Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLA.ÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12,00 kr. eintakiö. VARNIR GEGN VINDLINGAREYKINGUM að hefur vakið sérstaka at- hygli, að á því Alþingi, sem nú situr á rökstólum hafa vindlingareykingar mjög komið á dagskrá og ýmsar tillögur verið lagðar fram til þess að spoma gegn þeim. Sl. þriðjadag var samþykkt í Sameinuðu þingi þings- ályktunartillaga um vamir gegn vindlingareykingum en tillaga þessi var borin fram af þingmönnum í öllum flokkum. Þessi samþykkt Alþingis gerir ráð fyrir eftirtöldum aðgerðum til þess að draga úr vmdlingareykingum. I fyrsta lagi er ste'fnt að því að víðtæk upp'lýsingastarf- semi um skaðsemi vindlinga- reykinga verði hafin í dag- blöðum, hljóð- og sjónvarpi. Verði í því sambandi lögð höfuðáherzla á skyldur for- eldra og kennara. í öðru lagi er lagt til, að í skólum verði hafin reglubundin kennsla um heilsufarslegar hættur Vindlingareykinga. í þriðja lagi að regluleg fræðsluerindi verði flutt fyrir kennara og kennaraefni. í fjórða lagi er lagt til, að athugaðir verði möguleikar á að stofna „opn- ar deildir“ sem stjómað sé af sérfróðum læknum, þar sem reykingamenn geti feng- ið aðstoð til þess að hætta að reykja. í fimmta lagi legg- ur Alþingi svo til, að stofn- að verði ráð lækna og leik- manna, sem gegni þríþættu hlutverki. Að safna upplýs- ingum um hversu víðtækar reykingar eru t.d. meðal skólabama og unglinga. Að stjórna vísindalegum rann- sóknum um áhrif reykinga. Og að vera yfirvöldum til ráðuneytis um þessi mál. Þessi samþykkt Alþingis er í formi áskorunar til ríkis- stjámarinnar um að hún beiti sér fyrir framangreindum að- gerðum, en þótt samþykktin sé í sjálfu sér ekki bindandi verður að ætla, að stjómar- völdin muni hefjast handa um að hrinda þessari sam- þykkt Alþingis í fram- kvæmd. Á síðustu árum hafa menn talið sig hafa fulla vissu um, að beint samband sé milli vindlingareykinga og ákveð- inna sjúkdóma. Af þeim sök- um hafa læknar víða um heim gengið fram fyrir skjöldu og hafið baráttu gegn reykingum. Bnginn vafi er á því, að sú barátta verður árangursríkust með því að halda uppi öflugri fræðslu- starfsemi um skaðsemi þess- ara reykinga. í þessum efn- um er hætt við, að boð og bönn nái skammt. Þetta sjón- armið er viðurkennt með þeirri samþykkt Alþingis, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Næsta skrefið er að hefjast handa um nauð- synlegar aðgerðir og nýtt átak. í allri heilbrigðisþjón- ustu er varnarstarf til þess að koma í veg fyrir sjúk- dórna að verða æ þýðingar- meira. Baráttan gegn vindl- ingareykingum er slíkt vam- arstarf. Vega- og brúargerð á Skeiðarársandi Ifegaframkvæmdum í land- " inu hefur fleygt fram á undanfömum árum og lagn- íng varanlegs slitlags á fjöl- fömustu vegi er nú að kom- ast á talsverðan rekspöl. Er Ijóst, að á næstu árum verð- ur gert stórátak í þeim efn- um. Þær framkvæmdir kosta mikið fé, en hjá þeim verð- ur ekki komizt. í ár mun verða varið 1250 milljónum króna til vegaframkvæmda í landinu. En þótt framfarir hafi orð- Íð miklar í vegamálum er þó enn ólokið stómm verkefnum og ber þar fyrst að telja vega- og brúargerð yfir Skeiðarár- siand, en sú framkvæmd er nauðsynleg til þess að hring- vegur verði um landið. Vega- framkvæmdir á þessu svæði hafa lengi verið miklum erf- iðleikum háðar, en í ræðu, sem Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra, flutti um þetta mál fyrir nokkm á Al- þingi kom fram, að verkfræð- ingar telja nú, að engir tæknilegir örðugleikar séu lengur á vega- og brúargerð þama. Mun undirbúnings- starfi verða haldið áfram og lét samgöngumálaráðherra