Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 20
, 20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐ-AGUR 18. MARZ 1971 Sjálfsíæðisfélögin í Hafnarfirði. Spilakvöld Spilað verður í S.iáifstæðishúsinu fimmtudaginn 18. marz kl. 8,30 stundvíslega. — Kaffiveitingar. — Góð kvöldverðlaun. Málfundafélagið Óðinn heldur stórglæsilegt BINGÓ að HÓTEL BORG í kvöld fimmtudag 18 þ.m Allt Sjálfstæðisfólk velkomið. Samtök ungs Sjálfstæðisfólks í Langholts-, Voga- og Heimahverfi halda almennan fund fimmtudaginn 18. marz kl. 20,30 í fé- lagsheimili Samtakanna að Goðheimum 17, Gestur fundarins verður JÓHANN i £ HAFSTEIN forsætisráðherra og flytur hann erindi, sem nefnist „LANÐ- HELGI og LANDGRUNN". Er þetta byrjunin á sérstakri kynn- ingu og fræðslu, sem Samtökin ætla að standa fyrir um Landhelgtsmál Islendinga. Allt ungt fólk i þessum hverfum er hvatt til að mæta á þessum fundi. Vestmannaeyjar — EYVERJAR V estmannaey jar - F.U.S. Haldinn verður félagsfundur í litla salnum í samkomuhúsinu fimmtudaginn 18. marz n.k. og hefst kl. 20,30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Umræður um aðstöðu til æskuiýðs- starfs i bænum. Félagar fjölmennum! STJÓRNIN. ísafjörður — ísafjörður B Y GGÐ ASTEFN A Ungir Sjálfstæðismenn efna til fundar um: BYGGÐAÞRÓUN og BYGGÐASTEFNU mánudaginn 22. marz kl. 20,30 i Sjálf- stæðishúsinu, ísafirði. msgMSi Frummælendur: ELLERT B. SCHRAM og HERBERT GUÐ- MUNDSSON. Furvdurinn er öltum opinn og fólk hvatt til að fjölmenna og bera fram munnlegar eða skriflegar fyrirspumir og ábendingar. S.U.S. Fylkir F.U.S. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og málfundafélagið Óðinn efna til fræðslufundar í Valhöll v/Suðurgötu laugardaginn 20. marz kl. 2 e.h. Fundarefni: SKIPULAG VERKALÝÐSSAMTAKANNA OG VINNULÖGGJÖFiN. Frummælendur verða: Pétur Sigurðsson, alþm., Sverrir Hermannsson, form. L.I.V. og Hibnar Guðlaugsson, múrari. Að loknum framsöguræðum verða frjálsar umræður og fyrirspumir. Fundurinn er opinn öllum stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins meðan húsrúm leyfir. Kvikmyndir I næturhitanum Leikstjóri: Norman Jewisson. Handrit: Stirling Silliphant eftir sög’u John Ball. Kvik- myndataka: Haskell Wexler. Klipping: Hal Ashby. Tónlist Quincy Jones. Helztu leikendur: Rod Steig- er, Sidney Poitier, Warren Oates, Scott Wllson. Tónabíó. ÞEGAR Rod Steiger tók á móti Oscars-verðlaunumim fyrir leik sinn í þessari_ mynd, 1968, sagði hann m.a.: „Ég vil þakka mót- leikara mínum, Sidney Poitier, og saman munum við sigra“. — Með þessu átti Steiger við kyn- þáttavandamálið, sem þá var í algleymingi. Martin Luther King hafði verið myrtur aðeins tæpri viku fyrir afhendingu verðlaunanna, og þessi mál því mjög í brennidepli. Hefur þetta atvik sennilega valdið því, að Bonnie og Clyde, sem hafði ver ið talin líkleg til margra verð- launa, fékk jafn fá og lítil, sem raun bar vitni. „In the Heat of the Night“ greip hins vegar upp 5 verðlaun og „Guess Who Is Comming to Dinner", sem einn- ig fjallar um kynþáttavandamál ið (einnig með Sidney Poitier), hirti tvenn meiri háttar verð- laun. „In the Heat of the Night“ er fyrst og fremst skemmtimynd, sakamálamynd, og ein af þeim betri, sem hér hafa verið sýnd- ar á þessu ári. En hón er jafn framt mjög skörp þjóðfélagsá- deila á kynþáttahatrið. Steiger og Poitier eru eins og tveir and stæðir pólar, hvítur og svartur, sem neistar á milli, og áhorf- endur fara hvergi varhluta af áhrifunum. Eru þeir báðir stór- kostlegir í hlutverkum sínum, þó brenna vilji við, að Poitier sé alltaf Mkur sjálfum sér. Steig er er hins vegar einstakur, frá því fyrsta til hins síðasta, japl andi á tyggigúmmí og drafandi í mæli að hætti suðurríkja- manna. Gillespie lögreglustjóri er að Vísu á stundum ótrúlega ekt- faldur, miðað við þau hyggindi, sem hann sýnir af sér inn á milli, t.d. í röksemdafæarsíuinni við Mr. Tibbs á brautarstöðtani, þar sem hann fær hann tii að snúa til baka og halda áfram rannsókn málsins. Endir mynd arinnar sem sakamálamyndar er einnig dálítið úr lausu Iofti gripinn, en hins vegar heggur lokayfirlýsing morðingjans stórt