Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1971 19 Hafið þið nokkurn tíma heyrt um „passabitana"? Það er ekki von, því við hér á íslandi höf- um hvorki finiðnað né fram- leiðslu á nákvæmnistækjum. Heldur ekki stóriðnað, þar sem máli skiptir að hver hlutur sé svo nákvæmlega eins í fram- leiðslu að setja megi til dæmis saman milljónir bíla með hlut- um, sem gerðir eru sinn á hverjum tíma og hvergi skeiki. Þar koma þessir merkilegu „passabitar“ við sögu. Þetta er að vísu lausleg íslenzkun á upprunalega sænska orðinu yf ir þessa merkilegu málmkubba, en hana má til sanns vegar færa, því bitarnir ganga eins og passi eða vegabréf að vél- unum. Víða um heim eru þeir kallaðir öðrum nöfnum. Á ensku Jóa-bitar, og þá kennd- ir við höfundinn Carl Edvard Johansson, sem um síðustu alda mót fann upp þessa merkilegu mælinga- eða stillingaaðferð fyrir stóriðnað framtiðarinnar. En þeir eru enn framleiddir og eru stærsti liðurinn í fram- leiðslu sænska stórfyrirtækis- ins C.E. Johannsson í Eskil- stuna. Það er gamalt fyrirtæki, nú eitt af sænsku stórfyr- irtækjunum og tilheyrir nú orð ið Incentive-hringnum, sem stundum er nefndur Wallen- berg-hringurinn, vegna auðkýf ingsins, sem á stóra hluta í ðll- um fyrirtækjum hans. Það er mjög fróðlegt að sjá hvernig svona nákvæmnishlut- ur eins og passabitarnir, verð- ur til. Að ytra útliti virðast passabitarnir ekkert merkileg- ir, þegar leikmaður heldur í lófa sér á einum slíkum stál- kubbi. Það merkilega við þá er nefnilega ósýnilegt. í þessum litla stálkubbi er innifalin því- lik nákvæmni, að varla er hægt að skilja hana. Tíu milli- metra passabiti í bezta gæða- flokki verður að mælast á lengd með nákvæmni, sem er imnan við fimm hundruð þús- undasta úr millimetra. Það sam svarar þúsundasta hluta af þykkt eins mannshárs. Og auð- vitað verður að gera miklar kröfur til hrjúfleika á yfir- borði á slíku mælitæki. Mesta fjarlægð milli „fjalla og dala“ á yfirborðinu má vera hundraðþúsundasti úr milli- metra. Svo lítil fjarlægð er ámóta og tveir tiuþúsundustu af þykkt eins hárs. Þetta er eiginlega neðan við það sem venjulegt fólk getur skynj að. Frekar að maður fái það á tilfinninguna við að sjá hve mikillar nákvæmni verður að gæta við að búta til þessa bita og alla rannsókna- og útreikn- ingastarfsemina, sem er í kring um það. Þogarv fréttamaður Mbl. kom í verksmiðjuna í Eskilstuna í hópi norrænna blaðamanna á vegum norrænu rannsóknastofnananna Nord- forsk, fengum við að fara inn í verksmiðjuna með ýmsum skil yrðum. Fyrst er komið í and- dyri, þar sem mottan i dyrun- um fer að hristast og burstar allt ryk vandlega neðan af sól- unum og utan af skónum. Eng- inn fer þar inn nema á tand- urhreinum skóm. Starfsfólk skiptir allt yfir í sérstaka skó í dyrunum, þvi ekki má bera rykögn inn í salinn. Síðan er farið i hreinan slopp utan yf- ir önnur föt. Loftið í salnum skiptir miklu máli. Þar verður að halda ná- kvæmlega réttu hitastigi, sem aldrei breytist, rakastig verð- ur að vera hið sama alltaf og kvefuð manneskja getur rugl- að þarna jafnvæginu i loftinu. Opnir gluggar koma auðvitað ekki til greina. Loftið verður að endurnýjast og rykagnir að síast frá. Hitastigið er 20 stig og frávik mega ekki vera meira en 0,5 stig. í venjulegu lofti er okkur sagt að séu 100.000 til 2.000.000 hlutar af rakaefnum í lítra. í venjuleg- um verksmiðjum er reiknað með að rakinn sé ekki meiri en 100.000 hlutar í lítra. Slík- ur raki er alveg útilokaður í verksmiðjusal, þar sem passa- bitar eru framleiddir, Hann hefir áhrif á nákvæmni véla, efnis og mælitækja. Þarna má þola 1000 hluta í litra af lofti. „Hreinn salur!‘ af þessu tagi eða umhverfisverndaður salur, eins og það er líka kallað, ger- . ir miklar kröfur á fjölmörgum sviðum. Einnig til starfsfólks, klæðnaðar þess og framkomu. Til dæmis má ekki hlaupa eða draga fæturna i salnum. Gólf- ið er ryksugað og vætt einu sinni á dag og veggir i salnum og loft einnig með vissu milli- bili. Það er erfitt að skilja að þetta sé nauðsyniegt, þar sem unnið er við að slípa stál- kubba. Ýmislegt hefur þurft að end- urbæta í þessari 50 ára gömlu verksmiðjubyggingu, enda hafa kröfurnar um nákvæmni stöð ugt farið vaxandi síðan gamli Johansson fann upp kubbana með þessa miklu framtíðar- möguleika. Til að uppfylla ná- kvæmniskröfurnar hefur svo þurft að byggja nýtt hús inni ’ í gamla húsinu, þar sem innri veggir eru úr sérstökum lökk uðum trjáviði og á gamla gólf- ið hefur verið sett plasthúð, tréborð og loks slitlag úr nokkurs konar korki. Og til að tryggja stöðugleika