Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1971 31 TOTTENHAM - ASTON VILLA KNATTSPYRNULEIKURINN, sem sjónvarpið sýnir í dag, er úrslitaleikur í bikarkeppni ensku deildanna og eigast þar við Tott enham og Aston Villa. Leikur- inn íór fram á Wembley-leik- vanginum í Lundúnum og voru áhorfendur 100.000, sem greiddu tæpar 28 milljónir ísl. króna í aðgangseyri. Bikarkeppni ensku deildanna var sett á laggimar árið 1960, en í fyrstu þótti lítið til hennar koma, þar sem mörg beztu fé laganna sniðgengu hana. Árið 1967 var úrslitaleikur keppninn ar fluttur á Wembley og síðan hefur áhugi manna á keppn- inni farið vaxandi, enda vinnur sigurvegari keppnininar sér rétt til þátttöku í Borgakeppni Evr ópu (European Fairs Cup). Úr slit fyrri úrslitaleikja bikar- keppninnar á Wembley hafa orð ið þessi: 1967 Q.P.R. — W.B.A. 3:2 1968 Leeds — Arsenal 1:0 1969 Swindon — Arsenal 3:1 1970 Man. City — W.B.A. 2:1 Að þessu sinni berjast Tott enham og Aston Villa um bikar inn, en í undanúrslitum vann Tottenham Bristol City og Ast on Villa vann Manch. Utd. — Tottenham Hotspur var stofn að árið 1882 og hefur leikið í deildakeppninni síðan árið 1908. Félagið er nú eitt auðugasta fé lag Englands og sl. tólf ár hefur það varið á þriðja hundrað millj ónum ísl, króna til kaupa á leik mönnum, enda hefur árangur fé lagsins verið glæsilegur á sama tíma. Tottenham hefur tvisvar sinnum unnið 1. deild, árin 1951 og 1961, og fjórum sinnum hafn að í öðru saeti. Félagið hefur fimm sinnum komizt í úrslit ensku bikarkeppninnar, árin 1901, 1921, 1961, 1962 og 1967, og ætíð borið sigur úr býtum. Þá vann félagið Evrópukeppni bikarhafa árið 1962 og varð fyrst enskra félaga til að vinna Evrópukeppni. Glæsilegasta ár í sögu Tottenham var árið 1961, en þá vann félagið bæði 1. deild og bikarkeppnina, en engu öðru félagi hefur tekizt að vinna slíkt afrek á þessari öld. Framkv.stj. Tottenham er Bill Nicholson, sem var fyrirliði félagsins um langt árabil. í liði Tottenham eru margir landsliðsmenn svo sem Jenriings (írland), Kinnear (ír land), Knowles (England), Pet ers (England), Mullery (Eng- land), Chivers (England) og Gilzean (Skotland), en hann lék hér á íslandi með Dndee árið 1960. Þá má einnig geta þess að Mike England miðvörður liðsins, sem er welskur lands liðsmaður, getur ekki leikið með liðinu í dag vegna meiðsla. — Tottenham leikur í hvífcum peys um og dökkbláum buxum. Aston Villa var stofnað árið 1874 og hefur átt sæti í deilda- keppninni frá upphafi eða í 83 ár. Aston Villa er eitt frægasta félag Englands og fram til árs- ins 1967 var það jafnan í fremstu röð. Félagið vann 1. deild árin 1894, 1896, 1897, 1900 og 1910 og hafnaði átta sinnum í öðru sæti. Aston Villa hefur unnið bikarkeppnina oftar en nokkurt annað félag eða sjö sinnum alls, árin 1887, 1895, 1897, 1905, 1913, 1920 og 1957. Þá hefur félagið leikið tvisvar til úrslita í bikarkeppni deild- anna og unnið keppnina einu ainnL Árið 1967 urðu þáttaskil í sögu Aston Villa, en þá féll félagið í 2. deild og í fyrra féll þetta fræga félag í 3. deild. Félagið er nú meðal efstu liða í 3. deild og margir spá því, að innan skamms komist Aston Villa aftur í 1. deild. Framkv.