Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1971
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konráö Jónsson.
Aöstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðaf Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
VILJA SAMSTARF
VIÐ KOMMÚNISTA!
^\%%%%%%%%%%(4%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%/30
Stúdentar
haskólinn
l'.
EFTIR
PÉTUR KR. HAFSTEIN, stud. jur.
„ALLIR Islendingar eiga að vera lærð-
ir menn,“ sagði Renedik't skáld Grönd-
al, sá snjalli fræðaþulur. Á sMkum um-
mælum þurfti á þeim tíma ekki frekari
skýringar, en hann notaði orðið lærðir
í þeirri gamalgrónu merkingu, að menn
litu ekki lífið og tilveruna gegnum kýr
augað eitt saman, heldur sæktust eftir
sem mestum daglegum fróðleik og sann
indum í hverju máli, væru víðsýnir og
vakandi . En ,,þá var öldin önnur, er
Gaukur bjó á Stöng“. Nú er hvers
kyns sérhæfing í algleymingi og fer
sízt minnkandi, en slík þróun mála
breytir óumflýjanlega lífsstíl þorra
manna, og margir einangrast svo á eig-
in bás, að þeir fá sig þaðan hvergi
hrært. Vísindin leysa vissulega margan
vanda, en engan svo, að ekki skapist
um leið fjöldi nýrra. Þá koma aðrir sér
fræðingar til skjalanna hver á sínu
sviði og greiða úr hinum tilteknu úr-
lausnarefnum með sömu afleiðingum og
hinn fyrsti vandi var leystur. Loks rek
ur svo að því, að hringurinn iokast á
þann hátt, að nauðsyn kallar á lærða
menn í merkingu Gröndals.
Það má spyrja, hvað menntun sé í
raun og veru, og svörin geta orðið svo
mörg sem svarendur. Til dæmis hefur
það verið sagt, að sönn menntun væri
fólgin í þeim áhrifum einum, sem eftir
verða, þegar menn hafa gleymt ölliu,
sem þeir hafa lært. Vissulega er vand
kvæðum bundið að samræma þá kenn
ingu nytsemdarsjónarmiðum sérfræð-
innar, en um hitt verður tæpast deilt,
að öll þekking byrjar með efa — og
þar endar hún. Ég rakst á það í ein-
hverju blaði fyrir skömmu, að svert-
ingjar í frumstæðum þjóðríkjum Afr-
iku hefðu gert sér að orðtaki, að það væri
ekki það, sem þeir hefðu enga hug-
mynd um, er vandanum ylli, heldur
hitt, sem þeir vissu nokkuð örugglega-
Hér er í fáum orðum mótaður sá Stóri
sannleikur, sem veldur öllu veraldar-
vafstri.
Hvað sem um hinar ýmsu skilgrein-
ingar á lærdómi verður sagt, þá má
hitt þó ekki gleymast, hvernig fræðsla
er veitt og hún meðtekin. Þar er um
mál að ræða, hvar við íslendingar stönd
um hallari fæti en margur annar, ef
menn á annað borð vilja trúa því, að
það sé lítils virði að læra án þess að
hugsa og hættulegt að hugsa án þess að
læra. Svissneskur heimspekingur frá 19.
öld, Amiel að heiti, hefur sagt, að próf-
raun allra trúar-, stjórnmála- og upp-
eldiskerfa sé maðurinn, sem þau skapi.
Hér eru á ferð sígild sannindi, en öll
kerfi taka í framkvæmd gagngerum
breytingum í rás tímans, menn geta
ekki til lengdar nært sig á sömu fæð-
unni, jórtrað til eilífðarnóns. „Það er
Mkt um nýjar hugisanir og dirauga,“
sagði Ibsen, „það er enginn hægðar-
leikur að kveða þær niður. Þess vegna
er bezt að reyna að komast eins vel
af með þær og unnt er.“ Skóli má ekki
einungis vera veitandi, hann verður
einnig að vera þiggjandi á þann hátt,
að hver og einn nemandi fái tóm og
aðstoð fræðara sinna til þess að skerpa
eigin hugmyndir, „komast eins vel af
með þær og unnt er.“ Hér er að sjálf-
sögðu svo margt sinnið sem skinnið, en
þar sem einhvers gróðrar er von, má
ekki láta arka að auðnu um vöxt og
viðgang. íslenzka skólakerfið hefur
lengst af matreitt oig melt fyrir alla
jafnt, þótt nú séu ýmis teikn þess á
lofti, að breyting sé á að verða, ekki
sizt í menntaskólum og Háskóla Is-
lands.
I nánu samhengi við skoðanamyndun
og rökræður manna á meðal á þroska-
árunum og jafnvel miklu lengur er sú
fræðsla, sem fjölmiðlar veita, ekki sízt
ungum börnum. Þverbrestir í slíku upp
eldi geta reynzt meiri en menn í fljótu
bragði geta gert sér grein fyrir. Elin
Pálmadóttir segir frá einu slíku dæmi
í Gárum hér i blaðinu föstudaginn 12.
marz sl., en hún var skömmu áður
stödd í Svíþjóð og sá þá af hreinni
hendingu barnafræðslu í sjónvarpinu.
