Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 0. MARZ 1971 3r * Gífurleg loðnuveiði vestan Eyja Nýjar göngur á leiðinni — Skipin landa á Faxaflóahöfnum GÍFURLEGT loðnumag-n er nú vestur af Vestmannaeyjuni, og: fylla skipin sig þar á skömmum tíma. I»á bendir ailt til þess að ný loðnuganga sé út af InRölfs- liöfða og Tvískerjum á leið vest- ur með ströndinni. Verstöðvar á Suðurlandi eru flestar hættar að taka á móti loðnu, þar eð allaí þrær eru fullar. Sigla nú skip- in mörg hver til Faxaflóaliafna með aflann. Samkvæmt upplýsingum frétta ritara Mbl. í Eyjum eru aðal- loðnumiðin nú um 20 sjómíiur vestur af Eyjum, og fengu loðnu skipin þar góðan afla í gær. I Vestmannaeyjum er að mestu hætt að taka á móti loðnu nema af heimaskipum, sem eru tiltölu lega fá. Um 4—5 skip komu þar til löndunar í gær — öll með fullfermi. Alls hefur verið land- að í Eyjum um 36—40 þúsund lestum. 1 jþorlákshöfn og Grindavík munu allar þrær fullar og er hætt að taka þar á móti. Þá munu þrær að fyllast i Sand- gerði. Til Keflavíkur komu 4 bát ar í gær — Árni Magnússon með 250 tonn, Harpa með 280 tonn, Birtingur með 300 tonn, og Sel- ey með 250 tonn. Tveir bátar lönduðu í Reykjavik í gær — Hafrún 230 tonnum og Gísli Árni, sem var með fullfermi. t>á var Þorsteinn væntanlegur með fullfermi, svo og Ásberg og Ás- geir. 1 nótt var von á Heimi SU til Reykjavíkur með 440—470 tonn. Á Akranesi lönduðu tveir bátar í gær — Jörundur III. með fullfermi og eins Höfrungur. Þá var von á Ólafi Magnússyni með 190 tonn og sprungna nót. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson lá í gær inni á Norðfirði með rifna nót. Mbl. náði tali af leiðangursstjóranum og sagði hann, að svo virtist sem ný loðnu ganga væri á leiðinni við Ing- ólfshöfða. Að vísu hefði ekki 1600 tonn en ekki 50 þúsund MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því fyrir nokkru eftir heimild- um úr Aftenposten, að Norð- menn hefðu selt 50.000 tonn af frystri loðnu til Japans. Sagði í fréttinni, að salan væri sam- tals 150 þúsund hektólítrar, sem blaðamaðurinn sagði að jafngilti 50 þúsund tonnum. Frétt þessi var alröng og hefur framkv.stj. Feitsild salgslaget í Noregi leið rétt þessa rangfærslu, og skýrt frá að seld hafi verið 1600 tonn af frystri loðnu til Japans. Blaðaskákin TA - TR SVART. Taflfélag Reykjavíktir. Jón Kristinsson og Stefán Þormar Guðmundsson gefizt tími til að rannsaka hana nánar, en fregnir af þessum slóð um segðu loðnuna smærri en áður, og benti það eindregið til þess að þarna væri ný ganga á leiðinni. Alls fengust 3 þúsund tonn af loðnu á Meðallandsbugt í fyrradag, og fór sá afli allur á Austfjarðahafnir. Morgunblaðinu hefur borizt yfirlit um loðnuveiðina til 28, febrúar. Alls hafði þá verið land að 50.571 tonni af loðnu. Til Seyð isfjarðar höfðu borizt 2224 lest- ir, til Neskaupstaðar 7321 tonn, til Eskifjarðar 5443 tonn, til Fá- skrúðsfjarðar 2449 tonn, til Stöðvarfjarðar 2245 tonn, Djúpa vogs 2207 tonn, til Homafjarð- ar 4976 tonn, til Vestmannaeyja 22.280 tonn, til Stokkseyrar 16 tonn, til Þorlákshafnar 633 tonn, til Grindavíkur 877 tonn. Ráðstefna um al- mannatryggingar — hefst í dag HVÍTT: Skákfélag Akureyrar, Guðmundur Búason og Hreinn Hrafnsson 24. leikur hvíts — D el x R e3 í DAG kl. 13.30 hefst ráð- stefna Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykja- vík um almannatryggingar að Hótel Loftleiðum. Að lokinni setningu ráðstefn- unnar mun Ólafur Björns- son, alþm., flytja erindi um tilgang og þróun al- mannatrygginga og þátt þeirra í félagsmálalöggjöf. Síðan ræðir Gunnar J. Möll- er, fraankvæfmdastjóri, um fjárhagsgrundvöil og skipu- lag a 1 mannat ry gg i n ga. Þá talar Geirþrúður