- stj. Aston Villa er Vic Crowe, sem var leíkmaður hjá félaginu um langt árabil. Aston Villa leik ur í vinrauðum og bláum peys- um og hvítum buxum. Liðín, sem leika í dag eru þannig skipuð: Tottenham 1. Jennings 2. Kinnear 3. Knowles 4. Mullery fyrirUði 5. Collina 6. Beal 7. Gilzean 8. Perryman 9. Chivers 10. Peters 11. Neigbour 12. Pearce Aston Villa 1. Dunn 2. Bradley 3. Aitken 4. Godfrey fyrirUði 5. Turnbull 6. Tiler 7. McMahon 8. Rioch 9. Lochhead 10. Hamilton 11. Andersori 12. Gibson Við skulum þá láta fara vel um okkur fyrir framan sjón- varpsskerminn og horfa á úr- slitaleik í bikarkeppni ensku deildanna milli Tottenham úr 1. deild og Aston Villa úr 3. deild. — R.L. Haustak er vinsælt bragðí „wres thling“-glímunni og ervenjulega hvergi dregið af, ef það á annað borð næst Tekizt á af öllu af li í Laugardalshöllinni Bandarískir ,wresthlingkappar‘ keppa og sýna hér sunnudags- og mánudagskvöld SVO sem frá hefur verið skýrt í blaðinu koma hingað til lands um þessa helgi nokkrir banda- rískir „glímu“-menn og sýna þeir í Laugardalshöllinni á sunnudags- og mánudags- kvöldið. Kapparnir koma hing- að á vegum Knattspyrnufélags- ins Þróttar, en Grétar Norð- fjörð, sem starfar hjá Samein- uðu þjóðunum, hí-fur séð um samninga við glímumennina og verður Grétar fararstjóri hóps- ins sem hingað kemur. Keppendurnir sem sýna og keppa í Laugardalshöllinni eru eftirtaldir: William Farrell Hann hefur unnið 345 glímu- keppnir. Hann varð Banda- ríkjameistari 1962, míeðlimur í bandarísku sveitinni er tók þátt í heimsmeistarakeppninni 1962, glímumeistari New York- ríkis 1956 og 1968. Kanadameist- ari 1958. Hann fór í keppnisferðalag til Mexíkó og Suður-Ameríku 1960 og vann þá allar sínar keppnir. 1969 og 1970 varð hann 'í öðru sæti í Bandaríkjamieist- aramóti glímuþjálfara. Hann hefur verið virkur þátt- takandi . í glímu, þungavigt, Vetrarmót í Minni-bolta hafið — með þátttöku sjö liða FYRSTA vetrarmót sem haldið er hérlendis í minni-bolta er Breiðholts- *_ hlaup IR BREIÐHOLTSHLAUP ÍR fer fram í 3ja sinn sunnudaginn 7. marz og hefst eins og fyrri hlaupin kl. 14.00. 2 fyrstu hlaupin voru fjöl- menn og hafa nú rúmlega 150 hlaupið til þessa og því er nú þúizt við enn fleiri þátt- takendum. Allir nýir þátttakend ur eru því beðnir að mæta tím- anlega til skrásetningar, helzt ekki síðar en kl. 13.30, svo núm eraúthlutunin gangi fijótt og greiðlega. Eins og fyrri hlaupin er þetta hlaup opið öllum og allir vel- kom.nir til að reyna sig. Skokk- arar og Trimmarar eru enn einu sipni boðnir sérstakllega velkomnir. nýlega hafið með þátttöku sjö liða frá sex félögum. Síðan minni-boltinn var innleiddur hér fyrir um það bil einu og hálfu ári hefur farið fram eitt opinbert mót, en það var á Íþróttahátíð ÍSÍ sl. sumar, og þótti það mót takast sérlega vel og lofa góðu um framtíðina. Liðin, sem þátt taka í móti því er nú er nýhafið eru þessi: Ármann KR ÍR (Langholt) Valur Fram Grótta ÍR (Breiðholt). Eitt félagið, þ.e. Grótta, tekur nú í fyrsta skipti þátt í körfu- boltamóti, og er von til þess að það sé aðeins byrjunin á körfu knattleiknum hjá félaginu. Leik in verður heil umferð, og mun hvert lið leika helming ieikja sinna á sínum heimavelli, þ.e. í þeim sal sem það æfir í. — gk. frá 1956 til 1969, er hann gerð- ist þjálfari. Hann hefur verið valinn þjálf ari bandarísku glímusveit- arinnar á Olympíuleikunum 1972, þá er hann starfandi sem ráðgjafi fyrir Washington Red- skin Football Team, en það