Morgunblaðið - 06.03.1971, Side 7

Morgunblaðið - 06.03.1971, Side 7
MORGUNBLAÐlf), LAU GARDAGUR 6. MARZ 1971 7 FÁST - 20 SÝNING Mjög góð aðsókn Iiefur verið hjá Þjóðleikhúsinu að leikritinu Fást, sem verður sýnt í 20. skiptið n.k. sunnudag. Einkennandi er að óvenju niargt ungt fólk hefur sótt sýningar leiksins og er það gleðilegt að þetta sígilda skáldverk hefur vakið athygli b:eði hjá ungum og öldnum. Um 60 leikarar og aukaleikarar taka þátt í þessari viðamiklu sýningu Þjóðleikhússins og auk þess kemur hljómsveitin Trúbrot þar frant. Myndin er af Gunnari Eyjólfs- syni og Sigríði Þorvaldsdóttur i hlutverkum sínum. I NN I IÉGREYKTI I LÍKA VÍSUKORN Hnígur sóíin hægt I mar, hljóðnar fuglakliður. Yfir landi alls staðar, unaðs hvilir friður. Gunnlaugur Gunnlaugsson. Á kyndilmessu 1970. Kyndilmessa komin er, kólnar tíðarfarið. Þegar vertíð byrja ber, bólgnar sjávartrafið. k.þ. Skuggar f>6 að sölin skíni skært skuggar leynast víða. Ýmsir sjá sér ennþá fært eitthvað við að stríða. Eysteinn Eymundsson. Kýr er ein og kapaldróg, kúgildið og f jórar ær. Ekki þækti öllum nóg eigur við að bjargast þær. Arni á Stórahamri. ÁHEIT OG GJAFIR Háteigskirkja Áheit N.N. kr. 1.000 Áheit I.Ö.J. 100. Þakkir. Spakmæli dagsins Lítið verzlunorhúsnæði óskast við góða götu í borginni. Tilboð merkt: „Verzlunarhúsnæði — 6896" sendist Mbl. fyrir miðvikudag. SAMBYGGÐ TRÉSMÍÐAVÉL óskast til kaups. Kaup á öðrum trésmiðavéfum kemur einnig til greina. Upplýsing- ar í síma 96-41437. FJÖGURRA TIL FIMM herbergja íbúð óskast á feigu. Hjón með tvo drengi 10—15 ára. Alger reglusemi. Uppf. 4 í síma 85091. NÝKOMIÐ perforerað masonit, 4x9 fet. Byggir hf — sími 52379. ALLT TIL SAUNABAÐKLEFANS efni, uppsetning innifalin. Byggir hf, sími 52379. iESIfl JW<irsual>Tnbi5» DncLEcn Avallt fyrirliggjandi eikarparket, tigfar og borð pússað og lakkað, tistar og undirfagspappír. Byggir hf, sfmi 52379. Opið frá kl. 10—1 faugardag. GOTT PÍflNÓ óskusl Upplýsingar í síma 18645 milli kl. 5 og 7 í dag. BREYTTIS GUÐ VIÐ GOLGATA? nefnist erindi, sem Sigurður Bjarnason flytur í. Aðvent- kirkjunni Reykjavík sunnu- daginn 7. marz kl. 5. Ólafur Ólafsson syngur ein- söng. Blandaður kvartett. Allir velkomnir. Stoinun hlutuiélugs I ráði er stofnun hlutafélags um fyrirtæki, sem mun starfa a.m.k. fram yfir þjóðhátíðarárið 1974. Hér er um áhættuláusa fjárfestingu að ræða, sem gæti skilað góðum arði, en krefst allverulegs stofnfjár. Hlutafélagið verður ekki formlega stofnað né hlutafé inn- borgað að neinu leyti fyrr en í beinu sambandi við hina fyrirhuguðu fjárfestingu. Þeir sem áhuga hafa á málinu, sendi nöfn sín og heimilisföng í umslagi merkt: „Árið 1974 — 7050" til afgreiðslu Morgun— blaðsins. Verða þeim veittar allar upplýsingar um málið og gang þess fram að þessu, en það hefur verið vel undirbúið. Bændamenning I stuttu máli sagt þurfa bænd urnir að eflast að sjálfsvirð- ingu. Og nú kemur spurningiri: Skiptir borgarbúa og bæjar- menninguna það engu, hvernig fer með sveitamenninguna? Geta borgarbúarnir látið sér lynda að vera aðeins hlutlausir áhorfend ur að þeirri yfirvofandi hættu, sem sveitamenningin er nú í? — Hér auglýsist skammsýni borgar búans og uppskafningsháttur hans. Hann gerir sér ekki ljóst, að þegar vér höfum sóað þeim andlega og menningarlega und irstöðuforða, sem sveitamenning in er í þjóðlífinu, þá er öll þjóð in og þar með bæirnir komin í sveltu. Öll þjóðin setur niður, ef bæirnir geta ekki lengur litið upp til neins í sveitunum. Þess vegna ættu engir að láta sér annara um að halda upp heiðri sveitanna en borgarbúar. Þeir styrkja sjálfa sig með því að virða bændurna. Takmarkið er gagnkvæm virðing, sem ekki læt ur sig varða ytra svipmót, held ur jafnvirði. — E. Berggrav. ' Heildsalar Iðnfyrirtæki óskar eftir sambandi við heildsala sem vill kaupa framreiðslu þess. Tilboð merkt: „Fatnaður — 6443" sendist Mbl. fyrir mið- vikudag. Sjúkraþjálfari óskast hálfan daginn. Upplýsingar í síma 16318. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Sumarbústaður eða sumarbústaðarland óskast til kaups, helzt við Þingvalla- vatn. Upplýsingar eftir kl. 18.00 í síma 35785. Pípur og fittings nýkomið, hagstætt verð. Laxveiðimenn Stjórn Veiðifétags Vestur-Eyfellinga leitar eftir tilboðum um leigu á Rimhúsaál og vatnasvæði hans, með tilliti til laxaræktar. Nánari upplýsingar veitir stjórn veiðifélagsins, en formaður þess er Einar Sveinbjarnarson, Yzta-Skála, sími um Varmahlíð. Tilboðum sé skilað til afgreiðslu blaðsins fyrir 25. marz, merkt: „Veiði — 7102". Réttindi eru áskilin til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Ég undirritaður Stefán Kristjánsson Holtagerði 48, Kópa- vogi hefi selt hr. kaupmanni Pétri Daníelssyni Svalbarði 4, Hafnarfirði verzlun mína Kjarakjör, Kársnesbraut 93, Kópa- vogi. Salan miðast við 1. marz s.l. og eru mér allar skuld- bindingar verzlunarinnar eftir þann tíma óviðkomandi. Um leið og ég þakka ánægjuleg viðskipti á liðnum árum, vil ég beina því til fyrrv. viðskiptavina minna, að þeir láti núverandi eig- anda njóta þeirra. Virðingarfyllst, STEFÁN KRISTJÁNSSON. Samkvæmt framansögðu hefi ég undirritaður Pétur Daníels- son keypt verzlunina Kjamakjör, Kársnesbraut 93, Kópavogi. Kaupin miðast við 1. marz s.l. og eru mér allar skuldbind- ingar verzlunarinnar fyrir þann tíma óviðkomandi. Ég mun kappkosta að veita alla þá beztu þjónustu sem völ er á. Virðingarfyllst, Pétur Daníelsson Svalbarði 4, Hafnarfirði. /. Þorláksson & Norðmann hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.