Hún segir: „Viðfangsefnið var kynning
á landi úti í heimi — Norður-Vietnam.
Þarna var falleg kvikmynd af bændum
að plægja hrísgrjónaakra og börnum á
barnaheimilum og á skólabekk. Sagt
var, að öll börn í N-Vietnam væru á
skemmtilegum barnaheimilum. Svo
færu þau í skóla. Þetta væru greind
börn. Og sjálfir gátu sjónvarpsáhorfend
ur séð, að þau voru falleg líka, Þarna
sitja þau á skólabekk og læra, en svo
koma Bandariikjamenn og varpa sprengj
um á skólana þeirra, sagði þulurinn.
Þrisvar sinnum sagði hann, að börnin
myndu vilja fá að lifa í friði, en vondu
Bandaríkjamennirnir kæmu öllum að
óvörum og bombarderuðu skólana
þeirra. Ekki var minnzt á, að þessi
þjóð þarna ætti neina nágranna, ekki
að hún ætti í stríði við neinn. — Ekk-
ert annað en þetta var sænsku börn-
unum sagt.“
Þegar slíkir hlutir sem þessir geta
gerzt í þeim löndum, sem jafnaðarlega
hafa verið talin í röð fremstu lýðræðis
ríkja, er naumast vert að fárast yfir
því, sem verður í einræðis- og ofstjórn
arríkjúm. En einhliða múgsefjun af
hvaða tagi sem er, er þrátt fyrir alla
menntun sízt til þess fallin, að menn
geti orðið lærðir á þann hátt, sem Bene
dikt Gröndal vildi, að allir íslendingar
yrðu.
mniH%%%%%%%%%%%%<%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%\
Hæstaréttardómur
í Laxármálinu
¥ gær birtusit í Morgunblað-
* inu stutt viðtöl við helztu
forsprakka í viðræðum ungra
Framsóknarmanna og hanni-
balista, auk þess sem frá því
var skýrt, að Ólafur Jóhann-
esson, formaður Framsókn-
arflokksins hefði ekkert vilj-
að segja um yfirlýsingu þá,
sem þessir aðilar sendu frá
sér sl. mánudag, og afstöðu
forystu Framsóknarflokksins
til hennar.
Einn þeirra manna, sem
Morgunblaðið ræddi við í
gær, var Már Pétursson, for-
maður Sambands ungra Fram
sóknarmanna. í frétt Morgun-
blaðsins í gær sagði m.a. „Þá
sagði Már, að frá sínum bæj-
ardyrum séð hefði merkileg-
asta niðurstaða þessara við-
ræðna verið sú, að yfirlýsing
hefði komið fram í þessu frá
SVF um, að þau yrðu ekki
þriðji aðilinn í stjórn með
Sjálfstæðisflokknum að lokn-
um kosningum, en opnuðu
leiðina fyrir því, að þeir
faeru í breiða vinstri stjórn.
Það mundi þýða, að þeir
gætu hugsað sér stjómar-
samstarf við Alþýðubanda-
lagið.“
Þetta er í rauninni mjög
merkileg yfirlýsing. Sam-
kværnt henni liggur það nú
fyrir, að Samtök frjálslyndra
og vinstri manna hafa fyrir
fram útilokað þann mögu-
leika, að þau taki að kosn-
ingum loknum þátt í mynd-
un ríkisstjómar með Sjálf-
stæðisflokknum. Þetta er yf-
irlýsing, sem margir hugsan-
legir kjósendur þessara sam-
taka munu taka eftir og
draga réttar ályktanir af.
Þær ályktanir eru hinar
sömu og Már Pétursson kem-
ur að í viðtalinu við Morg-
unblaðið, að Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna eru
bersýnilega reiðubúin til þess
að taka þátt í ríkisstjóm með
Alþýðubandalaginu. Þessar
upplýsingar gefa tilefni til að
rifja nokkur atriði upp.
