Morgunblaðið - 12.02.1971, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1971
• •
• •
ykkur það til rannsóknar. Og
svo ætla ég, svo sem til saman-
burðar, að hleypa af skotum af
ýmsum tegundum skothylkja úr
sams konar byssu og lofa ykkur
að efnarannsaka óhreinindin,
sem fram koma.
— Þetta var nú byssan. En svo
er að snúa sér að skothylkjun-
um. Ég ætla að taka þessi átta,
sem eftir voru í tðskunni og
taka úr þeim hleðsluna. Ef svo
ólíklega færi að eitthvað væri
óeðlilegt við hleðsluna í þeim,
þá mun ég komast að því. Ég
ætla líka að taka með mér fugl-
ana og kaninuna og aðgæta
höglin, sem í þeim kunna að
vera. Ef þau eru sömu tegundar
og hin, sem eru í Nimrod gefur
CORTINA1971
feKflHHISTJÁNSSONHF
— SDDURI.AMDSBRAU7 ? j.M' 3 3 ? %
það til kynna, að hr. Glapthorne
hafi sett aðeins þá tegund í
töskuna sína, áður en hann
lagði af stað. Og nú ætla ég að
fara að koma mér af stað, ef þið
hafið ekki fleiri spurningar að
leggja fyrir mig.
Þegar hr. Newsham var far-
inn, með byssuna og töskurnar
tvær, rak Appleyard upp skelli-
hlátur.
— Þetta er skrítið, sagði
hann. — Þér komið hingað til
þess að hafa auga með flokki
óaldarmanna og áður en þér
hafið staðið við í tvær mínútur,
fæ ég yður í hendurnar eitt-
einstæðasta tilfelli sem ég hef
nokkurn tíma haft af að segja.
Auðvitað ætla ég að fara emb-
ættisleiðina að þvi að biðja
um aðstoð yðar við rannsóknina.
Hvað finnst yður um það, sem
þér hafið þegar séð?
— Það er nú fullsnemmt að
láta í ljós neina skoðun á þvi,
svaraði Jimmy varkárnislega. —
Einkum þó vegna þess, að ég er
algjörlega ókunnugur hér á
staðnum og veit ekkert um þá
menn, sem hér koma við sögu.
— Þá ætti yðar álit
að verða ennþá hlutlausara,
sagði Appleyard uppörvandi. —
Sannarlega vildi ég gjarna
heyra, hvernig yður lízt á þetta:
— Jæja þá, ég skal segja yður,
hvað mér finnst, sagði Jimmy.
— Sá framburður, sem við höf-
um þegar heyrt, bendir til þess,
að þetta hafi gerzt eins og hér
segir: Samkvæmt framburði
Hornings, fór Glapthorne að
heiman frá sér úr Klaustrinu um
X NÝKOMIÐ:
BREZKAR
KÆRULEYSISBUXUR
Margir litir og
efni
þ.á.m. rifflað flauel
og gróf twistefni.
EINNIG:
BREZKAR
HERRABUXUR
fjölbreytt og falleg
sending.
TÍZKUVERZLUNIN
ADAM
VESTURVER!
klukkan tvö í dag. Hann bar
byssuna sína og veiðitösk-
una og skotfæratöskuna um öxl.
Nokkru seinna heyrði Chudley
nokkra skothvelli, og eftir að
Glapthorne var dáinn, fundust
fuglar og kanína í veiðitöskunni
hans. Þetta gefur til kynna, að
hann hafi hleypt af að minnsta
kosti þremur skotum, og þó lik-
lega fleiri, áður en hann dó.
— Við getum ekki sagt fyrir
víst, fyrr en líkskoðun hefur
farið fram, hvort hann hef-
ur dáið af sprengingunni í byss-
unni. Þangað til getum við
aðeins gengið út frá þvi
sem tilgátu. Hvað snertir sjálfa
sprenginguna, þá hafið þér
heyrt, hvað hr. Newsham hefur
um hana að segja. Að hans áliti
hefur þetta ekki geta orð-
ið nema um sterkt sprengiefni
hafi verið að ræða og óviljandi
hleðsla á slíku skothylki, er að
mínu áliti óhugsandi.
— Þá er tilviljun aiveg úti-
lokuð, því að það er óhugsandi,
að finna út, hvernig sterkt
sprengiefni hefur getað komizt í
byssu hr. Glapthornes þann
sama dag. Og sjálfsmorð er að
mínu viti álíka óhugsandi. Mað-
urinn hefði auðvitað getað sett
sterkt sprengiefni í eitt skot-
hylki, en mundi nokkur maður
fara slíkar krókaleiðir að sjálfs-
morði? Hefði ekki verið einfald-
ara að nota venjulegt skot og
beina hlaupinu að höfðinu á sér
og taka síðan í gikkinn?
— Þá haldið þér, að um
þriðja möguleikann geti verið að
ræða — sem sé morð? spurði
Appleyard.
— Já, það lítur helzt út fyr-
ir það. En áður en ég get farið
að rannsaka það, verð ég að fá
ýmislegt að vita. 1 fyrsta lagi:
Hver hafði aðstæður til að fikta
við skothylkin hans hr. Giap-
thorne?
— Það veit ég ekki, svaraði
Appleyard. — En ég held, að
við verðum að gera aðra ferð í
Klaustrið á morgun og reyna að
komast að því.
— Gott. Og á eftir tækifær-
inu kemur svo tilgangurinn.
Hefur nokkur maður nokkuð að
græða á fráfalli Calebs Glapt-
horne?