í ljós von um, að framkvæmdir gætu hafizt sumarið 1972. Gizkað hefur verið á, að framkvæmdir þessar muni kosta 200—300 milljónir króna. Að undanförnu hefur verið til meðferðar á Alþingi fmmvarp, sem Jónas Péturs- son hefur flutt um happ- drættislán Vegasjóðs vegna þessara framkvæmda. Fmm- varp þetta hefur þegar verið samþykkt í neðri deild þings- ins og allt bendir til, að það ERLEND TIÐINDll Egyptar sýna frið- arvilja — ísraelar vísa öllu á bug ÞEGAR Anwar Sadat var kjörinn eftir- maður N’as.ser.s aem forseti Egypta- lands áliitiu fleatir hann sviplausan og lítilsigldain mann, sem örlögin höfðu borið óvænt í valdastól. FæStir bjugguat við að verulega miumdi kveða að þess- uim rólega manni, sem heinnuxinn veitti fyrst athygli, er mynd birtist af honum, þar sem hann var studdur harmiþrung- inn út úr útvarpsstöðinni í Kaíró eftir að hafa tillkynnt egypzku þjóðinni lút Nassers. í fyrstiu heyrðist Mtið frá Sadat oig styrkti það enm igrun mamna um, að ekki væri við mikiiu að húast af homum. Það sem kannski gleymdist að. taka með í reikininiginn var, að öltt egypzka þjóðin var lömuð af sorg etftir lát Nassers og óvissan um framtíðina lá eins og miara yfir henmi. Nasser hafði verið föðurmynd Egypta svo oig anm- arra Arabaþjóða, og það var hanm sem axlaði byrðarnar og tók á sig ábyrgð- ina. Við lát hanis urðu Egyptar allt í einu að honfast i augu við staðreynd- irnar sjáfflfir og takast á við vandamál- in. 1 fyrstu ræðumium, sem Sadat fl'utti, fylgdi hann í eimu og öEiu stetfnu Nass- ers og oft var sem Nasser væri að tala í gegnuim hann. Harðiínustef na gagmvart ísraelum var ríkjamdi og hót- anir af beggja há'lfu dag'ltegt brauð. En síðam fór allt í eimu að kveða við annan og áður óþekktan tón. Það fór að votta fyrir friðarvilja. Israelar létu þetta sem vind um eyru þjóta, því að atf fyrri reynsdu töldu þeir allar yfirlýsingar Araba þjóna þeim til- gangi einum að ganiga í auigum á um- heimimuim eða þeir hefðu eitthvað óhreimt i pökahorninu. I sl. mánuði Skýrði svo sendiherra Egypta hjá Sam- einuöu þjóðunum frá því í viðtali við bandarískt dagblað, að Egyptar væru reiðuibúnir til að viðurkenma ísraela sem fuldivalda rfki, m'eð því skilyrði að ísraelar takmörkuðu fjöllda innflytj- emda. I stjómarslkrá Israels segir, að ölium Gyðimigum í heknimum sé frjá'Ilst að flytjast til ísraels, þannig að engin von er til að ísraelar geti genlgið að skilyrðimu, enda óvíst að Egyptar hafd gert ráð fyrir því. Það sem mestu méli skiptir hór, er að þetta er í fyrsta skipti í sögu Israels, sem Egyptar bjóðast til að viðurkeinma tilverurétt þess. Þetta gerðist 16. febrúar gl. em sama dagiinn og viðtailið var t'ekið við Zayyat, hafði hann gengið á tfumd Gunmars Jarrings sáttasemjara S.Þ. og afhent honum svar egypzku stjórnari-nnar við friðarum-lteit- urwm hanis. Það hefur e-nn ekki verið upplýst í hverju þessar friðarumleitanir Jarrimgs fól-u-st, því að hamn hefiur aldrei viljað segj a orð við fréttam-emm um starf sitt. Það sem vitað er um svar Egypta, er að þar kamiur firam í fyrsta skipti villja- yfihlýsinig af háltfiu þeirra um að semja frið við ísrael'a og viðu-rfeemma landið sem fullvalda ríki. Anwar Sadat sagði í viðt-ali við Arnaud de Borchgra-ve, rit- stjóra bandaríska tímaritsina Newsweek er de Borchgrave spurði hanm hvað Egyptar myndu fást til að setja in-n í friðarsáttimála: „Ef ísraefar Skila okkur aftur l'andi okkar, eins og álýktuin Ör- yggisráðs Sam-einuðu þjóðamma s-egir til urn, mumum við viðunkenina óskertan og órjúfanile-gam sjál-fstæðisrétt al-lra rikja á þessu svæði þ.