Morgunblaðið - 06.03.1971, Side 22

Morgunblaðið - 06.03.1971, Side 22
22 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 Guðlaugur Þorsteins son — Minningarorð Guðlaugur Þorsteinsson, fyrr- verandi skipstjóri, lézt sviplega þann 14. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn þann 22. sama mánaðar. Þótt nokkuð sé um lið- ið, langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Guðlaugur var rúmlega sjö- tugur, er hann lézt. Hann var fæddur á Hofi i Vopnafirði 14. október 1900. Foreldrar hans voru Vilborg Jónsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Þau fóru til Amer- íku með börn sín öll nema Guð- laug, sem komst i fóstur hjá Þórhildi Högnadóttur og Þórði Þórðarsyni. Þau fluttust til Hafnarfjarðar og reistu þar bæ, sem þau nefndu Hraunkot, þar sem nú er Hellisgata 12. Þar ólst Lilli í Hraunkoti upp, en svo var Guðlaugur jafnan nefndur. Þetta nafn fylgdi honum alla hans ævi og margur Hafn- firðingur mun ekki hafa kann- azt við hann undir öðru nafni. Ég held, að öllum, sem til þekktu, hafi hlýnað um hjarta- t Eiginkona min Torfhildur Guðrún Helgadóttir, Hátúni 33, andaðist að Landakoti föstu- daginn 5. marz. Fyrir hönd vandamanna. Guðmiuidur Helgason. t Jarðarför Bjarna Guðmundssonar, fyrrv. bifreiðastjóra, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. marz kl. 10,30 árdegis. Vandamenn. t Otför Guðmundar Guðjónssonar, frá Saurum, sem andaðist á Landspítalan- um 28. febrúar, fer fram frá Fossvogski rkj u þriðjudaginn 9. marz kl. 13,30. Systkinin. rætur, er talað var um Lilla í Hraunkoti. Hann var alls staðar aufúsugestur, enda mikið ljúf- menni. Æskuheimili hans, Hraunkot, var í þjóðbraut milli Garða- hverfis og Hafnarfjarðar. Var sú leið jafnan farin gangandi. Garðhverfingar ráku erindi sín i Hafnarfirði, verzluðu og drógu í bú, en Hafnfirðingar sóttu kirkju á helgum dögum að Görðum. Var þá vegmóðum gott að koma i Hraunkot og hvílast, þiggja beina eða gistingu. Öll- um var tekið með sömu hlýju og gestrisni, hver sem í hlut átti. Slík heimili er gott að gista. Ómetanlegt veganesti hefur það verið ungum sveini, að alast upp hjá þeim Hraunkotshjónum, þar sem góðvild og hjartahlýja sátu í fyrirrúmi. Lilli í Hraunkoti óx upp og varð friður og gervilegur mað- ur. Sjálfsagt hefur mörgum, sem kynntust honum fyrst fullorðn- um, fundizt undarlegt að heyra hann kallaðan Lilla í Hraunkoti og það meira að segja, þegar Hraunkot varð að Kirkjuvegi 12 og siðar Hellisgötu 12 og hann löngu fluttur burt. En það hvíldi einhver ljúfleiki yfir nafninu, Lilli í Hraunkoti, og því vildu vinir hans ekki sleppa. Ungur að árum fór Guðlaugur t Unnusta mín Þorgerður Guðrún Guðjónsdóttir, Valiartúni 8, Keflavík, verður jarðsetit frá Keflavík- urkirkju iaugardaginn 6. marz kl. 2,00. Jón Guðmundsson og synir. t Jarðarför Guðrúnar Sigurðardóttur, Bakka, Eskifirði, fer fram frá Eskifjarðar- kirkju mánudaginn 8. marz M. 13,30. Lórenz Haildórsson Aðalheiður Antonsdóttir Aðalheiður Halldórsdóttir Jóhann Hjörleifsson Haildóra Guðnadóttir Guðjón Einarsson Eiríkur Guðnason Kristjána Ákadóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar GUÐJÓN BALDViNSSON viðskiptafræðingur, andaðist að heimili sínu Lindarflöt 50 4. marz. Aslaug Þórhallsdóttir og börn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ÓLAFS A. GlSLASONAR stórkaupmanns. Margrét Magnúsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Gísli Ólafsson, Astríður Ólafsdóttir, Ólafur Ág. Ólafsson. að sækja sjóinn. Síðan fór hann í Sjómannaskólann og lauk þaðan prófi 1923. Hann var lengi sMpstjóri eða stýrimaður, oftast á togurum. Guðlaugur var góðum kostum búinn, traustur og vandaður í hvívetna, dugnaðurinn og kapp- ið mikið, en gætinn og prúður til orðs og æðis. Var hann þvi eftirsóttur í skiprúm. Skipsfélagarnir dáðu þennan dagfarsprúða mann, sem aldrei brást, þó að i nauðir ræki. Árið 1947 fékk Guðlaugur lömunarveiki. Að visu komst