Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 r 14 Sigurþór í*orgilsson, kennari: Raunhæfur „Poppskóli“ - Ný markmið - Nýjar leiðir ér 17. júní n.k. verða 50 ár liðin frá stofnun Sambands ís- lenzkra barnakennara (S.Í.B.). Hyggst sambandið minnast þessara tímamóta með marg- víslegum hætti, m. a. með því að stuðla að umræðum um skólamál í f jölmiðlum landsins. Hafa forráðamenn fjölmiðl- anna tekið málaleitan sam- bandsins með afbrigðum vel, og skal það hér með þakkað af heilum hug. Umræður og erindaflutning- ur hafa þegar farið fram í hljóðvarpi og sjónvarpi og standa vonir til þess, að eitt- hvert framhald verði þar á. 1 Við og við munu svo birtast greinar í dagblöðunum um ýmsa þætti skóla- og uppeldis- mála. Morgunblaðið birtir hér grein eftir Sigurþór Þorgilsson, kennara við Breiðholtsskólann. ^ Skólaárið 1959 — ’60 las Sigurþór uppeldis- og kennslu- fræði við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn og árið 1963 lagði hann stund á sömu grein- ar við Kennaraháskólann í Stokkhólmi. Síðastliðin 8 ár hefur hann á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur haft á hendi leið- beiningar í kennslu lesgreina í barnaskólum borgarinnar. Fjölmörg erindi hefur hann einnig flutt á námskeiðum utan Reykjavíkur. G. M. Grunnskólinn skn.1 í samvinnu við heimilin veita nemendum siðgœðilegt og félagslegt uppeldi, sem miði að því að gera þá að nýtum og viðsýnum samfélagsþegnum í þjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Hann skal leitast við að haga störf- um sínum í sem fyllstu samrœmi við eðli og þarfir nemenda sinna, hjálpa þeim til að öðlast heilbrigð lífsvið- horf og hollar lífsvenjur og vera á verði um heilbrigði þeirra til líkama og sálar. Kennsla í grunnskóla skal jafnan stefna að því, að veita almenna und- irstöðumenntun og tryggja öllum nemendum jafnan rétt og tækifæri til menntunar og þroska eftir getu hvers og eins. Þannig hljóðar greinin um markmið í hinu nýja frumvarpi til laga um grunn sköla. Viljum við ná þeim markmiðum ein- staklingnum og þjóðfélaginu til handa, sem hér eru svo fallega sðgð, verður miklu að breyta frá því sem nú er al- mennt í hinu innra starfi skólanna. Það er nauðsynlegt, nú með nýrri skólalög- gjöf, að við gerum okkur grein fyrir, hvað það er í raun og veru, sem við ætlum að gera í skyldunámsskólanum, þeim skóla, sem ætlar að veita nemend- um siðgæðislegt og félagslegt uppeldi og gera þá að víðsýnum samfélagsþegn- um í þjóðfélagi, sem er í sifelldri þró- un. Sú hætta vofir sífellt yfir að skólinn, i hinu göfuga hlutyerki sínu, falli fyr- ir þeirri freistni að ofmeta og ofnota einn þátt markmiða sinna öðrum frem- ur. Ekki sízt er hættan yfirvofandi, þeg ar skólinn gjörbreytir markmiðum sín- um eða hugsar sér óundirbúið að fram- fylgja þeim í reynd, Lenging skólaskyldunnar eykur enn meir þessa hættu, þegar hluti ung- menna sem áður fófu beint út í atvinnu lífið að skyldunámi loknu, situr á skóla bekk eitt skólaár til viðbótar. Hættan er fólgin í því, að heimilin og skólann skorti undirbúin skilyrði til þess að taka við breytingunum og eng- ar áþreifanlegar leiðir séu tiltækar til þess að ná hinum háleitu markmiðum. Gæti þá svo farið að kennaranum fynd- ist starf sitt skorta fótfestu og gripi til þeirra af markmiðunum, sem honum finnst haldfesta í. Afleiðingin yrði þekkingarsöfnun í sinni grófustu mynd, þar sem nemendur eru látnir safna fall- völtum staðreyndum í hugskot sitt með það fyrir augum að taka þátt í prófum. Þær leiðir eru okkur kunnar frá hinu hefðbundna formi skólans, þar sem nám ið fer tíðast fram með bekkjarkennslu einni saman. Kennarinn og kennslubók in ákveða þar allt sem gerist og kennsluaðferðin er þá fólgin í heima- námi, yfirheyrslu námsefnis, spurning- um og svörum. Takmarkið er að festa i minni ákveðin þekkingaratriði, sem oft og tíðum hafa litla grundvallarþýð- ingu fyrir nemendur og slíta sundur samhengi námsefnisins. Þeir fróðleiks- mólar, sem