Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÖIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 4 VFhwm BILALEIGA HVERFISGCÍTU 103 YW Sendrferðabifreið - VW 5 mamra-YW svífnvapi YW 9maDna-Landrover 7maana LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bildleigan AKBBAUT ccrr rental scrvice r * 8-23-ár sendimt Gamla krónan i fullu verógildi BÓKA- MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEHVIUM E íbúð óskast til kaups Hefi verið beðinn að útvega 3ja herbergja íbúð (ekki í kjallara) í nýju eða nýtegu húsi á góðum stað í eða við borgina. Halldór Matthíasson Sími 13685. Fanð til Danmerkur á VORDINCBORC Husholdningsskole 4760 Vordingborg. Tlf. (03) 770275, um H tíma ferð frá Kaupmannahöfn. Alhliða og hag- kvæm tílsögn. Nýtízku matar- gerð. Rikisviðurkenndur skófi. 5 mán. námskeið f. nóv. & maí. Skólaskrá sendist. Ellen Myrdahl Sölusýning í dag Seljum meðal annars: Austin Gipsy, dísilhreyfil'l, '66 Gas, árgerð '57, dísMhreyMI, með góðu húsi Opel Rekord, árgerð '65 Trader, árgerð '63, 7 tonna vöru- bifreið Land-Rover, árgerð ’68, bensín- hreyfifl, ekinn 44 þ. km Volkswagen, flestar árgerðir. Bifreiðasalan Borgartúni 1. símar 19615, 18085. 0 Deilt á Bridgefélag Reykjavíkur Jón Magrnússon skrifar: „Mál málanna í bridge í Reykjavík nú er Islands- og Reykjavíkurmót og öU fram- kvæmd þeirra og undirþúning- ur, sem iýsir svo mikilli frekju og yfirgangssemi, að slíks munu varla finnast dæmi inn- an félagssambanda, og er þá mikið sagt. Á síðasta ársþingi B.S.l. voru samþykktar nýjar reglur fyrir íslandsmót; skyldi háð undankeppni í landsfjórð- ungum (eða kjördæmum) og ein slík í Reykjavík. Nú höfum við, sem þessa íþrótt stundum, beðið með eftirvæntingu eftir þessari keppni, — en hvað gerist? íslandsmót er auglýst með Reykjavíkurmóti, og skulu þau sameinuð. Þegar íslands- mót var síðast haldið, var til- kynnt, að breytinga væri von, og til engra réttinda væri að vinna. En á síðasta Reykjavik- urmóti var spilað í flokkum, og vann ég þar rétt ásamt minni sveit til þátttöku í efsta flokki veturinn 1970-71, sem sagt núna. En hvað gerist? Fulltrúi B.R. í Reykjavíkurdeild, sem aðeins er framkvæmdafull- trúi, auglýsir Reykjavíkur- og íslandsmót saman, án þess að hafa til þess heimild. Þessi breyting hefur ekki verið sam- þykkt hjá stjórnum félaganna sameiginlega, aðeins rædd í kaffitíma á bridgekvöldi af fulltrúum, sem aðeins eru framkvæmdaaðilar og ekki í stjórnum félaganna. Þó var а. m.k. einn fulltrúi eins félags- ins á móti. Þetta áiit ég vís- vitandi svik, að láta mann spila heila keppni um rétt til þátttöku í meistaraflokki árið eftir, en síðan er rétturinn fyr- irvaralaust tekinn af honum og flokkamir felldir niður. Ég lýsi þessu móti algjörlega ólög- legu. Ritstjóri Bridgeþáttar Vísis geysist fram á vigvöllinn í Visi б. febrúar með stóryrði og er mjög undrandi yfir lélegri þátttöku, sem hann álítur, að sé vegna lævíss undirróðurs annarlegra afla, eins og hann orðar það. Ég get upp- lýst þessa háu herra um þaS, að til þess að hægt sé að halda mót eða keppni, þá þarf fjöld- ann og aftur fjöldann. Menn verða fljótt leiðir á því að spila við sjálfa sig, eins og kemur fram í „ergelsis“-grein- inni í Vísi. Það er ekki nóg til lengdar að vera frekur og sýna yfirgang, eins og komið hefur fram varðandi þetta mót, svo og t.d firmakeppnina og síð- asta ársþing. Það þarf að hafa spilarana með, t.d. var stærsta bridgefélag í Reykjavík al- gjörlega á móti breytingum þessum. Enda álít ég þetta bezta svarið, að taka ekki þátt í svona skrípaleik. Hugsið ykkur, aðeins átta sveitir í Reykjavíkur- og Islandsmóti hér í Reykjavík, sem sagt fjór- ar i hvoru, þar af ein sveit núverandi Islandsmeistara, sem spilar, án þess að þurfa þess. Samkvæmt nýju reglun- um um íslandsmót skulu Is- landsmót skulu íslandsmeistar- ar fá að verja titil sinn og ganga beint inn í undanúrslit. Þá vaknar sú spurning, hvort umrædd sveit hafi ekki með þátttöku þessari afsaiað sér réttinum. Ef hún yrði t.d. I 3.