¥ þingkosningum á undan-
förnum árum hefur það
berlega komið í ljós, að ís-
lenzkir kjósendur hafa lítinn
áhuga á því að gefa flokks-
brotunum til vinstri nýtt
tækifæri til tilraunastarfsemi
með myndun nýrrar vinstri
stjórnar. Þar kemur margt
til. Mikill hluti kjósenda
man enn þá hörmungardaga,
þegar vinstri stjómin var hér
við völd. Á þeim tíma dróg-
ust mikilvægar ákvarðanir
mánuðum saman vegna þess,
Nær allan sl. áratug áttu
helztu forystumenn þessara
samtaka, þeir Hannibal Valdi
marsson og Bjöm Jónsson, í
harðvítugum átökum við
kommúnista innan Alþýðu-
bandalagsins gamla. Þeim
átökum lauk með því, að þeir
Hannibal og Bjöm hrökkluð-
ust frá samstarfi við komm-
únista í nóvembermánuði
1968, þegar landsfundur Al-
þýðubandalagsins var hald-
inn. Þá sagði Hannibal Valdi-
marsson í viðtali við Morg-
unblaðið: „Mér var fyrir all-
löngu ljóst, að hið endur-
skipulagða Alþýðubandalag
mundi ekki verða stjómmála-
flokkur að mínu skapi og
ráðamenn hans slíkir, að ég
kysi ekki að eiga náið sam-
starf við þá.“
Sl. haust bauð Alþýðu-
flokkurinn til hinna svo-
nefndu vinstri viðræðna, sem
gufuðu upp skömmu eftir
áramótin. En þegar halda átti
fyrsta fundinn kom í ljós, að
ráðamenn Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna, þeir
Hannibal Valdimarsson og
Bjöm Jónsson vom ófáanleg-
ir tl þess að sitja á sama
fundi og fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins á þeirri for-
sendu, að þeir hefðu ekkert
við þá að tala, þeir hefðu
gert tilraun til samstarfs við
þann flokk og það hefði
komið í ljós, að gmndvöllur
væri ekki fyrir hendi.
Nú, nokkrum vikum síðar
er það upplýst, að í viðræð-
um þessara samtaka við
unga Framsóknarmenn lýsa
þessir sömu menn yfir því,
að þeir geti vel hugsað sér
að ganga til samstarfs við
kommúnista í ríkisstjóm! Það
er vissulega rétt að orði kom-
izt, þegar Þjóðviljinn segir í
gær: „Svo er að sjá, sem þeir
Hannibal Valdimarsson og
Björn Jónsson ímyndi sér,
að þeir séu síðustu uppstopp-
uðu geirfuglamir á hinu
pólitíska markaðstorgi á Is-
landi.“
að samningamakk stóð yfir
milli vinstri flokkanna.
Stjóm landsins var í öng-
þveiti og biðraðir fyrir utan
búðir og banka em enn í
fersku minni.
Frá þeim tíma hefur margt
gerzt í röðum vinstri manna.
Flokksbrot, sem nefndist
Þjóðvamarflokkur rann inn í
Alþýðubandalagið, heiftarleg
átök fóru þar fram með þeim
afleiðingum, að það klofnaði
í þrennt, hannibalista, komm-
únista og Sósíalistafélag
Reykjavíkur. Inn í þessi átök
hefur bland"zt mikill per-
sónulegur f greiningur og
jafnvel óvild og hatur ým-
issa helztu forsprakka vinstri
flokksbrotanna. Tilraun Al-
þýðuflokksins til að leiða
þessa aðila saman til fundar
mistókst gersamlega. Þeir
voru ófáanlegir til þess að
dveljast á fundi í sama her-
bergi stundinni lengur. Síðan
hefur byrjað að kvamast ut-
an úr Framsóknarflokknum
og vinstri öfl innan hans
leika lausum hala.
Þessi sundurleiti, marg-
klofni hópur, lætur sér detta
í hug að bjóða þjóðinni upp
á ríkisstjóm slíkra hópa. Það
er of mikil tilætlunarsemi við
íslenzka kjósendur að biðja
þá um stuðning við slíkan
skollaleik.
HÆSTIRÉTTUR kvað í fyrra-
dag upp dóm í máli Landeig-
endafélags Laxár og: Mývatns
g-egn Laxárvirkjun og Magnúsi
Thoroddsen setudómara.
Landeigendafélagið kærði til
Hæstaréttar frávísunardóm
Magnúsar Thoroddsens, en í hér
aði krafðist félagið þess, að fram
kvæmdir Laxárvirkjunar við
Brúar yrðu daémdar brjóta í
bága við íslenzk lög og því ó-
heimilar og að lokuvirki þau,
sem Laxárvirkjun hefur reist,
þar sem útfallskvíslar Laxár
renna úr Mývatni, skorti laga-
stoð og brjóti þvi í bága við
islenzk lög. Magnús visaði mál-
inu frá á þeim forsendúm, að
um skriflegan málflutning hefði
verið að ræða af hálfu lög-
manns Landeigendafélagsins.
Heestiréttur kvað upp þann
dóim um fyrri kröfuna, að af
h ndi cknaraði'la hefðu verið lögð
fram skjöl, sem fælu í sér nokk-
urn skriflegan málflutning, „en
ekki eru þó efni til að visa mál-
inu frá héraði af þeim sökum“.
Hins vegar gæti sóknaraðili ekki
fengið úrlausn dómstóla varð-
andi seinni kröfuna, „um lög-
mæti þessara mannvirkja al-
mennt, án tillits til þess, hverra
heimilda hann hyggst neyta í
því sambandi".
Dómsorð Hæstaréttar varð
þvú, að dómkröfunni varðandi
lokuvirkin er vísað frá héraðs-
dómi, en að öðru leyti er hinn
kærði dómur felldur úr gildi og
lagt fyrir héraðsdóm að dærna
málið að efni til, þ.e. um fram
kvæmdirnar við Brúar. Kseru-
málskostnaður var felldur niður.
Of mikil tilætlunarsemi