hann til heilsu aftur, en varð aldrei samur maður. Hætti hann þá sjómennsku, og starfaði síð- an hjá Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar. Má segja, að hann ynni hjá Bæjarútgerðinni frá stofn- un hennar allt til æviloka. Kom þá glöggt fram hans mikla trú- mennska, lipurð og árvekni. Hann sá um veiðarfæri og bún- að skipanna og kom honum þá vel þekking sú og reynsla, er hann hlaut á sjósóknarárum sínum. Þessi störf leysti hann frábærlega vel af hendi, enda mátti hann í engu vamm sitt vita. Guðlaugur átti óskorað traust allra, er til hans þekktu. Hann var lengi í útgerðarráði, og þar eins og annars staðar var hann heill í starfi. Guðlaugur Þorsteinsson kvæntist árið 1931, eftir- lifandi konu sinni Margréti Magnúsdóttur. Var hún einnig fósturbam þeirra Hraunkots- hjóna, eða öllu heldur Helgu t Þökkum öll'UTn þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hjálp við fráfall og jarðarför Reynis Þórarinssonar frá Mjósundi. Ingunn Hróbjartsdóttir og börn. t Hjartanílegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hjálp og vinarhug við andl'áit og jarð- arför eiginmanns mins Ingólfs Marteins Sigurðssonar. Svanfriður Símonardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hjálp við andlát og útför eiginmanms mins, Stefáns Ásgeirssonar, Sólheimatungii. Fyrir mína hönd, bamanna, foreldra, sy.stkina og tengda- fólks. Áslaug Kjartansdótttr. Þórðardóttur. Áttu þau fallegt heimili, fyrst í Hraunkoti, en siðar á Herjólfsgötu 12. Börn áttu þau engin, en fósturson, Guðmund Guðmundsson, sem kom til þeirra 6 mánaða gamall, og naut ástríkis þeirra í rikum mæli. Hann er vélgæzlumaður hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Kvæntur er hann Matthildi Matthíasdóttur, og eiga þau einn son 12 ára, sem ber nafn afa síns. Guðlaugur var mikill mann- vinur. Hann hafði vanizt þvi í æsku að gera þeim gott, sem að garði bar, hver sem í hlut átti, og þetta hugarþel fylgdi honum jafnan. Sérstaka umönnun bar hann fyrir þeim, sem voru minnimáttar. Munu ýmsir hafa átt skjól og athvarf hjá honum, sem ekM gengu heilir til skógar, eða voru á einhvem hátt utan- veltu í þjóðfélaginu. Hann var líka mikill dýravin- ur og mjög nærfærinn við menn og málieysingja. Honum var einkar sýnt um að búa um sár eða meiðsli, hvort sem bam eða ferfættur vinur átti hlut að máli, og mörg undin greri við hans mjúku hendur, natni hans við sjúka var einstök. Skapgerð Guðlaugs var sterk og traust. Hann lét litið yfir sér, en var fastur fyr- ir, glaður og skemmtilegur í vinahópi, og betri vinnufélaga mun varla unnt að fá. Hann hall mælti aldrei neinum og sá alltaf eitthvað gott á hver ju máli. Guðlaugur var miMll trúmað- ur. Trú hans var einlæg og sterk og veitti honum mikla sál- arró og andlegt þrek. Hann var í Sálarrannsóknarfélaginu, og var sá félagsskapur honum eink ar kær. Hann sagðist ekki kvíða umsMptunum, þegar þau bæri að hendi. Þau urðu sneggri en vini hans grunaði, en mér finnst, að hann hafi getað gert þessi orð Einars H. Kvarans að sín- um: „Þín náðin, drottinn, nóg mér er, þvi nýja veröld gafst þú mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi á lífsins fjöll." Vimir. FOSSVOGUR - ÍBÚÐ 4ra herb. íbúð til sölu vestast í Fossvogi. Teppalögð með sérhita. Sameign að mestu búin. Upplýsingar í síma 32742 eftir kl. 12.00. Sendisveinn óskast sem fyrst. Þarf að hafa reiðhjól eða skellinöðru. \ Upplýsingar í síma 17100 á skrifstofutíma. Skrifstofustúlka Okkur vantar stúlku til að annast vélritun, síma og telex- vörzlu m. fl. Skriflegar umsóknir er greini menntun og fyrri störf óskast fyrir 12. marz. ÍSTAK ISLENZKT VERKTAK H.F., Verkfræðingar, verktakar Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Opnumí dag Hjá okkur fáið þið m. a. barnafatnað sœngurgjafir nœrfatnað prjónagarn snyrtivörur og alls konar smávörur Verzlunin Karfan Hofsvallagötu 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.