Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 0. MARZ 1971 Samskipti íslands og Færeyja: Báðar þjóðirnar hafa hag af auknum samskiptum — sagöi Eyjólfur Konráð Jónsson 1 þingræðu í gær ÞÓTT þegar fyrir hálfri öld og raunar nokkrum sinnum síðar, hafi verið vakin at- hygli á því hve fráleitt það er, að samskipti íslendinga og Færeyinga eru ekki meiri en raunin hefur á orðið, hef- ur lítil breyting orðið til bóta. Helzt er það nú hin allra síðustu ár, að fólk í báðum löndunum gerir sér grein fyrir því, að auka þarf sambandið >nilli þjóðanna og er það vafalaust fyrst og fremst að þakka flugsam- göngum, sem uppi hefur ver- a™a , _ Ræðumaður vék siðan að oðr- ið haldið, sagði Eyjólfur Kon- ráð Jónsson í þingræðu í gær, er hann mælti fyrir þings- ályktunartillögu, er hann flytur ásamt þingmönnum úr öllum flokkum, um aukin samskipti íslendinga og Fær- eyinga. Eyjólfur Konráð Jónsson minnti í upphafi ræðu sinnar á þær breytingar, sem orðið hafa á Færeyjaflugi Flugfélags ls- lands og sagði ljóst, að það væri miklum amnmörkum háð að sinna flugi áfram milli Isiands og Færeyja án þess að njóta hagnaðar af fjölförnustu leið- inni milli Færeyja og Danmerk- ur. Kynni þess vcgna að verða hætta á því, að flugsamigöngur milli fslands og Færeyja yrðu strjáffli í framtiðinni en verið hefði og jafnvel að þær féllu niður, ef verulegur halli yrði á þessu flugi. Nauðsynlegt er þess vegna, að islen/.k stjórnarvöld fylgist með framvindu mála og veiti atbeina sinn til þess að treysta samgöngur milli land- um samskiptum fslendinga og Færeyinga og sagði, að þau hefðu verið allt- of Mtil að undan förnu og raunar al'la tíð. Leikur ekki á tveim tungum, að báð- ar þjóðirnar gætu haft marg- vísilegan hagnað af þvi að auka samband sin á Mengunarhætta af olíuhreinsunarstöð — verði athuguð EINS og kunnugt er liggur fyrir Alþingi frumvarp frá rikisstjórn inni um stofnun undirbúningsfé- lags til að athuga um rekstur olíuhreinsunarstöðvar. Iðnaðar- nefnd neðri deildar hefur nú lagt fram breytingartillögu við írumvarpið þess efnis, að ráð- stefna skipi nefnd þriggja sér- fróðra manna, tilnefndra af fram kvæmdanefnd Rannsóknarráðs ríkisins til þess að afla upplýs- inga um mengunarhættu, sem stafa kann af olíuhreinsunarstöð. Skal nefndin skila áliti. áður en tekin verður ákvörðun um bygg- ingu stöðvarinnar. Félagsljósin tendruð. Æskulýðsdagurinn í Garðakirkju Á MORGUN, sunnudag, fer fram helgisamkoma, kl. 11 f.h. á vegum Æskulýðsfélags Garða kirkju í tilefni af æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Þar mun for- maður félagsins, Sævar Finn- bogason, flytja ávarp, hugleið ingu dagsins flytur Björn Helga son, menntaskólanemi, leik- flokkur æskufólks sýnir lát- bragðsleik undir stjórn Jónínu Jónsdóttur leikkonu og sungnir verða æskulýðssöngvar. Við at höfnina syngur Garðakórinn undir stjórn Guðmundur Gils- sonar, organista. Æskulýðssamkomur félagsins hafa ávallt verið mjög vel sótt ar og skal tekið fram, að á sunnudaginn eru allir að venju mjög velkomnir. millli, ekki sízt á þeim tímum, þegar bæði smáþjóðir og simá- fyrirtæiki eiga undir högg að sækja vegna vo'ldugra heilda, margháttaðrar samvinnu og sam steypu fyrirtækja. Eyjólfur Kon- ráð Jónsson sagði síðan: Bættar samgöngur við Færeyj- ar á undanfömum árum hafa stuðlað að því, að nokkuð hefur mjakazt í þá átt, að samskiptin ykjust milli þjóðanna, en