Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 5
MOftGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1970 5 Sveinn Kristinsson: Skákþáttur SAGAN ENDURTEKUR SIG ÞÓTT heimurinn gapi nú af undrun yfir hinum mikla sigri Fischers á Millisvæðamótinu á Mallorca, og það ekki að ástæðu lausu, þá er það ekki vegna þess, að hann hafi ekki áður unnið ótrúlega glæsilega sigra, sem nálgast það að vera ofurmann- legir. — Tökum til dæmis, Milli svæðamótið í Stokkhólmi 1962. Þar varð Fischer efstur í tuttugu og fjögurra manna móti, með 17 Vi vinning, en næstir í öðru og þriðja sæti voru rússnesku stórmeistararnir, Petrosjan og Geller, nieð 15 vinninga hvor. Þetta var að visu minni sig- ur en á Mallorca en eigi að síð- ur, óvenjulega glæsilegur. — Og hvað á maður að gera með að vera meira en tveimur og hálf- um vinningi ofar en næsti mað- ur (í öðru sæti), þegar fyrsta og sjötta sæti gefa sömu rétt- indi? Nú hafa sigurvegaraniir dreg ið númerin sín i næsta Kandí- datamóti, sem kunnugt er, eru keppendur dregnir þar í tvær grúppur, og lentu Fischer, Lar- sen, Tabnanoff og Uhlmann sam an i annarri, en í hinni Petrosj- an, Kortshnoj, Geller og Hubn- er. — 1 fyrr töldu grúppunni teflir Fischer fyrst við Taiman- off, en Larsen við Uhlmann. Sig urvegarar hvors hinna tveggja einví'ga, tefla síðan einvígi um efsta sætið í þeirri grúppu. (Trúlega verða það Fischer og Larsen). í síðartöldu grúppunni tefla þeir fyrst saman Petrosjan og Húbner og Kortshnoj og Gell- er. — Síðan þarf að tefla þriðja einvigið um efsta sætið i þeix-ri grúppu. Efstu menn í grúppu A og grúppu B tefla síðan ein- vigi um áskorunaxréttinn — verður það 12 skáka einvígi (en hin einvígin ðll eru aðeins 10 skákir). — Heimsmeistaraeinvíg ið sjálft er svo 24 skákir sem kunnugt er. Líklega byrja einvígi þessi ekki fyrr en með vorinu, í apríl eða mai. Gott væri, ef lesendur vildu, til gamans, senda þættinum spár um úrslit i hinum einstöku ein- vígum. Það er litlu lakara að fást við spár, en rlfast um hunda- hald og klám i skammdeginu. Hér kemur ein af vinnings- skákum Fischers frá Millisvæða mótinu i Stokkliólmi, sem áður var getið. Hvítt: Fisclier. Svart: German. Riíssneski leikurinn. 1. e4, e5 2. Rf3, Rf6 smJirjm haffi LAUGAVEG 178 („Rússneskri byrjun“, sem ein kennist af leiknum Rf6 í öðrum leik, er fremur sjaldan beitt, og mun þar fremur tízka ráða en leikurinn sé svo miklum mun lakari en aðrar vamir, sem hvít- ur beitir tíðar). 3. d4 (Sumir drepa á e5 í þriðja leik, en ek'ki er það nema bráðabirgða peðsvinninigur). 3. — exd4 4. e5, Re4 5. De2 (Skrýtinn leikur, sem þó er eng- in nýjung. Steinitz gamli, heims- meistari, fann hann upp. Mein- ingin er að svara nú biskupsskák á b4 með Kdl, og komast þann- ig hjá uppskiptum. Kaemi þá fram flókin staða, með skemmti- legum möguleikum hjá báðum. — Langalgengast er hins vegar, að hvítur leiki 5. Dxd4). 5. — Rc5 6. Rxd4, Rc6 7. Rxc6, bxc6 (Þannig fær svartur óþægilegra tafl, en ef hann dræpi með d- peðinu). 8. Rc3, Hb8 9. f4, Be7 10. Df2, d5 11. Be3, Rd7 12. 0-0, 0-0 13. g4 („Geymdu elkki til morguns, það, sem þú getur gert í dag“ nálgast að vera einkunnarorð staðna af þessu tagi. Spurningin er tíðast: hvor verður fljótari að nú afgjörandi sókn). 13— 14. Re2, 15. Rd4, 16. c3, (Svartur hefur nokkra veikingu á hvíts). Bb4 Rb6 De8 Be7 framkallað kóngsstöðu 17. f5, c5 18. Rb5, d4! (Svartur spriklar fjandi knálega í höndunum á Fischer. — Skyldi hann missa hann?) 19. Bf4! (Hvítur verður að tefla af nokk- urri varúð. T.d. 19. cxd4, cxd4; 20. Bxd4, Dc6f og hrókurinn á hl fellur). 19. — dxc3 20. Rxc3, Ra4 (Þetta lítur hreint ekki svo illa út hjá svörtum. — En nú kem- ur einn af þessum snotru milli- leikjum Fisehers, sem tryggir kóngsstöðu hana og gerir honum Framhald á bls. 26. I DAG QPIÐ SUNNUDAG FRÁ KL. 1-6 FJÖLBREYTTUR JÓLAMATUR KOMIÐ SKOÐIÐ SANNFÆRIST SÝNING ÞÝZKUR SKREYTINGAMAÐUR sýnir auðveldar jóla- og borðskreytingar í DAG milli klukkan 2-3 og 5-6 Vorum að fá NÝ BLÖM FRÁ HOLLANDI OG FRAKKLANDI Mikið úrval af fallegum gjafavörum Opið alla sunnudaga til klukkan 6 -BLÖM &\MXTIR HAFNARSTRÆTI 3 — SlMI 12717. angli a ANCLI - SKYRTUR COTTON-X = COTTON BLEND OC RESPI SUPER NYLON Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47. Margar gerðir og ermalengdir. Hvítar — röndóttar — mislitar. ANGLI - ALLTAF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.