Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.02.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1971 • • 17 • • Kannski hann hafi haft svo vel upp úr þeim, að honum hefur fundizt fjölskyldan ætti að njóta einhvers af ábatanum. — Samkvæmt minni reynslu líkist þetta nú ekki nein- um kaupmanns-hugsunarhætti, sagði Appleyard efablandinn. — En annars skiptir það engu máli. En næst komum við að öðru, Horning: Hvar geymdi Caleb skothylkin sin? Er nokkurt vopnaherbergi í húsinu. — >að var það, en nú er búið að tæma það gjörsamlega, fyrir Ueiilumotur Smurt brnufl og Snittur SlLD 8 FISKUR löngu. Hr. Caleb geymdi skot- hylkin sín í svefnherberginu. — Hve mörg herbergi í hús- inu eru enn með húsgögnum? Horning hristi höfuðið, dapur á svip. — Mjög fá. Aðeins þau allra-nauðsynlegustu. Það er nú bókastofan,' sem þið komuð í í gær. Svo er svefnherbergi hr. Símonar þar við hliðina en var áður morgunstofa. Hann kemst ekki upp eða niður stiga, svo að hann verður að hafa svefnherb- ergi á jarðhæðinni. Uppi er svo herbergi hr. Calebs og annað, sem hr. Benjamín hefur þegar hann er heima. Og svo uppi yfir er herbergið, sem við hjón- in höfum. Að öðru leyti er hús- ið galtómt, eins og þið sjá- ið hérna. Það var mikill söknuður i rödd gamla mannsins, er hann minntist þannig niðurlægingar FarningcoteklausturSins, og Jimmy vorkenndi honum inni- lega. — Hve lengi hafið þér verið hjá fjölskyldunni, Horning? spurði hann. — Það eru nú fimmtíu ár og meira þó, svaraði brytinn. Ég kom hér sem vikgdrengur á dög- um hr. Malakíasar. Og konan mín kom sem aðstoðar-bam- fóstra, nokkrum árum seinna. Þannig hittumst við. Þér verðið að afsaka, hvernig hún læt- ur, en hún er írsk og getur ekki að þessu gert. — Það er víst þess vegna, að hún veinar eins og fordæmd sál. Gott og vel, Horning, vísaðu nú okkur á herbergi Calebs. Horning fór með þá eft- ir nokkrum bergmálandi göng- um, allt þangað til þeir komu í forsalinn. Þaðan lá breiður stigi upp á svalir uppi yfir. — Það er víst bezt, að ég fari á undan, herrar mínir, sagði Horning afsakandi. — Það er þurrafúi í íumum tröppunum, svo að þær geta verið dálítið hættulegar. En ef þið komið á eftir mér er. öllu óhætt. Þeir gengu nú upp i halarófu og brakaði í hverri tröppu undir fótum þeirra. Horning fór með þá í stórt herbergi, beint uppi yfir bókastofunni. — Þetta var svefnherbergið hans hr. Cal- ebs, sagði hann. Þeir voru nú orðnir svo vanir allri þessari hrörnun, sem alls- staðar blasti þarna við, að þetta herbergi var ekki eins slæmt og þeir höfðu búizt við. Hér og þar voru leppar af gólfdúk af ýmsu tagi, svo að ber gólfborðin voru ekki eins tilbreytingarlaus fyrir bragðið. Húsgögnin voru járn- rúm, einföld dragkista, sem notuð var sem snyrtiborð og nokkrir hrörlegir stólar af ýmsu tagi. I einu horninu var þvottagrind úr járni en í vegginn voru reknir allmargir naglar og á þeim héngu ýmiskonar flíkur. Á drag- kistunni var spegill i tréumgerð, en við hliðina á henni var fer- kantaður trékassi með miða á, þar sem á var letrað: „Harris & Bayley — Nimrod-skothylki." Appleyard gekk að kassanum og opnaði hann. — Hér eru enn nokkur skothylki eftir, sagði hann. — Vissirðu til þess, að hr. Caleb ætti nokkur önnur en þessi ? — Þau hlýtur hann að hafa átt, því að þetta var