Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1971 15 Hornvík með Hombjarg tll vinstri. Ljósrn. Helgi Hallvarðsson N auðsy nlegt að f rið- lýsa þetta landsvæði — ekki ætlunin að flæma neinn af jörðum sínum — segir Matthías Bjarnason í viðtali um þjóðgarð á Vestfjörðum SÍÐASTLIÐINN þriðjudag birtist í Morgunblaðinu grein eftir formann Átthaga- félags Sléttuhrepps, þar sem fram kom hörð gagnrýni á frumvarp um þjóðgarð á Vestfjörðum, sem þeir Matt- hías Bjarnason og Pétur Sig urðsson hafa flutt á Alþingi. Morgunhlaðið hefur snúið sér til Matthíasar Bjarnason- ar og beint til hans nokkr- um spurningum varðandi þá gagnrýni, sem fram hefur komið á þetta frumvarp. — Því er haldið fram í fyrr- nefndri blaðagrein, að ekki sé þörf á að friðlýsa þetta land- svæði, sem frumvarpið fjallar um, þar sem friðlýsing hafi verið í reynd á síðustu tveimur áratugum. Hvað viltu segja um þetta — Ég tel, að það sé ekki brýn nauðsyn nú á allra næstu árum, að ríkið eignist allar þess ar jarðir, sem hér er um að ræða, en hitt tel ég nauðsyn- legt, að friðlýsa þetta svæði og komá á eftirliti með umgengni og þá einkum að fá því fram- gengt að netjaveiði og ádráttur í ám, vötnum og ósum verði bönnuð með öllu. Sér- stakur eftirlitsmaður yfir sum- arið skapar töluvert aðhald í þessum efnum og sömuleiðis væri betur hægt en verið hefur að fydigjasit með uimigengni um skiþbrotsimannaskýli á þess- um svæðum. Til viðbótar vil ég vitná orðrétt í það, sem ég sagði, þegar ég fylgdi frum- varpinu úr hlaði á Alþingi, en þá sagði ég m.a.: „Við teljum, að það sé mjög mikils virði að friðlýsa þetta land, og þjóðfélag Ið eignist þessar eyðijarðir með tíð og tíma. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að landið verði friðað og haft eftirlit með að gengið sé sómasamlega um, þetta svæði, en á því hefur verið mikill misbrestur á undan förnum árum. Á þessu svæði heíur Slysavarnafélag íslands eða deíldir þess víða komið upp mjög myndarlegum skipbrots- mannaskýlum. Það hefur komið þrásinnis fyrir, að illa hefur verið gengið um þessi skýli.“ — Því er haldið fram, að frumvarpið geri ráð fyrir mikl- um og dýrum jarðakaupum eða eignarnámi. Hvað viltu segja um það atriði? — Eins og áður er komið fram, gat ég þess í framsögu- ræðu, að við teldum, að þjóð- félagið ætti að eignast þessar eyðijarðir með tíð og tíma. Ég vil aftur vitna í framsöguræðu mína með frumvarpinu, sem ég flutti hinn 10. febrúar sl., en þar sagði ég orðrétt: „Jarðir á öllu svæðinu eru að verulegu leyti húsalausar með þó örfáum undantekningum og má segja, að eigendur þessara jarða sinni þeim lítið sem ekkert að öðru leyti en því, að þar sem silung er að fá er kannski farið einu sinni eða tvisvar yfir sumarið til veiða, en þó eru undantekn- ingar til, frá þessu, og sérstak- lega hvað snertir Átthagafélag Sléttuhreppsbúa. Þar hafa gaml- ir Sléttuhreppsbúar og þó eink- um Aðalvíkingar heimsótt þess- ar fornu byggðir sínar einu sinni á hverju sumri og sýnt í því mikla ræktarsemi og liaft samband þar, gamlir vinir og kunningjar og börn þeirra til þess að viðhalda gömlum átt- hagatengslum. Þetta frumvarp kemur á engan hátt í veg fyrir, að slíkir samfundir geti átt sér stað, og átthagafélög geta 6tt griðland á þessu svæði, og það yrði þessu svæði tii góðs eins að slik starfsemi héldi áfram, eins og hún hefur verið í fjöl- mörg undanfarin ár.