Bernhöft, ellimá'lafulltrúi, um velferðar- mál aldraðra og Sveinm Ragn- arsson, félagsmálastjóri, Plyt- ur erindi um aiimannatrygg- — Nixon Framhald af bls. 1 vélar sityddu einhvers konar að- gerðir gegn Norður-Víetnam. Forsetinn kvað það stefnu Bamdarikjanna að flytja á brott allt heriið sitt frá Suðaustur- Asíu, þótt ekki væri hægt að ábyrgjast að bardagar héldu ekki áfram í Víetnam, Laos og Kamibódiiu .Hann neitaði að láta uppsikátt hve margir bandarísk- ir hermenn yrðu eftir í Suðaust- ur-Asíu er forsetakosnimgamar færu fra.m i Bamdarfkjunum 1972, en sagði, að nokkurt herlið yrði kyrrt í Víetna.m svo lengi sem Bandarikjamenn væru fang- ar hjá kommúniistum. Nixon sagði, að afstaða Banda- rík j'astj órnar ti'l Peking-stjómar- innar myndi mótasit af afstöðu Kinveirja til Bamdaríkjanna, en bætti því við, að bandariska stjómin myndi ekki fatlast á að Peking-istjómin fengi aðiild að Sameinuðu þjóðunum ef það hefðl í för með sér brottvisun Formósu úr samtökunum. Hann kvaðst vongóður um að samnáng ar rnvndu taikast við Sovetstjom- ina itm takmörkun á smíði kjarn- orkuvopna. Hann vísaði á bug tflraunum Rússa ti'l þess að knýja fram pólvfcÍLska lauisn á deii'umál'unu.m í löndunium fyrir botni Miðjarð- arhafs. Hawn lagði áherzlu á, að ísraei og Arabaríkin yrðu að ha’da áfram viðræðum sínum í þvi sikymi að ná samkomuilagi um friðarsáttmála. Hann kvaðst vona að báðir aðilar sambykktu að fra.mi'engja vonnah'léð. annað hvort óformlega eða með sairrvn- ingi um að bardagar yrðu ekki hafnir að nýju. Hann vék sér undan að svara bvi hvort Bandaríkjastióm legð fas't að hinni isræ'stou að skuld binda sig tii að flvtja heriið sitt á brott frá herteknu svæðunum en lét í það skína að það vær vi’ii bandarisku srt jómarinnar Wí hann kvaðst telja örvg'T fsraels betur trvggfc með fiór veldayfirlvsingu en áframhald andi hemámi arabiskra svæða Þá hét hann ísraehim áfram haklarvdi voonaaðstoð, enda yrð að viðhalda valdajafnvaegi í bessum hermshluta. ingar og félagsmálaþjónustu. Eftir kaffihlé starfa urnræðu- hópar og almemnar umræður verða. SUNNUDAGUB Ráðstefnan heldur áfram eftir hádegi á sunnudaig og hefst þá kl. 14.00 með fram- söguerindi Guðjóns Hansens, tryggingafræðings, um al- mannatryggin'gar og skyld svið, sem löggjöf og kjara- samningar taka til. Þá ræða Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, og Pétur Si'g- urðsson, alþm., um atvinnu- leysistryggimgar og fengna reyns'lu. Þá verður kaffihlé, umræðuhópar starfa og al- mennar umræður að lokum. — Bruni Framhald af bls. 32 sem hlaupið hafði út frá hús inu að hringja í slökkviliðið. Er inn kom stóð húsmóðirin í stofunni og var að reyna að ráða niðurlögum eldsins með blautu handklæði. Log- aði þá upp eftir veggnum og út um gluggann. Ég þaut inn í eldhúsið, en þar var eng inn, en fann börnin síðan í svefnherberginu ásamt föð- urnum, sem var að vakna. Ég tók kornabarn úr rúmi sínu og ýtti síðan öllum barnahópnum á undan mér út í gegnum eldhúsið. Maður inn fór að leita sér að föt- um. Þegar við komum að for- stofunni, var hún alelda. — Börnin urðu hrædd og vildu snúa við, en ég ýtti þeim áfram í gegnum logana, sem þá voru þó ekki svo magnað ir að neinn brenndist. Konan fór síðan með börnin í næata hús. — Maður, sem var að sýsla þarna fyrir utan, kom nú með stiga og reistum við harm upp við svefnherbergis gluggann, þar sem húsbónd- inn var inmi. Rétt í þann mund braut svo maðurinn, :em var inni, gluggamn og komst út. Var húsið þá orðið mannlaust og nokkrum augnablikum síðar kom slökkvilíðið. — Húsbóndiin-n skarst smávegis á hendi við það að brjóta rúðuna í glugg anum, en sá skurður var ekki alvarlegur. — Jú, það má segja að hurð hafi skollið nærri hæl- um. Húsið fylltist fljótlega af reyk og eldi og- logamir stóðu út um dyr og glugga. Miki.nn reyk lagði yfir hverf ið, enda mun húsið hafa ver ið einangrað með hálmi og timbrið mun hafa verið orðið æði þurrt. Tel ég að mér hafi komið að góðum notum reykköfunarþjálfun sú, sem ég og félagar mínar höfum fengið í slökkviliðinu — sagði Guðmundur Kristins son að lokum. Hafrún kom fyrst loðnubáta með loðnu til Reykjavíkur til bræðsiu, og landaði í Sundahöfn. