Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 32
LE5IÐ DRCLECR euGivsmcnR H*-*22480 FÖSTUDAGUR 19. FEBRUAR 1971 Framkvæmd- ir á Keflavík- urflugvelli MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá ut- anríkisráðuneytinu, þar sem segir, að bráðlega verði hafn- ar framkvæmdir við tækja- búnað á Keflavíkurflugvelli fyrir um 26,5 milljónir króna, sem Bandaríkjamenn greiða, en auk þess verði innan skamms unnt að skýra frá öðrum fyrirhuguðum fram- kvæmdum á flugvellinum. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: „1 tiiefni af umræðum um íÍMgvelli landsins undanfarið skai eftirfarandi tekið fram: Um iiilangt skeið hafa verið i undirbúningi ýmsar framkva-md- ir á K e f lavíku rfl ug vell i, m.a. Nýr bátur til Þorlákshafnar Þorlákshöfn, 18. febrúar NÝR bátur kom til Þorlákshafn- ar i gær. Heitir hann Gissur ÁR- 6, 116 tonn að stærð. Hann er smiðaður árið 1966 og keyptur hingað tii lands frá Noregi. Eig- endi og akipstjóri er Baldur Karísson. Báturinn mun fara strax á sjó og smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á honum. — Frankiin. lenging þverbrautar og aukinn tækjabúnaður, er lækki blind- flugsmörk þar, till að auka nýt- inigarmöguleika vaHairins um- fraim það, sem nú er. Hönnun og öhu öðru undirbúninigsstarfi vegna brautaríagningarinnar var lokið í ágústmánuði 1970, en fé er enn eigi tii ráðstöfunar til að hefja framkvæmdir við hana. Að því er varðar tækjabúnað vaM- arins, verða bráðlega hafnar framkvæmdir fyrir um 26,5 millj- ónir króna, er Bandaríkjamenn greiða. Gert er róð fyrir, að inn- an skamms verði unnt að skýra frá öðrum framkvæmdum á Kef) aviku iflugvel'li sem fyrir- hugaðar eru.“ ísbjörn sást frá Skaga rétt við bæjarhúsin að Ásbúðum Sigtryggur Klemenzson BJARNDÝR sást frá bænum Ásbúðum á Skaga í gærdag. Morgunblaðið hafði tal af hús freyjunni á bænum, Helgu Ámadóttur, og skýrði hún svo frá, að húsbóndinn, Ámi Ás- mundsson, hefði verið að koma úr fjárhúsunum, sem standa frammi á sjávarbakk- anum, þegar hann sá dýrið um kl. 4 í gær. Kom hann heim og skýrði Helgu frá bjarndýr- inu. Fóru þau þá bæði út, og kvaðst Helga þá hafa séð dýr- ið greinilega á ísnum, rétt framan við bæinn — eða í um 300—400 metra fjariægð. — Að vísu bar það í jaka Þakkir færðar AMBASSADOR FrakWands hef- ur borizt bréf frá frú de GauMe, þar sem hún biður hann um að þakka hjartanlega öilum þeim íslendingum, Frökkum og öðr- um, sem vottuðu samúð sána vegna fráfalls de Gaulle hers- höfðingja, hinn 12. nóvember sl., með því að rita nöfn sin i minm- ingabók, sem lá frammi í franska sendiráðinu í Reykjavi'k. og þar sem það var snjóhvítt eims og fölið á ísnum, vax ekki gott að átta sig á stærð þess, sagði Helga. — Þó virtiisit mér það ekki mjög stórt eða minmia em ég hafði gert mér í hugaríuind, en þess er að gæta að við höfum aldrei séð bjam- dýr áður. Var það sem stórt folald á stærð, nema hvað fæturniir voru stytitri að sjálif- sögðu. Má því ætla að þama hafi verið ungt dýr á ferð. — Dýrið fór sér emigu óðs- lega, emda voru fugflar á vök þarna skammt frá, og gæti það hafa verið að voka yifir þeim. En við misstum sjónar á því, er það hvanf bak við fjárhúsin, og fór Ámi þá í simamn til að fá maminiskap af næsta bæ með góðan riffil. En þegar við fórum að gæta að því aftur, var það honfið, enda eiru þama margar vak- ir, sem dýrið hefur getað stuimgið sér niðiur í. Heiga sagði enmflremur, að ekki væri mammfært út á is- inm, þannig að enginn kostur væri að rekja spor dýrsins, svo að ekki væri um amm- að að ræða en bíða átekta og vita hvort það gerði vart við sig að nýju. Að sögn Helgu er talsverð- ur og a'lfllþéttur íis alveg upp að iandi á Skaga en lengra úti sér á auðan sjó. Sigtryggur Klemenzson látinn SIGTRYGGUR Klemenzson bankastjóri Seðlabanka Islands Dézt í gær, 59 ára að aldri. Sigtryggur var fæddur 20. ágúst 1911 á Húsavík. Foreldrar hans voru Klemenz Klemenzson verzlunarmaður þar og kona hans, Jakobína Sigtryggsdóttir. Sigtryggur stundaði nám í Menntaskóla Akureyrar