Morgunblaðið - 18.02.1971, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971
*
>
0 Flengir þá með klám-
blaðavendi
Freymóður Jóhannsson
„Velvakandi góður!
Viltu ljá eftirfarandi rúm í
dálki þínum?
Ég hef því miður ekki haft
tök á því fyrr að þakka Svövu
Valdimarsdóttur það traust, er
hún vottar mér í Velvakanda,
föstud. 5. þ. m., en þar telur
hún fleiri sammála mér um
klámmyndafarganið en ég viti
um. Gott er að vita til þess,
enda hefur dagbl. Visir stað-
fest það 1. þ. m. með skoðana-
könnun sinni.
Ekki get ég trúað því, að
þeir í dómsmálaráðuneytinu og
hjá lögreglustjóraembættinu
séu svo sinnulausir, að þeir
létu óáreitta umrædda klám-
ritsútgáfu pilts þess, er Svava
ræðir um, ef af útgáfu hans
yrði eða hefur orðið. Slíkar út-
gáfur hafa verið stöðvaðar hér.
En ekki teldi ég eftir mér að
hnippa í þá góðu herra, ef þeir
færu að dotta á verðinum, —
jafnvel þó að ég þyrfti að
flengja þá með nokkrum blað-
síðum af klámefni, til þess að
þeir tækju við sér.
0 För stórtemplara
Engu hættuminni en slík út-
gáfustarfsemi, að henni fulllast
aðri þó, er, að minu áliti, hin
íátlitla niðurrifsstarfsemi kvik-
myndahúsanna á siðgæðisvit-
und fólks. Oft er þar einskis
Fa itÍLA LEifwAX LIÍBi
22-0-2M
[raudararstíg 3lJ
25555
svifizt, ef gróðavon er annars
vegar, svo svæsin er þessi fjár-
sýki; — og ekki tímdi Hafnar-
bíó að sjá af svo miklu sem
einni krónu fyrir sálu sinni, ef
svo má orða það um bragghýsi
við Barónsstíg, af sínum ilia
fengna milljónagróða af klám-
myndinni sinni yndislegu, þrátt
fyrir áskorun; og það faðmaði
með ánægju, að því er virðist,
aðstoð Hafnarfjarðarskólans
undir vernd skólastjórans,
sem jafnframt er stórtemplar,
við það að reyna að festa hinn
falsaða fræðslustimpil á ósóm-
ann, svo að löggæzluvaldinu
yrði óhægra um vik að stöðva
hann. Hefði þó einmitt í þetta
sinn, og það líklega í fyrsta
skipti hingað til, reynzt auð-
velt að kæra og sanna marg-
endurtekin lögbrot bíóanna, —
að hleypa börnum og ungling-
um inn á myndir, sem eru þeim
bannaðar.
0 Það var ekki Stefán
í Borgarbíói
Eitt dagblaðanna, — ég held,
að það hafi verið Tíminn,
skýrði fyrir nokkru frá sam-
tali við einn bíóstjórann utan
Reykjavíkur, forstjóra Borgar-
bíós á Akureyri, er úthellti
harmagráti sínum yfir því að
fá ekki klámmynd Hafnarbiós
til sýningar á Akureyri, vegna
gróðans, er af sýningu hennar
hlyti að verða. Flaug þá í hug
mér, að fljótt reyndu limirnir
að dansa eftir höfðinu, þar
sem þetta er bíó templara á
Akureyri, og stórtemplar hafði
sem skólastjóri Flensborgar-
skóians gefið merkið hér
syðra. Undraðist ég að vísu, að
Stefán Ágúst Kristjánsson sem
svo lengi hefur verið bíóstjóri
templara á Akureyri við góð-
an orðstír að þvi er bezt er vit-
að, hefði smitazt svo fljótt. >að
reyndist hins vegar ekki svo.
Stefán hættur og fluttur hing-
að suður, en annar klámfúsari
kominn í hans stað fyrir norð-
an.
Eins og ég hef fyrr drepið á
á prenti, eru það fleiri kvik-
myndahús en Hafnarbíó, er
gerzt hafa sorafengin og refsi-
verð vegna gjörspillandi kvik-
myndasýninga, og ekki ein-
göngu í Reykjavik, heldur líka
í Hafnarfirði og að sögn einn-
ig Kópavogi og e.t.v. víðar.
