Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 24
24 MQRGUNBLADH), FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1971 Endurskoðun Ungur maður með próf frá Verzlunarskóla Islands eða Sam- vinnuskólanum, óskast í endurskoðunarskrifstofu. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 23. þ. m„ mefkt: „Framtíð — 6869". HERRANÓTT 1971 Nemendur Menntaskólans í Reykjavík sýna Draum á Jóns- messunótt í Háskólabíói. Frtimsýning: Laugardag klukkan 8.30. Uppselt. önnur sýning: Sunnudag klukkan 8.30. Þriðja sýning: Föstudaginn 26. khikkan 8.30. Miðar seldir hjá Eymundsson og i Háskólabiói. Félag landeigenda í Selási FUNDARBOÐ Aðalfundur Félags landeigenda í Selási verður haldínn sunnudaginn 21. febrúar 1971 klukkan 14, að FFeyjugötu 27, 2. haeð. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel á fundinum, þar sem gerð verður grein fyrir hvar máfin standa. Stjóm Félags landeigenda i Selási. SKIPSTJÓRAR - ÚTGERÐARMENN 12" Loðnubarki 12" og 8" dæluslanga. Vsentanlegir 6" barkar fyrir blóðvatn frá skiljara. un/iat r9^/)^elWjon h.f. Suðurlandsbraot 16 - Reykjavik - Simnefni: »Volver< - Simi 35200 FELAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kópavogur Kópavogur Árshátíð Arshátíð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin laugardaginn 20. febrúar n.k. i Félagsheimilinu, efri sal. Jafn- framt verður minnzt 20 ára afmaelis Sjálfstæðisfélags Kópa- vogs. Árshátiðin hefst kl. 20.00. Dagskrá: Borðhald. Skemmtiatriði. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraut í dag og á morgun (miðvikudag og fimmtudag) kl. 5—7. Simi 40708. Sjálfstæðisfólk í Kópavogi er hvatt til þess að fjölmenna og taka með sér gesti. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags- og fulltrúaráðs Mýrarsýslu verður haldinn að Hótel Borgarne3Í mánudaginn 22. febrúar kl. 21.00. A dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa á landsfund. Siáffstæðismenn fjölmennið. STJÖRNIRNAR. Sigrún Elínborg Guó- jónsdóttir — Minning mikið fagnaðarefni að hitta þá og verða þeim samferða nokk- urn spöl, sem sífellt strá blóm- um í götu samferðamannanna, sem stöðugt eiga tn gleði og hugrekki til að berjast móti stormum og hretviðrum lífsins, og láta aldrei hugfallast. Þegar ég minnist Elinborgar Guðjónsdóttur kemur mér fyrst í hug seigla hennar og þrek, þrátt fyrir margra ára sjúk- dómsbaráttu. Þolinmæði og gleði, þó hvert áfallið ræki ann að. Hún kvartaði aldrei, en tók öllum erfiðleikum með ró og gat brosað þegar öðrum hefði þótt fokið í skjólin. Ekki verður rakin hér ævi- saga hennar, en fædd var hún þann 7. október 1904 að Landa- koti í Miðneshreppi og var þar til 4ra ára aldurs er hún fluttist með foreldrum sínum að Syðsta koti í sömu sveit. Ólst hún þar upp í foreldrahúsum tii 18 ára aldurs. Ég kynntist Elínborgu um 1954 við þáttaskil í Ufi hennar, þegar hún giftist eftir- lifandi eiginmanni sínum Ein- ari G. Lárussyni. Þá hafði hún um margra ára skeið barizt við þann óvin, sem marga lagði að velli á þeim árum, hvita dauð- ann. Og enn átti hún eftir að heyja margar orrustur, þar sem tvísýnt var um leikslok. En þar kom að sigur vannst, þó mikil og djöp ör hafi hún borið frá þeirri viðureign. En þegar baráttunni við sjúk dóminn lauk sýndi hún enn ó- venjulegt þrek. Þá tók starfið við. Þau hjónin ráku lítið íyrir- tæki, sem hún starfaði við af elju og þrautseigju. Og þar var tekizt á við ýmsa erfiðlleika, sem mörgum hefðu reynzt æði þungir í skauti. En ekkert virt ist raska ró hennar. Hún gat boðið öllum erfiðleikum byrg- inn. Og nú að leiðarlokum, þegar ég kveð Elínborgu, minnist ég margs frá liðnum árum. Ég minnist hógværðar hennar og prúðmennsku. Ég minnist hlýjunnar í brosi hennar og handtaksins