-4. sæti, en tvær kæm- ust áfram, fengi hún samt rétt? Enn eitt dæmið um algjöran skrípaleik. Þetta yrði álika og í síðustu undankeppni fyr- ir val á landsliði, þar sem 12 efstu pör skyldu spila til úr- slita, en par nr. 18, (% par) komst samt áfram, sem eitt af þessum 12. Ég held, að félagar i B.R. ættu að athuga sinn gang á næsta aðalfundi félagsins, þeg- ar þeir kjósa stjórn og full- trúa, því að með sama áfram- haldi gæti farið svo, að B.R. yrði eitt eftir í sambandinu, og þá færi nú að fækka í Islands- og Reykjavíkurmótum. Mig langar að minnast á smáatriði, sem kannski er ekki svo smátt, þegar allt kemur til alls. Hvernig stendur á því, að B.R. fékk eitt að sjá um firma- keppnina? Hvaða tök hef- ur það á stjórn B.S.I., að hún skuli leyfa sér þvílíkt? Er það satt, að formaður B.R. hafi tekið að sér að kalla saman formannafund félaganna, en ekki fengið húsnæði (þeir eru 4), og hafi síðan tekið það sjálft að sér? En því mið- ur höfðu þeir ekki nógu marga spilara, svo að eitthvað mun hafa orðið útundan af firmum, sem ekki var spilað fyrir. Slíkt er eðlilegt, þar sem lítið félag á i hlut. 12 sveitir í aðalkeppni félagsins. Hvemig stóð á því, að fulltrúi T.B.K. í stjórn B.S.1. vissi ekki um þessa firmakeppni 4 dögum áður en hún hófst, — er slíkt mál ekki rætt í stjórn B.S.I.? Ég ræddi við hann, og var þá ekk- ert farið að ákveða innan stjórnarinnar, en þó var verið að undirbúa keppnina. Hvem- ig má slíkt verða? Firmakeppn- in hefur verið lyftistöng fyrir önnur félög líka, því að sam- kvæmt lögum B.S.Í. fá félög- in 35% fyrir það að innheimta og útvega firmu. Hvaða rétt hefur stjórn B.S.l. til þess að afhenda einu félagi slikar tekjur, jafnvel þó að umrætt félag hafi notað það til þess að greiða skuldir sínar við sambandið? Nú, þegar ég skrifa þessar línur, þá hefur ritstjóri Bridge þáttar Vísis látið ljós sitt skína á ný vegna lélegrar þátttöku í umræddu móti. Ég er ekki í stjórn félags míns, hef aðeins hlustað á það, sem sagt hefur verið. Þó veit ég, að margt í umræddri grein er útúrsnúningur og ósannindi, t.d., að íulltrúar T.B.K. hafi verið á móti undankeppni í íslandsmóti. Þeir voru á móti öllum núverandi breytingum á mótinu. Það kom aldrei til um- ræðu eftir samþykkt á regl- unum. Ég var sjálfur á þing- inu. Það er von, að félagar B.R. séu ergilegir; þeir áttu sjálfir upptökin að allri þess- ari vitleysu með formanninn í broddi fylkingar, — það er sárt að koma ekki nema 1—2 sveit- um i undanúrslit í íslandsmót, þegar það lá beint við, að B.R. fengi 1 sveit í hvem riðil, og jafnvel ynni þá alla, og gæti þar með fengið flestar sveitim- ar í úrslitin. AS endingu langar mig að minnast eins atriðis, sem gerð ist á næstsíðasta sambands- þingi. Forsaga þessa máls er sú, að fyrir nokkrum árum var stofnaður meistarastigs- sjóður. Skyldu félögin borga í hann af keppnismótum sinum, og var haldin skrá yfir þau, sem borgað var af. Það voru komnar um 48 þús. kr., þegar hér er komið sögu, Kemur þá ekki í ljós, að sjóðurinn er tóm- ur, og hafði féð verið notað til styrktar landsliði. Landsliðs- menn voru ekki lengi að ráða fram úr þeim vanda, báru'upp þá tillögu að afhenda B.S.l. sjóðinn til eignar, og fulltrúar samþykktu, án þess að hafa til þess heimUd. Þetta var fé, sem félögin áttu, og þennan sjóð gátu aðeins aðalfundir félag- anna gefið. Ég vil að lokum taka það fram, að ég ætla ekki að standa í skrifum um þessi mál. Mig langar aðeins að skýra málin frá sjónarmiði þátttakanda í bridgekeppnimótum, sem ekki er í stjórn í neinu félagi. Mér er illa við allan klikuskap og yfirgang og óska einskis frek- ar en að fá að spila við góða andstæðinga, sem geta bæði tapað og unnið. Jón Magnússon." @ Merking minka og sjónvarpsfréttin mikla Jón Helgason skrifar; „Kæri Velvakandi! Fyrir nokkru birtir þú fyrir- spurn frá alnafna mínum á Skólavörðustíg 21 A: „Hvers vegna eru minkarnir ekki merktir og tölusettir?" Sé hægt að gera það, og sé það talið nauðsynlegt, er hægt að