0 Sleikjur, þukl og þjapp
meðal úrkynjaðra
stétta
Þegar ég kærði Hafnarbiós-
myndina, var því heitið af op-
inberri hálfu, að betur skyldi
verið á verði framvegis gegn
þeim kvikmyndum, er hingað
bærust framvegis og varhuga-
verðar mættu teljast. Fór ég
því s.l. mánudag 8. þ.m. í Laug
arásbió, til þess að forvitnast
um efndirnar og sjá, hvað þar
væri á seyði í ástarleikjum
þeim, er auglýstir voru. Jú,
viti menn! Fyrst komu 3 iburð-
armiklar auglýsingakvikmynd-
ir frá jafnmörgum „sígarettu"-
framleiðendum um ágæti vindl-
inga þeirra. Var þar fátt til
sparað. Næst komu sýningar-
glefsur úr ýmiss konar áistar-
leikjum. Risastórir munn-
ar mættust og meira en hurfu
hvor í annan, sleikjur, þukl og
þjapp fylgdu með. Brátt komu
til sögunnar afbrýðisemi, reiði,
brigzlyrði, ókvæði, áflog, löðr-
ungar, kjaftshögg, blóðnasir,
barsmíðar, morðvopn, fall í
gólf, þot út að vegg eða i hom
af hnefahöggi, fall á og yfir
borð og stóla, brotinn húsbún-
aður, vasar, speglar, rúður, stól
ar, borð, — blóðrisa andlit, lim-
lestir búkar, — sem sagt sýnis-
horn af fyrsta flokks ást-
arleikjum mikilsmetinna „flott"
úrkynjunar stétta.
H Stunur og andköf
Svo byrjaði sjálf myndin: —
rúmgisting giftrar konu og
ógifts viðhalds hennar, — dá-
læti ógiftra kvenna á
glæsilegri giftri karlstjörnu
við grammófón og segulband í
sjónvarpi, kossar þar og faðm-
1
\mium
BILALEIGA
HVERFISGÖTU103
VW Sendiferaabifíeið-VW 5 manna-VW sveinvagn
VW 9 maima -Landrwer 7manna
Hafnarfjörður
Aðalfundur Styrktarféiags aldraðra verður í samkomusal Kaup-
félags Hafnfirðinga, föstudagínn 26. febrúar nk. kl. 8.30 e. h.
Auk aðalfundarstarfa verða umræður um aukið verkefni fé-
lagsins. Kaffi.
Áríðandi að félagar og nýir félagar fjölmenni.
STJÓRNIN.
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
BÍLALEIGAN
Blíki hf.
Sími 5-18-70
NÝTT VETRARGJALD
NÝIR BlLAR.
Heimasímar 52549. 50649.
Sérhæðir í smíðum
Vorum að fá í sölu sérhæðir á mjög góðum stað í borginni.
Ibúðirnar eru 150 fm, 3 svefnherbergi, húsbóndaherbergí,
borðstofa, dagstofa, skáli, eldhús, þvottaherbergi, búr og
baðherbergi.
Þessar ibúðir seljast tilbúnar undir tréverk, fullfrágengnar að
utan og sameign innanhúss. Þá fylgir 49 fm. bílskúr.
Teikningar á skrifstofunni.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN,
Austurstræti 17,
(Silli & Valdi), 3. hæð.
lög. Margra metra löng læri
birtust á sýningartjaldinu, fall
hlífarstórir bossar, brjóst á
stærð við uppblásna lóðabelgi,
— kútveltingur fram af svamp
dýnum og niður á flos-
mjúkt gólfteppi, — risavaxnir
stripiingar með ámóta blygðun
arhlífar og brjóstahöld velta
hvor undir og upp á annan og
út af sviðinu; i staðinn koma
hlifar lenda og brjósta í loft-
köstum inn á sviðið, — æsing,
kynofsi, samfarir, stunur, and-
köf.
Giftur maður þýtur í bíl með
ógiftri stúlku heim tU hennar,
afklæðning, rúmgisting, samfar
ir. Úti á baðströnd er sandi rót
að í loft upp við sams konar
aðfarir.
Á þennan hátt voru sem sagt
ástarleikirnir, sem kvikmynda-
hús Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna í Reykjavík bauð
gestum sínum að sjá með þess-
ari kvikmynd, — léttúð, laus-
læti, samfarir, framhjáhald,
rifrildi, skammir, áflög, skiln-
aður, harmagrátur, með ö.o.
andleg eitrun. Og hverjir voru
svo gestirnir á svona 5-sýn-
ingu? — Ungmenni, aðallega á
aldrinum 14 ára til tvítugs, —
aðeins örfáir eldri, að meðtöld
um mér.
0 Eftirlit með börnum
1 huga mínum blasti við flak
af olíuskipi, er siglt hafði ver-
ið í strand af ölóðum, sam-
vizkuvana eða sofandi stjórn-
endum skammt frá landi. Oiían
streymdi úr skipinu og flaut á
yfirborðinu, gljáand*, jafnvel í
skrautlegum ljósbrotum. Fugl-
arnir, sem töldu sig vera að
njóta lífsins við ströndina,
lentu í olíubrákinni, sóttu jafn
vel í hana, en urðu brátt reynsl
unni ríkari, að þeir höfðu
lent í tortímandi óþverra. Þeir
urðu kámugir, þeir gegnblotn-
uðu, svo að kuldinn ógnaði lífi
þeirra og tilveru. Mér fannst
bíóið hafa fyllzt af slíkum
óþverra, og ungviðin, sem
kúrðu i sætunum, hafa lent í
brákinni. Er út var komið,
spurði ég dreng, er gekk við
hlið mér: „Hvað ert þú gam-
all, góði minn?“ „15 ára,“ svar
aði sá stutti. „Sýndirðu nafn-
skírteinið þitt?“ spurði ég. Þá
hlógu félagar hans, og leiðir
skildu. Náiægt mér í salnum
hafði og setið unglingsstúlka,
auðsjáanlega enn yngri.
