Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 17
MORGUiN!BLA£>IÐ, SUNNUDACUR 20. DESEMBER 1970
17
Mikil verzlun
Eins og greint hefur verið frá
hér í blaðinu, telja kaupmenn,
að jólainnkaupin séu nú miklum
mun meiri en áður, fólk hafi
mun meiri peningaráð og leyfi
sér ríflegri innkaup en til dæm-
ia í fyrra.
Þessar upplýsingar 'eru í sam-
ræmi við þá staðreynd, að kaup
máttur launa er nú orðinn jafn-
mikill eða meiri en hann nokkru
sinni áður hefur verið. Og víðast
á landinu er nú næg atvinna,
jafnvel i mesta skammdeginu,
þótt á einstaka stað úti á
landi sé tilfinnanlegt atvinnu-
leysi, en einmitt þar er nú að
því unnið að hleypa fleiri stoð-
um undir atvinnurekstur og efla
fyrirtæki.
Allt er þetta ánægjulegur
vitnistourður um það, að rétt var
að farið, er Islendingar mættu
miklum vanda með róttækum ráð
stöfunum til að snúa hjólinu við.
Er ekki ofmælt, að almenning-
ur hafi þá sýnt skilning á vanda
málunum, og líklega er sú skoð-
un rétt, að við Islendingar kunn
um betur að stjórna gjörðum
okkar, þegar við sjáum aJvör-
una en þegar allt leikur i lyndi.
Þó er það vissulega athyglis-
vert, hve vel menn hafa tekið
verðstöðvunarráðstöfununum, en
heita má, að árásir á ríkisvald-
ið fyrir þá löggjöf hafi fallið
niður, og sýnir það, að stjórnar-
andstæðingar telja þann áróður,
sem þeir höfðu i frammi fyrir
nokkrum vikum, ekki vænlegan
til árangurs.
Vegalög
og verðstöðvun
Hækkanir þær, sem ákveðnar
hafa verið á bensini og þunga-
skatti til þess að auka fjárfram-
lög til vegagerðar, hafa valdið
töluverðum ágreiningi. Menn
benda á, að einkennilegt sé, að
ríkisvaldið ríði á vaðið með verð
hækkanir á verðstöðvunar-
tímum, en þesis er þá að gæta,
sem Ingólfur Jónsson, sam-
göngumálaráðherra, upplýsti á
Alþingi, að ráð hefði verið gert
fyrir þessum hækkunum, þegar
verðstöðvunin var framkvæmd,
og allir útreikningar við það
miðaðir, að bensin og þunga-
skattur hækkaði. Líklega hefur
almenningi þó ekki verið gerð
nægileg grein fyrir þessu við
verðstöðvunarráðstafanirnar og
þess vegna hefur hækkunin
komið flatt upp á menn.
Annars er mikil samstaða um
þessar aðgerðir á Alþingi. Fram-
sóknarflokkurinn stendur að
þeim með stjórnarflokkunum, og
aðeins einn kommúnisti greiddi
atkvæði gegn málinu i neðri
deild Alþingis, er það var þar
til afgreiðslu.
Sannleikurinn er sá, að menn
vilja verja auknu fjármagni til
vegagerðar, og kröfurnar um
bætta vegi munu líklega verða
ennþá háværari, er menn kynn-
ast þeim gífurlega mun, sem er
á því að aka á góðum vegum og
slæmum. Og liklega er það rétt,
að hækkanirnar á bensíni og
þungaskatti vinnist að fullu
upp við akstur á sléttum og góð-
um vegum, því að bæði sparast
bensín og viðhald bifreiðanna.
Reykjavíkurbréf
—----- Laugardagur 19. des
Þeir sem nú aka Austurveg-
inn, finna þennan mikla mun,
þótt einungis sé hluti hans full-
gerður. Þess vegna munu kröf-
ur um hraðbrautir fara vaxandi.
En á sama tíma er nauðsynlegt
að gera verulegt átak í vega-
gerð í strjálbýlinu. Þess vegna
er það, sem svo rik samstaða er
á Alþingi um auknar fjárveiting
ar til vegamála.
Bílar og skip
Hér í blaðinu hafa að undan-
förnu farið fram skoðanaskipti
um það annars vegar, hvernig
haga beri vöruflutningum innan
lands og hins vegar um sam-
keppni flugfélaga og skipafé-
laga i vöruflutningum til lands-
ins.
Skipafélögin halda því fram,
að betur sé búið að þeim, sem
vörur flytja á landi en strand-
ferðaskipunum. Vörubifreiða-
stjórar halda fram hinu gagn-
stæða. Skipafélögin segja órétt
mæta þá reglu, að einungis sé
greiddur tollur af hálfu flutn-
ingsgjaldi, er vörur eru fluttar
til landsins með flugvélum, en
hins vegar að fullu, þegar þær
eru fluttar með skipum.
