Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 31
Sundknattleikur: Ármann Reykja víkurmeistari ÁRMENNINGAR vörðu R*ykja- víkurmeistaratitil sinn í sund- knattleik er þeir sigruðu KR- inga í úrslitaleik í mótinu, sem fram fór í fyrrakvöld með 4 merkum gegn 3. Var leikur þessi mjög jafn og spennandi. 1 1. lotu skoruðu Ármenningar tvö mörk og bættu síðan þriðja markinu við í annarii lotu. 1 þriðju lotunni fóru KR-ingar að sækja sig að ráði og skoruðu þá tvö mörk, þannig að staðan var 3:2 fyrir Ármann. I fjórðu og síðustu lotunni var svo hart bar izt. KR-ingum tókst að jafna 3:3 og fengu síðan gullið tækifæri til þess að komast yfir, er dæmt var vitakast á Ármann. En skotið misheppnaðist og markvörður Ármenninga varði. Á lokamínútunum var svo dæmt víti á KR-inga, sem Ár- menningar skoruðu úr og tryggðu sér með því marki Reykjavíkurmeistaratitilinn. Nokkur óánægja er með það hjá sundknattleiksmönnum, að enn skuli vera dæmt hér eftir reglum sem gengu úr gildi fyr- ir tveimur árum. Finnst þeim vera orðin nokkuð löng bið eft- ir því að Sundsambandið gefi út hin nýju lög. Ar bæ j ar hlaup Fylkis að hefjast Mikil gróska í hinu unga félagi ÍÞRÓITAFÉLAGI® Fylkir í Reykjavík er nú að hefja Ár- bæjarhlaupið í annað sinn. í fyrra tóku um 300 ungmenni þátt í hlaupinu sem fram fór 6 sinnum. Búizt er við miklum þátttak- endafjölda í ár, enda eru veg- leg verðlaun í boði. Keppt verð ur í 9 aldursflokkum drengja og 9 aldursflokkum stúlkna. — Verðlaun verða veitt sigurveg aranum í hverjum aldursflokki, áritaður sílfurbikar. Bikar vinnst því aðeins til eignar að tekið sé þátt í fjórum af þeim 6 hlaupum sem fram fara, en fyrsta hlaup verður nk. sunnudag 21. febr. og hlaupið verður frá verzlunarmiðstöð Halla Þórarins við Lónsbraut. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að taka vel eftir auglýs mgum um keppnina. Mikil gróska er í Fylki, enda hefur aðstaða öll batnað mjög með tilkomu íþróttasalarins við Arbæjarskóla. Um 40 karlar og 90 konur stunda nú hressingar leikfimi á vegum félagsins, og má bæta víð nokkrum konum og einnig er áhugasömum körl- um bent á að enn er rúm fyrir þá í „old boys“-flokki Handknattleik og knattspyrnu æfa samtals hátt á fjórða hundr að ungmenni. Geta má þess að yngsti flokkurinn, 3. fl. kvenna skipar nú efsta sætið í sínum riðli í íslandsmótinu í hand- knattleik, sem fram fer um þessar mundir og eru Fylkis menn að vonum stoltir af sínum ungu liðsmönnum. Myndin var tekin er eitt Árbæjarhlaupanna var að hefjast í I deild kvenna: Ármenningar — Reykjavíkurmeistarar í sundknattleik 1971 KörfuknattLeikur: ÍR-STÚLKURNAR SIGRUÐU UMFS KR hefur forystuna 5 leikir í 2. deild um helgina STAÐAN í II. deild Islandsmóts- ins í handknattleik er nú þessi: KR 8 7 0 1 196:140 14 Ármann 7 6 0 1 142:113 12 Þróttur 8 4 0 4 129:143 8 Grótta 6 3 0 3 149:130 6 KA 6 3 0 3 137:132 6 Þór 6 1 0 5 122:152 2 Breiðablik 7 0 