Morgunblaðið - 06.03.1971, Síða 13

Morgunblaðið - 06.03.1971, Síða 13
MORGUKBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 13 * Spjallað við byggingafulltrúa landsbyggðarinnar: Mikill bygginga- hugur í bændum Byggmgafulltrúar í kjör- dæmiun landsins 5 að tölu sátu nýlega 2ja daga fund með forstöðumanni Teikni- stofu landbúnaðarins í Reykjavík. Báru fulltrúarnir saman baekru- sínar, en fund urinn var hinn fyrsti sinnar tegundar. Fyrirhugað er að byggingafuiltrúarnir og for- stöðumaður Teiknistofunnar, Ólafur Sigurðsson, hittist að jafnaði tvisvar á ári upp frá þessu og verður annar fund- urinn haldinn í umdæmi ein- hvers fulltrúans. Mbi. hitti fulltrúana og Ólaf að máli, er fundum var að Ijúka og spurð ist frétta af byggingafram- kvæmdum, svo og tilhögun hins nýja samstarfs, sem þeir hyg'gjast stofna með sér. • BJARTSÝNI — ALDKEI FLEIBI LÁNAUMSÓKNIR Fyrstan tókum við tali Ólaf Ingvar Gýgjar -lónsson. Bjarni Óskarsson. Sigurðsson. Hann sagði, að ætlunin með fundunum væri sú, að samræma störf um út- tektir og leiðbeiningar og önn ur fyrirmæli. Byggingarfuil- trúarnir eru starfsmenn sýsln anna, en kostaðir bæði af þeim og Teiknistofu landbún aðarins til helminga. Störf fulltrúanna eru tvíþætt — þeir eru leiðbeinendur og eft irlitsmenn. Ólafur sagði að aldrei hefði borizt annar eins fjöldi um- sókna um lán frá stofnlána- deildinni og um byggingar leyfi og virtist ásóknin nú ætla að sprengja öll fyrri met. Þó væri umsóknafjöldinn dá- lítið misjafn eftir landshlut- um. í fyrra var umsókna- f jöldi lána tæplega 800. Umræðuefni fulltrúanna á fundinum hefur verið æði f jöl breytt — sagði Ólafur, enda er þetta fyrsti fundur þeirra og hann að vonum yfirgrips- meiri en búast mætti við að síðari fundir yrðu. Rætt var um fyrirkomulag lánsum- sókna, um breytingar á til- högun og varð samkomulag um að geysilegur kostur væri, ef unnt yrði að sækja um lán tvisvar á ári í stað einu sinni nú. Eins sagði Ólafur að full- trúarnir hefðu verið sammála um að bændur þyrftu að gera sér að reglu að snúa sér beint til byggingafulltrúanna ári áð ur en þeir hyggðust byggja með tilliti til staðarvals, teikn inga og annars slíks. • AIKNVR ÁLAGSKRÖFIR VEGNA VOTHEYSGEYMSLA Samkvæmt lögum er nú skylt að kjósa bygginganefnd ir i hverjum hrepp, hvort sem hann er skipulagsskyldur eða ekki. Frá þvi er byggingafull trúar tóku til starfa, hafa oddvitar svarað því til að hlutverki nefndanna sé lokið og þeirri skoðun eru bygg- ingafulltrúamir í meginatrið- um sammáia. Breyta þarf þvi þessum lögum að mati þeirra, en nauðsyn er á skipulags- nefndum fyrir hvert umdæmi, sem fuiltrúamir yrðu þá eins konar framkvæmdast jórar íyrir. Nefndir þessar f jölluðu þá um byggingarþróunina innan hvers kjördæmis frem- ur en einstök atriði. Eins urðu byggingafulltrúarnir sammála um að ef til vill væri ekki rétt að umdæmi þeirra væru tengd kjördæmunum í fram- tiðinni. Loks var þess krafizt að álagskröfur yrðu auknar á votheystumum og styrkur þeirra um það bil þrefalöað- ur og yrði 1.2 sinnum venju- legur vatnsþrýstingur. Þá er f yrirhugað að