Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1971 . . 58 . . —- Hvers vegna ætti hann að vera dauður? — Fólk er nú slæmt með það að fara að deyja, einmitt þegar verst gegnir, segir Jimmy. — Hann gæti hafa orðið fyrir slysi, og hann gæti líka hafa bumdið enda á þessi vandræði með því að hlaupa í sjóinn. En ég hefði gaman af að vita, hvað Woodspring hefur sagt við hann á fímmtudagsmorguninn var. En svo fór, að Jimmy átti eft- ir að frétta það fyrr en hann hafði búizt við. í»ví að þegar til lögreglustöðvarinnar kom var honum sagt, að Woodspring væri þar og vildi hitta fulltrú- ann i áríðandi erindi. — Gott og vel, ég skal tala við hann strax, sagði Appleyard og síðan var Wood- spring vísað innn tii hans. Hann var sýnilega í talsverð- um æsingi og hárkollan á honum sat talsvert hallfleytt á höfðinu, og gerði hann skrítinn út- lits. Hann var varla kominn inn úr dyrunum, þegar hann tók tii máls — Ég vona, að þér hafið þegar hafizt handa, fulltrúi. — Fáið yður sæti, hr. Wood- spring, sagði Appleyard kurteis lega. — Hafízt handa? Ég er alJtaf að hefjast handa við bæði eitt og annað. Hvað eigið þér við? — Hvað ég á við? svaraði bóksalinn móðgaður. — Hvað ætli ég eigi við annað en skemmdir á eign minni af ásettu ráði? — Á búðinni ? Mér hef ur ekkert verið tiiJkynnt um það? Woodspring tinaði augunum sem snöggvast. Síðan settist hann niður. — >ér skiljið þetta ekki, sagði hann þreytulega. Með eign minni á ég við móann við Farningcote. Þið ættuð heldur að lesa þetta, báðir tveir, og þá sjáið þið, hvernig málum er háttað. Hann tók skjal upp úr vasa sínum og breiddi úr því á borð- inu. Skjalið var ritað með æfðri hendi og hófst þannig: „Sarnn- ingur gerður þennan áttunda dag desmbermánaðar milli Os- wald Woodspring, hér eftir nefndur kaupandi annars vegar Þetta var sýnilega sikjalið, sem Templecombe hafði sagt Appleyard frá. Að svo mifclu leyti, sem Jimmy gat skilið laga málið virtist innihaldið vera það sama sem lögmaðurinn hafði sagt. Jafnskjótt sem Glapthorne ættin hafði látið Farningcote af hendd átti Woodspring rétt á að taka móann ásamt öllu því, sem á honum stóð eða óx. Og skjal- ið var undirritað af Sírnoni og Benjamin. Fyrri undirskriftin hafði verið vottuð af Höming og hin síðari af brytanum á Niph- etos, en svo hafði verið bætt við með hendi, sem Jimmy kannað- ist við sem rithönd Benjamíns og var ein setning svoWjóðandi. „Ég samþykki, að, að föður mínum látnum skal kaupandinn hafa rétt til að taka tafarlaust við eigninni, með ofangreindum skilmálum." Þessi viðbót var undirrituð af Benjamín og vottuð af brytan- um og dagsett 9. september. Appleyard braut saman skjal- ið og rétti bóksalanum það aft- ur. — Ég skil, sagði hann. — En að því er ég bezt get séð, er eignin ekki ennþá orðin yðar eign. —- Nei, vitanlega, þér megið ekki taka mig of bókstaflega, sagði Woodspring. En eins og þér hafið séð, verður hún mín eign að Símon Glapthorne látn- um. Og mér skilst, að hann sé þegar of langt leiddur til þess að geta nokkuð aðhafzt í mál- inu. -— Hvaða máli? spurði Apple- yard rólega. — Nú, auðvitað þessari eyði- leggingu á turninum. Þetta er sýnilega af ásettu ráði gert og þess vegna spurði ég, hvort þér hefðuð nokkuð aðhaízt enn. — Að því er ég bezt veit, hrundi tuminn í storminum á föstudagsinóttina var. — Hrundi i storminum! öskr- aði bóksalinn bálvondur. Aldrei á ævi minni hef ég nú heyrt aðra eins vitleysu. Áður en ég gei’ði tilboðið, ath'Ugaði ég turn inn vandlega og sannfærðist um það, að enda þótt hann hefði þarfnazt nokkurrar viðgerðar, var hann naegilega traustbyggð- ur. Ég neita alveg að viður kenna, að hann hafi hrunið sjálf krafa. Appleyard hristi höfuðið. — Þar er ég hræddur um, að ég sé ekki á sama máli, sagði hann. — I fyrsta lagi hefði það verið margra manna og margra daga verk að fella turninn. Og svo vill tii, að ég hef orð Chudleys fyrir því, að ekkert hafi verið snert við honum áður en stormurinn skall á. Og hvaða tilgang hefði svo sem noWkur maður getað