0 7 98:165 0 Fimm leikir verða i II. deild um helgina. Á Seltjarnamesi leika Grótta og Þróttur og á laug- ardaginn leika á Akureyri, Þór ög Ármann og KA og Breiða- blik og á sunnudagirm Þór og Breiðablik og KA og Ármann. Notið góða veðrið og TRIMMIÐ FVRSTI leikur í m.fl. kvenna í körfuknattleik, sem leikinn var, var leikur ÍR og UMFS. Þessi fyrsti leikur fslandsmóts- ins hjá stúlkunum bauð sannar lega upp á mikla spennu, og það var ekki fyrr en á síðustu sek. sem ljóst var að ÍR myndi sigra. Borgarnes-stúlkurnar byrjuðu leikinn mjög skemmtilega, og skoruðu fjögur fyrstu stig leiks ins. Þá fær ÍR fjögur vítakö-st, en aðeins tvö þeirra fara rétta leið og staðan er 4:2. Enn skor ar UMFS 6:2, en næstu sjö stig koma frá ÍR, og ÍR tekur for ustuna í fyrsta skipti 9:6. UMFS skorar næstu fjögur stig, og í hálfleik höfðu Borgarnesstúlkurn ar tvö stig yfir, 13:11. Framan af síðari hálfleik var leikurinn mjög jafn, og skiptust liðin á um að hafa forustuna. En um miðjan síðari hálfleikinn skorar UMFS 7 stig í röð og staðan breyttist úr 21:19 fyrir ÍR, í 26:21 fyrir UMFS. Héldu nú flestir að eftirleikurinn yxðl UMFS auðveldur, en ÍR stúlk- urnar sýndu mikið keppnisskap og tókst smá saman að saxa á forskotið. Jafnt var 28:28 og spennan í algleymingi þegar að eins voru eftir af leiknum um rúm mínúta þá skorar UMFS úr einu víti, en ÍR bætir tveimui stigum við, 30:29 fyrir ÍR. Þeg ar aðeins eru eftir örf/áar sek. fá Borgarnesstúlkurnar tvö víta skot, og með því að hitta úr þeim bfeðum hefði þeim tek- izt að sigra í leiknum, en skot- in geiguðu og ÍR sigraði með 30:29. Sannarlega spennandi leik ur og hefði sigurinn getað lent hvorum megin sem var. Langbezt í ÍR liðinu var Stef anía sem skoraði 13 stig, eða tæplega helming stiga ÍR. Þá voru þær Ásta og Lína sæmi- legar. í liði UMFS voru þær beztar Hulda og Guðrún. Hulda skoraði 7 stig, Guðrún 6 og Dóra 5. gk. Framstúlkur í forystu í»rír leikir um s.I. helgi FRAM heldur enn forystu í 1. deild kvenna í handknattleik og er eina liðið sem ekki hefur tap að leik til þessa. Á sunnudaginn unnu Framstúlkumar góðan sig ur yfir Ármanni 12:6, í fremur jöfnum leik, en aðalkeppinaut ar Fram um íslandsmeistaratitil inn, Valur, vann sinn leik ú móti UMFN með miklum yfir- burðum 18:7, og sýndu Vaisstúlk urnar sennilega þann bezta handknattleik sem sézt hefur í 1. deild kvenna í vetur. Þriðji leikurinn á sunnudaginn var svo milli Víkings og KR, og unnu Víkingsstúlkumar nauman sig- ur 9:8. KR-stúlkumar eru því í alvarlegri fallhættu, en ekki er ólíklcgt að þær fari nú að gera bragarbót, þar sem mikið virðist búa í liðínu. Á suinnudaginn náðu Fram- stúlkurnar þegar miklu forskoti í leik sínum við Ármann. Skor- urðu þær hvert markið á fætur öðru á upphafsmínútunum og má segja, að eftir 70 mínútna leik hafi sigurinn verið orðinn nokkuð tryggur. Ár- mannsstúlkunum tókst svo að þétta vörn sína, þegar leið