Morgunblaðið - 06.03.1971, Síða 15

Morgunblaðið - 06.03.1971, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 15 Sigurþór Þorgilsson, kennari: Raunhæfur „Poppskóli“ — Ný markmið — Nýjar leiðir markmiðunum gjörbreytt, frá hinu hefð bundna fyrirkomulagi í skólum okkar. Jafnhliða þvi, að kennarar verða marg- ir að líta á uppeldisþátt skólans í nýju ljósi og endurmeta starfsvið sitt, verða þeir og skólamenn i heild, að kynna fyrir forráðamönnum barna hin breyttu markmið. Skólinn mun þvi í framtíðinni þurfa að hafa náið samband við foreldra, svo þeir fái að sjá og kynnast öllu því, sem skólinn er að gera og ætlar að gera, svo og vandamálum þeim, sem skólinn á við að stríða. t>eir þurfa að fá upp- lýsingar um skipuiag skóians og tilhög- un kennslunnar, breytingar þær, sem verða frá hinu hefðbundna formi með tiiliti til markmiða og leiða, prófa og einkunna. Nemendur og aðstandendur þeirra verða að vita, hvaða námsefni stendur til boða, þegar á efri stig skól- ans kemur og um leið, að allt náms- efni skólans stendur báðum kynjum, jafnt til boða. Þcir þurfa að fá að vita, að skólinn ætlar að hverfa frá námi minnisatriða með tilheyrandi próf- um og einkunnagjöfum, og einbeita nú kröftum sínum að alhliða þjálfun og hæfni, þar sem nemendum er kennd tæknin við að afla sér fróðleiks á eig- in spýtur, hugsa út frá námsefninu og hagnýta sér það í starfi. Það er stað reynd, að allir þættir náms og uppeld- is þurfa þjálfunar við. Tilfinninga- og viljalíf ekki siður en hinir vitrænu þætt ir. Félags- og siðgæðisvitund verður að vekja með þvi starfi, sem frám fer á vegum skóians, innan hans og utan. Ekkert siðgæði þekkjum við betra en kristið siðgæði. Það höfðar oft til til- finninga- og viljalífs, er skapgerðarmót andi og hin kristna undirstaða er fyr- ir hendi. Siðgæðis- og félagsvitund verðúr bezt vakin í starfi að námsefn- inu sjálfu. Öll markmiðin eru tengd innbyrðis og verða naumast aðskilin í fræðslunni. Nemendur eru ólíkir og sýna við at- hugun, að þeim hentar ekki öllum sama leiðin. Auk þessa hefur hver einstakl- ingur sínar veiku og sterku hliðar. Það er augljóst að ein ákveð- in kennsluaðferð getur ekki mætt þeirri dreifingu greindar, þroska, áhuga og hæfni, sem er að finna inn- an hverrar deildar. Skipulegt samband kennslu- og starfsaðferða viðhafðra í bekkjarkennslu, hópvinnu og einstakl- ingsvinnu stuðlar bezt að því að mark- miðum skólans verði náð. Uppeldis- og kennslufræðin hefur ár um saman unnið að eins konar „úttekt" eða mati á undirstöðuatriðum fræðsl- unnar, sem bezt hafa reynzt koma til móts við hinar breytilegu þarfir nem- endanna og leiða þá inn á heillavæn- legar brautir. Foreldrar þurfa að kynn ast, hvað hér er um að ræða, og kenn- arar þurfa að notfæra sé þessa þætti i uppeldisstarfi sínu og vera stöðugt vak andi fyrir þróun á hinu kennslufræði- lega sviði og samhæfa hana sinni kennslu. Hér skal nánar greint, hvað um er að ræða. HINN HVETJANDÍ ÞÁTTUR Það hefur löngum verið ijóst að náms efni, lært án áhuga, er illa lært og fyrr eða síðar staðnar sá nemandi, sem sagt er við: „Þú lærir þetta, hvort sem þú hefur áhuga á þvi eða ekki.