Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1971 Leikritið „Svartfugl“, sem Ömólfur Árnason hefur samið eftir sögu Gunnars Gunnars- sonar, er frumsýnt í Þjóðleik- húsinu í kvöld, fimmtudags- kvöld. Blaðamaður Mbl. fyligdist með einni af siðustu æfingum á leiknum á dögun- um og spjallaði lítillega við lelkstjórann Benedikt Árna- son og Örnólf Árnason. Söguefnið, Sjöundármorð- in er meðal þeirra saikamála, sem frægust hafa orðið á ís- landi. Bjarni bóndi á Sjöundá á Rauðasandi og Stein- unn Sveinsdóttur urðu mökum sínum að bana til þess að þau gætu sjálf fengið að eigast. Um glæpina varð ekki uppvíst strax, þótt almannarómur tæki fljót- og Bjarna og réttarhöldin yf- ir þeim sem enda með játn- inigu beggja og líflátsdómi. Sdheving sýslumaður kveð- ur dóminn upp yfir þeim: Scheving: Bjarni Bjarna son skal fyrir framið morð á Jóni sáluga Þorgrimssyni naestliðinn 1. april, sem enda þótt hann haldi því fram í játningu sinni, getur engan veginn álitizt hafa gerzt í nauðvörn og fyrir fádæma guðlaust morð á sinni sak- lausu konu, Guðrúnu Egiils- dóttur, sem hann þann 5. júní drap í þeim tilgangi að ganga á eftir að eiga Stein- unni Svein&dóttur, klípast þrisvar sinnum með glóandi töngum, missa lifandi hægri hönd sína og seinast höfuðið, sem hvort bveggja setjist á stjaka upp yfir líkamanum, sem grafist á aftökustaðnum. Steinunn Sveinsdóttir skal, fyrir yfirlagt ráð o>g meðvit- und um dráp manns síns og áform um og tilraun til að drepa Guðrúnu með eir- svarfi, ásamt fyrir áeggjanir Steinunn fyrir réttinum, um hroll, hann finnur að átök og óhugnaður eru ekki langt undan. í upphafi leiks- ins erum við stödd á hlað- inu hjá Saurbæjarkirkju. Þangað kemur Bjarni á Sjö- undá og rogast með ólögu- legt kistuskrifli. Séra Eyjólf- ur Kolbeinsson segir: — Skritin kista atarna! B.jami: Ert þú nýi kapei- láninn okkar? Hvað heitirðu annars ? Eyjólfur: Hvað ert þú með þarna í kistunni? Bjarni: Bjarni heiti ég, Svartfugl‘ frumsýndur í kvöld Benedikt leikstjóri sagði, að leikritið væri i þremur þáttum, en byggt upp af sam- tais sextíu atriðum, flestum stuttum. — Efnið í Svartfugli er svo stórkostlegt, að það var mjög freistandi að færa það upp á leiksvið, segir Benedikt. — Þarna eru allsráðandi heitar og stjórnlausar tilfinningar, sem ekki verða tamdar, en kannski eru þær mannlegar samt, þegar á allt er litið. Ég er ekiki rétti maðurinn ti'l að kveða upp úr með, hvernig sýningin tekst. Við höf- um æft í tvo mánuði, leikar- ar eru 26 auk nokkurra stat- ista O'g leikhúsverk eru yfir- leitt þannig, að þau mætti halda áfram að vinna enda- laust, alltaf er eitthvað sem má færa til betri vegar, allt- af má halda áfram að fin- pússa. Svo að við vitum ekki hvenær við getum verið ánægð. En það vona ég að meðferð okkar hér í leikhús- inu verði ekki ti'l að rýra hlut Gunnars skálds Gunnarssonar. lega til starfa, en siðar voru þau handtekin, réttur yfir þeim settur og þau játuðu á sig morðin. Síðan voru þau