Þegar ég grennslaðist fyrir
um það hjá Barnaverndar-
nefnd Reykjavíkur, hvort hún
hyggðist kæra Hafnarbíó og
Flensborgarskólann fyrir bíó-
förina frægu á klámmyndina,
þá var mér tjáð, að stefnt
mundi að því að fá lögreglu-
vörð við þau kvikmyndahús, er
sýndu myndir, sem bannaðar
væru börnum. Engrar slikrar
gæzlu varð ég var á umræddri
5-sýningu. Var hún þó auglýst
bönnuð börnum innan 16 ára.
Ekki hef ég heldur orðið var
við eða heyrt um slíka vörzlu
annars staðar.
Það skal tekið fram, að þeg-
ar þetta er fest á blað, er Laug
arásbió hætt að sýna þessa ást
arleiki sína, og er það vel, En
hvað á að gera við þau kvik-
myndahús, er leggjast svo lágt
að hella svona spillingu yfir
auðtrúa ungmenni okkar? Svar
ið er einfalt. Þeim á að loka!
Telji löggæzluvaldið sig skorta
heimild til þess, þá á það að
afla sér slíkrar heimildar. Til
þess þarf varla meðalmanndóm,
— og beita heimildinni feimnis
laust. Alþingi er enn að störf-
um.
Ef kvikmyndahúsin eru svo
illa stödd fjárhagslega, að
þau fremja slík spellvirki til
þess að reyna að halda í sér
líftórunni, þá látum þau held-
ur geispa golunni. Vonandi
komast einhver þeirra af án
slíkra kvikmyndasýninga, ekki
sízt ef þeim yrði fækkað, —- og
Laugarásbíói ætti frekar að
breyta í samkomuhús fyrir
dvalargesti Hrafnistu með boð
legu fræðslu- og skemmtiefni.
0 Kommúnismi er
klámi betri
Af forvitni renndi ég i dag
augunum yfir auglýsingar
kvikmyndahúsanna hér í blað-
inu. Ekki virtust uppörvandi
auglýsingarnar, sem þar var að
finna. Þær virtust hvorki
sniðnar til fyrirmyndar né upp
byggingar hrjáðu mannkyni.
Tónabíó: „bönnuð innan 16
ára,“ Háskólabíó: „bönnuð inn
an 16 ára,“ Nýja Bíó: „bönnuð
yngri en 12 ára,“ Hafnarbíó:
„bönnuð innan 16 ára,“
Stjörnubíó: „bönhuð innan 14
ára,“ Laugarásbíó: „bönnuð
börnum," Kópavogsbió: „bönn-
uð börnum." Er þá nokkurn
veginn auðráðið, hvernig inni-
haldið muni vera. Sé hugað að
nafngiftum, má lesa: „Vald
bytssunnar" (miðandi byssur og
krepptar krumlur), „Kysstu,
skjóttu svo,“ „hörkuspenn-
andi“, „stórkostlegt listaverk,
merkasta mynd, sem fram hef-
ur komið . . .,“ „seiðmögnuð
spenna, frábær leiksnilld,"
„Operation opium," „Fireball
500.“ Þetta er dálítið sýni af
bíómenningu okkar. Löggæzlu-
menn lands og borgar, finnst
ykkur ekki tími til kominn að
stöðva þennan óþverra? Ég
endurtek, að teljið þið ykkur
skorta heimild eða vald til
þess, þá reynið að útvega ykk-
ur það sem fyrst. Ef svóna
heldur áfram, þá verð ég að
segja, að af tvennu miður æski
legu held ég, að austrænt ein-
ræði sé skárra en vestrænt
frelsi í svona mynd. Enda er
sýnilegt, að fái þetta hömlu-
lausa frelsi að halda svona
áfram óáreitt, verður ekki hjá
hinu austræna komizt.
Föstudaginn 12. feb. 1971.
Freymóður Jóhannsson“.
Tilboð óskost í Mb. Emmu
þar sem hann stendur ósjófær í Dráttarbraut Eyrarbakka.
í bátnum er m.a. togútbúnaður með vökvadrifinni togvindu
og dragnótarspili.
Upplýsingar verða veittar í síma 99-3165.
*
Nýkomnir
MIDI-JERSEY KJÓLAR í stærð-
unum 36 til 42, VISTRAM-
KÁPUR stærðir 38 tíl 42,
PEYSUR með háum rúMukraga
á 12—15 ára, 798,00 kr.