Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 eí þér viljið fá einhvern svefn, þvl að fyrsta lestin til London fer klukkan 6.45 í fyrramálið. 7. kafli. Jafnskjótt sem Jimmy kom til Scotland Yard á föstudagsmorg Nýr sérréttur .Jtölsk PIZZAU margar fyllingar T-BONE STEIK SIRLOIN STEIK VEIZLUBRAUÐ BRAUÐTERTUR Takið með ykkur heim. Sími 34780. SMjIRjí kaffi LAUGAVEG 178 un, gaf hann sig fram við yfir- mann sinn, Hanslet lögreglu- stjóra. — Halló! sagði Hanslet, er hann sá Jimmy. Hvernig gaztu verið svona fljótur í förum? Það er ekki meira en klukkutimi síð an ég sendi skeytið. — Ég var farinn frá Lyden bridge löngu áður. Hvað var í þessu skeyti? — Það var til þess að kalla þig hingað. Það virð- ist svo sem Kennington-óaldar- flokkurinn hafi ekki komizt alla leið til Lydenbridge. Hann var staðinn að verki í Oxford, þar sem hann var að stela bil og tveir þeirra eru nú vel geymdir í steininum. Ég fer þangað sjálfur seinni part- inn. En ef þú hefur ekki fengið skeytið mitt hvern fjandann ertu þá að gera að koma aftur ókallaður? Jimmy glotti. — Þú hefur nú alltaf verið að kenna mér að starfa að eigin frumkvæði. Með an ég var í Lydenbridge kom fyrir annað mál, sem er miklu Bækur gegn afborgunum BÚKA- MARKAÐURSNN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM Stúlka óskast til afgreiðslustarfa og fleira. Ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar sendist afgr, Mbl. fyrir 12. marz merkt: „Áhugasöm — 7202”. Stúlka Stúlka (ekki yngri en 20 ára) óskast í bókaverzlun í Mið- borginni. Góð málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „Bækur — 6798". mikilvægara en óaldarfiokkur- inn. — Það er nú mitt að dæma um, sagði Hanslet hörkulega. — En hvaða mál er þetta? Komdu með það. Jimmy sagði í sem stytztu mál frá öllum atvikum að dauða Cal ebs Glapthorne. — Allt í lagi. Þú sleppur, sagði Hanslet þegar hirrn hafði lokið máli sínu. —- Þá var alveg rétt af þér að koma aftur, eins og þú hefur gert. Nú er þetta þitt mál og ég ætla ekki að sletta mér fram i það, nema þú biðjir mig þess. En ég vildi bara óska, að ég hefði heyrt þessa sögu þína í fyrrakvöld. —- Hvers vegna í fyrrakvöld? Af því að prófessorinn hafði boðið mér í kvöldverð og hann var önugri en fjandinn sjálfur, þegar ég sagði að ég hefði ekk ert verkefni handa honum að skemmta sér við. Merefield sagði mér, svona undir fjögur augu, að kallinn hefði ekkert sérstakt fyrir stafni núna eins og er og saknaði þess að hafa ekki eitthvað verulega safamik- ið að bita í. Nú skal ég segja þér, hvað ég geri. Ég ætla að hringja í Merefield þegar ég kem aftur frá Oxford og láta hann fá prófessorinn til að bjóða okkur heim. Það er að segja, ef þér er sama. — Mér væri það ekki nema ánægja, sagði Jimmy. — Hann hefur áreiðanlega eitthvað gagn legt til málanna að leggja nú sem endranær. Því að ég skal játa, að mér finnst málið fjand ans flókið og erfitt viðureignar. Það er eitthvað svo tilgangs- iaust. — Þú skalt sanna, að það er þessi bóndadurgur, sagði Hansl et öruggur. Þetta með stelpuna og Caieb hefur áreiðanlega geng ið lengra en þig grunar. Jæja, farðu nú út að leika þér. Ég er önnum kafinn upp fyrir haus. Þegar Jimmy hafði verið þannig afgreiddur, tók hann til við verkið, sem hann hafði tek- ið að sér. Fyrst og fremst af- henti hann byssuna viðeigandi kunnáttumönnum og bað um áð fiýta rannsókninni sem mest. Sí,ð an heimsótti hann skipafélagið, og fékk þar staðfestingu á þvi, sem ungfrú Blackbrook hafði Við skerum pöruna frá fyrir yður. Þoð er yðar hagur. Biðjið þvi kaupmann yðar aðeins um ALI BACON. SÍLD &FISKUR sagt, að skipið ætti að koma þennan dag. Samkvæmt áætlun átti það að leggjast í