bæði tekin af Lífi. „Svartfugl" kom út 1929 á dönsku, en all- mörg ár liðu unz bókin kom út í íslenzkri þýðingu. En all- ar götur síðar hefur Svart- fugl verið meðal þeirra bóka Gunnars Gunnarssonar, sem hvað mest hafa verið lesnar bæði hér á landi, í Dan- mörku og víðar. Aðspurður um það, hver hefði verið aödragandi þess að leikgerð var unnin upp úr Svartfugli sagði Örn- ólfur, að hann og Benedikt hefðu rætt þetta við Þjóðleik- hússtjóra, sem ieizt v©l á hug myndina. Örnólfur gerði síð- an drög að verkinu og hélt áfram að vinna það og hefur samning tekið hátt á annað ár. Örnólfur sagðist að vísu vera skrifaður fyrir leikgerð- inni, en hann hefði haft mikla og góða sa.mvinnu við Benedikt, einkum um allt er varðaði tæknileg vandamál sviðsins. Scheving sýslumaður (Gunnar Eyjólfsson) og séra Eyjólfur í Saurbæ (Gísli Alfreðsson) og eigin verkanir tilhjálp við hennar morðs fullkomnun þann 5. júní, missa höfuðið og það siðan uppsetjast á stjaka, en kroppurinn grafist á aftökustaðnum. Bæði skulu hafa fyrirgert landi og laus- um aurum til konungs. (Sakborningar eru leiddir brott, eiins og í leiðslu. Allir fara nema Scheving og séra Eyjólfur). Eyjólfur: Nú erum við þá orðnir manndráparar líka. Scheving (með góðlátlegu brosi) Mannblót haldast nú vist lengst af. 1 einhverri mynd! Rúrik Haraldsson fer með hlutverk Bjarna á Sjöundá og Guðrúnu konu hans leik- ur Briet Héðinsdóttiir en Kristbjörg Kjeld leikur Steinunni og Árni Tryggva- son, mann hennar Jón Þor- gímsson. Með önnur stór hlut verk fara Gísli Alfreðsson, Ævar Kvaran, Gunnar Eyjólfsson, Erlingur Gísla son, Herdís Þorvaldsdóttir og Valur Gislason. Leikmyndir eru eftir Gunnar Bjarnason og ljósameistari er Kristinn Daníelsson. h. k. Bjarnason, bóndi á Sjöundá. Þeir sem ég er með hérna í kistunni . . . það eru höld- arnir mínir . . . Ég var vanur að kalla þá það. Bjarni o>g Egill hétu þeir . . . átta og sjö ára . . . þeir fengu hóst- anm um daginn . .. konan mín hefur verið með hóstann alla okkar hjúskapartíð . . . það eru nú orðin ellefu ár. En þessir hérna . . . þeir þoldu hann ekki. . . þeir voru farnir áður en varði . . . Næsta mynd er frá jarðar- för höldanna og síðan tekur hvað við af öðru, við skyggn- umst inn í bæ á Sjöundá. Þar er loft orðið lævi blandið vegna samdráttar þeirra Bjarna og Steinunnar og Jón Þorgrímsson, sá kokkál- aði eiginmaður lætur óspart gremju sína í Ijós. Það llður ekki á löngu unz Jón Þorgrímsson hverfur, hartn er sagður hafa hrapað úr Skor- arfhlíðum, en það vekur grun- semdir við næstu guðsþjón- ustu, að Steinunn lætur ekki sjá sig. Siðan rekur hver at- burðurinn annan, andlát Guðrúnar konu Bjarna, síðar handtaka þeirra Steinutnnar Svo er farið að prófa ljósin; þau hafa mikla þýðingu í sýn ingunni, sviðið er dirnmt; það setur fljótlega að áhorfandan Steinunn og Bjarni á fangelsisloftinu eftir handtökuna. Með hlutverk þeirra fara Kristbjörg Kjeld og Rúrik Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.