Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 6
6 MORG-U'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1070 ÚRVALS IMAUTAKJÖT Nýtt nautakjöt, smtchel, buff, gúllas, hakk, bógst&ik, grilisteík. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. LAMBAKJÖT heilir lambaskrokkar, kótelett- ur, læri, hryggir, súpukjöt. Stórlækkað verð. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. ÓDÝRT HANGIKJÖT Stórlækkað verð á hangi- kjötslærum og frampörtum, útbeinað, stórlækkað verð. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. UNGHÆNUR — KJÚKLINGAR Unghænur og unghanar 125 kr. kg. Úrvais kjúklingar, kjúkliogalæri, kjúkiiogabr. Kjötm.st. Laugalæk, s. 35020. Kjötb. Laugav. 32, s. 12222, STEREO-SAMSTÆÐUR 6 tegundir. Segultoönd, magn arar, spilarar, viðtæki. Einnig bílaútvörp hentug til jóla- gjafa. Tíðni hf Einholti 2, s. 23220. BLÓMASÚLUR Bióma'SÚIumar vinsælu komn ar aftur. Eininig aðrar gjafa- vörur. Tækiifæri'sjólagjafir. J. S. Húsgögn, Hverfisgötu 50, sími 18830, TIL JÓLAGJAFA Hvíidarstólarr, skrifborðsstól- ar, sófatoorð, inn skotstoorð, Fótaskemmlar, veggihiflu'r og m. fl, Nýja Bólsturgerðin, Laugavegi 134, sími 16541. KAUPUM TÓMAR blómakörfur og góðar plast- skáler. Blóm & Grænmeti, Skólavörðustíg 3, sími 16711. SÓFASETT Sófaeett með 3ja og 4ra sæta sófum. Úrval áklæða. Greiðsluskilim á lar. Nýja Bólsturgerðin, Laugavegi 134, símii 16541. JÓLATRÉ Jólatré sáidfrí og sígræn. Greni, stjörnukrossar, leiðis- vendir, greniskra'Utbringir á borð, veggi og dyr. Jólatréssalan, Drápuhllð 1. ANTIK — ANTIK Nýkomið þvottasett, tin te- sett, kaffisett, kopankatlar. indverskar gjafavömr, mjög ódýnar og m. W. Stokkur, Vesturgötu 3. GOTT HERBERGI óskast nú þegar, tSI ieigu, belzt með sérsn y rt Jærbergi. Reglu'semii og góð umgengmi. Uppl í dag frá kl. 6—10 e. h. í síma 21738. EINSTAKT TÆKIFÆRI Ti'l sölu mjög ódýrar nýjar baima- og unigl'ingaibuxur úr nyiomstretchefni, einn'ig á fu(l orðna Pokabuxuc og pilsbux ur úr sarna efni. Uppl. í strna 20192. RJÚPUR Við höfum jólarjúpumar. — Komið timan'tega. Kaupið strax. Kjötbúðin, Laugavegi 32, sími 12222. Kjötmiðstöð- in, Laugalæk, sími 35020. BÍLAÚTVÖRP 6 gerðir, verð frá 3570.00 kr. Ferðaútvörp, verð frá 1950,-. Segulbandstækii og plötuspil arar. Opið tfl k'l. 7 á kvöldin. Radíóþjónusta Bjama, Síðu- múte 17, sími 83433. Útijólaskemmtun barnanna á útiskemmtunuin. sem haldnar Lionsklúbburinn Ægir ætlar að gangast fyrir nýstárlegum jólaskemmtunum í dag ef veð- ur leyfir. Jólasveinninn Gátta- þefur ásamt bamakór, þeir fé- lagar Baldur og Konni og Svav ar Gests munu skemmta börnum verða við Melaskóla kl. 11 og síðan við Breiðholtsskóla kl. 2, við Árbæjarskóla kl. 3 og við Vogaskóla kl. 4. Hver skemmt- un stendur í 20—30 minútur og beina Ægismenn þeim óskum til foreldra að láta bömin klæðast vel. Að sjálfsögðu kostar ekk- ert á þessar skemmtanir, en Æg ismenn ætla að selja síðustu sæl gætispakka sína á skemmtana- svæðunum um leið og skemmtan ir fara fram. Vænta þeir þess, að vandamenn barnanna komi með þeim og kaupi sælgætis- pakkana, sem kosta aðeins kr. 150.00. Eins og kunnugt er renn ur allur ágóði af sölu þessari til uppbyggingar á barnaheim- ili vangefinna að Sóiheimum í Grimsnesi, en þar hafa félagar í Ægi unnið mikið starf á und anfömum árum. DAGBÓK Af munni barna og brjóstmylkinga hefur þú gjört þér vígi, sak- ir fjandmanna þinna, til þess að þagga niður í óvinum þínum og fjendum. (Sálm. 8. 