Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1971 Guðrún Ólafsdóttir - Minning Fædd 21. apríl 1887 Dáin 10. febrúar 1971 I dag, 19. febr., fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju útför Guðrúrtar Ólafsdóttur. Hún var fædd að Reykjavöllum í Hraun- gerðishreppi, 21. april 1887. For- eldrar hennar, sem þá bjuggu þar, voru Ólafur Jónsson, ættað- ur úr Þykkvabæ í Rangárvalla- sýslu og kona hans Guðfinna Guðmundsdóttir frá Arabæ í Flóa. Var Guðrún hin þriðja í aldursröð fjögurra barna þeirra hjóna. Hjá sínum elskuðu for- eldrum ólst hún upp, þar til fært þóttl að reyna á eigin getu til að komast áfram í lífinu. Mun hún um skeið hafa „þén- að“ i Reykjavik, en fljótlega lá leið hennar suður með sjó, i vist að Stóru-Vatnsleysu. Þá er skammt til þess að lífsförunaut- arnir finnast. Guðrún og Guð- laugur Helgason frá Litlabæ á Vatnsleysuströnd giftast 21. okt. 1911. En þama höfðu þrem árum fyrr gerzt tengdir, þar sem Guð- mundur bróðir Guðrúnar og Guðrún systir Guðlaugs voru þá gift. — Hin ungu jafnaldra hjón settust strax að í Hafnarfirði, í litlu leiguhúsnæði við lítil efni. Ekki hefur Guðrúnu verið sárs- aukalaust að láta komabarnið frá sér í sumardvöl — þó á gott heim ili væri — til þess að geta sjálf komizt í kaupavinnu, eins og þá var títt. En þörfin knúði á. Það voru henni lika erfiðir dagar er hún síðar fór með drengina .sína tvo með sér i sveitina. Þá veikt- ist annar þar af svo ofsalegum krampa, að eina ráðið þótti að komast með hann heim og til læknis. Auðvitað fylgdi hinn ágæti húsbóndi Guðrúnar það sem fara þurfti á hestum. En I Valhöll á Þingvöllum var næturbið eftir bílferð suður. „Já, það var mér erfið nótt", sagði Guðrún síðar. En hún var sízt vön að kvarta um sinn hag. Þau Guðrún og Guðlaugur eignuðust þrjá syni: Friðjón vél- stjóri f. 1912, giftur Huldu Hansdóttur, Magnús úrsmiður f. 1916, giftur Láru Jónsdóttur frá Patreksfirði og Ólafur Helgi, f. 1923, dó 10 mánaða. Eftir fulla 40 ára farsæla sam- búð, var Guðlaugur snögglega burt kvaddur af þessum heimi. Hann hafði kennt lasleika og haldið sig við rúmið einn dag, sofnar þannig að kveldi, en að morgni var hann liðið lík í hvílu sínni, án þess. að umskiptanna yrði vart, þá þau gerðust. Slik umskipti eru bæði ljúf og sár. — Eftir að hafa verið leigj- endur um 9 ára skeið, komu þau Guðrún og Guðlaugur sér upp litlu eigin húsi að Hverfisgötu 19. Þar var og Guðrún enn nokkur ár eftir lát manns sins, unz hún fluttist í hús Láru og Magnúsar sonar síns og þar í fullkomna og rúmgóða íbúð, sem hún ein skyldi hafa til afnota. Þá mun henni hafa þótt fram- ar þörfum við sig haft. En þarna var hún líka í ná- lægð við hinn soninn, Friðjón og hans fjölskyldu, þar sem hús bræðranna standa hvort gegn öðru við sömu götu. Ég tel ekki ofmælt að Guðrún hafi verið gædd svo mikilli hjálpar- og fómarlund að frá- bært mætti teljast. Það var henni svo afar fjarri að hugsa fyrst og fremst. um sjálfa sig. Hins vegar hrein nautn að hjálpa öðrum i hvers konar erf- iðleikum. Til þreytu og erfið- leika sem hún oft hlaut að skapa sjálfri sér við slikan lífsmáta, fann hún víst seint eða aldrei. Hún hafði mikið yndi af að vitja sjúkra og styrkja þá í kristileg- um anda og trúartrausti. Sjálfsagt hefði hún ekki leyft að þessa væri getið, eða hins, að um alllöng tímabil voru hjá þeim hjónum dagvissir máltiðar- gestir, sem þau töldu þeirrar hjálpar þurfa. t Eiginkona mín Guðrún Guðlaugsdóttir Breiðagerði 19, Reykjavík, andaðist að kvöldi 17. þ. m. í Borgarspítalanum. Fyrir hönd barna og tengda- bama, Ingi Gnðmonsson. t Sigurður Sigurðsson frá Landamóti, andaðisit að Hrafnistu 16. febrúar. