Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 11 kennarar barna og unglinga ættu að stunda nám «itt undir sama þaki og sömu stjóm. Kennsla yngri og eldri bama getur ekki veriS svo gjörólík, að ekki dugi minna til mennt unar kennara en tveir háskólar með tilheyrandi prófessorum og umstangi. Eðlilegast væri einn kennaraháskóli, þar sem menn tækju hin ýrnsu stig og hlytu kennisluréttindi eftir því, há- skóli sem „jafnan skal taka mið af markverðum nýjungum í vís- indum og viðhorfum, er uppeld. ismál varða, hafa frumkvæði um að sannreyna gildi þeirra í íslenzku umhverfi, leita nýrri og betri kenninga og aðferða í námi og kennslu og vekja at- hygli yfirstjómar skólans á æskilegum breytingum á skóla- haldi og fræðslulöggjöf“. (Hér er vitnað í 1. gr. frum- varpsins). Hvers eiga væntanlegir kenn arar í Háskóla íslands að gjalda að fá ekki að stunda nám við slíkan skóla! Að vísu er raett um samvinnú milli H.í. og K.í. í frumvarpinu. Vonandi verður hún eitthvað meira en fögur orð, svo að hún megi koma stúdentum í heim- spekideild H.Í. til góða“. VIÐ HÖFUM MINNSTA ÁSTÆÐU TIL AÐ GLEÐJAST Anders Hansen, nemandi í 3. bekk Kennaraskólans, svalraði spumingunni þannig: „Tilkoma hins nýja Kennara háskólafrumvarps, hlýtur að vera hverjum þeim er lætur sig einhverju varða menntun þjóð- arinnar, ótvírætt gleðiefni. Með því er sýndur fullur skilningur af hálfu hins opinbera, á nauð- syn þess að bæta kennaramennt unina í samræmi við endurskoð un fræðslulöggjafarinnar frá 1946. En svo mótsagnakennt sem það nú kann að virðast, þá hafa Anders Hansen kennaraskólanemar manna minnsta ástæðu til að gleðjast. Stafar þetta af því, að með því að kennaramenntunin er sett á háskólastig, eru þei,r sem hafa aðeins gömlu menntunina í raun gerðir að annars flokks kenn- urum. Að vísu eru okkur í orði kveðnu heitin sömu réttindi, en allir (einnig Gylfi Þ. Gíslason) hljóta að sjá hvað gerist er við sækjum um stöðu á móti há- skólamenntuðum kennara: Sá sem er betur menntaður fær stöðuna, en við okkur blasa lé- legustu stöðurnar, eða jafnvel atvinnuleysi. Hlýtur það því að vera krafa Okkar að fá að auka við mennt un okkar, með námi í Kennara háskólanum eða Háskóla fs- lamds. En samkvæmt starfsmati BSRB, og rannsóknum Stúdenta ráðs er almennt kennarapxóf jafngilt stúdentsprófi. Ætti því þegar í stað að leggja niður menntadeildina við Kennaraskól ann, enda er hún óþörf með öllu. Ef þessi rök nægja ekki til að sannfæra ráðamenn, er full samstaða innan Kennaraskólans um að leggja áherzlu á þetta sjálfsagða réttindamál í verki. Við munum ekki þegjandi láta troða á réttindum okkar, og það væri okkur ómetanlegur styrk ur, ef þetta útbreiddasta og frjálslyndasta blað á landinu, Morgunblaðið, vildi ljá ökkur stuðning í þessu máli“. FINNST StJRT, AÐ VAN- RÆKSLA RÁÐAMANNA KOMI NIÐUR Á SÉR Svar Hólmfríðar S. Benedikts dóttur, nemanda í 4.-C Kennara skólans, hljóðar svo: Hólmfríður Benediktsdóttir „Hvar erum við? Hvað verð- um við, sem ætluðum að verða kennarar í vor? KennarasfeólLafrumvarpið hef- ur verið lagt frarn og mikið rætt. (Guði sé lof fýrir það). „Fallegt frumvarp. Ailir ánægðir". Frá árinu 1963 hafa um 550 kennarar útskrifazt frá Kenn- araskóla fslands. Næsta vor og tvö næstu ár munu að öllum líkindum um 500 kennarar út- skrifast. Þetta fólk hefur stund að nám í K.