Alberts- kvina síðdegis næstkomandi miðvikudag. — En þér gétið orð ið að bíða eina eða tvær klukku stundir, eftir því, hvort skipið kemst fyrst eða síðast í gegn á flóðinu. Fyrirspurnir á símstöðinni leiddu i Ijós, að ekkert einka- skeyti hafði verið sent til skips ins síðan það lagði af stað frá Colon, 21. ágúst. Jimmy bað um að fá að vita, ef nokkurt slíkt skeyti færi um stöðina á næst- unni. Næst fór hann til Catfort þar sem hann kom við á lögreglu- stöðinni. Þar frétti hann, hvar Arthur Blackbrook byggi og það með, að hann væri vanur að fara til borgarinnar og heim aftur daglega. Nú var klukkan orðin háiffimm og Jimmý ákvað að bíða þangað til Árthur kæmi heim. Hann notaði þann tíma til að hringja til Lyden- bridge og tala við Appleyard, sem sagði honum, að líkskoðar- inn hefði frestað réttarhöldun- um þangað til víst væri um sprenginguna á byssunni. Leyft hafði verið að jarða Caleb Glapthorne næsta dag. Jimmy gat rétt um tiigátu Hanslets um samband þeirra Cal ebs og Veru Chudley. Rétt fyrir klukkan sj.ö kom Jimmy heim til Arthurs. Þar tók á móti honum ung kona með mikið málaðar varir, lakkaðar neglur og bjánalegt bros, sem hann taldi mundu vera frú Blackbrook, og sem sagði hon- um, að maðurinn sinn væri ný- kominn heim. Hún bauð honum til stofu. -— Arty! skríkti hún. — Hér er fulltrúi frá Scotland Yard að finna þig! Maður, sem sat í hægindastól og var að fara úr skónum, leit snöggt upp. Hann virtist rúm- lega þrítugur, með svart hár, sem var sleikt niður á höfuðið, langleitur og dauflegur á svip- inn. Það var auðséður ættar- svipur með honum og Joyce. Hann var í svörtum jakka og röndóttum buxum og harður hattur lá á borði hjá honum. — Hr. Arthur Blackbrook? spurði Jimmy. —Ég er Wag- horn fulltrúi frá Scotland Yard. Arthur Blackbrook lyfti brún um og horfði á hann, rétt eins og honum væri hálfilla við þessa heimsókn. — Fáið yður sæti, fulltrúi, sagði hann og það var enginn fögnuður í málrómnum. — Hvaða erindi eigið þér við mig? Rósa, mér heyrist eitthvað vera að brenna frammi í eld- húsi. Frú Blackbrook hafði staðið í dyrunum með hrifningarsvip á laglegu, sviplitlu andlitinu. En við þessa bendingu, flýtti hún Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Arðvænleg boð eru á næsta leiti. Þrákelkni þin gæti orðið nokk- ur hindrun. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Haltu þig við venjuleg störf í dag og vertu ekki að fikta við vafasamar tilraunir. Tvíburarnir, 21. miaí — 20. júní. Dómgreind þín í fjármálum er ekki upp á marga fiska um þessar mundir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að fá fjárhagsaðstoð til að koma fram áhugamálum þínum. l.jónið, 23. júlí — 22. ágúst, Leggðu þig allan fram við að lagfæra það sem miður hefur farið heima fyrir. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Fólk skiptir um skoðun og til þess þarf stunðum að taka tillit. Vogiri, 23. september — 22. október. Ýmiss konar tilfinningamál geta skýrzt, ef þú ert hreinskilinn við sjálfan þig. Sporðdrekinn, 23. október — 21, nóvember. Stuttar ferðir gera meira gagn en þú hyggur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Reyndu að standa við gerða samninga, þótt það kostí aukna vinnu. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Hugkvæmni þín kemur sér vel í dag og skaltu ekki hika við að koma nýjum tillögum á framfæri. Vatnsberinn, 20. janiíar — 18. febrúar. Sinntu fjármálunum. Ný verkefni geta orðið erfið í fram- kvæmd, en ekki óyfirstíganleg. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Úr því að þú virðist vel upplagður og hress ættirðu að létta þér duglega upp í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.