Teiknistofan gefi út prentaðar sérteikning ar af byggingahlutum. Ólafur Sigurðsson sagði að fundur þeirra fulltrúanna hefði verið mjög gagnlegur og góður. Þeir hefðu kynnzt vandamálum hver annars og eins og áður er sagt ákveðið að framhald verði á þessari samvinnu a.m.k. tvisvar á ári. • MIKLAR SKÓLABYGGÍNGAR Byggingafulltrúinn á Norð- vesturlandi er Ingvar Gýgjar Jónsson. Umdæmi hans er frá Strandasýslu og austur í Skagafjörð. Ingvar sagði að bygging útihúsa væri lang viðamesti þátturinn í bygg- ingaframkvæmdum í umdæmi hans. íbúðarhúsabyggingar eru alltaf einhverjar, en til- tölulega fáar miðað við úti- húsin. Á annað hundrað hafa sótt um stofnlánadeildarlán á svæðinu. Ingvar sagði að fram- kvæmdir, sem að takmörkuðu leyti heyrðu undir hann væru skólabyggingar. Verið er að reisa mikinn skóla við Klúku í Bjarnarfirði. Er það skóla- hús uppsteypt, en ekki lok- ið. Þá er verið að reisa skóla Einar Stefánsson. Ólafur Sigm-ðsson. að Laugarbökkum í Mið- firði — skóla fyrir flesta hreppa i Vestur-Húnavatns- sýslu, skóla á Þorfinnsstöðum í Þverárhreppi í V-Húna- vatnssýslu, skóla á Húnavöll- um í A-Húnavatnssýslu, sem langt er kominn og skóla á Reykjum í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði. Þessar byggingar eru mestu bygging arnar á svæðinu. Mestu skól- arnir eru hins vegar á Húna völlum og á Laugarbökkum, enda eiga þeir að anna stærstu svæðunum. Á svæð- inu eru að sögn Ingvars að myndast tveir þéttbýliskjam- ar, á Laugarbökkum og Varmahlíð í Skagafirði. Þá hefur undanfarin ár verið unnið við byggingu starfs- mannahúss á Hólum í Hjalta- dal, en þvi húsi er enn ekki lokið að fullu. Ingvar kvað ekki ýkja mikla aukningu í bygginga- framkvæmdum á sínu svæði. Aukningin varð hins vegar í fyrra. Þó sagði hann að dreg- ið hefði úr framkvæmdum á öskufallssvæðunum mjög greinilega. • 100—150 BYGGINGAR I SMÍÐUM Sigtryggur Stefánsson er byggingafulltrúi fyrir svæðið frá Skagafirði og austur að Múlasýslum og hefur aðsetur á Akureyri. Sigtryggur segir að á sínu svæði hafi ríkt ákaf iega mikil bjartsýni og stðr- aukning orðið á framkvæmd um. Mestu framkvæmdirnar eru i Eyjafirði og þar er kúa búskapur langumfangsmestur og þvi byggingaframkvæmdir í sambandi við hann mest áberandi. Á siðastliðnu ári voru i byggingu 5 fjós, sem rúma frá 34 og upp í 64 gripi hvert. Þá hefur brugðið svo við að bændur byggja nú hlöðu, fjós og allt sem því til heyrir í einu. í Þingeyjarsýslu, þar sem meira er um sauðfjárrækt, ber mest á votheysgeymslum. Er það einkum vegna aukins kals í túnum og slæms árferð is að menn leggja aukna áherzlu á slíkar framkvæmd- ir. Á síðastliðnu ári voru reist ir 20 súrheysturnar i Þing- eyjarsýslum. Undanfarin 3 ár hafa að jafnaði verið reist um 10 ibúðarhús í umdæmi Sig- tryggs. Sigtryggur sagði, að um- sóknir um lán til stofnlána- deildar úr Eyjafirði einum væru um helmingi fleiri nú en í fyrra. Úr Norður- og Suð ur-Þingeyjarsýslum væru um sóknirnar tæplega 90. Á svæð inu væru nú í smíðum 3 stór- ir heimavistarskólar, sem rúma myndu allt um 60 nem endur. Eru þeir að Hrafnagili að Stóru-Tjörn