í. í fjögur ár. Kenn araháskóli íslands mun hins vegar útskrifa kennara að loknu þriggja ára námi eftir stúdentspróf. Hvorn telur þú, lesandi góð- ur, hæfari til að annast kennslu barna þinna; þann Kennara- skólamenntaða eða þann Kenn araháskólamenntaða? Ég þarf víst ekki að spyrja. Skoðun skólastjóra okkar er engu að síður sú, að þeir, sem stunda nám samkvæmt núver- andi námsskrá K.Í., þarfnist ekki náms í Kennaraháskólan- um, en njóti samt sem áðux sömu réttinda til kennarastöðu. Að sjálfsögðu er ég með því, að kennaramenntun beri að bæta og að hið nýja frumvarp sé spor í rétta átt. Hins vegar finnst mér súrt, að margra ára vanræksla ráðamanna komi nið ur á mér í formi réttindaskerð- ingar, samanber nýgerða kjara- samninga BSRB 10. tölulið 5. fylgiskjals og víðar, en við gerð þeirra mun hafa verið gengið út frá því, að umrætt frumvarp yrði samþykkt á yfirstandandi þingi. Samkvæmt þessum tölu- lið höfum við sama rétt til að afla okkur framhaldsmenntunar og réttindalausir kennarar". Réttindi til húsateikninga: Tillit tekið til náms- lengdar — við mat á starfsreynslutíma Kins og greint hefur verið frá samþykkti borgarstjóm s.l. fimmtudag breytingu á 11. gr. byggingarsamþykktar Reykja- víkur, sem kveður á um, liverjir hafi rétt til þess að leggja húsa- teikningar fyrir byggingarnefnd. Skiptar skoðanir voru um starfs- reynslutima arkitekta og verk- fræðinga annars vegar og bygg- ingarfræðinga og tæknifræðinga hins vegar, en hin nýja sam- þykkt gerir ráð fyrir 1 árs starfs reynslu arkitekta og verkfræð- inga, en 3 '/z til 5 ára starfs- reynslu byggingartæknifræðinga og byggingarfræðinga. Geir Hall grímsson, borgarstjóri taldi i ræðu sinni, að þegar litíð væri á mál þetta af hlutleysi, væri augljóst, að nám arkitekta og verkfræðinga væri lengra en nám tækni- og byggingarfræð- inga, og þvi væri ekki óeðlilegt, að starfsreynslutími þeirra fyrr- nefndu væri styttri. Steinunn Finnbogadóttir sagði, að byggingamefnd hefði á sín- um tíma falið Gunngeiri Péturs- syni, Jóni G. Tómassyni og Zóphóníasi Pálssyni að gera til- lögur til breytinga á 11. gr. bygg ingasamþykktar. Tillögur þeirra hefðu hins vegar ekki fengið náð fyrir byggingarnefnd, þegar á reyndi, þvi leytfði hún sér að flytja tillögu þeirra litið eitt breytta. í tillögu þeirri, sem bygg ingarnefnd hefði sjálf lagt fram væri gerður mikill munur á starfsrejmslutíma. Ljóst væri þó, að á námsferlinum sjálfum, fengju byggingartæknifræðingar og byggingarfræðingar meiri starfsþjálfun í námi en arkitekt- ar og verkfræðingar. Síðan sagði Steinunn, að í tillögu sinni væri gert ráð fyrír að veita mætti öðr- um réttindi, ef þeir hefðu lokið prófi frá fullgildum skólum. Björgvin Giiðmundsson sagði, að gildandi ákvæði hefðu verið sett fyrir 6 árum. Síðan spurði hann, hvort eitthvað hefði gerzt á þessum tíma, sem ýtti á eftir breytingum. Ástæðan fyrir því, að þetta mál hefði verið tekið til endurskoðunar nú væri sú, að byggingafræðingar hefðu feng ið starfsheiti sitt lögverndað. Árangur þeirrar baráttu væri hins vegar sá, að gera ætti upp á milli arkitekta og verkfræðinga annars vegar og tæknifræðinga hins vegar. Byggingamefnd