Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. DESEMBER 1970 3 Séra Árni Pálsson í Sööulshoiti: Jólagjöfin Aðeins nokkur orð til þess að óska ykkur öllum til hamingju með jólin í ár. Bezt er að vera stuttorður þvi nú eru jólin svo nærri að varla hefur nókkur lengur tima til lesturs. Hins vegar kaupum við nú þessa dagana meira iesefni en nokkru sinni áður. >að tilheyrir jóiaundirbúningnum á iandi hér. Allir vilja þá hafa og veita, sem mest af því sem gleði gefur og þá er bókin sjáifsögð. Gott meðan svo er og þó enn- þá betra ef bókaútgáfan og smekkur fólksins er menningarlegur og mann- bætandi. Bókagjafir á jóium eru sjálfsagt sér- íslenzkt fyrirbæri þótt alls staðar i hinum kristna heimi tiðkist gjafir á borð við okkar. Heimur Krists hugsar eins á jól- um. Þá vilja allir gefa til þess að geta þegið. Ekkert tungutak eða þjóðemi er okkur svo framandi að við skiljum ekki slátt hjartnanna á þessum dögum. Við eigum öll þá gjöf á jólum, sem kom í heiminn og sú gjöf á að vekja samvizkuna í brjóstum okkar. Hver ert þú að þiggja án þess að gefa? Hver ert þú að gefa án þess að vita hvað þú hefur þegið? Þetta er sá lærdómur sem gjafaflóðið má ekki skyggja á. „Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og llf.“ Svo segir Stefán frá Hvitadal i jóla- sálminum góða. Innan fárra daga fyllist allt ljósi og lífi, nema þar . . . Hvar? Þar sem hug- urinn þekkir ekki gjöf jólanna eða get- ui ekki fyrirgefið þeim að þau skuli ekki koma til sín. Þar ríkir neyðin. Hún getur verið í næsta húsi eða fjær. Nýlega var neyðin og er enn meðal hundruð þúsunda í Austur-Pakistan. Og hún er alls staðar þar sem styrjald- arástand rikir. Þá er neyðin þar sem ósátt ríkir innan fjölskyldu eða milli vina. Sárt er til þess að vita að kristnar þjóðir skuli enn beita aðra harðýðgi en sárara þó að kristnir menn skuli ekki vitna til jólagjafar guðs einum rómi svo slíkt skuli ekki geta átt sér stað. Þótt gleði jólanna sé mikil þá skygg- ir sorgin i heiminum alltaf á hana. Við Islendingar eigum einnig okkar sorgir á þessari hátíð. Mörg voveifleg slys hafa hent landsmenn á þessari jóla- föstu. Margir eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis. Þá eru hinir ótald- ir, sem eru einhvers konar utangarðs- menn fjölskyldunnar eða þjóðfélagsins á hátiðinni. Gefum öilu þessu fólki rúm í hjörtum okkar á jólum svo þau geti orðið okkur ljós og lií tii hjálpar þeim nú og síðar. Jólahátiðin gerir okkur sælli og betri en endranær. En hversu iengi varir það? Endist sú hugsvölun okkur jólin út? Jólin ná yfir þrettán daga svo tim- inn er nægur. Er ekki einhver nú i huga þinum, sem þú átt mikið að þakka þroska þinn en hefur verið þér gleymd- ur um mörg ár? Þegar ég var barn í Reykjavik sent- ist ég oft fyrir fólk á jólaföstu eftir að skóla lauk. Það eru eftirminnilegustu dagar bernskunnar vegna þeirra kræs- inga, sem ég þáði að Jaunum fyrir að vera sendiboði þeirra, sem ekki gJeymdu. Mörg næstu árin dreymdi mlg um það að verða þjónn, þegar ég yrði fullvax- inn maður vegna þess að ég hafði þreifað á hamingju þiggjendanna. Nú veit ég að þeir voru sælli sem gáfu og sendu mig og einskis spurðu um