ákveða það í reglugerð eða á annan einfaldan hátt. Auð- vitað á hið háa Alþingi ekki að þurfa að ómaka sig í svona máli, — nema einhver þing- manna haldi, að hann geti slegið sér upp á billegan hátt, — þá er auðvitað ekki hægt að banna honum það. En þvi skrifa ég þetta bréf, að mér datt ekki í hug, að það hefði getað fram hjá neinum sjónvarpsnotanda, að aðalfor- maður kommúnistabandalags ins, sem vinnur við blað í næsta húsi fyrir neðan Jón, flutti tillögu um þetta mál á sjálfu Alþingi Islendinga. Minna mátti nú ekki gagn gera, en uppástunga í dálkum Vel- vakanda er að sjálfsögðu betur við hæfi og gerir líklega meira gagn. Þar með er mað- urinn kominn í flokk þeirra, sem hann kallaði hér áður minka- og rjúpnaþingmenn og hæddist löngum að. Sjónvarp- ið sá auðvitað (án utanaðkom- andi aðstoðar?), hve gagn- merk frétt var hér á ferð, eins og vant er, þegar þessi maður á í hlut. Vel og vandlega var skýrt frá stórtíðindunum í fréttatíma og fína myndin af framsögumanninum (þar sem hann er með Jóns-Sigurðsson- ar-stælana) dregin fram handa okkur til að dást að (er hún ekki farin að sjást?). — En það ber náttúrlega að þakka, hve stjórnendur sjónvarpsins hafa næman skilning á mannlegri hégóma- gimd og sjálfspersónudýrkun — eða er kannski etnhver öanur skýring til á málinu? Jón Hdgason." g Ráðning útvarpsfólks „Athugnll" spyr, hvemig ráðning starfskrafta Rikis- útvarpsins fari raunverulega fram, svo sem hvort skylda sé að auglýsa lausar stöður, hvort hægt sé að búa til nýjar stöður án lagaheimildar, og hver ráði endanlega i stöður. Hver ráðl I nýja „þætti“, og hver hafi t.d. ráðið hina nýju „frétta- fréttamenn" hljóðvarpsins er- lendis og nýtt starfslið sjón- varpsins — menntamálaráð- herra, ráðuneytisstjóri mennta málaráðuneytisins, útvarpsráð, einstakir útvarpsráðsmenn, útvarpsstjóri eða fréttastofu- stjórarnir eða hvort einn þess- ara aðila ráði skv. ábending- um annarra aðila. Ennfremur spyr bréfritari, hvaða kröfur séu gerðar til umsækjenda og hver meti hæfni þeirra. — Bréf „Athuguls" er of langt til þess að birtast, en þar að auki er margt í því þess eðlis, að Velvakandi vill ekki birta það nema fullt nafn bréf- ritara megi fylgja. — En fróð- legt væri vegna þessa og ann- arra bréfa, sem bíða birtingar, að fá glöggar upplýsingar um stöðuráðningar hjá þessarl stofnun allrar þjóðarinnar. 0 Geirfugl og Ástralíufarar Steinunn Sæm11ndsdóttir skrifar: „1 janúar fór forsætisráð- herra, Jóhann Hafstein, þess á leit við íslenzku þjóðina, að hún veitti aðstoð islenzkri fjölskyldu, sem illa var stödd í Ástralíu og vildi komast heim og þyrfti á hjálp að halda. Ég hefi verið furðu lostin yfir því, hvað fólk hefur brugðizt seint við að veita nægilega hjálp til handa þessari bágstöddu fjöl- skyldu. Ekki sízt finnst mér það mannúðarleysi og lítiil skilningur, hve illa þessi söfn- un hefur gengið, sérstaklega af því að þarna, í þessari fjöl- skyldu, eru 3 unglingar undir tvítugsaldri, yngsta 13 ára. Hvers eiga landar okkar að gjalda, sem lifandi eru? En svo bregður við, að það fréttist um uppstoppaðan geirfugl. Þá eru nógir peningar til, og safnast á nokkrum dögum yfir 2 millj, ónir. Gott og gilt er að fá is- lenzkan geirfugl, uppstoppað- an, heim, en mig undrar hugs- unarháttur fólks, hvað það bregzt dræmt við í þessu til- viki með Ástralíufarana. Er það svo, að þjóðin meti orðið meir uppstoppaðan fugl en 3 unglinga, svo ég nefni ekki meir. Mér fyndist, að nær hefði verið að bregðast betur við, og það er enn tímabært. Ég man svo langt, að mikið var að gera í Finnlandsstríðinu forðum. Þá var unnið af alhug að senda Finnum hjálp. Góðir, íslend- ingar, tökum höndum saman og sýnum það í verki að okkur stendur siðferðilega nær að bregðast fljótt og vel við, þeg- ar landar okkar þarfnast hjálp ar, þótt úti í Ástralíu séu. Eða þykir íslendingum meira virði andvana fugl en lifandi ís- lendingar, unglingar og móðir þeirra. Steinunn Sænmndsdóttir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.