í Ljósavatns- hreppi og Hafralæk í Aðal- dælahreppi. Þá gat Sigtrygg- ur loks minkabúsins i Greni- vik, en sagði að bjartsýni manna speglaðist bezt í því að um 100 til 150 byggingar væru nú í smiðum á svæðinu. • BYGGINGAFRAM- KVÆMDIR SVIPAÐAR OG Á»UR Byggingarfulltrúi á svæð- inu Múlasýslur og Austur- Skaftafellssýsla er Einar Stefánsson og er hann elztur þeirra félaga í starfi og hefur aðsetur á Egilsstöðum, sem þó ekki heyrir undir hann, þvi að þar er sérstakur bygg- ingaíulltrúi. Einar sagði að byggingaframkvæmdir á svæðinu væru mjög svipaðar og undanfarin ár. Yfirleitt er mést reist af fjárhúsum og heygeymslum. Þó eru tvö 30 kúa fjós i byggingu nú. Skól- ar eru allir komnir upp og undanfarin ár hafa verið reist að jafnaði um 10 íbúðar hús á svasðinu. • YLÆKT — FR AMTÍ Ð ARIÐN GREIN Stærsta umdæmi bygginga- fulltrúa er Suðurlandskjör dæmi og þar er Marteinn Björnsson á Selfossi. Vest- mannaeyjar eru þó undan- skildar umdæminu. Marteinn sagðist ekki vera eins bjart- sýnn og félagar sínir, en þó væri kannski ekki að marka lánaumsóknir er borizt hefðu úr umdæminu, þar eð töluvert dró úr í fyrra og menn gætu hafa endurnýjað umsóknir sínar án þess að hann vissi um. Almennar ibúð arhúsabyggingar kvað Marteinn ekki hafa verið fyr ir viðhaldi íbúðarhúsnæðis, nema tvö ár, 1967 og 1968. Að jafnaði eru reist um 12 til 14 ibúðarhús í kjördæminu, en það er of litið —- sagði Mar- teinn. Viðvíkjandi byggingu gripahúsa — þá sagði Marteinn að bryddað hefði verið upp á töluverðri ný- lundu í gerð þeirra. Reynt hafi verið á Hæli í Gnúp- verjahreppi að setja þar stál- grindargólf i gripahús, sem setja má alla gripi á. Áður hafa tíðkazt sérbyggð rimla- gólf, en þessi nýlunda virtist ætla að gefast vel. Marteinn sagði að svæðið Sigtryggur Stef ánsson. Marteinn Bjömsson. væri stórt og vonandi byggðu bændur mikið. Hann kvaðst óttast að gengisfall yrði áður en langt um liði og það myndi þá hafa sínar afleið- ingar. Annars sagði Marteinn að ylrækt væri mjög vaxandi iðngrein í héraðinu og menn væru nú að þreifa fyrir sér með ýmsar aðferðir, svo sem ræktun undir plasti. Þessi at- vinnuvegur sagði Marteinn að yrði stóratvinnugrein á Suð- urlandi áður en langt um liði. • MIKIL UPPBYGGING SÍÐASTLIBIN 10 ÁR Bjarni Óskarsson er bygg- ingafulltrúi í Vesturlands- kjördæmi. Bjarni sagði, að framkvæmdir hefðu verið mjög miklar síðastliðin 10 ár og mikil uppbygging bæði í gripa- og íbúðarhúsabygging- um. Kvaðst hann ekki eiga von á aukningu í þeim efnum — árlega væru byggð um 10 til 15 íbúðarhús. Þá hefur talsvert verið um endurbætur og viðbyggingar við eldra húsnæði. Stærsti þátturinn í gripahúsabyggingum hafa verið fjós og eru dæmi til þess að þau hafi verið fyrir allt að 50 til 60 kýr. Um aðrar framkvæmdir er það að segja, að B.S.R.B. er nú að reisa sumarbústaða- hverfi i Munaðarnesi. Þar standa yfir framkvæmdir, sem metnar munu á tæplega 40 milljónir króna. Mesta átakið er svo Bændaskólinn á Hvanneyri. Þar þarf í sum ar að steypa upp nýja álmu, sem grunnur hefur verið lagð Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.