við- tökurnar, þegar ég kom til baka. Þess- ar stundir bernskunnar væru mér ekki heldur svo minnisstæðar, ef ég hefði verið spurður þegar heim kom um við- brögð þiggjendanna. Þannig vinnur hinn sanni kærleikur, sem jólin vekja upp í okkur, öðrum tíma fremur. Hann spyr einskis en vill aðeins gefa. Þess vegna verða jólin aðeins þeim sönn gjöf, sem engan má vita i skugga og myrkri á dimmasta og kaldasta tíma ársins, ef hann er nokkurs megnugur. Megi hin komandi jól gefa okkur þennan skilning, hvort sem við erum glöð eða harmþrungin, svo okkur lær- ist að „1 myrkrum ljómar Jífsins sól. Þér Guð sé lof fyrir gleðileg jól. Hellelúja." Útvarpið 40 ára ÚTVARPIÐ á 40 ára afmæli í dag. Það hóf starfsemi sina hinn 20. desember árið 1930 í Edin- borgarhúsinu í Hafnarstræti. * • Orlaga- nóttin eftir Mignon G. Eberhardt STAFAFELL hefur sent frá sér ástar- og leynilögreglusöguna „Örlaganóttina" eftir skáldkon- una Mignon G. Eberhardt. Áður hafa komið út hér eftir sama höfund sögurnar „Seinni kona læknisins“ og „Leyndarmál sjúkrahússins". „Örlaganóttin" er 237 blaðsíð- ur að staerð. Bókin er prentuð hjá Grágás sf. í Keflavík. Bók- band annaðist Nýja bókbandið. Starfsmenn i upphafi voru 8 tals ins, auk 3ja manna útvarpsráðs. Úr Edinborgarhúsinu flutti út- varpið starfsemi sina í Land- símahúsið við Austurvöll, og er starfsemin jókst enn í hús Fiski- félags íslands að Skúlagötu 4. Hefur það þar tvær efstu hæð- irnar til umráða. Fyrir skemmstu var samþykkt að gefa stoínun- inni i«st á lóð undk eigin bygg- ingu á svæði vestan við Háaleit- isbraut. Fynsti útvarpsstjórinn var Jón- as Þorbergsson, en við starfi hans tók síðar Vilhjákniur Þ. Gislason. Núverandi útvarps- stjóri eir Andrés Björnsson. Útvarpið minnist afmælis síns með ýmsum dagskrárliðum í dag, og eins verður sjónvarpið með sérstakan þátt í tilefni afmælis- ins. Þá minntust starfsmenn út- varpsins afmælisins með hófi að Hótel Borg í gærkvöldi. Sjá nán- ar um afmælið í kynningu á dag- sfcrá sjónvarps og útvarpa í blað- inu í dag. Krabbameinsfélag Akureyrar: Hef ur skoðað 1812 konur Akureyri, 19. desember. LEITARSTÖÐ Krabhameinsfé- lags Akureyrar er nú hætt störf- nm á árinu 1970. Frá því a<J stöðin tók til starfa í ágúst 1969, hafa 1812 konur komið þangað til skoðunar. Nokkrar þeirra hafa verið skoðaðar oftar en einu sinni, svo að tala skoðana er alls 1928. Einkuin hafa verið skoðaðar konur, fæddar árin 1909—1943. Starfssvasði stöðvarinnar var framan af bundið við Akureyr- arlæknishérað, en var stækkað haustið 1970 og eftir það einnig skoðaðar konur úr Dalvíkur- og Ólafsfjarðarlæknis'héruðum. Bjarni Rafnar iæknir hefur ann- azt allar skoðanimar og með honum hafa unnið tvær hjúkrun- arkonur. Smásjárannsóknir á sýnum hafa verið gerðar í Leit- arstöð Krabbameinsfélags ís- lands í Reykjavik. Leitarstöðin mun taka til starfa að nýju i ársbyrjun 1971 og verður þá opin einn dag I viku, og sem lengst af hefur ver- ið. Þá verður auk framhaldsskoð unar sömu aldursflokka fleiri árgöngunum gefinn kostur á skoð un, þ.e. konum alit upp að sjö- tugs aldri og konum fæddum ár- ið 1944 og ’45. — Sv. P. Ég kalla mig Ófeig Sögur og þættir eftir Hallberg