er eitt þekktasta „knattspyrnu“- liðið þar í landi. Farrell rekur sitt eigið fyrir- tæki, er framleiðir íþróttaáhöld. Chikara Murano: Hann er japanskur að þjóðerni. Þrisvar hefur hann orðið glímu- meistari íþróttasambandsins á austurströnd Bandaríkjanna, einu sinni meistari Bandaríkj- anna í grísk-rómv<erskri glímu, einnig meistari í glímu fyr- ir áhugamenn. Tvisvar hefur hann hlotið verðlaun fyrir glímu fegurð. Hann varð menntaskóla meistari Bandaríkjanna í glímu 1965 og 1966. Tvisv- ar hefur hann unnið meistara- mót Japans í gtímu fyrir áhugamenn og hann var í öðru sæti í heimsmeistaramóti í glímu í Indlandi 1966. Carlos Molina: Meistari New York-ríkis í glímu, karate- meistari og júdo-meistari New York-ríkis. Carlos er frá Kúbu, Skólamótið í knattspyrnu SEX lið eru nú eftir í knatt- spymukeppni skólanna, og leika þau sin á milli á Háskólavellin- um laugardaginn 6. marz. Á þriðjudaginn fór fram einn Deik ur og sigraði þá Menntaskólinn í Hamrahlíð Verzlunarskóla fs- lands með 2 mörkum gegn 1. Þá átti einnig að fara fram leikur milli Kennaraskóla fslands og Menntaskólans að Laugarvatni, en síðarnefndi skólinn gaf leik inn. Keppnin á Háskólavellinum hefst kl. 14 á laugardaginn og Verða þar eftirtaldir leikir: Menntask. Rvík, — Háskólinn Verzlunarskólinn —Iðnskólinn Menntask. Hamrahlíð — Kennaraskólinn. en stundar nám í New York. Mark Milier: Hann hefur 5 sinnum verið meistari New York-ríkis í grísk-rómverskri glímu. Hann var í bandarísku glimusveitinni, er tók þátt í Ol- ympíuleikunum í Mexíkó og hann varð í öðru sæti í meist- aramóti Bandaríkjanna í grísk- rómverskri glímu 1970. Joe Bavaro: Hann er íþrótta- kennari við háskóla New York- ríkis. Tvisvar hefur hann orðið menntaskólameistari Bandaríkj- anna í glímu. 1967 varð hann í öðru sæti í irDeistaramóti Bandaríkjanna í glímu, einn- ig var hann í öðru sæti í sama móti 1970. Tvisvar hefur hann verið glímumeistari íþróttasambands Bandaríkj anna á austurströndinni. Tvisvar ver- ið meistari New York-ríkis í glímu og var valinn skemmti- legasti glímumaður New York- ríkis 1970. Henry Wittenberg, þjálfari: Hann er starfandi kennari við menntaskóla New York-borgar, og er aðalkennslugrein hans glíma. Hann hefur orðið New York- meistari í glímu 12 sinn- um, Bandaríkjameistari 8 sinn- um. Hann varð Olympíusigur- vegari í glímu á leikunum í London 1948, en í öðru sæti á leikunum í Helsinki 1952. Hann var aðal-glímuþjálf- ari lögregluliðs New York í 13 ár, þá varð hann þjálfari bandaríska landsliðsins gegn Rússlandi, síðar gegn Tyrklandi, íran, Búlgariu og Póllandi og hann var þjálfari bandarísku glímusveitarinnar er tók þátt í Olympíuleikunum í Mexí- kó. Sjötti þátttakandinn í íslands- förinni er svo Connie Callagher, en um hann hafa ekki borizt upplýsingar. Sem fyrr segir keppir hópur- inn og sýnir á sunnudags- og mánudagskvöld í Laugardals- höliinni og má búast þar við miklum átökum. Hafa kappam- ir óskað eftir því að fá íslenzka keppinauta, en harla ólíklegt er að nokkurn fýsi í krumlurnar á þessum þrautþjálfuðu heljar- mennum, og þeir verða því að láta sér það nægja að lumbra hver á öðrum. En þama verðuir vafalaust um sklemmtilega keppni að ræða — keppni í íþróttagrein, sem ekki hefur sézt hérlendis fyrr nema á sjónj varpsskermi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.