hefði falið þremur mönnum að endurskoða þessi ákvæði; þeir hefðu síðan skilað áliti 28. októ- ber s.l. og gerði tillaga þeirra ráð fyrir, að arkitektum, verk- fræðingum og tæknifræðingum yrði gert jafn hátt undir höfði. Björgvin sagðist síðan undrast það, að byggingarnefnd skuli eklti hafa samþyfekt þessa til lögu þremenninganna. Það mætti hins vegar um það deila, hvort rétt hafi verið að veita tækni fræðingum þessi réttindi árið 1965, en ekki væri þó ástæða til að skerða rétt þeirra nú. Geir Hallgrimsson, borgar stjóri, sagðist vilja vekja athygli á einu atriði þessa máls, en flest- ir væru sammála um að tak- marka ætti við ákveðna starfs- reynslu og menntun, hverjir fengju að leggja teikningar fyrir byggingarnefnd. Borgarstjóri lýsti sig sammála þessu sjónar- miði, þó að annar háttur væri hafður á sums staðar erlendis. Það myndi kosta miklu meira starfslið hjá Reykjavíkurborg við yfirferð og eftirlit, ef ekki væru gerðar á- kveðnar kröfur i þessum efnum. Öryggi hins al- menna borgara væri um leið skert, þar sem hann ætti þess ekki alla jafnan kost að geta metið í öllum tilvik- um hæfni manna á þessu sviði. Það væri viðurkennd regla í þjóðfélaginu að binda réttindi til þess að leysa ákveðin störf af hendi við tiltekna menntun. Nefndi borgarstjóri í því sam- bandi lögfræðinga og lækna, sem að loknu háskólaprófi verða að Ijúka viðbótarprófum og gegna ákveðinni starfsskýldu áður en þeir fá rétt til þess að starfa sem málflutningsmenn eða læfen- ar. Löggjafinn hefði sett slík skil yrði til þess að tryggja öryggi borgaranna. Það atriði, sem hér væri um deilt, hefði áhrif á allt líf okkar og starf. Þess vegna væri rétt að gera kröfur um menntun og starfsþjálfun, Síðan sagði borg- arstjóri, að það hefði fyrst og fremst verið gert að umtalsefni, hvort gera ætti meiri kröfur um tímalengd starfsreynslu tækni fræðinga og byggingarfræðinga. Þetta væri þó ekki óeðlilegt, þar sem nám arkitekta og verkfræð- inga væri almennt lengra. Þegar litið væri á þetta mál af hlut- leysi, þá væri augljóst, að nám arkitekta og verkfræðinga væri lengra og þvi ekki óeðlilegt, að af þeim sökum væri áskilinn styttri starfsreynslutími þeim viðvíkjandi. Sagt hefði verið, að bæði tækni- og byggingafræð ingar hlytu lengri starfsþjálfun í sjálfu náminu. Á það væri þó að líta í þessu sambandi, að nú væri unnt að öðlast þessa mennt un eftir að hafa aðeins stundað bóklegt nám. Þá gat borgarstjóri þess, að hann hefði frekar tilhneigingu til þess að lengja starfsþjálfun arkitekta og verkfræðinga held- ur en að stytta starfsþjálfun tækni- og byggingarfræðinga. Síðan sagði borgarstjóri, að þetta myndi ekki skapa aðstöðu mun milli stétta, því að fáir myndu í fyrstu setja sig niður og teikna sjálfstætt. Þetta væri ekki mikil kvöð, sem þama væri á merm sett. Það væri þessum stéttum til góðs, að gerðar væru ákveðnar kröfur í þessum efn- um. Guðmundur I>órarinsson sagði, að upptökin að endurskoðun á Breiödalsvík: 365 tonn af loðnu Breiðdálsvík, 5. marz. SÍÐASTLIÐNA nótt var landað hér 365 tonnnm af loðnn úr Óskari Magnússyni frá Akranesi. Þetta er fyrsta löndun liér, og tók aðeins rúmlega 3 tíma að losa. Þá er Giiliver frá Seyðis- firði væntanlegur með fuilfermi innan stundar. Bræðsla hefst sennilega á morgun, en fiski- nijölsverksmiðjan liefur áðnr unn ið fiskimjöl úr úrgangi. Afli á bolf iskve iðum hefur ver- ið tregur, en fer nú væntanlega að glæðast. Hér hefur verið landað um 370 tonnum frá febrú arbjrrjun, þar af rúmlega 260 hjá Braga h.f., en 110 tonn hjá frytstihúsinu. Tlðarfar er hér með fádæmum milt og gott, og sauðfjárhagar eru til innstu dálabæja. — Fréttaritari. 