á hálfleikinn, og við það breytt- ist staðan úr 7-1 í 9-4. Síðari hálfleikur var hins vegar mun jafnari, enda virtust Framstúlk urnar ekki leggja eins hart að sér þá. Þær skoruðu þó 5 mörk gegn 2 í hálfleiknum og sigr- uðu, sem fyrr segir, með 12 mörkum gegn 6. Valsstúlkurnar sýndu ágætan leik á móti UMFN, sérstaklega í síðari hálfleik, en þá lék Vals- liðið eins og í þá „gömlu, góðu daga“. Staðan í hálfl-eik var 5-2 fyrir Val, en í síðari hálfleik var nánast um einstefnu að ræða, og þótt UMFN-stúlkurnar berðust vel, endaði leikuiinn með stórsigri Vals, 18-7. Leikur Víkings og KR var svo jafnasti leikurinn, og mfetti eklci á milli sjá, þótt Víkings- stúlkurnar væru betri, og hefðu ætíð forystu. Staðan í hálfleik var 4-3 fyrir Viking. Sami barn ingurinn var í síðari hálfLeik, og í leikslok skildi aðeins eitt mark, 9-8. Var þessi leikur held ur tilþrifalítill, og hvorugt liðið náði að sýna raunverulega það sem í því býr. Þá fór fram ein-n leikur í II. deild kvenna fyrra laugardag. (6. febr.). Áttust þar við lið Breiðabliks og FH og sigraði það fyrrnefnda örugglega, 19-11. Staðan í I. deiid kvenna er nú þessi: Fram 6 6 0 0 68:36 12 st4g Valur 6 5 0 1 78:50 10 — yíkingur 6 3 0 3 48:53 6 — Ármann 6 3 0 3 57:70 6 — UMEN 6 1 0 5 43:64 2 — KR 6 0 0 6 45:66 0 — Erfið vallarskilyrði háðu skólamótinu SKÓLAMÓT KSl hófst um sl. helgi og voru leiknir alls fimm leikir, sem fóru fram á Háskóla- velli og Valsvellinum. Kaldrana- legt veður og mikil hálka á völl- unum háðu mjög allri keppni I leikjunum, og styrkleiki liðanna hvergi nærri greindur vegna hinna erfiðu aðstæðna. MA-nemendur komu flugleiðis á laugardagsmorgun og léku á laugardag gegn framhaldsdeild Lindargötuskólans og sigruðu MA-nemendurnir 2:0. Þeir léku svo á sunnudag við Menntaskól- ann í Hamrahlíð. Sá leikur varð að mörgu leyti hinn sögulegasti Völlurinn var glerháll, sem fyrr segir og var leikmönnum alger- lega um megn að fóta sig, og því mikið um byltur og runnu leikmenn fótskriður eftir vellin- um, sem enduðu oftast nær með byltu eða árekstri. Þannig var vítaspyi'na dæmd á MA i fyrri hálfleik, en markmaður varði, I þótt hált væri í markinu. Stuttu síðar skoruðu MA-piltarnir hjái MH og stóð 1:0 í leikhléi. Snemma í síðari hálfleik jafn- aði MH og lauk eðlilegum leik- tíma 1:1. Þá var framlengt. 1 framlengingunni sem er 2x5, tókst MH að skora og lauk þann ig leiknum 2:1 fyrir Hamrahlíð- arskólann. MA-piltarnir eru þó ekki úr keppninni, því lið er ekki úr fyrr en eftir tvo tapleiki. Aðrir leikir í skóiamótinu fóru sem hér segir: Iðnskólinn — Stýrimannaskólinn 5:0 Tækniskólinn — Verzlunarskól- inn 1:2 Gagnfræðaskóli Austurbæjar — Háskólinn 1:2 Kennaraskólinn — Vélskólinn 10:1 Hið nýstofnaða Knattspyrnu- dómarasamband íslands sá ura dómara á leiki skólamótsins er sú þjónusta sambandsins vel i þegin af hlutaðeigendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.