þegar okkur, fjöl- skylduna bar að garði á heimill hennar. Og ekki var umstangið talið eftir, sem leiddi af gesta komunni, allt það bezta fram borið af mikilli rausn og gleðl. Fyrir allt þetta vil ég og fjöl skylda mín þakka og alla henn ar tryggð og vináttu. Ást henn ar og umhyggja fyrir fjölskyldu sinni og ekki sízt sonarbörnun um sýndi fórnfýsi hennar. Ég votta eiginmanni hennar, syni, tengdadóttur og börtnunum mína innilegustu samúð. En það er gott að kveðja og eiga minn- ingar um vin, þar sem kærleik- urinn hefur verið gagnkvæmur, þar sem enga skugga hefur hor- ið á sambúðina. Blessuð sé minning hennar. Magnús K. Jónsson. — Minning - Guðrún 1 dag verður borin til hinztn hvíldar frú Sigrún Elinborg Guðjónsdóttir, Nýhýlavegi 27, Kópavogi. Andaðist hún þ. 10. febrúar sj. eftir stutta legu, á 67. aldursári. Frú Elinborg var hæglát dugnaðarkona, og bar frá henni hlýja elskusemi til samferða- mannanna á lífsleiðinni. Hún hafði kynnzt sjúkdómi og erfið- leikum allt frá barnæsku, en eig ið sjúkdómsstrið bar hún af stakri ró og æðraðist aldrei. Var hún sístarfandi þótt þjáð væri oftlega. Hafði hún á ungum aldri tekið berklaleiki, og heyði hún áratuga langa og oft tvísýna baráttu við þann sjúk- dóm, þar til hún gekkst undir mikla lungnaaðgerð í Dan- xnörku árið 1953 og náði þá sæmilegri heilsu um hrið. Vann hún hin síðari árin við sauma- skap hjá fyrirtæki sonar síns, Kristjáns Kristjánssonar, og tengdadóttur, Erlu Wigelund, Verðlistanum í Fteykjavík. Milli tengdamæðgnanna og mæðgin- anna voru miklir kærleikar og daglegt samband milli heimil- anna. Voru barnabömin henni mikill gleðigjafi. Elinborg fæddist að Landako-ti, Miðnesi, þ. 7.10. 1904, og voru foreldrar hennar Þorbjörg Benónýsdóttir, sem ættuð var frá Ormskoti undir Eyjaf jöllum, og Guðjón Þorkelsson útvegs- bóndi frá Miðkoti, Landeyjum. Ólst hún upp hjá foreldrum sín- um að Syðsta-koti, Miðnesi í stór um systkinahóp. Bernskuheimilið fór ekki var- hluta af sorgum og erfiðleikum lífsins, því 5 systkinanna dóu á ungum aldri. Um tvítugt fór Elínborg að heiman og stundaði algeng störf, m.a. að Ferstiklu og i Viðey. Kynntist hún á þeim árum ungum efnismanni, Kristjáni Karli Kristjánssyni frá Álfsnesi, en þau staðfestu ekki ráð sitt. Eignuðust þau son, Kristján, einkabarn móður sinn- ar. Elínborg var tvígift. Fyrri maður hennar var Eiríkur Karl Eiríksson, rafvirkjameistari frá Stokkseyri, en þau slitu samvist um árið 1950. Síðari maður hennar, Einar G. Lárusson verzlunarmaður lifir konu sina. Giftust þau árið 1954 og voru mjög samhent. Stofnuðu þau ár- ið 1960 Fataverksmiðjuna Signu og ráku hana saman í átta ár. Mikill harmur er nú kveðinn að eiginmanni, syni, tengdadótt- ur og barnabörnum. Eiga þau á bak að sjá sérstæðri konu, sem ávalit hugsaði meira um annarra hag en eigin. Hógværð og lítil- læti einkenndi hugarfar hennar og var hún þvi einkar ljúf í við- móti við alla menn. Lífssaga hennar var lífsbarátta, erfiðari á stundum en margan grunaði. En hún naut líka kærleika sinna wánustu og þakkaði lífs- lán sitt meir en hún teldi harma tölur, er þrautir þjökuðu hana. Vinnan var henni bæði skylda og athvarf. Skilur hún eftir sig ijúfar minningar um mæta konu. Guð blessi minningu hennar. Þórir Kr. Þórðarson. ÞEGAR við horfum eftir vinum okkar og vandamönnum yfir iandamærin miklu, verða við- brögð okkar oft í ósamræmi við trú okkar og skoðanir, því að flestir trúa því að betra og fullkomnara líf taki við að jarð lífinu loknu. En í staðinn fyrir að gleðjast og fagna yfir sigri þess, sem farinn er, fyllist hug ur okkar trega og söknuði, og sorgartárin blinda augun, jafn- vel svo að við njótum ekki gleð innar, sem minningin um horf- inn ástvin gæti fært okkur. „Að