberri þjónustu telji sig almennt van- haldna í launum, þá virðast þó launakjör dómara einna fjarst sámin miðað við laun annarra háskólamenntaðra manna. Þessi mál hafa verið rædd við ráð- herra, én hafa ekki borið árang ur beinlínis, þar sem því hefur verið borið við, að ekki væri unnt að taka afstöðu til sjónarmiða kjaramálanefndar vegna þeirra heildarsamninga um laun opin- berra starfsmanna, starfsmat og fleira, sem staðið hefur yfir. Þess er þó vænzt, að störf kjaramála nefndar hafi skipt verulegu máli í þessu sambandi. Á fundinum var gerð sérstök grein fyrir aðild félagsins að Bandalagi háskólamanna og við skiptum við samtökin. Það mál, sem hæst ber, er það sem áður er nefnt, að nú er ákveðið, að haldið verði í fyrsta skipti sérstakt námskeið fyrir eldri lögfræðinga bæði til kynn ingar á ýmsum nýjum viðhorf- um og til upprifjunar á eldri fróðleik. Námskeiðið, sem kallað er við halds- og upprifjunarnámskeið, verður haldið dagana 22.—26. marz n.k. Verður þar fjallað um réttarreglur um fasteignir. Fyrirlesarar verða: dr. Ár- mann Snævarr prófessor, Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri, dr. Gaukur Jörundsson, prófess- or, Guðlaugur Þorláksson, skrif- stofustjóri, Guðm. Vignir Jósefs son, gjaldheimtustjóri, Magnús Thoroddsen borgardómari, Magn ús Þ. Torfason, hæstaréttardóm- ari, Ólafur Pálsson, borgarfógeti, Páll Líndal, borgarlögmaður, Páll S. Pálsson, hæstaréttarlög- maður, Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og Þorvald ur Garðar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri. Munu þeir gera grein fyrir ýmsum þáttum þeirra reglna, er fjálla um fasteignir og svara fyrirspurnum. Námskeiðsstjórar eru þeir Hrafn Bragason, fulltrúi yfirborg ardómara og Sigurður Hafstein, héraðsdómslögmaður. Hámarkstala þátttakenda 30. Á fundinum var skýrt frá út- gáfu Timarits lögfræðinga, er félagið gefur út, en ritstjóri þess er Theodór B. Líndal. Á aðalfundinum var gerð grein fyrir starfi lagadeildar; kom þar m.a. fram, að Guðrún Erlends- dóttir hefur verið ráðin adjunkt í lagadeild og sívaxandi fjöldi lögfræðinga í öðrum störfum sinntu tiltekinni kennslu i deild- inni. Þá var rætt um atvinnu- horfur lögfræðinga á næstu ár- um og vaxandi sókn annarra starfsgreina inn á svið lögfræð- inga. Ennfremur var rætt um nauðsyn þess, að samræmd yrði starfsemi þeirra bókasafna, er sérstaklega sinna ritum á sviði lögfræði. Þá fór fram stjórnarkosning. Tveir stjórnarmenn, Páll Lín- dal, borgarlögmaður, sem verið hefur ritari félagsstjómar og Þórður Bjömsson, yfirsakadóm- ari, sem verið hefur varafor- maður um langt skeið, báðust undan endurkosningu, og voru þeim þökkuð störf i þágu félags- ins. Þorvaldur Garðar Kristjánsson vár einróma endurkjörinn for- maður og sömuleiðis varaformað ur Jónatan Þórmundsson, prófess Aðrir í stjórn voru kjömir: Friðrik Ólafsson, stjórnarráðs- fulltrúi, Hrafn Bragason, fulltrúi yfirborgardómara, Sigurður Haf- stein, héraðsdómslögmaður, Stef án M. Stefánsson, borgardómari og Knútur Bruun, héraðsdómslög maður. ■ I varastjórn voru endurkjörki. Auður Þorbergsdóttir, fltr. yf irborgardómara, Gaukur Jörunds son, prófessor, Hjörtur Torfason, hæstaréttarlögmaður, Jón A. Ól- afsson, ftr. yfirsakadómara, Magnús Thoroddsen borgardóm- ari, Ólafur W. Stefánsson deild arstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Sigurður Líndal hæstaréttarrit- ari. Endurskoðendur voru kjörnir: Ragnar Ólafsson, hrl. og Árni Bjömsson hdl., löggiltir endur- skoðendur. í fulltrúaráð Bandalags há- skólamanna voru kjörnir: Bjami K. Bjamason, borgar- dómari, Hrafn Bragason, ftr. yf irborgardómara og Ragnar Aðal steinsson, hrl. 1 kjaramálanefnd voru kjörnir: Bogi Ingimarsson er hrl., Emil Ágústsson, borgardóm- ari,- Gunnar G. Schram dr. jr., Kristinn Ólafsson, aðalfulltrúi lög reglustjóra, Haraldur Henrysson, bæjarfógetafulltrúi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, stjómar- ráðsfulltrúi og Brynjólfur Kjart ansson, héraðsdómslögmaður. — 85 ára Framhald af bls. 24. eignuðust tólf börn og komust tíu til fullorðinsára. Mann sinn missti Rebekka 1954 og hefur síðan dvalizt hjá dóttur sinni Kristjönu og tengda syni Ólafi Sigurðssyni, sem alla tið hefur reynzt henni sem bezti sonur, Fyrir nokkrum árum fór hún til dvalar að Hrafnistu og gengur enn að sínu verki nokkra tíma á dag. Nú þegar Rebekka er áttatiu og fimm ára eru niðjar hennar og Þorsteins orðnir eitt hundrað og fimm og vonandi munu marg- ir bætast við þá tölu áður en hún hefur lokið sínu dagsverki. Til hamingju með afmælið Rebekka og guð blessi þér ævi- kvöldið. Vinur. POLAROID Polaroid myndavélin skilar fullgerðri mynd á 15 sekúndum . . . litmyndum á 60 sek. Með Polaroid getið þér skoðað jólamynd- irnar á jólúnum. Fást um land allt. í Reykjavík hjá Hans Petersen, Banka- stræti og Álfheimum. MYNDIR HF., Austurstræti 17, sími: 14377. SKINN SKINN SKINN ístenzk s!< no eru sérstæð fyrir eig inteilka sírta og enu emgiu að síðtir heppiteg jótegjöf til vnna hértendis, sem ©rterMjis. OrvaWð er mtikið, verðið hagikvæmt. Opið alla daga til kl.19,00. Sútunarverksmiðja SS Grensásvegi 14. Ahugafólk um náttúruvernd Monið stofnfond Náttúnuverndairfélags Reýkjavfkor og r*á- grenors að Hótel Sögu í dag, sunnudag kl. 15.30. Fjölimenmið. Undirbúningsnefndin. Nýkominn íslenzki fnmerkjaverðlistinn 1971 skrái'r öl! ístenzk frímerki ósfimiptuð — stimptuð — fyrstadagsumsiög. Verð kr. 50.00. — Sendum gegn póstkrofu. NÝTT NÝTT NÝTT Fyrir dömur og herra NÝTT SNIÐ — NÝ TÍZKA Loðskinnshúfur í úrvali. Mörg snið. — Óskajólagjöfin. FRAMTÍÐIN Laugavegi 45, sími 13061.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.