Hallmundsson HEIMSKRINGLA liefur sent frá sér bókina „Eg kalla mig Ófeig", eftir Hallberg Hallmimdsson. í bókinni eni sjö sögur og þættir, sem nefnast: Ryk, „Ég eir farimn að huigsa", Ný saga af Ekxn Juan, Sæmundar-Edda við Sjöbtu hreiðgötu, Maðurinn með eyrað, íhlutun og Ég kallla mig Óféiig. Bókiin er 110 bis. að sitærð, prentiuð í prentismiðju Jóns Heligasonar. I»eir segja margt í sendibréfum Bók Finns Sigmundssonar komin út BÓKAÚTGÁFAN Þjóffsaga sendi fyrir skömmu á markaðinn bók- ina „Þeir segja margt í sendi- bréfum". Finnur Sigmundsson, fyrrv. Landsbókavörður tók bók- ina saman. í henni eru birt 100 sendibréf frá 19. öld eftir þjóðkunna ís- lendinga, t.d. séra Einar Thorla- Barn- fóstran — ný bók KOMIN er út hjá Grágás í Kefla vík skáldsagan Bamfóstran eftir Erling Poulsen í þýðingu Önnu Jónu Kristjánsdóttur. Bamfóstr- an er 182 síður. Skáldsaiga þeissi fjallar uim 17 ára stúlku Betty Taggart. Hún er muri'aðarlaus og iheifur atizt upp á bairnaheiimili. Eina nótt- ina strýkur hún burt og ræðst sem bamtfóstra á henraigarð nokkum þar seim 'hún leindir í ýmsum hættuim og ævintýrum. cius í Saurbæ, Gunnar Gunnars- 90n prest í Lautfási, Grim Jóns- son, amtmann, Ólaf Briem, bónda að Grund, Björn Halldórs- son, prest í Laufási, Ólaf Davíðs- son, Guðmund Guðmundsson, skáld og Matthías Jochumsson, skáld. Bókin er 286 blaðsíður að stærð, prentuð og bundin í Prent húsi HafSteins Guðmundssonar. Á undanförnum árum hefur Fimnuir Sigmundsson tekið sam- an margar sendibréfabækur, sem náð hafa miklum vinsæld- um. Cargolux fær nýja vél STJÓRN Cargolux Airlines, sem er að hluta í eigu Loftleiða, hef- ur ákveðið að festa kaup á nýrri flugvél í stað Rolls Royce-vélar- innar, sem fórst í Dacea i Pak- istan á dögunum. Hefur AP- fréttastofan þetta eftir áreiðan- legum heimildum í Luxemborg, en ekki er getið hvaða tegund vélar hefur orðið fyrir valinu. Bíll fram af hárri brekku Akuireyri, 19. desember. LÍTILL fólksbill lenti austur af Bjarmastíg í mikilli hálku i gærkivöldi og staðnæmdist irnni á lóð neðan við götuna. Þarna er beygja á götunni og brattar brekkur og háar. Um 5—8 metra falll var þar, sem billiinn fór fram atf. Ökumaður var einn I bilnum og meiddist hann ekki, en biHJinn er alllimikið skemmd- ur. —. Sv. P. Skúraskin ný bók f rá Grágás GRÁGÁS í Kcflavík liefnr sent frá sér þýdda skáldsögu, Skúra- skin eftir Nettu Musjett. Bók þessi er bjónabandssaga og er 216 blaðsiður að lengd. Ragnar Jóhannesson íslenzkaði. Á kápu bókarinnar segir að sögulhetjurnar, hjónin Caria og Ricky ihafi lofað hvort öðru að halda ökki átfram í hjónabandi ef i'kLa gengi og fljótlega virtist svo ætla að fara. Carla fer frá manni sínuim og ræðst í viinnu í London. Gemgur sagan síðan út á það hvernig þeim genguir sitt í hvoru lagi, en vantraust og af- brýðisemi var mikil. Nýjasta bók Desmond Bagleys íjallar um baráttu lítils en harðsnúins hóps manna við voldugan eiturlyfja- hring, sem smyglar heroíni frá Austurlöndum nær til Evrópu og Bandaríkjanna. Ævintýralegasta og fremsta saga Bagleys til þessa. NÆSTA SAGA BAGLEYS GERIST Á ÍSLANDI SUÐRI EITURSMYGUUUIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.