3). í dag er sunnudagur 20. desember og er það 354. dagur árs- ins 1970. Eftir lifa 11 dagar. 4. síðasta kvarteli. Árdegisáflæði inu). Ráðgjafaþjónusta Geðvemdarfélagsins þriðjudaga kl. 4—6 siðdegis að Veitusundi 3, sími 12139. Þjón- ustan er ókeypis og öllum heim- IL sunnudagur í jólaföstu. Tungi á ld. 11.26. (Úr Islands almanak- Næturiæknir í Kefiavík 18., 19. og 20.12. Ambjörn Ólafss. 21. 12. Guðjón Klemenzson. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Jólasveinarnir enn í Vestur veri í dag klukkan 4.30 Fjallagrös voru blessun í búi Allir Islendingar kannast við fjallagrös, enda þóttmjög hafi dregið úr notkun þeirra á þessari öld, og bændur séu að mestu hættir að fara á grasafjall. En sú var tíðin, að fjallagrös voru einhvermesta blessun í búi hjá íslenzkri al þýðu. Ekki mun ljóst hvenær byrjað var að safna fjalla- grösum til manneldis, því að enigra heimilda er að leita um það. Þó er ekki ólíklegt að nokkur grasatekja hafi verið hér á landi frá öndverðu og íslendingar hafi þekkt þessi ágætu matvæli miklu lengur en sögur fara af. En sumir telja að ekki hafi verið far- ið almennt til grasa fyrr en eftir að einokunin komst á. Síðan björguðu þau þjóðinni oft frá hungurdauða um þriggja alda skeið, þegar sam göngur við önnur lönd teppt ust og harðindi voru sem mest. í Ferðabók Eggerts og Bjarna segir svo um grösin og grasaferðir: — Á Islandi hafa fjallagrös in lengi verið mikils metin fyrir hollustu og búsílag. Á grasafjall er farið fyrir sláttarbyrjun. Ef langt var að fara, sló fólk sér saman frá nokkrum bæjum, með hesta, tjöld og nesti til útilegu. Oft var þá farið langt inn á heið- ar og öræfi og dvalizt þar viku eða allt að hálfum mán- uði. Grösin eru þrjú ár að vaxa, og því voru þau ekki tínd á sama svæði nema þriðja hvert ár. Á harðinda- árum eyðilögðust graslönd oft, vegna þess að menn neyddust þá til þess að tína þar ár eftir ár, svo að þau fengu aldrei tíma til að vaxa. — Bezt er að taka þau í rekju og á nóttum þegar dögg fall er. Þá eru þau mjúk og sjást betur, en í þurrki eru þau hörð og með hvössum brúnum, er særa hendur manna. Grösin voru lengi dagleg fæða islenzkrar alþýðu. Þau voru notuð í brauð og slátur og grauta, eða soðin í mjólk „og er það mjög góður matur, auðmeltur og saðsamur. Og ekki þekkja menn aðra fæðu er hollari sé þeim, sem þjást af tæringu eða brjóstveiki." Á Norðurlandi kostaði grasa hestur 20 alnir, en á Austur landi var ein tunna af hreins uðum og hálfmuldum grösum seld á einn ríkisdal í harðind um. 1 Búalögum er verð á vætt „af þrihristum fjalla- grösum“ talin 10 alna virði, en vætt af mjöli 40 alnir. Þó héldu margir þvi fram, að vætt af fjallagrösum væri eins góð til bús að leggja og vætt af mjöli. Hið sama kem- ur fram hjá Sigurði í Dal í „Skugga-Sveini“. 1 Rangár vallasýslu var það talið viku- verk fyrir kvenmann að tína hestburð af fjallagrösum, en „bændum reyndist grasahest urinn drýgri i búi en mjöl- tunna.