nemendum tekst að afla sér á þennan hátt, er þeim brigðul kjöl- festa í þeirri margþættu atburðarás lifs þeirra, sem þjóðfélag í sífelldri þróun skapar. Hér við bætist að skólinn er í starfi sínu íhaldssöm stofnun, sem hætt- ir til að miða námsefni og námsleið- ir við fortíð frekar en samtíð og fram- tíð. Nú veit enginn með vissu hvað fram tíðin býður, en framfarir samtíðar benda til þess, að þróunin í náinni fram tíð verði ör og breytingarnar miklar. Á þetta við um tækni, vísindi, atvinnu- hætti, tómstundir og samskipti manna í milli. Breytingar þessar verða ekki í eitt skipti fyrir öll heldur sífelld þró- un. Vaknar þá spurningin: Hvernig get ur skólinn rækt það hlutverk að búa einstaklinginn undir þessa þróun? Svo fljótt sem við verður komið á námsbrautinni, verður að gera nemend- unum og foreldrunum ljóst, að ekki er lært vegna prófa eða til þess að fá einkunnir, heldur er grunnskóli byrj- un á ferli náms og þekkingar, sem hin sífellda þróun kréfst að hægt sé að end- urtaka, endumýja, breyta eða fella úr gildi, svo lengi sem lífið varir. Með þessa sýn á lífið framundan eru nem- endur betur búnir undir að mæta öllu því nýja, sem framtiðin býður og líta á lífið sem samfellda námsbraut. Skólinn verður að gera þetta lifsvið- horf að markmiðum sinum og yfirvega hvað skuli gert, til þess að búa nem- andann sem bezt undir lífsins skóla. Það má ljóst vera, að hið hefðbundna markmið að safna minnisatriðum er yf- irborðskennt nám og fallvalt veganesti þegar út í lifið kemur. Það gildir því að skólinn hjálpi nemendum til þess að öðlast alhliða hæfni. Hæfni, sem felur í sér námstækni, þjálfun hugar og hand ar, vilja til samstarfs og hæfileika til þess að hafna og velja. Hæfnin, ásamt undirstöðuþekkingunni, á að hjálpa honum slðar meir til þess að hagnýta þá hæfileika, sem hann hefur þroskað með sér og í honum kunna að búa, inn- an þeirra marka. sem lýðræðisþjóðfélag okkar veitir. Undirstaða fyrir þessu starfi skólans verða því athuganir á at- ferli og árangri nemenda í einstökum námsgreinum eða hluta af námsgrein (námsmat). Ekki með samanburð við aðra í huga eða til þess að dæma eðlis lægt greindarfar hans, heldur til þess að finna veikleika og styrkleika hans við nám innan hinna ýmsu þátta náms- greinanna. Hinar stöðugu athuganir, sem fara oftast fram innan veggja skólastofunnar, hjálpa til við að fylgj- ast með þroskaferli nemandans og gera kennurum fært að skipuleggja nám- ið og námshjáipina. Til þess að hægt sé að framfylgja markmiðunum um eðli og þarfir nem- endanna verður skólinn að taka upp breytta stefnu i skipulagi, námsvali, námsleiðum og i samskiptum sínum við foreldra og forráðamenn barna. Frjálst valdar, fjölbreyttar og vel skipulagðar námsbrautir og starf á efri stigum, verða að standa öllum nemendum til boða, án nokk- urra skilyrða af skólans hálfu. Grunnskóli, sem jafnframt er skyldu námsskóli, bregður ekki fæti fyrir nem anda sinn með þvi að stöðva hann á þeirri braut, sem hugur hans og for- ráðamanna hans stefnir til. Frjálst val á námsleiðum í skyldunámsskóla hjálp- ar auk þess til þess frjálsa vals er ung mennin eiga í vændum í áframhaldandi námi og síðar i samfélaginu. Mikla þýðingu hefur samsetning og val námsskrárinnar. Verður hún að inni halda námsefni, sem eins og markmið- in segja, mætir þörfum og áhuga nem- endanna og veitir þeim nothæfa undir- stöðuþekkingu. Val námsefnisins í náms skrá, verður að framkvæma með hlið- sjón af visindalegum niðurstöðum okk- ar tíma og vera í stöðugri endurskoð- un. Telja má Víst, að meiri þörf verður nú en áður fyrir sérfræðinga, er skipu- leggja skal námsefni með tiiliti til mark miða og leiða. Hver skóli eða skóla- hverfi þarf að hafa innan sinna vé- banda slíka sérhæfða menn. Segja má, að með grunnskólafrumvarpinu verði Dæmi um einstaklingshæfingu. Nemandi beitir námstækni og fær, með afl- stofl heimiida að „kafa djtipt" í námsefnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.