ám. ísraelis. Þessu lofuðum við að viðlögðum drengskap. Við ætlu-m okku-r ekki að vim-na 'lamd af ísraeluim, það eru ísraelar, sem ætla sér að taka land frá okkur. Örugg og viður- ken-nd landamæri Israel-s v-erða tryggð af fjórvelduniu-m og þar með fulilveldi þess. ísraelar mumu njóta fullllkomins si-glinigarfrellsis um Súezskurð og Tirans- sund, það verður einnig tryiggt. En til þess að allt þetta mál nái fram að ganga, verður að finna réttlláta iausn á Palestínuvandamáilinu.“ Þó að Sadat tali hér um að ísraelar verði að ski-la aftur herteknu s-væðun- um, hefuir það komið fram, að Egyptar eru reiðubúnir að semja uim það mál og Sadat hefur ekki útiíokað ein-hverj- ar breytingar á landamærum ísrael-um i hag frá því -sem var fyrir sex daga stríðið. Fyratu viðbrö-gð ísraella við hinni breyttu stetfnu S-adats voru neikvæð. Að vísu sagði Golda Meir, forsætisráð- herra ísraels, að ísraelar fögnuðu þessurn ummæl-uim, en sagði jafnframt að þau táknuðu í raun og veru enga breytingu og að ísraelar myndu ekki draga lið sín frá herteknu avæðunum. Þá saigði hún einnig, að ísraelisstjórn myndi taka máli-ð til gagnigerrar at- hugunar, áður en svar ísraela yrði semt til Jarrings. Sadat fordæmdi þegar hina neikvæðu afstöðu ísraela og hótaði að lieggja málið fyrir Öryggisráð Sameinu-ðu þjóðanina, ef ísraelar kæmu ekki með einhverjar tilglakanir á móti. Þótti mörgum nú illa horfa með frið í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs, og Rússar notuðu tækifærið og fóru atf stað með áróðursherferð geign ísraelum og sögðu þá allis ekki vilja semja um frið. Skoruðu Rússar á Bandaríkjamerun að leggja hart að fsraelium að slaka til. Nokkrum dögum aeinna flutti Sadat svo enn ræðu, þar s-ern hann lýsti því nú yfir að Egyptar hef-ðu fallið frá því að leggja málið fyrir Öryggisráðið. Þegar hér var komið sögu hafði Sadat raunverulega páknann í höndunum, e-n ísraelar voru komnir í klípu, því að a'lmenniinig.gáliítið í heiminum var þeim allt í einu ek-ki eins hliðhollt og það hafði verið. 24. febrúar sl. svaraði svo Golda Meir forimllega til-lögum Egypta og vísaði þeim algerl-ega á bug. Hún sagði að ekfci kæmi till mála að fsraellar flýffu allt h-erlið sitt á brott frá öfflum her- nurndu gvæðunum. Við þ-etta syrti aftur I álimn og frá Egyptalandi he-yrðuat á ný raddir um, að Egyptar myndu leggja málið fyrir Öryggigráðið ef ísrae'lar slökuðu elkiki til. Bandaríska dagblaðið The New York Timies sagði í frétt frá Washimgton sl. þriðjudag, að Nixon for- geti væri mjög vonsvikinn yfir svari ísraela, en tal-smaður bandaríska utan- ríkigráðuneytisiins vfsaði á bug þeim orðrómi, að Nixon legði har-t að ísraell- um að þeir slök-uðu til. Blaðið sagði í frétt, að svo virtist sem stt'fni hefði Framhald á bls. 21. verði einnig samþykkt í efri deild á þessu þin-gi. Engum getum skal að því leitt, hvort með happdrættisláni þessu verður hægt að afla nægilegs fjár til framkvæmdanná á Skeiðarársandi, en enginn skaði er að reyna þessa fjár- öflunarleið. Hringvegur um landið mundi opna nýja möguleika, sem við gerum okkur ekki fyllilega grein fyrir í dag. Enginn vafi er á því, að ferðam-annastraumur í kring- um landið mundi aukast mjög mikið og þar með tekjur þeirra byggða, sem liggja að aðalumferðaræðum á þessari leið, Hr i n gvegur inn mviindi einnig ten-gjá saman byggð- imiar héir við Faxaflóa og á Suðurlandsundirlendinu og byggðirnar á Austfjörðum, ekki sízt sunnanverðum Aust- fjörðum, sem hingað ti-1 hafa verið í næsta takmörkuðu vegasambandi. Af þessum sökum eru vega- og brúar- gerð á Skeiðarársandi sú framkvæmd, sem leggja ber ein-na mesta áherzlu á næstu árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.