miklu meira má geia í því efni. En þótt samvinna á sviði við- skipta og efnahags.mála sé báð- um þjóðunum mikilvæg, er hitt þó aðalatriðið, að íslendingar og Færeyingar eru náskyldar þjóð- ir, og ekki er vamsalaust, hve takmörkuð samskipti þeirra á sviði menningarmála hafa verið. Væri ekki óeðiliilegt, að íslend- inigar hefðu frumkvæði að því að auka þessi samsikipti, og kem- ur þá margt til greina. Til dæm- is mætti auðvelda færeysikum námsmönnum að sækja mienntun til Mands með því að veita fær- eyskum stúdentum styrki tii náras við Hásikólann — og raun- ar líka að athuga, hvort unnt væri að gera færeyskum stúd- entum kleift að verða aðilar að lán'aisjóði námsmanna, ef þeir sæktu nám hingað til lands. Áherzlu ætti að leggja á sölu færeyskra bóka á íslandi og ís- lenzkra bólca i Færeyjum, is- lenzkir og færeyskir blaðamenn þyrftu að auka samskipti sín, embættismenn og stjómmála- menn að sækja Færeyjar heim og bjóða færeyskum starfs- bræðrum að koma hingað til lands, og atvinnurekendur og sérfræðingar þyrftu að skiptast á skoðunum og auka samvinnu sína. Margt fleira kemur auðvitað til greina, svo sem aukin sam- skipti íþróttamanna, heimsóknir íslenzkra leikflokka til Færeyja og færeyskra leikflokka hingað, sýnintgar á málverkum hverrar þjóðarinnar um sig i hinu land- inu, samvinna tónlistarmanna o.s.frv. o.s.frv. Eysteinn Jönsson kvaðst hafa gerzt meðQutningsmaður að þessari tillögu með miikilli ánægju. Enda stæði það fáum nær en fultrúa Austfírðimga að stuðia að aukn- Jj um samskiptum , við Færeyinga. jff Hann kvaðst hafa dvalið i Færeyjum i eina viku sl. sumar — Meistaramót Framhald af bls. 30. þátt í 50 metra hlaupinu, en hann á íslandsmetið í þeirri grein, 5,8 sek., og hefur hann einnig hlaupið á 5,9 sek. Þó má búast við að Bjarni fái keppni á mótinu, þar sem Valbjörn Þorláksson hljóp nýlega á 6,0 sek., og virðist nú vera í ágætri æfingu. Einnig má búast við harðri keppni í 60 m grinda- hlaupinu á milli þeirra Val- björn, Borgþórs Magnússonar og Stefán Hallgrímssonar, en þeir hafa sigrað í þessari grein til skiptis á mótum í vetur. í atrennulausu stökkunum má búast við sigri Elíasar Sveins- sonar, sem er í stöðugri fram- för og varð fimmfaldur ungl- ingameistari á unglingameistara mótinu, sem fram fór fyrir skömmu. og það hefði rumnið upp fyrir sér á þeim dögum, hvíilílkt tjón það hefur verið, að samskipti þessara þjóða hafa verið svo lítil, ekki sízt á menninigarsvið- inu. Ný mál ★ Steingrímur Pálsson og Sig urvin Einarsson hafa flutt á A1 þingi þingsályktunartillögu um kaup og rekstur þyrilvængju á Vestfjörðum. ★ Friðjón Þórðarson, Pétur Sigurðsson, Jónas Árnason og Lúðvík Jósepsson, hafa flutt á Alþingi frumvarp um breyt- ingu á siglingalögum. ★ Ríkisstjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp um að lækka úr 22% í 16% þann hluta aem tekinn er af afla skipa, sem selja erlendis áður en til hlutaskipta kemur. k Eðvarð Sigurðsson og Magn ús Kjartansson hafa flutt frum varp um 40 stunda vinnuviku. Orðaskipti um nefndarskipan — milli þingmanns og ráðherra í GÆR kom til nokkurra málum og orsökum þess, að orðaskipta í Sameinuðu þingi ekki fengjust nægilega marg milli Eggerts G. Þorsteinsson ir kennarar að Hjúkrunar- ar, heilbrigðisráðherra og kvennaskólanum. Einars Ágústssonar, er hinn Einar Ágústsson stóð þá siðarnefndi mælti fyrir þings upp og las upp úr ræðu er ályktunartillögu