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. febrúar ld. 13,30. Þórhallur Kristjánsson Ilalldórsstöðum. t Eiginmaður minn. SIGTRYGGUR KLEWIENZSOIM, lézt fimmtudaginn 18. þessa mánaðar. Unnur Pálsdóttir. t Innifegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu okkar, lAru valgerðar HELGADÓTTUR, sem andaðist þanrr 4. þessa mánaðar. Halldór Kr. Júlíusson, Július Halldórsson, ingibjörg HaUdórsdóttir, Helgi Halldórsson, Þorgerður Halldórsdóttir, Ásgerður HaHdórsdóttir, Þórunn Gröndal, Ingólfur Guðjónsson, Elisabet Gunnlaugsdóttir, Albert Beck Guðmundsson, Jóharmes Guðjónsson, Steingerður Halldórsdóttir, Emil Bogason og bamabörn. Nú er mamma, amrna og lairag- amma liðið lík, svo blessaðir mörgu niðjarnir, ungir og upp- komnir, sem svo oft hafa komið til ömmunnar að þiggja bros, blíðuatlot og heilræði, koma nú þar að auðu rúmi. Synir og tengdadætur drúpa höfði i hljóðri þökk fyrir liðinn fagr- an lífsferil góðrar og göfugrar móður. Já, bjart hlýtur að vera um minningu þína í hugarheimi ástvinanna allra. Kæra mágkona mín, mikla og góða trúkona, orð min geta ekki túlkað þakkarhug minn og konu minnar svo vel sem ég vildi. Segi aðeins: Hafðu hjartans þökk fyrir meir en hálfrar ald- ar hugljúf kynni. Svo veiti þér alfaðir ríkuleg laun fyrir mörgu góðverkin þin. Jón Helgason. Guðrún Ólafsdóttir, sem í dag er til moldar borin, var ein af elztu borgurum Hafnarfjarðar, en þar hafði hún lifað um það bil hálfa öld. Hún var fædd að Reykjavöllum í Flóa 21. apríl 1887, dóttir hjón- anna Ólafs Jónssonar og Guð- finnu Guðmundsdóttur. Þau hjónin voru bæði Sunn- lendingar, Ólafur ættaður af Rangárvöllum, af Víkingslækj- arætt, er forfeður Guðfinnu bjuggu að Geldingaholti í Hrepp um, mann fram af manni, um alllangt skeið. Guðrún var þriðja barn foreldra sinna. Eldri henni voru þau Guðmundur, er lengi bjó í Austurhlíð, Tungu og Vogatungu við Reykjavík, og Guðfinna, er lengst af var bú- sett í Hafnarfirði. Þau eru bæði látin. Yngsti bróðirinn, Arn- laugur, býr í Reykjavík. Guðrún ólst upp hjá foreldr- um sínum, fyrst nokkur ár að Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi, síðan á Stokkseyri, en þar bjuggu þau hjónin fram til 1914, er böm þeirra voru öll komin suður, en þá fiuttust þau til Hafnarfjarðar. Lífsbaráttan var hörð og kjörin kröpp á uppvaxt arárum Guðrúnar og raunar langt fram eftir aldri. Hún varð að fara að heiman fljótlega eft- ir fermingu og leita sér atvinnu við hvað sem til féll, var í kaupa vinnu í sveit á sumrum, en í Reykjavík á yetrum, eða suður með sjó. Þar kynntist hún mannsefni sínu Guðlaugi Helga- syni á heimili Guðmundar bróð- ur síns, en hann var kvæntur systur Guðlaugs. Þau Guð- laugur felldu hugi saman og stofnuðu bú í Hafnarfirði árið 1911. Þar bjuggu þau til æviloka. 