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Danska kvenrétt- indafélagið 100 ára Ólöf Pálsdóttir flutti ávarp fyrir hönd Kvenréttindafélags Islands f SÍÐUSTU vilku miinnfcist danska kvenréttindafélagið 100 ára af- mælis sínis með margvísiiegium háltíðahöldum. Vair boðið þang- að fuHlfcrúuim kverLnasamitaka á Norðurlönduim. álöf Pá'ilsdóttir, sendiherrafrú, mætti við hátíða- höldin fyrir hönd Kvewréttinda- félags íslands samikvæmt ósk þess. Hélt hún ræðu á fjölda- samkomu í ráðhúsi borgarmnar og flutti dönskum- konum toveðj- ur og ámaðaróskir KvenTétt- indafélags íslands og ísilenzkra kvenina. Afhenfci hún formarmi féiagsins, frú Eviu Hamimer Han- sen, skál'dkoniu, listaverkabók Jónis Stefánissonar, listmiálara. Aðairæðu’ma á þessum hátíðar- f-u.ndi fliufcti frú Lis Groeis, fyrr- verandi ráðherra. Rakti hún sögu danskrar kvenréttindabar- áttu. Næsta dag hafði forseti dansika þingsins, Canl Skytte, móttöku fyrir komumar í Þjóð- þingimu. Voru þar fluttar margar ræður, m. a. tölmðu þar Hilmar Baunsgaard. forsætisráðherra, Per Hækkerup, fyrrverandi ufc- anríkisráðherra, og Bodil Koch, fyrrverandi ráðherra. Bílvelta á Elliðaárbrúm SLÆM bílvelta varð á Elliðaár- brúm seint í gærkvöldi. Þarvalt jeppi, tókst á loft og stakkst á toppinn fyrir utan veginn. Þrennt var í bílnum, hjón með ungt barn, en öll sluppu furðu- lega vel — aðeins konan skarst á augabrún, en ekki alvarlega. Slæm lýsing er á veginum við brýrnar. Ökumönnum er mjög gjamt á að setja háu ökuljósin á vegna myrkurs og blinda þá hverjir aðra, enda bar bílstjóri jeppans að hann hefði blindazt. Nýbreytni í guðsþjón- ustum á æskulýðs- daginn — söngvar í léttara formi, — helgileikrit ÆSKULÝÐSMESSUR verða lialdnar úti um allt land á morg- un, sem er æskulýðsdagur kirkj- imnar. Eru þær margar með nýju sniði, sér í lagi eru söngv- ar í léttara formi, þótt ekki séu það poplög. Æskulýðsfélag Hallgrims- kirkju annast guðsþjónustuna i sínum söfnuði. Helgi Einarsson og Kristin Ólafsdóttir leiða þar sönginn, ungmenni spyrja spurn inga og verður það í stað pré- dikunar, vixllestur verður úr dag blöðum og ritningunni og áherzla er lögð á sem virkasta þátttöku kirkjugesta. Þessi guðsþjónusta hefst kl. 11 og verð ur plakati dagsins, sem ber yfir- storiftina Hvert ætlarðu? dreift við kirkjudyr. 1 Langholtskirkju verða einn- ig ýmsir nýir þættir, bæði i tali og tónum. Ungmenni stíga við- ast hvar í stólinn, t.d. prédikar inspector scholae á Akureyri, nemandi og kennari í Réttar- holtsskólanum taka til máls við guðSþjónustuna þar. Helgileikir eru víða settir á svið, og koma þá gjaman í stað lesturs guðspjalls. Má sjá í messuauglýsingum dagsins að þeir verða m.a. í Garðakirkju, Laugarneskirkju og Árbæjar- skóla. Kvöldvökur verða allvíða. 1 Hafnarfjarðarkirkju gengst æskulýðsnefnd safnaðarins fyrir henni, verður þar þjóðlagatrió sem kennir unga fólkinu nýja söngva, ungmenni fjalla um spurninguna: Hvert ætlarðu? 1 Hallgrímskirkju er væntanleg- um fermingarbörnum boðið til kvöldvökunnar og á Akureyri verður árshátíð æskulýðsfélaigs- ins þar í kirkjukjallaranum. Hópur ungs fólks hefur ann- azt undirbúning dagsins ásamt æskulýðsfulltrúa sr. Bemharði Guðmundssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.