Morgunblaðið - 18.02.1971, Side 10
10
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1971
Það verður ekld annað sajft
um Grenvíkinga, en að þeir séu
með söngrglaðara fólki á land-
inu, þegar svo ber undir, svo
sem á þorrablótum og: öðrum
tyllidögum. Við litum inn á
þorrablót lijá þeim fyrir
skömmu og þar var aldeilis
glatt á hjalla og sungið og dans
að fram á rauða nótt á núlli
þess sem menn spændu úr þorra
trogum sínum. Þess ber einnig
að geta í þessu sambandi að
hvert Iag sem tekið var i f jölda
söng var sungið margraddað og
ugglaust eru ekki margar sveit
ir hérlendis, sem státað geta af
slíku.
En nú er öðru nær að Gren-
víidngar séu alltaf á dansleikj-
um og fyrr um daginn þegar við
fórum um þorpið var öllu eðli
legra um að litast.
Grenivík byggir afkomu sína
á sjónum, en í þorpinu búa um
400 manns og hafa mörg ný
hús verið byggð þar síðustu ár,
Þorsteinn Eyfjörð
en segja má að bærinn hafi
byggzt ört upp síðan hafnar-
garðurinn var byggður þar og
sjómenn fengu viðunandi að-
stöðu fyrir báta sína. Nú eru
6 þilfarsbátar gerðir út frá
Grenivik og aflinn er unninn í
Kaldbak, frystihúsi staðarins.
Niðri á gömlu bryggjunni
hittum við Þorstein Eyfjörð
skipstjóra á Víði ÞH 210, 6
tonna bát, sem hann rær á
ásamt öðrum.
Þorsteinn sagðist aUtaf hafa
verið sjómaður, enda bar hann
það með sér því að það var
selta í augnsvipnum.
Þeir félagar á Víði voru ný-
komnir að, en þeir höfðu róið
með 10 bjóð. Aflinn var fremur
tregur, eða um hálft tonn af
smáþorski. Hins vegar sagði
Þorsteinn að þeir reru venju-
lega með 12—15 bjóð á línunni
og aflinn væri allt upp í 1600
kg af þorski. Hann sagði að
þeir reru oft aðeins 15—30 mín.
út fjörðinn eða einn og hálfan
tlma út að Látrum. Bátarnir
sem eru gerðir út frá Grenivík
eru flestir i kring um 10 tonn.
Þrir stórir bátar frá Grenivík
eru gerðir út frá Grindavík, en
það eru bátarnir Vörður, Odd-
geir og Áskell. Vörður hefur þó
að nokkru leyti verið gerður út
frá Grenivík og var t.d. fyrir
norðan s.l. sumar.
Þorsteinn sagðist hafa átt
Komið í Grenivík
við Eyjafjörð
á febrúardegi
Kristleifur Meldal
Björn Ingólfsson
Víðir kemur til hafnar
í vinnslusal Kaldbaks
Víði síðan 1950, en hann lét
setja þilfar i bátinn 1959. Hann
sagði að fiskveiðin væri skást
þarna í apríl og mai, en línu
stundar hann allt árið utan
þess að hann bregður sér á
færi nokkrar vikur og grá-
sleppuveiðar stundar hann með
línunni í marz og apríl.
Við litum einnig inn i frysti-
húsið Kaldbak og hittum að
máli verkstjórann Kristleif Mel
dal. 1 Kaldbak vinna um 25—
30 manns á veturna, en um 40
manns á sumrin. Kaldbakur
tekur við afla allra bátanna,
en eins og sagt hefur verið frá
í fréttum mun minkabú Grá-
vöru i Grenivík fá fiskúrgang
frá Kaldbak til fæðu fyrir
minkana.
Það er eftirtektarvert að um
leið og einhver hafnarskilyrði
komu i Grenivík hófst ör upp-
bygging staðarins og nú er þar
vaxandi þorp að menningu og
manniifi.
Ungur maður, Björn Ingólfs-
son, er skólastjóri í Grenivík.
Hann sagði að í skólanum
væru nú 57 nemendur, en auk
hans eru tveir kennarar við
skólann. Grenivíkurskólinn
starfar i húsi sem var byggt
fyrir 50 árum af miklum stór-
hug, en nú er farið að þrengj-
ast um aðstöðu fyrir kennsluna
auk þess að allar samkomur á
staðnum eru haldnar í skóla-
húsinu.
Björn taldi að mikil þörf
væri á því að leysa félagsheim-
ilisvandamál Grenvíkinga og
kom
uppbyggingin
nágrennis með þvi að byggja
félagsheimili á staðnum þar
sem hægt væri að hafa samkom
ur og reka tómstundastarf fyr
ir íbúana. Þá kvað hann það
vera aðkallandi að byggja nýtt
skólahús fyrir staðinn þar sem
hægt væri að halda skóla sem
nútímaþjóðfélag krefst. Slík
bygging þyrfti að hafa ekki
minna en 4 kennslustofur auk
sérkennslustofa og annars hús-
næðis sem ekki verður hjá kom
izt að hafa í nútímaskóla.
Skólinn I Grenivík menntar
bæði börn og unglinga, en nú
er gert ráð fyrir að unglingar
fari næsta ár i Stóru-Tjarnar-
skóla, sem er verið að byggja
og þá rýmkast eitthvað í skóla
húsinu, en það verður vart
nema um stundarsakir. — á.j.
Bátar í nausti. Bæjarstæði Grenivíkur í fjarska.
Gert klárt við gömlu bryggjuna — Ljósm. Mbl.: á. johnsen.