“ Horrebow segir svo um grösin: „Ég hefi oft borðað fjallagrös. Fyrst gerði ég það fyrir forvitni sakir, en síðan bæði vegna gagns og bragð- gæða þeirra. . . Mörg eru þau heimili, sem alls ekki nota kornmat, ef þau komast yfir nóg af fjallagrösum, sem á all an hátt eru jafngóð fæða." Olavius minnist líka oft á fjallagrösin og hvar þau sé að finna og hann segir: „f jallagrasatekja er talin með beztu landkostum Fljótsdals- héraðs." Á Bláskógaheiði nyrðra var annálað grasaland, en í sókn arlýsingu Garðssóknar i Kelduhverfi 1839 segir svo: „Á skipleysisárunum 1808— 10 safnaðist svo mikill mann fjöldi á heiðina til grasatekju að hún örtíndist blað fyrir blað.“ Þarna sótti að fólk úr mörgum nálægum sveitum og vegna þess að tínt var ár eft ir ár, þá fengu grösin ekki að spretta og gengu þvi til þurrðar. — Eftir Öskjugosið 1875 féll svo mikil aska á Norðurlandi og Austurlandi, að grösin fóru á kaf, og upp frá þvi tók grasaferðum mjög að fækka og lögðust sums staðar niður. Eggert Ólafsson telur upp nokkrar tegundir fjallagrasa og segir að maríugrös séu feg- urst og bezt. (Myndi þar ekki vera átt við „skæðagrös". Kló ungur segir hann sé smærri grös og ekki jafn góð, enda þótt þau séu mikið notuð. Kræða segir hann sé léleg- asta tegundin, vaxi aðallega í Norðurlandi og kosti helm- ingi minna en venjuleg grös. Þá nofniir hamn geitaskóf, en hún vex á klettum og verður ekki tínd, heldur þarf að losa hana með hnif, og mun hún óviða vera talin til fjalla grasa, þótt góð sé. Enn nefn ir hann mundagrös og segir að þau vaxi hvergi nema á Vesturlandi og þyki lostæt- ust allra grasa. (Óvíst að þau geti talizt til fjallagrasa, og í orðabókum kallast þau fjöru grös). Enn eru til fjallagrös um allt land og viðbúið er að notkun þeirra aukist þegar mönnum skilst hve ágæt þau Leiðrétting 1 ljóði Sfeingerðar Guðmunds dóttur „Á útfarardegi ungmenn- is“ varð meinleg prentvilla. Þar stóð: Frjáls í framandi landi fæddist og þroska beið en átti að vera: eru til manneldis. Má því benda á hvernig dýrmæt reymsla hafði kennt forfeðr- um vorum að fara með grösin. Fyrst voru þau bökuð vel í sól og síðan vinzuð í tnogi og fauk þá úr þeim hið mesta af fisum, mosa og lyngsprekum. Síðan voru aðferðirnar tvær: 1. Eftir vinzunina voru grösin þurrkuð enn betur yfir hægum eldi, siðan látin í belg og belgurinn barinn með spýtu; molnuðu þau þá og voru geymd sem salli i ein- hverju íláti. — 2. eftir vinz- un voru grösin lögð í bleyti og látin blotna rækilega. Þá sukku þau til botns, en fis og mosi flaut upp og var veitt ofan af. Að því búnu voru grösin söxuð smátt með grasajárni. Þegar grösin voru svo höfð í mjólk eða grauta, var suðu fyrst hleypt upp, en grösin síðan látin út í sem ákast og síðan soðin þar til öll remma var úr þeim.— Ef menn not- uðu heil grös, þá varð að leggja þau í bleyti eitt dæg- ur, til þess að ná remmunni úr þeim, og síðan varð að sjóða þau vel. Frá horfnum tíma Frjáls í framandi landi fræddist og þroska beið. Þetta leiðréttist hér með. Leiðrétting FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK Samkoma yngri deildar KFUM 'hefst kl. 2, en ekki kl. 5 eina og sagt var í biaðinu í gær. Múmínálfarnir eignast herragarð --------- Eftir Lars Janson Múmínpabbinn: Þetta hlýtnr að vera niálverk af Sir Gaylord Gobble. Miimínmaminan: En skrítin refa skott. Hallardraugurinn: Kústar. Miimínmamman: Já, auðvitað kústar. Múmínpabbinn: Hver sagði það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.