Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1971 Gífurlegur áhugi á handknattleiknum Um 3500 áhorfendur á miðvikudagskvöldið EINS og skýrt var frá I Morg- ■unblaðmu í fyrradag var yf- irfullt hús í Laugardalshöll- inni á leikjum ÍR og Víkings og Vals og FH og stemning- in engu minni en gerist I jöfn um og skemmtilegum lands- leikjum. Alls keyptu rúmlega 3300 manns sig inn á leikina og boðsgestir og aðrir munu hafa verið um 200, svo alls munu um 3500 manns hafa fylgzt með þessum spennandi leikjum. Meðal viðstaddra var Gylfi Þ. Gíslason, menntamála ráðherra og frú. Vel kann að vera að áhorf- endur í Laugardaishöllinni þetta kvöld hafi verið nokkr- um hundruðum fleiri en gott rúm var fyrir og kvörtuðu nokkrir yfir þvi að þeir hefðu litið séð. Hins vegar er það annað en gaman að þurfa að vísa áhugasömu fólki frá, og því sjálfsagt að þéttskipa bekkina sem mest. Starfs- menn hallarinnar höfðu nóg Staðan í 1. deild Geir markhæstur STAÐAN í 1. deild íslandsmóts- ins í handknattleik er nú þessi: Valur 8 7 0 1 159:128 14 FH 8 6 1 1 159:149 13 Haukar 7 3 0 4 126:120 6 Fram 7 2 1 4 124:138 5 1R 7 1 2 4 125:145 4 Víkingur 7 0 2 5 123:136 2 Markhæstu leikmenn eru: Geir Hallsteinsson, FH 45 mörk Þórarinn Ragnarsson, Haukum 37 — Ólafur H. Jónsson, Val 34 — Vilhjálmur Sigurgeirs- son, iR Ólafur Einarsson, FH Bergur Guðnason, Val Pálmi Pálmason, Fram 26 Brynjólfur Markússon, ÍR 24 Ágúst Ögmundsson, Val 23 Einar Magnússon, Víking Stefán Jónsson, Haukum öm Hallsteinsson, FH 22 Hermann Gunnarsson, Val Georg Gunnarsson, Víking Guðjón Magnússon, Víking 34 30 29 að snúast um kvöldið, en allt virtist ganga hið bezta fyrir sig. Áhorfendur kvörtuðu þó yfir að húsið hefði verið opn- að seint, en margir urðu til þess að fylgja þeim ráðiegg- ingum að mæta snemma og koma sér fyrir. Yfirstandandi Islandsmót slær öll met hvað aðsókn varð ar, og er þetta í annað sinn sem húsið er troðfullt og oft- sinnis hefur litið vantað á að svo yrði. Og spennan í mót- inu er engan veginn búin. Eft ir eru nokkrir leikir, og úr- slitin I þeim óviss. Valsmenn hafa tekið forystu, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma ættu þeir að vinna íslands- meistaratitilinn. En það er ó- variegt að spá. Úrslit ein- Framhald á bis. 21. Úrslitin ráðin. Jón Hjaltalín hefur laumað boltanum yfir Guðmund í vitakastimi. Þórarinn Tyrfingsson fylgist spenntur með, svo og áliorfendur, sem þustu inn á völlinn, tii þess að sjá betur hvað gerðist. IR - Víkingur 15-15: Jöfnunarmark Víkings á elleftu stundu ÍR-ingar höfðu oftast yfirtökin VÍKINGAR höfðu sannarlega árangur sem erfiði, er þeir kvöddu Jón Hjaltalín Magnús- son heim frjá Svíþjóð fyrir leik- inn við ÍR, á miðvikudagskvöl d ið. Þótt Jón hafi oft átt betri leik, var það eigi að síður hann sem átti stærstan þátt í því að Víkingar náðu jafntefli, og eiga ennþá vonina um áframhaldandi setu í 1. deild. Skoraði Jón þrjú af fimm síðustu mörkum leiks- ins, þar af það síðasta úr víta kasti sem dæmt var á ÍR, 2 sck. fyrir leikslok. Gífurleg spenna var meðan Jón bjó sig undir vítakastið og ungir áhorfendur í Laugardalshöll þyrptnst inn á gólfið. Og Jón Hjaltalín brást ekki. Guðmundur Gunnarsson í marki ÍR-inga hætti sér aðeins of langt fram og Jón lyfti bolt anum yfir hann. Fannst mörg- um þar djarft teflt hjá Jóni, en það heppnaðist. Fyrirfram höfðu menn búizt Jöfn keppni á drengja- og stúlknamóti og góður árangur í flestum greinum DRENGJA- og stúlknameistara- mót íslands í frjálsum íþrótt- um innanhúss fór fram í íþrótta húsi Háskólans fyrir nokkru. Var keppt í atrennulausum stökkum, svo og hástökki með atrennu. Aligóð þátttaka var í mótinu, og spennandi keppni í flestum