Erfitt er að gera sér glögga
grein fyrir því, hvað rétt er í
málflutningi hvers aðilans um
sig, en þessi skoðanaskipti eru
nauðsynlegur undanfari þess, að
hlutlausir aðilar reyni að kom-
ast til botns i öllum málavöxt-
um.
Að því er þá reglu varðar að
leggja einungis toll á helming
farmgjalds með flugvélum, en
að fullu á farmgjaldið, er flutt
er með skipum, þá er þar að
sjálfsögðu um að ræða svo-
nefnda „þumalfingurreglu".
Hún byggist á því, að ráð er fyr
ir þvi gert, að flutningsgjald
með flugvélum sé helmingi
hærra en með skipum og þess
vegna sé sami tollur lagður á í
krónutali, hvort sem varan er
flutt með flugi eða sjóleiðis.
Vafalaust geta flugfélög bent
á einstakar vörutegundir, þar
sem heildartollgreiðslan verður
hærri, þegar vara er flutt með
flugvélum en með skipum, og á
sama hátt hafa skipafélögin bent
á einstök dæmi þess, að tollur
verði hærri við sjóflutninga en
flutninga i lofti. Og auðvitað
reikna innflytjendur þetta út og
velja það flutningatæki, sem
beztum árangri skilar.
Vel má vera að unnt verði að
finna aðra reglu, sem betur
henti. En þess verður að gæta,
ef breyting verður gerð á i
þessu efni, að draga ekki úr
þeirri þróun, sem nú á sér stað,
að flugrekstur aukist, þótt auð-
vitað verði að gæta allrar sann-
girni varðandi samkeppni við
skipafélög.
Fiskur fluttur
flugleiðis
Á undanförnum árum hafa all
mikiar tilraunir verið gerðar til
að flytja ferskan fisk til út-
landa með flugvélum. Þessar til-
raunir hafa nú borið þann ár-
angur að fyrirhugað er að flytja
ferskfisk út í allmiklum mæli
með sérstökum flutningaflugvél-
um, sem síðan taki varning að
utan og flytji hann hingað heim.
Á því leikur enginn vafi, að
við íslendingar erum mesta flug-
þjóð í heimi „miðað við mann-
fjölda.“ Flugið er nú orðið ein
mikilvægasta atvinnugrein
landsins, og það er ekki ein-
ungis rekið til að sinna hags-
munum íslendinga, heldur bygg
ist tii dæmis flug Loftleiða nær
eingöngu á þjónustu við er-
lenda menn. Reynslu þá, sem
við höfum öðlazt í flugi, eigum
við að sjálfsögðu að hagnýta út
í yztu æsar og láta einskis
ófreistað til þess að efla flug-
rekstur okkar.
Loftleiðir eru aðili að flugfé-
lagi, sem annast vöruflutninga,
og við eigum að leitast við að
komast sem víðast inn á alþjóð-
legan vöruflutningamarkað,
ekki sízt flutninga yfir Atlants-
hafið, því að millilending hér er
í mörgum tilvikum áreiðanlega
mjög heppileg.
Framieiðsluvörur okkar eigum
við einnig að flytja út með flug-
vélum, eftir því sem hagkvæmt
þykir, hvort heldur um er að
ræða nýjan fisk og fiskafurðir
eða afurðir gróðurhúsa, þegar
loksins verður gert stórátak til
að auka gróðurhúsarækt, en hjá
því getur ekki farið, að það ger-
ist á allra næstu árum.
Þessi sjónarmið verður að
hafa í huga, ef endurskoðaðar
verða reglur um tolllagningu
flutningsgjalds með flugvélum.
Flugið suður
á bóginn
í Alþingi hafa þingmenn úr
öllum stjórnmálaflokkunum
flutt tillögu, þar sem skorað er
á ríkisstjórnina að hafa um ,það
forgöngu við Alþýðusamband
íslands og önnur stéttarsam-
bönd í landinu, að kannað
verði, hvemig auðvelda megi al-
menningi að njóta orlofs á vetr-
um sér til hressingar og hvíld-
ar, bæði innanlands með útilífi
og í hópferðum til Suðurlanda.
Verði meðal annars leitað sam-
vinnu við Flugfélag Islands og
Loftleiðir um þetta mál, svo og
innlendar ferðaskrifstofur.
Hér er um að ræða athyglis-
verða tillögu, og er þess að
vænta, að hún beri þann árang-
ur, sem að er stefnt. Vissulega
er æskilegt, að sem flestir geti
notið sólar í nokkra daga í
mesta skammdeginu. Ýmiss kon-
ar útivinna er erfiðari að vetrar-
lagi en á sumrum, og þess
vegna er það hagkvæmt íyrir
atvinnureksturinn, að öll fri
séu ekki tekin að sumarlagi,
heldur sé þeim skipt á milli sum
arfría og vetrarfría. Eitt fyrir-
tæki, Gamla kompaniið, hefur
þegar styrkt starfsmenn sína til
þess að fara utan að vetri til og
nota hluta af fríi sínu þá. Og
vafalaust munu fleiri fyrirtæki
feta í fótsporið.