heilsast og kveðjast, það er lifsins saga“. Mannsævin er ekki löng, og þegar við lítum til baka, finnst okkur samfylgd in ótrúlega stutt við vinina, sem eru horfnir úr samfélaginu. En minningarnar vars og þá er það Framhald af bls. 22. ykkar að Hverfisgötu 19 urðu heimsóknirnar fleiri og ekki ósjaldan gist. Það voru miklar ánægjustundir. Annars vegar frjáls útivist með frændunum við könnun á margbreytilegu ósnortnu hrauninu, sem var að- eins í seilingar fjarlægð frá heimilinu eða gengið um götur og skoðað í búðarglugga eða gengið um götur og skoðað i búðarglugga eða verið að leikj- (um. Á vegi manns urðu þá kannski aðrir strákahópar, sem gjarnan þurfa að gefa okkur auga, þvi að Reykjavíkurstrák- ar voru ekki vel séðir í Hafn- arfirði á þeim árum. Mátti þá finna, að maður naut friðar hjá þessum strákum vegna drengj- anna frá Hverfisgötu 19. Ungir sem gamlir báru virðingu fyrir því heimili. Það fór um mann notaleg sælutilfinning í þessu húsi þegar húsbóndinn, Guð- laugur móðurbróðir, dyttaði að ýmsu utanhúss og innan, til- reiddi eldivið, hagræddi fisk- spyrðunum eða gerði fiskherzl- unni til góða með sínum nær- færnu sjómannshöndum, þótt hrjúfar sýndust á yfirborðinu. Hann fræddi mann jafnframt um margvislegustu hluti, áður ókunna, því hann var fróður vel. Guðrún föðursystir eða „Gunna frænka“ eins og við kölluðum hana, sem alltaf gekk að húsmóðurstöríunum með þeirri ró og verklagni, að mað- ur varð þeirra tæpast var. Allt- af hafði hún nógan tíma til þess að sinna drengjunum sínum, við hvers konar kvabbi og spuming um og ekki fórum við frænd- systkinin varhluta af nærfærni hennar og hlýleika, þegar við vorum á ferðinni. Og alltaf átti hún afgangsstundir til þess að fræða mann um eitt og annað og ekki var lakara, ef maður sýndi einhvern áhuga fyrir að skoða garðinn hennar, garðinn i góðu skjóli undir hraunhóln- um, þar sem hún sáði, plantaði og hlúði að margvislegum gróðri og svo uxu margs konar viiitar smáplöntur hér og þar um hól- inn. Þetta var hennar unaðsreit- ur, fyllti sálina lotningu íyrir almættinu. Eins og flestar sjó- mannskonur þurfti hún að stýra búi langtímum saman, þegar Guðlaugur frændi var á sjónum og fórst það vel úr hendi sem önnur störf. En hún hafði fleira fyrir stafni, enda þótt hljótt færi. Væri einhvers staðar hjálparþörf var hún ávalit boðin og búin til þess að leggja eitthvað af mörkum. Þær voru ótaldar ferðirnar og ómældur tíminn, sem hún varði til hjálp- ar og huggunar þeim, sem erfitt áttu. Mörg nóttin var lögð við erilsaman dag til þess að vaka yfir sjúkum, þegar aðrir lögðust til náða. Þessi störf voru unnin á svo kyrrlátan hátt, að oft á tíðum höfðu aðeins þeir nánustu hugmynd um þau. Hin mikla og einlæga trú, sem hún bar í brjósti sér, gerði henni þetta starf svo sjálfsagt og auðvelt. Kirkjan og trúarsöfnuðir íóru heldur ekki varhluta ^f einlægu og fómfúsu starfi henn ar. Þar sem annars staðar var hún ávallt boðin til starfa á sinn kyrrláta hátt. Hið mikla trúartraust gerði henni iífMJ léttara, þegar á móti blés, en til vitnis um hið einstaka æðruleysi hennar voru hinir dimmu dagar, þegar sjónin hafði bilað á gam- als aldri. Samt hélt hún áfram að bjargast á eigin spýtur og jafnvel veita öðrum hjálp. Hún gat ekki hugsað sér að íþyngja eða tefja fyrir öðrum. En svo dásamlega tókst til um skurðað- gerð, að hún öðlaðist bæriiega sión aftur, sjón, sem nægði henni til allra nauðsynlegra starfa til dauðadags og rættist bvi sú einlæea ósk hennar að vera siálfri sér nóg og geta veitt öðrum aðstoð allt til síðustn stundar. Vertu sæl góða frænka og þakka þér fyrir allar góðu og nví*i”-M-Uii <!tiind’rnar f næj* nni. GnlIWn fjnðmnmlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.