11. gr. byggingarsamþykktar kæmu fram í bréfi iðnaðarráðu- neytisins til bygginganefndar um endurskoðun á afstöðu til réttinda byggingarfræðinga. Sagt væri, að byggingarfræðing- ar væru að fara fram á sama rétt og þeir hafa ánnars staðar á landinu. Þeir myndu nú öðlast þennan rétt með tillögu bygginganefnd- ar og þeim breyt ingum, sem borgarráð hefði gert á henni. Útmörk þessa máls væru þau að veita öUum borgurum rétt til þess að leggja teikningar fyr ir byggingarnefnd eða binda það við eina ákveðna stétt, er mesta þekkingu hefði. Hvorug þessara leiða hefði þótt fær. Síðan sagði Guðmundur, að 48% þeirra, sem nú stunduðu tæknifræðinám, hefðu ekki verklegt nám að baki. Eðlilegt væri, að nokkur munur væri á starfsreynslu, þegar um væri að ræða að Ieggja teikning ar fyrir byggingamefnd. Eðlileg ast væri, að starfsreynslan væri misjöfn. Hilmar Giiðlaugsson, sagði, að eins og fram kæmi í fundar- gerð frá 2. marz s.l. væri lagt til að í stað orð- anna: „Þá getur byggingarnefnd veitt eftirtöld- um aðilum lög- IIMIIWIIBWIIIIII-TIMW- giMingu" komi: - .* . ' „Þá veitir bygg- 'T ingamefnd eftir j' - É töldum aðilum ék löggildingu." mrm** Hilmar lýsti sig sammála þessari breytingu. Það ætti ekki að vera neitt vafamál, hverjum bygginganefnd veitti réttindi þessi, eftir að tekið hefði verið tillit til starfsreynslu og menntunar. Síðan benti Hilmar á, að í til- lögu þremenninganna væri vitn- að til 9. gr., en ekki væri gert ráð fyrir breytingu á þeirri grein í tillögu byggingarnefnd- ar; menn virtust þó ekki hafa gert sér nægilega grein fyrir þessu. Hilmar sagðist ekki hafa haft í byggingamefnd nokkur rök gegn þessu ákvæði um starfs reynslu, vegna þeirra gagna, sem fram hef ðu verið lögð þar að Jútándi, Síðan vitnaði Hilmar til skýrslu OECD, þar sem fram kemur, að nám arkitekta og verkræðinga tekur 5 ár, en tæknifræðimenntun taki 3 ár. Þetta hefði sannfært sig um nauð syn á ákveðnum mismun í starfs reynslu. Sigurjón Pétursson sagðist hafa trú á þvi eins og fram hefði komið hjá Steinunni Finn bogadóttur, að þetta mál kæmi brátt aftur fyrir borgarstjóm, svo mörg tvímæli, sem á því væru. Nú væru það einkum þrjú atriði, s sem deilt væri jfum, en ákvæðið um umsagnar- skyldu arki- |tekta og verk- fræðinga hefði H verið fellt í bygg ingarnefnd. Þessi deiluefni væru um orða- lagsbreytingar S tveimur stöðum og ákvæðin um starfsreynsluna. Sigurjón sagð- ist vera þeirrar skoðunar, eftir langa íhugun, að nám arkitekta væri beinasta leiðin til þess að nema það að hanna hús og önn- ur mannvirki. Þess vegna væri ekki óeðlilegt, að þeir nytu skemmri starfsreynslu en bygg- ingaffæðingar og tæknifræðing- ar. Hann sagðist þó ekki koma auga á það, að verkfræðingar þyrftu ekki jafnlanga starfs- reynslu eins og byggingafræðihg ar og tæknifræðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.