— Það hefur nú einmitt verið
að veltast fyrir mér, sagði
Appleyard. — Það má náttúr-
lega segja, að hann hafi verið
erfinginn að Klaustrinu og því
sem því fylgir og fráfall hans
hafi opnað leiðina fyrir þeim
næsta í röðinni. En eins og
þér hafið sjálfsagt getið yður
til, er Klaustrið ekki hálfs öl-
glass virði. Það liggur í augum
uppi, að fjárhagur fjölskyldunn
ar er ekki i neinum blóma, og
ef trúa má þvi, sem sagt er, þá
er eignin veðsett upp fyrir haus
og meira en það.
— Þér getið sjálfsagt fengið
nákvæmar upplýsingar um það?
— Já, það ætti að verða hæg
ast. Hr. Templeeombe, einn lög-
fræðingurinn hér i borg hefur
verið ráðunautur fjölskyldunn-
ar árum saman. Ef við förum að
honum með lagi, segir hann okk
ur það sem við þurfum að vita.
— Gott. Og nú skilst mér, eft-
ir ættarbiblíunni, að yngri son-
urinn, Benjamín, standi næstur
til arfs. Er það ekki svo?
— Jú, að því er ég bezt veit.
En eins og ég víst er búinn að
segja yður, er Benjamín vél-
stjóri á skipi. En ég veit bara
ekki nafn á því, né heldur hvar
það er nú statt. Stúlkan, sem
við hittum í dag, Joyce Black-
brook, getur sjálfsagt sagt okk-
ur það. Ég hef heyrt sagt, að
henni og Benjamín Glapthorne,
frænda hennar, komi vel saman.
Og það minnir mig á annað: Það
gæti verið ómaksins vert að tala
við hann húsbónda hennar, hr.
Woodspring. Hann gæti kannski
gefið okkur einhverjar bending
ar.
— Ég heyrði hjá Horning, að
hr. Woodspring hefði ekið Joyec
til Klaustursins. Hver er hann ?
— Hann er bóksali í borginni.
Hann rekur bókasafn í sam-
bandi við verzlunina og hún
hefur staðið fyrir því, nokkur
undanfarin ár.
— Ég skil. Ég er nú smám-
saman farinn að gera mér grein
fyrir þessu fólki — svona nokk-
urn veginn. En nú ætla ég að
spyrja yður um nokkuð, sem
hefur verið að ónáða mig, síðan
við komum í Klaustrið. Þegar
þér samhryggðust Símoni gamla
Glapthome vegna sonarmissins,
svaraði hann ekki öðru en því,
að turninn stæði enn. Hvað í
dauðanum á hann við með því ?
Appleyard hló. — Nei, það
munduð þér auðvitað ekki
skilja. Það er arfsögn í ættinni,
að meðan turninn er uppistand-
andi muni Glapthorneættin
halda áfram að búa í Klaustr-
inu. Vitanlega er það ekki ann-
að en vitleysa, en gamli maður-
inn trúir því eins og nýju neti.
Það sem hann átti við í dag, var
að enn ætti hann lifandi son, til
að taka við af sér. Það er ein-
hver áletrun á turninum i sömu
átt, en ég man ekki hvernig hún
er. En ég skal sýna yður hana
á morgun.
— Þakka yður fyrir, sagði
Jimmy. — Nú, svo að það er þá
það sem gamli maðurinn átti
við. Jæja, það virðist þá vera
tími til kominn, að turninn fari
að hrynja. Að því er virðist
munu þeir frændur ekki geta
hafzt þar við miklu lengur.
— O, það er nú furðulegast,
hvernig þeir hafa getað haldizt
þar við. Þeim hefur verið að
hraka árum saman, selt hús-
gögnin smámsaman, þangað til
varla er nokkur spýta eftir.
Woodspring, sem ég var að
nefna áðan, keypti það síðasta
af bókunum, ekki alls fyrir
löngu.
—• Hefur fjölskyldan þá alls
enga tekjustofna? spurði Jimmy.
— Það mun hr. Templecombe
geta sagt yður. En séu tekjum-
ar nokkrar, þá hljóta þær að
minnsta kosti að vera ekkert,
sem um munar.
— Ég skil. Þá getum við að
minnsta kosti gengið út frá því,
að hafi Caleb verið myrtur, hef-
ur ástæðan ekki verið hagsmun-
ir. En vitið þér hvort honum
hefur lent eitthvað verulega
saman við nokkurn?
— Ég býst ekki við, að hér sé
neinn í nágrenninu, sem hann
hefur ekki rifizt við, sagði
Appleyard. — Hann var
geðvondur og hranalegur, og
gat þotið upp og notað hnefana
af minnsta tilefni. Hann hefur
verið sektaður fyrir siagsmál
oftar en einu sinni, og síðast til-
kynnti rétturinn honum, að næst
færi hann í steininn. Og að því
er frekast er vitað, höfðu þeir
feðgarnir óbeit hvor á öðrum.
— Mér þætti gaman að vita,
hvort hann hefur nokkurn tíma
rifizt við Chudley bónda, sagði
Jimmy.
— Það er vel á minnzt. Síð-
ast þegar Caleb kom fyrir rétt-
inn var það út af kæru frá
Chudley.
— Og út af hverju lenti þeim
saman?
— Ég veit ekki. Þeir voru
báðir fáorðir um tilefnið. Sam-
kvæmt sögn Chudleys hafði
hann hitt Caleb á landareign
bóndabæjarins og sagt eitthvað
við hann. Eitthvað um að skjóta
ekki kanínur.
Caleb hafði þá reiðzt og lúbar-
ið hann. En Caleb sagði, að
Chudley hefði móðgað hann og
athöfn hans þvi verið fyllilega
Bi að- í eftir- Tjamargötu Óðinsgötu
hi irJior talin Baldursgötu Grettisgötu frá 36-98
I i 1/11 - hverfi
ut 11 UUI II, Talið við afgreiðsluna í síma 10100
10 IK
ós ;kast