Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1971 > J** RAUÐARÁRSTÍG 31 v--------------/ IIVERFISGÖTU 103 V W Se«Sfer5abifreiJ-VW 5 maena-VW svefnvajn VW 9manna-Landro«eí 7manna IITIR BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGAN Bliki hf. Lækjargata 32. Hafnarfirði. Sími 5-18-70 KVÖLD- OG HELGAR- SlMAR 52549 — 50649 NÝIR BlLAR BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 bílasoila GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Slmar: 19032 — 20070 ^ Rödd úr dreifbýlinu Hér er bréf um nýja grunn skólaf rumvarpið: „Frumvarp til laga um grunnskóla, hefur verið lagt fram á Alþingi, nú í vetur. Það er ágætt, að hreyft er við skólamálum okkar að nýju þótt segja megi, að endurskoð un á lögunum frá 1946, hefði að meginhluta nokkuð dugað, utan nýja kaflans nú um sálar fræðsluþjónustu, sem er nauð- synlegur, og væntanlega fram kvæmdur bráðlega. En það sem mér er efst í huga að minnast á varðandi frumvarpið, er afstaða dreif- býlisfólksins til grunnskóla- frumvarpsins, skólaskylda 7 ára barna og 9 mánaða kennsla árlega til 16 ára aldurs. Sannarlega er markmið frum varpsins, hvað snertir hollar lífsvenjur, menntun og heil- brigði barna til likama og sál- ar glæsilegt og girnilegt á- form. En þótt takmörk okkar og áform í lífinu séu góð og nauðsynleg, er oft erfitt að geta uppfyllt þau — notið þeirra að fullu. Þannig finnst mér, að margar hinna dreifðu byggða landsins muni ekki hafa möguleika á að njóta þess, verði að vera afskiptar". 0 Erfið yrði sú skóla- ganga „Mörg skólahéruð, eða hluti af þeim, eru erfið yfirferðar. Snjóalög, heiðar og hálsar, tefja allar samgöngur og gera BOLST RARAR LEÐURLÍKIÐ VINSÆLA. nýkomið í mikiu litaúrvalj. Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. Sími 24-333 LUXO er ljósgjafinn, verndið sjönina, varist efíirlíkingar Heimilistæki sf. Hafnarstrœti 3 — Sím/ 20455 BEZT að auglýsa í Horgunblaðinu oft allar leiðir ófærar á stutt um tíma. Og ef framkvæmd skóla- mála í héruðum á að miðast við heimavistar- eða heiman- keyrsluskóla, munu þau verða mörg byggðarlögin, þar sem börn munu ekki geta náð til skólans, dögum eða vikum saman — jafnvel mánuðum. Þar fyrir utan hafa 7—9 ára börn takmarkað þrek til lang ferða á vetrum. Að mínu áliti er skólavist 7—9 ára barna víða ófram- kvæmanleg við þær aðstæður er fyrr greinir — að maður nú ekki nefni umhyggju foreldra á heimili sínu, sem þau missa, og skólinn getur tæpast að fullu bætt. Frumv. kveður svo á að öll börn verði í skóla frá 1. sept ember til 31. maí ár hvert. — Sennilega er ekki hægt að framfylgja þessu ákvæði frum varpsins, nema innan Hring- brautar. En eitthvað verður að gera fyrir yngstu skólabörnin (7—9 ára) sem í dreifbýlinu búa og erfiðast eiga með að komast í skóla“. 0 Sumarskóli „Mér hefur dottið í hug sum arskóli fyrir þessi böm, sem á engan hátt geta sótt vetrar skóiann, vegna staðhátta og veðráttu. Með sumarskóla á ég við, að kennsla fari fram að sumr inu fyrir þessi yngstu böm, t.d. 2—3 mánuði, og verði þau svo heima að vetrinum, en komi í skólann stuttan tíma fyrir próf, og eitthvað búin undir frekari skólagöngu. í þessu sambandi eru það vegir landsins sem skipta máli, og um sumartímann koma þeir að gagni, og sem betur fer er vegi víðast hvar að finna. Þetta er mín persónulega skoðun á þessu máli, sett hér fram til athugunar og ef til vill reynslu. En vilja foreldrar barna þetta? Ég veit það ekki, ea vona, að þeir kjósi það frem ur en að þeir kjósi að börn þeirra verði án fræðsiu á skyldunámsárum. í sumarskóla myndu börain læra að lesa, reikna og skrifa og ættu foreldrar þá hægara með að hjálpa börnum sínum heima að vetrinum, þegar þau hefðu þegar hafið námið eftir réttum leiðum í sumarskólan- um. Hvort kennarar fengjust til starfa að sumri til, örvænti ég ekki — gæti til dæmis verið góð kynning fyrir borgarkenn ara, og um leið eignaðist dreif býlisfólkið í slíkum kennurum góða talsmenn. Þetta ætti dreif býlisfólk að athuga og íhuga — sömuleiðis fræðsluyfirvold. Væri tilvalið að byrja með að reka slíkan sumarskóla á einum stað og fylgjast vel með árangrinum“. 0 Skóli náttúrunnar „9 mánaða kennslutímabil I sveitaskólum tel ég ófram- kvæmanlegt. Börnunum er með því kippt úr skóla nátt úrúnnar, og geta'ekki hjálpað til við störfin vor og haust,, og þess verður að gæta, að sveitastörfin eru mikill þáttur í námi barnanna, og verði þau að vera í skóla jafnframt þeim, verður vinnugleðin minni, afkoma foreldra þeirra lakari og þjóðin missir fólkið úr sveitunum í enn auknum mæli. Æskumönnum þarf að inn- ræta iðni, og venja þá við hin margvíslegustu störf, því það sem menn temja sér ung ir, því gleyma þeir ekki á fullorðinsárum. Vinnan er æskileg öllum — jafnvel þegn skylduvinna unglinga. Iðju- leysi er rót alls ills. Guðmundur Remharðsson, Ástúni við Ingjaldssand. Bókasöfn Glæra, sjálflímandi bókaplastið fyrirliggjandi í tveim breiddum. Pantanir óskast endurnýjaðar. Heildsölubirgðir: DAVlÐ S. JÓNSSON & CO. H.F. Sími 24-333. TIL ALLRA ATTA NEW YORK Alladaga REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Mióvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga lommm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.