i lofti þurfti að setja upp sérstök hreinsitæki, sem hleypa inn 10.000 kubikmetrum á klukku- tíma, þar af minnst 2000 kubik metrum af hreinu lofti. Allt loftið í salnum er síað þar í gegnum fjórum sinnum á klukkustund. Þannig er alltaf tryggður nákvæmlega sami hiti, raki cg rykagnainnihald í salnum. En loftið í hreinsitækj unum fer i gegnum nákvæma upphitun og rakablöndun. Einnig eru ijósin nákvæmlega mæld, þannig að birtan er 750 lux í vinnuhæð alls staðar og breytist aldrei. Varla hefur Carl Edvard Johansson getað gert sér grein fyrir því, þegar hann um alda- mót fann upp og fór að fram- leiða passabitana á verkstæði sínu, að þeir yrðu 70 árum síð- ar orðnir einn af hornsteinum nútíma framleiðslutækni. En svo er orðin raunin og útlit fyrir að svo verði i næstu framtíð. Það er ekki bara frum- hugmyndin, sem er óbreytt, heldur er formið og stærðirn- ar á bitunum í stórum drátt- um eins og þegar brautryðj- andinn gerði þá fyrst, þó að ná kvæmni sé orðin miklu þróaðri. Einkum er það stálið í bit- unum, sem hefur tekið fram- förum og gerir þá miklu sterk- ari og þolnari miðað við fyrri bita, sem höfðu þá áráttu að vilja stækka með tímanum. Markmið Johansons var að gera 5 stykki af 20 mm löng- um kubbum, sem yrðu nákvæm lega 100 mm, ef þeim væri rað- að saman. Nú er markmiðið að 1000 millimetrar af bitum hafi ekki meiri frávik í mælingu en plús eða mínus 0,00002 mm. Og þá kemur nokkuð merkilegt til. Svo að hægt sé að halda slíkri nákvæmni, ef bitiim er raðað saman, þá má ekkert bil verða á milli þeirra. Og þannig er það. Þeir líkt og límast sam- an. Engin örugg skýring er til á þvi hvers vegna, var okk- ur sagt. En eftir að búið er að afskrifa loftþrýsting og segul- drátt sem orsök, þá er sú skýr ing talin líkleg, að sameindir efnisins stjórni þessu. Á ófag- mannslegu máli, að fletimir á tveimur kubbum séu orðnir svo líkir, að efnin haldi að þarna sé um sama hlutinn að ræða og hegði sér í samræmi við það. En hver var ástæðan til þess að þessi litla uppfinning Johansons átti svo langt líf fyrir höndum? Bitarnir leystu sérstakt vandamál, sem þá var að koma í ljós, og gerðu færa fjöldaframleiðslu í verksmiðj- um með nægilegri nákvæmni. Hjartaras þaklkir færi ég börn- um mímum, barnabörnuim, ættingjum og vinum, sem glöddu mig með heimsókn- um, gjöfum og hlýjum kveðj- um á 80 ára afrmælisdegi mínum. Guð blessi ykkur öll. Salóme Kristjánsdóttir frá Sveinsstöðum. Innilegt þakMæti fyrir auð- sýnda vinisemd á áttræðisaf- mæli mínu. Guð blessi ykkur ödl. Ingveldur Magnúsdóttir Vorsabæ. Enn var varla hægt að eygja þetta vandamál um aldamótin. En það varð brátt að stór- vanda með tilkomu bílaiðnaðar ins. Og með stóriðnaðarfram- leiðslu stríðsáranna var slík mælieining orðin lifsnauðsyn. Fastir mælikvarðar og fjölda- framleiðsla krafðist sem undir stöðu ákveðinnar lengdarein- ingar, sem hægt væri að nota við hvaða verksmiðjufram- leiðslu sem er og sem hvaða vél stjórnandi sem var, gæti skilið og notað Til að skilja þú þurfti ekki lærða sérfræðinga. Þannig uppfylltu passabitarnir kröfur iðnaðarins. Gamli Carl Edvard Johans- son er löngu látinn. Árið 1963 gekk fyrirtæki hans í Incen- tive-hringinn í Sviþjóð, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Það er á sama stað og áður, í Eskilstuna, og hefur 500 starfs- menn. Þarna eru framleidd alls konar mælinga- og nákvæmnis tæki og er fyrirtækið frægast fyrir þau. Þetta er ekkert smá- fyrirtæki, þvi það seldi fyrir 25,3 milljónir sænskra króna á s.l. ári og hefur söluskrifstof- ur í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö, en dótturfyrirtæki eru í Danmörku, Englandi, Frakk- landi, Hollandi, Spáni, Vestur- Þýzkalandi og Bandarikjunum. Verksmiðjustjóri er Lars Chr. Eriksson og tók hann á móti norrænu blaðamönnunum og svaraði spurningum þeirra um stóriðnað í Svíþjóð ásamt fram kvæmdastjóra Ineentive-hrings ins, Sten Gustavsson. E. Pá. Ininiilega þakka ég öllum, skyldum og vandalausum, sem heiðruðu mig á áttræðis a fmæli minu 10/3 með gjöf- um, heimsóknum og skeytum. Guð gefi ykkur lamga ævi og góða liðan. Giiómundur I'étuisson. Ölflium þeim, sem mundu eft- ir mér í tilefni 75 ára afmælis míns þanin 7. marz sil. færi ég mitt innilegasta þakklæti. Þorsteinn Stefánsson vistinaóur, Ilrafnistu. í salnuni, þar seni passabitarn ir eru framleiddir, er alltaf ná- kvæmlega sama hitastig, rakas tig og rykkornaf jöldi í lofti. Passabitarnir, sem .loliansson fann upp um síóustu aldamót, notaóir í öllum stóriónaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.