sem hann ráðherrann hafði flutt sem flytur um ráðstafanir vegna svar við fyrirspurn 28. okt. skorts á hjúkrunarfólki. sl. þar sem hann sagði, að í ræðu sinni beindi Einar ráðuneytið hefði ákveðið að Ágústsson þeirri fyrirspurn skipa nefnd til þess að at- til heilbrigðisráðherra, hvað huga aðstöðu og starfsrétt- liði störfum nefndar er hann indi þessa fólks og undirbúa hefði boðað að skipuð yrði frumvarp, sem væntanlega til þess að kanna þessi mál yrði iagt fyrir þetta þing. og semja lagafrumvarp til úr Eggert G. Þorsteinsson bóta. kvaðst viðurkenna, að rétt Eggert G. Þorsteinsson, væri eftir sér haft og sagði, sagðist ekki minnast þess, að að hann teldi sig ekki minni rætt hefði verið um nefndar mann, þótt hann viðurkenndi skipan en upplýsti, að nú það. Aðalatriðið í þessu máli stæði yfir athugun í heil- væri þó ekki nefndarskipun brigðisráðuneytinu á þessum heldur að leysa vandann. IBH í 2. deild. Varla er við því að búast að Hafnfirðingar veiti ÍS mikla keppni i þessum leik. Um kl. 20 hefst leikur iR og Ár- manns í I. deild. Með sigri sínum í þessum leik eru ÍR-ingar orðnir um 90% ör- uggir um sigur í þessu þriðja Islandsmóti í röð. En leikurinn gegn Ármanni er alls ekki unn- inn fyrirfram, og allt eins gætu Ármenningar sigrað. Þeir hafa nú ekki leikið í tvær vikur, að- eins æft, og eru leikmenn liðs- ins því væntanlega orðnir nokk- uð hungraðir í leik — og sigur. Dómarar um holgina: KR — Þór Hörður Túliníus Ólafur Geirsson. Valur — UMFN Jón Eysteins- son, Kristinn Jörundsson. iR — ÁRMANN Hilmar Ing- ólfsson, Rafn Haraldsson. — ffk. — Trimm F’ramhald af bls. 30. inn í þetta heilsubótar- og lík- amsræktarkerfi, eru sannkallað- ar trimmferðir. Fyrsta ferðin er á sunnudag og verður þá gengið á Úlfars- fell. I þessum mánuði eru svo sunnudagsferðir á Grimmans- fell, Reykjanes—Grindavík og Sveifluháls—Krýsuvík. Allt er gert til að hafa kostn- að eins lágan og kostur er á og fólki auðvelduð þátttaka eftir mætti. Börn borga t.d. hálft gjald. Á endastöðvum hinna fjöl- mörgu gönguleiða verður innan skamms settur upp vel varin geymsla með gestabók og er ætl- azt til að menn riti nöfn sín i þær. Bæklingurinn um „Göngu- trimm" fæst eins og aðrir trimm bæklingar í bóka- og sportvöru- verzlunum. — Körfubolti Framliald af bls. 30. Er því hér um lokatækifærið að ræða fyrir UMFN, þvi sigri Val- ur, þá getur ekkert bjargað UMFN frá neðsta sæti mótsins. Annað kvöld á Soltjarnarnosi kl. 19 Fyrri leikurinn er milli IS og LEIÐRETTING í GREIN Braga Ásgeirssonar í blaðinu í gær um íslenzkt sjón varp og myndlist, féll úr ein lína en í staðinn kom undan gengin lína í tvígang. Gerði það setninguna illskiljanlega og þar sem þetta var ein af lykilsetn- ingum greinarimnar þykir rétt að endurtaka hana í heild. . . .„Nú skilst máski, að sjón- varpið hefur af vangá markað sér þá varhugaverðu stefnu að andæfa gegn eðlilegu listrænu mati sjónmennta. Það hefur því tileinkað sér það menningarmat, að enginn myndlistarmaður með sterka sjálfsvitund og metnað mun að óbreyttu óska aðildar að slíkum fréttaflutningi. Ann- arra kosta er ekki völ, því að ella viðurkenndi hann þá stefnu að vanmeta þekkingu og mennt un á myndlist og samþykkti, að slíkum viðhorfum væri haldið að almenningi, en slíkt er í al gerri mótsögn við heimspekl hvers þroskaðs myndlistar- manns".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.