Flugfélag Islands hefur nú
skipulagt ferðir til Kanaríeyja.
Þessar ferðir er hægt að selja á
mjög hagstæðu verði, vegna
þess að þota félagsins nýtist
illa yfir háveturinn, og er því
hagkvæmara að senda hana í
slíkar ferðir en að hafa hana
verkefnalausa. Vonandi takast
þessar ferðir Flugfélagsins svo
vel, að almenn hreyfing komi á
þetta mál og á næsta vetri
verði skipulagðar hópferðir til
sólarlanda, sem fjölmargir geta
tekið þátt í, stytt þannig vetur-
inn, aflað sér hreysti og lífs-
gleði og dregið úr fríum á helzta
annatíma í atvinnulífinu.
Annir á Alþingi
Eins og venja er til fyrir jóla-
frí alþingismanna, hefur verið
mikið að gera í þinginu. Fjöldi
mála hefur verið afgreiddur,
fjárlög samþykkt o.s.frv. Þing-
fundir hafa þó ekki verið mjög
langir, en þeim mun meira unn-
ið á nefndarfundum og að tjalda
baki. Hvimleitt málþóf einkenn-
ir ekki lengur þingstörf — og
er það vel. En þar að auki hafa
ekki verið mikil átök um ein-
stök mál, hvort sem það byggist
nú á því, að menn séu samninga-
liprari en áður, eða þá að um
sé að ræða lognið á undan
storminum. Síðastliðinn miðviku
dag rifust þó þrír þingmenn
Framsóknarflokksins, Stefán
Valgeirsson, Björn Pálsson og
Vilhjálmur Hjálmarsson heiftar-
lega innbyrðis, og lýsti þá Vil-
hjálmur Birni sem argasta aftur
haldsmanni, sem væri siömu gerð
ar og þeir, sem á sínum tíma
hefðu barizt gegn sjúkrasamlög-
um og almamnatryggingum.
Sagði hann Björn vera „einn af
þessum sérhyggjumönnum," sem
Mktust Bjarti í Sumarhúsum.
Taldi ræðumaður sig hins vegar
ekki eins liðtækan í skemmtana-
iðnaðinum og andstæðingur
hans væri.
Þingmenn gátu ekki stillt sig
um að skellihlægja undir þess^
um umræðum, en athyglisvert
var að pallagestum, sem voru
allmargir, stökk ekki bros. Þær
spurningar hljóta því að vakna,
hvort þau undur hafi gerzt, að
þingmenn hafi meiri kímnigáfu
en almennt er, eða hvort það
kunni að vera, — þegar öllu ei
á botninn hvolft — að fólkið
beri talsverða virðingu fyrir
Alþingi og finnist fíflalæti á
borð við þau, sem þama áttu
sér sitað, ekki sæma þeirri stofn-
un. — En til að forðast allan mis-
skilning, er rétt að taka fram,
að full ástæða var til þess, að
Vilhjálmi Hjálmarssyni rynni í
skap.
Landhelgi og
fiskirækt í sjó
Að frumkvæði Fiskifélags Is-
lands eru nú að hefjast fyrstu
tilraunir hér á landi til ræktun-
ar sjávarfiska. Á vegum Fiski-
félagsins kom hingað í haust
brezkur sérfræðingur á þessu
sviði, en Bretar stunda nú all-
víðtækar tilraunir til að rækta
fisk í söltu vatni.
Við afgreiðslu fjárlaga í gær
var í fyrsta skipti veitt fé til
fiskiræktar í sjó, að vísu lítið,
en þó vonandi vísir að miklu.
Ljóst er, að mannkynið er nú
komið á það stig, að lengur verð
ur ekki við það unað, að sjórinn
sé rányrktur. Hann verður að
fara að rækta eins og landið,
þegar of nærri þvi hafði verið
gengið.
1 baráttu okkar fyrir frekari
friðun fiskimiðanna höfum við
lagt megináherzlu á nauðsyn
þess að vernda auðæfi hafsins.
En það eitt er ekki nægilegt.
Við þurfum líka að geta sýnt
fram á, að við ætlum að bæta
umhverfið með víðtækum til-
raunum og síðan framkvæmdum
í stórum stíl á sviði fiskirækt-
ar. Slík afstaða mun mjög bæta
málstað okkar á alþjóða vett-
vangi, og þess vegna ber á
næstu árum að veita verulegt
fjármagn til þessara tilrauna,
því að auðvitað kemur að þvi,
að menn nái svo góðum tökum á
fiskirækt, að hún skiU veruleg-
um árangri.