1 lok heimsstyrjaldar- innar fyrri byggðu þau lágreist en vinalegt hús í Klettaskjóli við Hverfisgötu, og ólu þar upp t Alúðarþakkir fyrir auðsýnd- an Wýbug og samúð við and- lát og jarðarför st.júpmóður minnar Maríu Gísladóttur frá Súgandafirði. Stefán Þórðarson Lilja Þorkelsdóttir og fjölskylda. sonu sína tvo, er upp komust, þá Friðjón vélstjóra og verksmiðju st jóra og Magnús úrsmið og kaupmann, er báðir búa í Hafnarfirði. Þriðji sonur þeirra hjóna dó bamungur. Quðlaugur stundaði sjó- mennsku, lengst af sem háseti á hafnfirzkum togurum, en kom í land, þegar hann var farinn að lýjast og vann eftir það hjá Rafha til dauðadags. Hann and- aðist snemma árs 1952. Eftir andlát Guðlaugs bjó Guðrún áfram í litla húsinu við Hverfisgötu, þar til hún fluttist til Magnúsar sonar síns, er sjón hennar var tekin mjög að dapr- ast. Þar lifði hún síðustu ár æv- innar í skjóli sona sinna og tengdadætra, bama þeirra og bamabarna, Guðrún andaðist hinn 10. febrúar síðastliðinn, en hafði þá legið rúmföst í sjúkra- húsi nokkrar vikur. n Lífsferill Guðrúnar Ólafsdótt- ur er á ytra borði líkur ferli fjölda annarra kvenna, er unnið hafa störf sin á hljóðlátan hátt á íslenzkum heimilum; fyrstar á fætur, síðastar til hvílu og sí- vinnandi allan tímann þar á milli. Lífsbaráttan er ströng langt fram eftir aldri, en þegar um hægist, finnur Guðrún sér ný verkefni. Hún var gædd djúpri þörf til að hjálpa öllum, sem áttu bágt á einhvern hátt, og verða áreiðanlega seint talin þau skiptin, er hún rétti grönn- um sínum nær eða fjær hjálp- arhönd á hinn sama hljóðláta hátt og hún vann öll sin störf. Sókn til lífsþæginda og skemmt- ana var henni framandi, hún virtist aldrei muna eftir sjálfri sér en hafði unun af því að gleðja aðra. Og yndi var henni einnig að því að vinna úti í garðinum sínum, þar döfn- uðu tré, blóm og nytjagrös vel í klettaskjóli undir græðandi höndum hennar. í dag, þegar Guðrún Ólafs- dóttir er kvödd eftir langt og iðjusamt líf, sem áreiðanlega bjó henni margar stundir innri ham- ingju, þrátt fyrir þröng kjör og fábreytileik á ytra borði, miðað við það sem nú tíðkast, þá minn- ast hennar áreiðanlega margir með söknuði og þakklæti. í þeim hópi er sá er þessar línur ritar. Hann kom fyrst á heimili þeirra hjóna ungur drengur, gestur er átti ógleymanlegar stundir með frændum sínum í ævintýraheimi hrauns og skúta, og þegar heim kom biðu mildar móðurhendur eftir þreyttum hetjum. Hann kom þar margsinnis siðar, síðast fyrir skömmu á Mánastíginn, er hún var farin að heilsu Qg sjón, en þó döfnuðu blómin umhverf- is hana enn sem fyrr. Frá því er hann komst til nokkurs þroska hefur hún staðið honum fyrir hugarsjónum sem kona, er veitti lífi sinu innri fyllingu og hamingju með þvi að lifa í þágu annarra án umhugsunar um eig- in hag. Giiðmundur Arnlaugsson. í DAG fer fram frá Hafnairfjarð- arkirkju kveðjuathöfn og útför Guðrúraar Ólaísdótbur. Hún and- aðist í sjúkrahúsi í HaÆraairfirði þamm 10 þ. m., sjúk og sárþjáð eftir laragvarandi og erfiiðan sjúk- dóm. Guðrún Ólafsdóttir faeddist að Reykhólum í Hraumgerðislhreppi í Árnessýslu þamm 21. aprffl 1887. Foreildrair hemmiar voru Guðfiininia Guðmundsdóttir og Ólafur Jóras- son síðar húeradur um skeið á Stokkseyri. Guðrún fluttiist umg að árum til Hafraarfjairðar og þar bjuggu foreldrafr heramar síðustu æviárim allt frá árinu 1914 á friðsælu og fögru heimíli í mágrenmá heiim- kjmma foreldra mimmia og kyrnmit- ist ég því náið þeim ágætu hjón- um þó að aldursmumir væri meiri en hálf öld. Guðrún ÓlaÆsdóttir giftist Guð- laugi Helgasyni fiá Litlabæ á V atnsleysuströnd þamin 21. október Í911. Guðlaiuiguir vair maður af traiustu bergi