greinum. Náði unga fólkið jöfnum og ágætum ár- angri, en einna heztur var ár- angurinn í hástökki, og er Árni Þorsteinsson, KR, sem sigraði í greininni mjög efnilegur. Sama Ámi Þorsteinsson, KR, — sigurvegarinn í hástökki má reyndar segja um marga aðra keppendur sem komu þama fram, t.d. Felix Jósefsson UMSB, Gísla Jónsson frá Sel- fossi, Ólaf Friðriksson HSÞ, Birgir Benediktsson HSS o.fl. Helztu úrslit í mótinu urðu þessi: Hástökk metr. Árni Þorsteinsson, KR 1,75 Þröstur Guðmundsson, KR 1,70 Felix Jósefsson, UMSB 1,70 Hástökk án atrennu metr. Felix Jósefsson, UMSB 1,50 Guðmundur Gislason, IBV 1,45 Karl Örvaxsson, USÚ 1,40 Langstökk án atrennu metr. Gísli Jónsson, HSK 2,94 Birgir Benediktsson, HSS 2,91 Felix Jósefsson, UMSB 2,90 Þrístökk án atrennu metr. Óiafur Friðriksson, HSÞ 8,92 Felix Jósefsson, UMSB 8,80 Birgir Benediktsson, HSS 8,74 Hástökk stúlkna metr. Anna L. Gunnarsdóttir, Á 1,45 Sigríður Jónsdóttir, HSK 1,40 Lára Sveinsdóttir, Á 1,40 Langstökk án átrennu metr. Sigrún Sveinsdóttir, Á 2,57 Sigríður Jónsdóttir, HSK 2,48 Anna L. Gunnarsdóttir, Á 2,47 við því að Víkingar myndu vinna þennan leik, ekki sizt vegna þess að ein styrkasta stoð ÍR-liðsins, Ágúst Svavarsson, fingurbrotnaði nýlega og gat því ekki leikið með liði sínu. En ÍR ingar sönnuðu enn einu sinni að þeir eru til alls visir. Léku þeir af míklu öryggi allan leikinn og sú mikla spenna sem var í leifcn um virtist ekki vera þeám til baga. Liðið lék nú mjög góða vörn og markvarzlan var í góðu lagi. Liðsandinn virtist einnig vera ágætur, sérstaklega eftir að lið’ið náði yfirhöindinná íí leiknum. Hins vegar var það greinilegt að leikmenn Víkings voru alit (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). of spenntir á taugum í þessum ieik. öryggi var ekki til í ieik liðsins og töluvert bar á röng- um sendingum og ónákvæmum. Það voru helzt þeir Jón og Ein- ar sem létu ekki lætin á sig Öá, og átti sá síðaméfndi inú sinn bezta leik um nokkurn tíma — og er farinn að skora aftur. — Nokkuð sem Einar Magnússon hefur verið ‘spar á að undan- förnu. 7:6 fyrir ÍR í hálfleik Páll Björgvinsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Vík- ing þegar á 1. mínútu, en skömmu síðar fengu ÍR-ingar dæmt vítakast sem Vilhjálmur skoraði úr. Jón Hjaltalím færði Víking aftur forystu með glæsi iegu marki, en þrjú næstu mörk í leiknum komu frá ÍR-ingum, þannig að staðan var 4:2. Um Framhaid á bls. 21. Jóhannes hefur sloppið inn á iínuna milli þeirra Sigfiisar og Guðgeirs, en Sturia í Vikingsmarkinu, sem stóð sig mjög vel í leiknum, varði. KR vann Gróttu 25-15 EINN ieikur fór fram í 2. deild fslandsmótsins á miðvikudags- kvöldið. Léku þá KR og Grótta og lauk leiknum með yfirburða- sigri KR-inga 25 mörk gegn 15., eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10:4 þeim í vil. Greiniiegt er, að þeir Gróttumenn standa sig ekki nálægt því eins vel þeg- ar þeir leika í Laugardalshöli- inni og þeir gera á sínum heima- velli á Seltjarnamesi, en þang- að eru þeir erfiðir heim að sækja fyrir flest 2. deildarliðin. KR-ingar hafa nú forystu í 2. deild ásamt Ármenningum, og verða að teijast líklegir sigur- vegarar. Liðið er nokkuð jafnt en traustasta stoð er Emil Karls son markvörður, sem ver jafnan mjög vel. Það gerði hann í leikn um á móti Gróttu, og virtist svo sem Gróttumönnum tækist tæp- ast að skora, þótt þeir væru komnir friir inn á línu. Þá áttu þeir Hilmar Björnsson landsliðs þjálfari, Bjöm Ottesen og Atli allir ágætan leik. Hjá Gróttu eru tveir menn áberandi beztir, þeir Ámi Indriðason sem áður lék með KR, og Þór Ottesen, en hann var nokkuð mistækur í þessum leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.