“ Þar sem árangur í námi er svo háður vilj- anum til þess að læra, verður skólinn að gera allt, sem í hans valdi stendur •til þess að námsefnið og námið veki áhuga nemendanna og mæti þörfum þeirra að þessu leyti. Mikla þýðingu hefur í þessu sambandi, skipulag og nið urröðun námsefnisins og starfsaðferð- anna innan skóians og innan bekkj- anna. Námsefni og aðferðir sem að þyngd og innihaldi liggja fyrir ofan þroskasvið nemendanna, eru ekki hvetj andi og geta á skömmum tíma brotið niður starfsviljann. Til þess að áhugi vakni fyrir vænt- anlegu starfi, þarf námsefnið að vera „við hæfi" nemendanna. Gildir þá oft að hið fyrsta samband nemendanna við námsefnið sé hvetjandi á einn eða ann- an hátt, og hefur kynning kennarans á námsefninu sjálfu oft úrslitaþýðingu. Þar reynir kennarinn að tengja náms- efnið ákv. þáttum í daglegu lífi eða reynslu nemendanna og lætur þá ekki hjá líða að draga fram skemmtilega þætti úr námsefninu og tala um mark- miðið, sem stefnt er að. Með frjálsu samtali reynir kennarinn að finna hvar hvetjandi þættir, tengdir námsefninu, leynast hjá börnunum. Þennan neista notfærir kennarinn sér og reynir að glæða hann og skapa eftirvæntingu. í umræðunum reynir kennarinn að draga fram þætti, sem snerta tilfinningalíf og viljalíf nemendanna, til þess að vekja innri hvatningu. Ágæt leið til styrktar hvatningunni, er að láta nemendur hjálpa til við skipulag í námseiningar á eigin námsefni. Er þá skilyrði, að námsefnið sé afmarkað og fyrir augum þeirra sem ein heild. Við þá yfirferð og niðurröðun fá þeir yfirlit yfir efni það, sem starfa á við og þjálfun í að draga fram atriði, sem skipta máli, en hafa þó efnið sem heild i huga. Hin tæknilegu hjálpargögn, fjöl- breyttar heimildir, vettvangsathuganir o.fl. eru hvetjandi þættir. Hvatning er með tvennu móti. Hin innri og hin ytri hvatning. Innri hvatning verður til fyr- ir áðurnefndar aðferðir, sem orsaka að nemendur finna hjá sér einskæra löng un til þess að hefjast handa i starfi að námsefninu sjálfu, vilja vita meira, hlakka til þess að hefja samvinnu við aðra og bíða óþolinmóðir eftir að fá að hef jast handa. Ytri hvatning verður oftast til vegna hróss, keppni eða væntanlegra launa (einkunna) fyrir námið. Lengra skal það ekki rætt og ekki heldur munur- inn á þessu tvennu, en hitt skyldi at- hugað: „Hvor eldurinn verður langærri, sá sem lagður er í eikarstokkinn eða hinn, sem kveiktur er í þurru limi.“ NEMENDAVIRKNI Þegar innri hvatning hefur verið vakin hjá nemendum hefst hin raun- hæfa mótandi virkni. Nú hefur skipulag og niðurröðun námsefnisins og hinn hvetjandi þáttur, orsakað við fyrstu kynni, að nemendur eru móttækilegir fyrir þjálfun í námi og hæfni, sem áætlanir og starfsleiðir kennarans stefna að innan námsefnis- ins. Árangur þess starfs fer siðan eft- ir því, hversu fjölbreytileg og sjálf- Stæð nemendavirknin er. Markmiðið er, að nemendur öðlist, svo fljótt sem auð- ið er, hæfni til þess að geta starfað sjálfstætt að verkefnum sínum. Val og tilhögun námsefnisins miðað við þroska nemandans og áunnin hæfni (náms- tæknin), valda miklu um hvort virkn- in verður raunhæf eða ekki. Virknin er í sjálfu sér ekkert nýtt fyrirbæri í skólastarfi. Hún