“ Þessu til viðbótar vil ég taka fnasm, sem ég hef raunar gert hér á undan, að ætlun okk- ar flutningsmanna er ekki sú að flæma neinn burt frá jörð- um þeirra, sem sýna þeim á einn eða annan veg ræktarsemi. Hitt er ákveðin skoðun okkar, að þetta landsvæði eigi að vera undir opinberu eftirliti og undir vernd Alþingis, og mundi ég, ef ég hefði átt rætur mínar í þess um byggðum, telja það mínum átthögum til sóma. Það er al- gjör misskilningur, hvort sem hann er viljandi eða óviljandi, sem fram kemur í greininni í Morgunblaðinu 16. febr. sl., að þar sé verið að fótum troða rétl einstaklinga, því að ef til jarðaikaupa kemuir, gerir frum- varpið ráð fyrir því, að þriggja manna þjóðgarðsstjóm, sem Al- þingi kýs hlutfallskosningu í Sameinuðu þingi, skuli sjá um samninga við eigendur jarða og hlunninda á hinu friðlýsta svæði, um réttmæta greiðslu fyrir eignir þeirra. Einnig ger- ir frumvarpið ráð fyrir því, að ef samningar nást ekki, þá skuli þjóðgarðsstjórn heimilt að taka eignir þessar eignarnámi lögum samkvæmt. Skulu eigend um greiddar bætur samkvæmt mati tveggja dómkvaddra og óvilhallra manna. Ef annar hvor aðili vill eigi una því mati, getur hann krafizt yfirmats, en það skal framkvæmt af þremur dómkvöddum mönnum. Þessu til viðbótar skal einnig á það bent, að frumvarpið gerir r.áð fyrir því, að ríkissjóður greiði kostnað af kaupum og vernd hins friðlýsta svæðis, umfram það sem tekjur þjóðgarðsins hrökkva til, eins og fé er veitt á fjárlögum hverju sinni. Ég legg áherzlu á það, að hér er ekki um skyldu að ræða að fara í eignarnám, heldur er að- eins þingkjörinni þriggja manna stjórn veitt til þess heimild, en heimildin henni til handa er samkvæmt frumvarpinu svo tak mörkuð að til þess að geta far- ið í slíka framkvæmd, þarf á hverjum tíma samþykki Alþing is til þess að fá fjárframlög til framkvæmdanna. Ætti hver maður að geta skilið, að ákvæð in um eignarnámsheimild eru í raun og veru í höndum Alþing- is frá ári til árs. Þar við bætist að við flutningsmenn frumvarps ins höfum með framsöguræðu minni lýst þeirri afdráttarlausu skoðun okkar, að kaup jarða á þessu svæði eigi að taka lang- an tima og taka eigi fullt tillit til þeirra, sem þar eiga tengsl og sýna í verki tryggð við þessa fornu heimabyggð þeirra og þeirra forfeðra. Öðru máli gegnir um eigend- ur jarða, sem ekki hafa komið á jarðir sínar árum saman eða jafnvel í meira en ératug. Við teljum, að þær jarðír eigi að kaupa helzt með frjálsum samn ingum, en þó í öllum tilfellum ekki að svipta neinn mann eign um sínum án bóta, enda væri það brot á stjórnarskránni og þeirri grundvallarstefnu, sem við báðir flutningsmenn styðj- um. 1— f greininni í Morgunblað- inu 16. febrúar sl. eru ýmsar aðdróttanir í þinn garð. Hvað viltu segja um þær? — í raun og veru eru þessar aðdróttanir sumar hverjar allt að því ærumeiðandi, en við sem höfum áratugum saman fengizt við opinber mál erum ýmsu vanir í þeim efnum, þó að við séum ekki frekar en aðrir til- finningalausir. Maðurinn telur mig vera framkvæmdastjóra Djúpbátsins h.f. og gerir ýmsar áskoranir á mig í því sambandi. Þetta gat hann látið vera, því að hann veit vel, að af því starfi lét ég með öllu fyrir tæpum þremur árum. Um lipurð og samningsvilja minn í því starfi í þau 26 ár, sem ég gegndi því, læt ég hverjum og einum eftir að dæma um. Ég tel, að þegar þingmenn flytja frumvörp á Al- þingi þurfi þeir ekki að sækja um leyfi til þess til eins eða annars. Hins vegar tíðkast það í meðferðum Alþingis, að hvert mál fer til nefndar, sem athug- ar það og leitar umsagnar og álits stofnana