skarð i allar þær kenningar, sem Gillespie hafði verið að grufla í og eltast við alla myndina. Svertingjahatrið, sem Mr. Tibbs mætir alls staðar í þess- um smábæ, kemur einna bezt fram í atriðinu í gróðurhúsinu; Mr. Endicott, plantekrueigaiid- inn, móðgast svo mjög við þenn an svarta dóna, sem vogar sér að ætla að fara að yfirheyra hann, að hann gefur Mr. Tibbs kinnhest fyrhr frekjuna. En Mr. Tibbs geldur í sömu mynt. Gille spie horfir á, varnarlaus. Mr. Endicott kallar hann til vitnis um þessa svívirðu og spyr, hvað hann æth að gera í málinu. „Ég veit það ekki,“ hvíslar GilJlespie hásum rómi. Þegar Endicott sér Uð ekkert verður aðhafzt, hreyt ir hann út úr sér milli saman- bitinna tannansna: „Ég man þá tíð, að ég hefði getað látið skjóta sig.“ Borgarstjórinm tek- ur í sama streng við Gillespie, segir að hann hefði átt að skjóta hann á stundinni og bera síðan sjálfsvörn við. Það verði jafn- framt erfitt að halda honum i HIÐ FRÆCA VÖRUMERKI TRYGCIR CÆÐIN HIS MASTER VOICE 20” — kr. 24.345,— 24” — kr. 26.435,— NÝ SENDING AF HINUM GLÆSILEGU H.M.V. SJÓNVARPSTÆKJUM. TÆKNI- LEGAR NÝJUNGAR, S. S. TRANSISTORAR í STAÐ LAMPA, AUKA ÞÆGINDI OG LÆKKA VIÐHALDSKOSTNAÐ. HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMALAR. Fálkinn M. Suðurlandsbraut 8, Reykjavík. Rod Steiger, sem B>H Gillespie, lögreglustjóri stöður.ni með þessu móti og hann verði að loea sig við Tibbs hið allra fyrsta. Gillespie lítur á hann með fyrirlitnmgu, snýst á hæl og stefnir að bfl sénuzn. Um leið og hann sezt upp í, spýt ir hann tuggunni út úr sér, tlt að undirstrika fyrirlítningu sína. Ef þetta fyrsta merki þess að að hamn sé farinn að iíta á Tibbs sem mannlega veru e» ekki sem fótþurrfeu. I flestum þeim mynáum, sem Poiti-er leikur i, kemur hann fram sem hirm flekklatísi menntamaður, sérfræðingur, kurteis og heiðvirður og mann þekkj ari af guðs náð. Og þessi mynd er engin undantekning. Þó hefur Tibbs eina óheiðarlega ástríðu, sem sé þá, að steypa Mr. Endiott úr sínum háa sessi. Og Gillespie, sem er fljótari til að skilja þetta en margt annað, finnur nú loksins veikan blett á Mr. Tibbs. En einmitt þegar þetta hefði getað orðið skemmti leg þungamiðja í samskiptum þessara manna, sér Mr. Tíbbs hvaða regimfirru hann er hald- inn, losar sig við hana og held ur áfram að vera hinn fullkomni Haskell Wexler hefur lengi staðíð framarlega meðal kvik- myndatökumaima vestra, og er kvikmyndatakan í „In the Heat . . .“ sérkapítuli. Wexler hefur nýlega iokið við mynd, Medium Cool, sem hann bæði stjórnar og kvikmyndar. Fjölyrða mætti um innri merkingu ýmissa upp stillinga og áferð heilla þátta, eins og t.d. eltingarleiksins, sem er snilldarvel útfærður, en vegna rúmleysis, verða styttri dæmi að nægja. f atriðinu í fangaklefanum, þegar Mr. Tibbs er settur inn til Harveys, hefur Wexler í hverju einasti skoti rimla (skugga af rimlum. á and liti Poitiers), til að minna á, ekki einungis fangaklefann, held ureinnig hindrunina milli hvítra og svartra. Þegar Purdy safnar liði gegn Tibbs, eru þeir sýndlr gegnum limgerði, með barefli sín við bíl Purdys. Forgrunnur inn er út úr fókus og athafnir við bílinn rétt nógu skýrar til að greina það sem fram fer. Er þessi naynd í góðu samræmi við hinar óljósu fyrirætlanir pilt- anna gegn Mr. Tfbbs. Svipaðri tæktú er beitt í næstu atriðum á eftir, þar sem þeir sjást aka um sveitína með háreysti og súpandi sitt brennivín. Tónlistin er mjög spatrleg en nýtur sín um leið mun betur og veitir þá atriðunum gjaman ljóðrænan blæ (endalok eltinga leiksins og keyrslan heim til Mr. Endicott). Auk áðurnefndra aðalleikara er ekki úr vegi að minnast á Warren Oates (SamWood), sem skilar hlutverki sínu með ágæt um. Og ekki er síður ástæða til að geta nýliðanna, Quentin Dean (Dolores Fhirdy), og Scott Wil- sons (Harvey), sem bæði eiga góð augnablik. WHson Iék síð ar annari morðingjann í mynd Trumans Capote, „In Cold Blood“. Meðal annarra orða, ein setn ing úr ,Jn the Teat . . .“ hefur orðið að titli á annarri mynd með Poitier, „They CaTI Me Mr. Tibbs“. Sigurður Srerrir Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.