og lauk þaðan stúdentsprófi 1933. Lög- fræðiprófi frá Háskóla Islands iauk hann 1937, og stundaði síð- ar framhaldsnám í Kaupmanna- höfn, Osló og Stokkhóimi. Hann var stundakennari við Samvinnu skólann á árunum 1934—1937 og kennari við viðskiptaháskólann 1938—1939. Hann var settur sýslumaður i Rangárvallasýslu í júní — nóvember 1937, og skip- aður fuiltrúi i fjármálaráðuneyt- inu 1939. Ráðuneytisstjóri í sama ráðuneyti varð Sigtryggur 1952 og gegndi þeirri stöðu til árs- ins 1966, er hann var skipaður bankastjóri í Seðlabanka Islands. Sigtryggur Klemenzson gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, og má þar nefna að hann var í stjórn Sogsvirkjunar frá 1949, í stjórn Landsvirkjunar frá 1965, i landskjörstjóm frá 1953, i stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins frá 1961, í stjórn Efnahagsstofnunarinnar frá 1944 og í sóknamefnd Hallgrims- kirkju frá 1957. Sigtryggur gegndi einnig trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og átti sæti í miðstjóm hans frá 1944. Kvæntur var Sigtryggur Klem enzson Unni Pálsdóttur, alþing- ismanns Zóphóníassonar. JP-innréttingar til Englands Fræg verzlun í London gef ur f yrirheit um viðskipti allt að 10 millj. kr. á ári JP-INNRÉTTINGAR hafa selt sýningarinnréttingu í eldhús til einnar þekktustu húsgagna- og innréttingaverzlunar í London, sem Heales nefnist. Gera for- ráðamenn JP-innréttinga ráð fyr ir frekari viðskiptum við þessa verzlun í náinni framtíð. Jón Pétursson, forstj óri, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að þessi viðskipti hefðu verið í deiglunni í rúmt eitt ár, og m.a. hefði komið hingað til lands sér- fræðingur frá verzluninni í því skyni að kynna sér fyrirtækið og framleiðslu þess. Xnnrétting sú, sem fer til verzl unarinnar, kostar 160 þús. isl. krónur, og er fyrst og fremst ætluð fyrir efnamenn. Healings- verzlunin hafði áður á boðstól- um innréttingar frá þýzkum framleiðanda, en hætti viðskipt- um við hann og koma JP-inn- réttingarnar í stað þýzku fram- leiðslunnar. Innréttingin er úr palisander og með rennihurðum, og hyggst verziunín iáta setja hana upp með ýmsum hætti, ijósmynda hana hátt og lágt og gefa út veglegan kynningarbækl ing í litum á eigin kostnað. Jón Pétursson sagði, að í við- tölum við forráðamenn verzlun- arinnar hefði komið fram, að „Njósn- arar“ Blönduósi, 18. febrúar. Á laugardaginn rak nokkra hafísjaka á f jörur við Blöndú- ós. Slíkt er ekki nýlimda á síð- ari ánim en eftirtektarvert er, að undanfarin ísaár hafa fyrstu jakarnir jafnan komið hing- að utan með Skaga, þó að meg inísinn leggi leið sína inn með Ströndum og norður með Skaga. Þessir framverðir eru langvelktir í úfnum sjó og margir hverjir líkari kynja- vemm en venjulegum Iiafís, og er þeir hafa sýnt sig og strandað, hefur ekki brugðizt að annar og meiri ís kæmi skömmu síðar. Ég nefni þessa jaka njósnara. — B. Bergmann. seldar þeir tefldu sig geta tryglgt við- skipti við JP-innréttingar fyrir ailt að 10 milljónir á ári, en til samanburðar má geta þess að öll ársframleiðsla JP-innréttinga sl. ár nam um 15 míiljónum króna. Jón sagði, að ef þettá rættist, yrði fyrirtæki hans vafalaust að leita til annarra verkstæða um gerð á skúffum og hurðum, en með þeim hætti tefldi hanin rnög'ufllegt að araia ef t irspuirn.innii. Jarðýtustjórl: Barg lífi sínu á elleftu stundu JARÐYTUSTJORI var hætt komiinn síðdegis í fynradag, er ýta hans féll fram af hárri veg- arbrún, þar sem verið var að ryðja snjó af vegi. Tókst ýtu- stjóranum að kasta sér úr ýt- unni áður en hún hrapaði. Óhappið vildi til þegar verið var að ryðja snjó af veginum vestan Gilsfjarðar, að eögn Óiafs E. Ólafssonar í Króks- fjarðarnesi, og gerðist þetta skamimt fyrir vestan Máva- daisá. Á þessum stað er vegur- inn utan í hlíðinni, sem er snar- brött. Jarðýtustjórinn, Guðmundur Hjartarson, hafði opnar dyrnar á húsi jarðýtunnar, og varð það honum eflaust til lífs, því að honum tókst að stökkva út úr Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.