brotiinin, velgefimm og hagur í orðum og störfuim. Hjónaband þeiirra Guð- rúraar og Guðlaugs var einlæglt og féll aildmei skuggi á saimbúð þeirra. Guðlaiuigur vax um áraitugi sjó- miaður í Hafnarfirði, edmflcum á togurum. En síðustu æviárim var hamm staTfsmiiaður í Raftaekja- verksmiðjunmi hf. í HafniairfirðL Haran aradaðist 31. miarz 1952, en var fæddur 22. febrúar 1887. Þeim hjórauim varð þriggja sooa auðið, einm. þeima dó í bamæsku. Tveir liÆa foreldra sáma. Friðjón verksmiiðjustjóri í Lýsi & Mjöfl ag Magraús úramiður og skart- gripasali í HafraarfirðL Þeir eru báðir kvæntir. Kooa Friðjóras er Hulda Ham'sdóttir og eiga þau sjö böro. Kona Magraús- ar er Lára Jórasdóttir og eiga þau fjóra drenigi. Á bem skuárum míinum í Hafn- arfirði á heimil'i foreldra miinoa auðoaðist mér að kynnast himum látnu heiðurshjónium, Guðrúnu og Guðlaugi og sonium þeimaL Þegar á fyrstu búskapanárum þeirra bjuggu þau í húsi for- eldra miirana og aiilangt þar til þau reisstu snoturt eimtoýiisihús á fögruim stað í uppbyggð Hafn- arfjarðar þar sem laradrýmii var rúmt. Allstór lóð fylgdi húsimu og var síðar ræiktuð fögirum blómum, trjágróðri og að sjálf- sögðu matjurtalbeðum. Þau störtf voru að mestu hjáverk húsfreyj- unnar, því að leogstum var hús- bóndiinn á sjónurn að draga björg í bú. Heimiili þeirra Guðrúnar og Guðlaugs bæði í samhýsi for- eldra miinina og í eigiin íbúð þeirra bar órækain vott um mjmidarbrag, snyrtknenmisiku og fegurð. Hver hlutur fágaður og öil umgengni aðdáuinairverð. Heimilislífið og samstaða fjöl- skylduinoar var fyriirmyod á öll- um sviðum, trúrækni og skyldu- rækni ávaillt í fyrirrúmi. Enda var Guðrún eimlæg í trú á æðn máttarvöld og fórnairstörf. Hún starfaði mikið að þeim hugðar- málum sínum, sem virkur þátt- taikandi um áratugi í K.F.U.K. og trúboðsfélögum. Það munu einraig fáar guð- þjónustur í H afnarfj arð arkirkj u hafa farið fraim án nærveru hennar, meðan heiflsa leyfði þótt aranríkt væri við heimiilisstörfin. á henniar eigin heimili og fyrir önraur heimili í veifciradaforföll- um. Mér er í ógleyimainflegu minni hjartanfliegar þakíkir okkar systkimanoa, sem þá voruim sex, till Guðrúnar Ólafsdóttur fyrir henoar alla einlægu fórmfýsi, alúð og aðstoð við móður okkar á erfiðuim veikiindadögum hemo- ar, og eigi síður við okkur systkiniin, sem hún reyndist á þeim stundum sönn móðir. Guðrún var aflltaf í góðu skapi, enda lurad hemoar glaðvær og gekk aíldrei úr jafnvægL Það var henoar aðailamierki aflla ævi, að rétta fram hendur hjálpræðiB, hjartagæzku og kærleifca, þegar hún vissii að eiiníhvar ætti um sárt að bimda, eða var særður við veginin. Ég og systur mínar seoda ætt- iragjum og ástvioum Guðrúnar Ólafsdóttur einlæga hluttekniingu og samúðarkveðjur. Heimkoma heoniar tifl. horfinraa ástvioa verður kærkomino fagin- aðarfuindur, þar sem birtau slær á gleðifund endiurmiinniniganina. Adolf Björnsson. Góða frænka. Ég ætla ekki að rekja þína ævisögu eða starfs- feril, það munu aðrir gera. Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að leiða hugann að liðnum áratugum allt frá því, er ég lítill snáði heimsótti þig á Merkurgötuna þá áttir líka litla snáða og fundum við þá strax til vináttu og kann svo að vera, að hin nána frændsemi hafi vald ið þar einhverju um. Siðar eftir, að þið fluttuzt 1 notalega húsið Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.