og félaga, sem málið er skylt eða ættu að hafa nána þekkingu á því. Þannig hefur það einnig orðið í sam- bandi við þetta frumvarp og enginn hlutur er sjálfsagðari en sá að leita álits Átthagafé- lags Sléttuhrepps á málinu. Mér er sagt að þetta félag hafi haldið fund eftir að ég flutti framsöguræðu fyrir málinu á Alþingi og þar hafi efni frum- varpsins verið rætt. Það hefði vafalaust verið ómaksins vert hjá forystumönnum félagsins að spyrja annan hvorn okkar flutningsmanna, hvort við vild- um ekki mæta á þessum fundi, kynna fyrir fundarmönnum skoðanir okkar og athugasemd- ir úm efni frumvarpsins eða kynna sér hvað sagt hafi verið á Alþingi, þegar frumvarpinu var fylgt úr hlaði. Hitt er oft erfitt að mynda sér skoðanir á ræðum þing- manna með því að lesa örlítinn útdrátt úr þeiim í blöðum jafnvel í Morgunblaðinu, sem þó skýrir blaða mest og bezt frá ræðum þingmanna, án tillits til þess í hvaða stjómmála- flokki þeir eru, þar sem oft kemur fyrir, að blaðamaðurinn segir ekki nálægt því alltaf það sem mestu máli skiptir í túlkun þingmannsins í því máli, sem hann talar um. En það gerðist einmitt í þessu tilfelli. Að lokum vil ég taka fram, að ég er sannfærður um, að þessi mótmæli, sem skipulögð hafa verið gegn frumvarpinu hefðu ekki farið af stað, ef fólk hefði almennt skoðað málið í ljósi þeirra staðreynda, sem fyr ir liggja og hleypidómalaust. Þetta mál er ekkí flutt af ann- arri ástæðu en þeirri, að við teljum, að í framtíðinni eigi að vera svæði í okkar landi, sem fólk geti leitað til og notið hvíldar og hressingar í leyfum sínum, og það má segja að slík svæði séu ekki aðkallandi í dag, en einhvern tíma verður að byrja á að hugsa fyrir því að hefja undirbúning að fram- kvæmd í þessum efnum. Þrátt fyrir að greinarhöfundur um- ræddrar greinar í Morgunblað- inu telji, að flutningsmenn séu að búa til einhverja glansmynd á pappírnum um náttúrufegurð þessa landsvæðis, þá teljum við, að ekkert hafi verið of sagt og við teljum það hvorki lýsa kala eða vondum hug til Sléttu hrepps, þar sem við lýsum þessu landsvæði á þennan hátt í greinargerð frumvarpsins: „Þetta landsvæði býr yfir fjöl- breytilegri náttúrufegurð. Þar eru fögur vötn, ár og ósar með miklum silun'gi, stórfengleg björg iðandi af fugli og lífi, meðal þeirra er hið stórbrotna Hornbjarg, sem enginn gleymir, sem þangað hefur einu sinni komið, margar víkur á þessu svæði eru mjög grasgefnar með töfrandi sumarfegurð. JökuÞ firðir frá Hesteyrarfirði tifl Hrafnfjarðar eru fagrir og frið- sælir, í hlíðum þeirra eru ein- hver beztu berjalönd, sem finn- ast á landi okkar. Á þessu land- svæði er víðast ósnortin nátt- úra.“ Námsstyrkur frá Færeyjum Á FJÁRLÖGUM Færeyja 1971— 72 eru veittar 10.000,00 færeysk- ar krónur, sem nota skai til að styrkja stúdenita eða urtga kandí- data frá Norðurlönduim, Bret- landi eða írlandi, sem vilja stunda rannsóknir eða náim 1 færeysku við Fróðskaparsetua- Fþroya. Þeir, sem leggja stund á málaniám, geta stundað nám i færeysku máli og bókmer nUwn á Fróðskaparsetri Fproya á tima billiruu frá september 1971 tii maí 1972. Umsóknir, ásamt meðmælum firá háskóia eða vísindastofnun, skuíiu hafa borizt Fróðskapar- setri Fþroya Þórshöfn, í síðasta lagi 15. april 1971 í umisókninni skal greina, hve lengi uimsækj- andi hyggst dveijast í Færeyj- um. Ósíki utmsækjandi fyrir- greiðslu um húsnæði, ska: það eirunig tek.ð fram í umsókninmi. (Frá Háskóla íslands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.