er þekkt úr skólasögunni frá fyrstu tið. Á eng- an er ráðizt þótt sagt sé að ekki hafi sú virkni verið arðbær alla tið og er hún það sjálfsagt heldur ekki alltaf í dag. En svo langt höfum við náð, að vita að hin mótandi virkni verður að- eins til við það, að hugurinn verði virk ur. Verði hann það ekki i skólastarf- inu, verður aldrei neitt frumkvæði til, engin tengsl frá hinu einfalda til hins flókna, frá hinu hnitmiðaða (konkreta) til þess sem.almennt gildir, (abstrakta). Alltof lítill gaumur hefur verið gef- inn að virkninni í skólum okkar. Allt frá fyrsta skóladegi þarf að virkja huga nemendanna. Það gerist bezt með því, að námsefnið hafi giidi í sjálfu sér, t.d. lestur, skrift og reikningur, svo að nemendur venji sig á að hugsa út frá námsefninu, jafnhliða annarri þjálfun. Góður kennari yngri barna eyðir jafn- vel heilum starfsdegi með börnunum til hugleiðingar og starfs út frá hinu fyrsta orði eða fyrstu málsgrein, sem náðist að lesa sameiginlega. Óljóst hug- boð hef ég um, að rangt lestrarnám og lesvenjur séu orsök þess, að fluglæs nemandi, sem les námsefni sitt margoft yfir, getur engar ályktanir dregið út frá því eða gefið neitt af þvi til baka, án þess þó að til komi ofþyngd náms- efnis eða greindarskortur. Allt námsefni ætti að hafa eitthvert hnitmiðað innihaldsgildi, jafnvel þótt um þjálfunaratriði sé að ræða, vegna þess, að mikilvægt er, að nemendur í lestrarnámi, burtséð frá því hvar þeir eru staddir hæfnislega, venjist þvi að einbeita huganum að innihaldinu og beita hugarflugi sínu út frá því. Inni- haldslausar æfingar I lestri, skrift og reikningi eru leiðigjarnar og þreytandi og virkja ekki hugann. Þær geta hæg- lega stuðlað að gölluðum, vanabind- andi námsleiðum, án huglægra tengsla, svo sem „mekaniskum" lestri og skrift. Að forma og skapa munnlega, skrif- lega og verklega, eftir að hafa hlust- að, lesið og veitt athygli, er virkni. Að uppgötva, gera tiiraunir og vett- vangsathuganir i hinum ýmsu náms- greinum eru dýrmætir, virkjandi þætt- ir, sem skóli framtíðarinnar mun leit- ast við að viðhafa, meira en nú er gert, allt niður í yngstu aldursflokka. Hin félagslega virkni næst með skipulegu, þjálfuðu samstarfi að náms- efninu, þar sem nemendur læræað taka tillit hver til annars, skipuleggja starf saman, hjálpa hver öðrum, bjóða og þiggja hjálp, stjórna og láta stjórnast, og með þvi að njóta samveru yfirleitt. Að meta og vega starf sitt í hlut- falli við getu sína, er einn þátt- ur virkni, sem nemandinn yfirfærir síð- ar frá starfi sínu að námsefninu yfir i að meta og vega öll þau fjölmörgu atriði sem mæta honum í lífinu og hann sjálfur verður að aka afstöðu til. Hann lærir í skólanum að finna mun Eramliald á bls. 18 Dæmi um nemendavirkni. Nemandi liefur aflað sér upplýsinga um nánisefni og flytur í áheyrn bekkjarins. Aðrir beita tælaiiinni að hlusta með athygii og skrá. Dænii um samvinnu. Nemendur læra samvinnu i stærri lión. Hópurin > skipu- leggur komandi starf. Kennarinn aðstoðar í fyrstu. Hvetjandi þáttur. Nemendur leiða hugann að námsefninu, um leið og gripir tillieyrandi þvi eru sýndir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.