ekki sú tegund, sem hann notaði venju- lega. Ég held þessar hljóti að vera af þeim, sem hann fékk sendar fyrir um það bil mánuði. — Hver sendi honum þær? — Það hef ég enga hugmynd um. En ég man, að hann Mow- bray, sendibílstjórinn frá Lyden- bridge kom með þau. — Jæja, við skulum sjá, hvort við finnum nokkrar fleiri, sagði Appleyard. Hann leitaði síðan i skúffunum og rakst von bráðar á samskonar öskju, en sú bar áletrunina: „Jacksons Popinjay". Og er hann opnaði þessa öskju, sá hann, að hún var um það bil hálffull. — Hvers vegna lauk hr. Caleb Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú úefur ætlað þér um of. Sjálfstraust er gott, en bczt í hófi. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Óbilgirni þín er umbverfi þínu hvimleið. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Nú fer þér að verða ljóst að fuil ástæða er fyrir þig að taha þér smáhvíld frá störfum, Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Gagnrýni á eigin gerðir er ekki þín stcrka hlið, Endurskoðaðu málið ofan í kjölinn. Ljónið, 23. júli — 22. ágúst. Óþarft að líta aUtaf döprum augum á tilveruna. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. I>að verður þreytandi til lengdar að ætlast tú alls af öðrum — sérstaklega fyrir þá. Vogin, 23. september — 22. október. Vafasamt að þú grípir gullið tækifæri sem þér býðst. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú þarft að einbeita þér vel við störfin f dag. Bogmaðurinn, 22. nnvember — 21. desember. Heilsurækt er ekki þín sterka hlið. Ekki of seint að bæta ifcr þvi. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Farðu gætilega með þig f dag og vertu ekki mikið á ferli. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þér veitir ekki af að draga úr dugnaði og hlífa þér við crfiðis vinnu. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Beyndu að vera samvinnuþýður bæði á heimili og vinnustað f dag. ekki úr þessari öskju áður en hann byrjaði á annarri? sagði hann. — Ég held ég geti gert grein fyrir þvi, svaraði Horning. — Nimrod-skotin eru dálítið sérstök og hr. Caleb mundi hafa geymt sér þau þangað til akur- hænutiminn byrjaði, en það var í gær. Popinjay, sem hann notar mest, eru miklu ódýrari, svo að hann lét þau duga á kanínurnar. Og að þvi er ég bezt veit hefur hann ekki tekið fram beztu byss- una sína fyrr en í gær. — Svo hann á aðra byssu? — Já, hann á aðra byssu óvandaðri. Hún stendur þarna úti í horni. Jimmy tók byssuna og athug- aði hana. Hún var miklu óvand- aðri en hin, sem hann hafði fund- ið úti í móanum. En hún virtist samt vera í fullkomlega góðu ástandi og hafði verið hreinsuð og smurð, eftir að hún var not- uð síðast. — Eru nokkrar fleiri byssur hér i húsinu? spurði Jimmy. Horning hristi höfuðið. — Ekki lengur, svaraði hann. — Þær hafa allar verið seldar nema þessar tvær hans Calebs. Þegai’ Benjamín kom heim, léði Caleb honum aðra hvora sína. Appleyard, sem stóð enn við Dragkistuna, tók aftur upp Nim- rod-öskjuna. Þessi var með fimmtíu hylkjum, þegar hún var full, sagði hann. .— Það gæti ver- Flauels-gallabuxur fyrir dömur Khaki-frakkar Khaki-föt Stór fatasending frá Englandi Vesti Leðurfatnaður Bezta beltaúrval landsins TlZKUVERZLUNIN ADAM VESTURVERI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.