haft með því að eyðileggja hann? — Þann að gera mér bölvun, svaraðí Woodspring snöggt. — Það er fullt af illviljuðum mönn um i bænum, sem mundu fegn ir vilja gera mér eitthvað til miska. Maður, sem stendur vel í stöðu sinni i opinberum málum, hlýtur alltaf að eignast óvini. Og ég hafði þann fasta ásetn- ing að eignast þennan turn. Mér fannst hann vera táknrænn fyr- ir það öryiggi, sem ég vildí búa við á el'liárunum. — Það er hægast að láta byggja hann aftur og sterk ari en nokkru sinni, sagði Jimmý h'U-gigandi. — Já, en kostnaðurinn grenj- aði bóksalinn. —- Ég er búinn að eyða méira en nógu fyrir einskisverðan jarðarblett. Og svo yrði þetta alls ekki sami Fjölhœfur, traustur og ódýr. Lágur reksturskostnaður. Lipur í umferðinni. Hvarvetna vinsœlasta smábifreiðin. Nokkrir bílar vœntanlegir. Gnrdnr Gíslnson hi. bifreiðaverzl un Opið til kl. 10 í kvöld HACKAUP SKEIFUNNl 15 SÍMI 30975. tuminn, heldur nýtízku bygg- ing í stað virðulegs minnismerk- is. — Það get óg vel skilið, sagði Appleyard. — En hvað viljið þér að ég fari að gera í mál- inu? — Komast að því, hver felldi turninn og kæra hann, sagði Woodspring í gri'mimdartón. — Ég skal að visu j’áta, að strangt tekið er turninn efcki ennþá orð- inn mín eiign, en samt tel ég mig eiga heimtingu á, að málið sé rannsakað. Og ég er viss um, að þegar Benjamín Glapthome kemur, verður hann á sama máli. Enn sem komið var, höfðu þeir Jimmy og Appleyard haft fremur gaman af en áhuga á kvörtunum bóksalans. En þegar minnzt var á Benjamín, fengu þeir tækifæri til að beina sam- talinu í þá átt, sem þeir sjálfir vildu. — Já, hann Benjamín, sagði Jimmy, eftir að hafa litið snöggt til Appleyards. — Þér hittuð hann á fimmtiudagsinorguninn, var ekki svo ? Bóksalinn leit hátíðlega yfir gleraugun á Jimmy. — Jú, það gerði ég, svaraði hann. — Ég taldi það skyldu miína sem náinn vinur fjiölskyldunnar, að skýra honum frá atvifcunum að dauða bróður hans. En þá frétti ég, að þér hefðuð orðið fyrri til og til- kynnt honum það daginn áður. —'Já, ég var staddur í Lond- on og fannst rétt að gefa hon- um þær upplýsingar, sem ég gæti, sagði Jimmy. -- En viljið þér ekki segja mér, hvers vegna þér eiginlega fóruð að gera yð- ur það ómak að fara að fimna Benjamím. — Það skal ég gjanntan segja yður. Og óg ætla heldur ekki að leyna þvi fyrir yður, að ég hafði tvöfáldan tilgang með því. Ég þurfti að vera í London ti'l þess að komast á uppboð hjá Sootheby, seinna um daginn og svo í samsæti hjá Bóksalahjélp- inni um kvöldið. Áður en ég fór héðan, sagði ungfrú Blacfc- brook mér, að hún hefði fengið skeyti frá Benjamín, þar sem stóð, að hann mundi koma til Lvdenbrigde um helgina. — Auðvitað vissi ég ekkert um yðar ferðir þarna um borð, og mér fannst ég ekki géta var ið fimmtudagsmorgninum betur en til þess að segja Benjamán þessa sorgarfregn. Ennfremur hafði ég í fórum minum samn- inginn, sem ég var að sýna ykk- ur, undirritaðan af Símoni Glapthorne. Mér reið mikið á að fá undirskrift Benjamíns undir hann, og þarna virtist gott tœiki færi tdl þess. Appleyard brosti. — Hefðuð þér ekki getað beðið þangað til Benjamiín kom hingað? — Ef þér væruö í kaup- mennsku, herra fulltrúi, munduð þér kunna að meta gildi spak- mælisins: „Járnið skaltu hamra heitit.“ Þá ætllaði ég ails ekki að koma heim fyrr en næstikomandi Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Ef þú ert í vandræðum, áttu vini tii að bæta víl þitt. Nautið, 20. april — 20. mai. I»ú verður að vera ánægður með þann árangur, sem þú hefur þegar náð. Tvibiirariiir, 21. inaí — 20. júní. Ef eitthvað er að vanbúnaði, er ekki annað en að flýta sér að rétta við. Krabbinn, 21. .iúní — 22. júií. Skútan virðist drekkhlaðin þessa dagana, en þú getur alltaf baitt á þig glcðifréttum. JLjónÍð, 23. júlí — 22. ágúst. l»ú vilt síður leita aðstoðar, en þá verðurðu líka að spjara þig. Meyjan,. 23. áífúst — 22. september. Sumpart ættirðu að láta undan síga í deilumáli. Vogin, 23. september — 22. október. Hver vill ekki hreppa hamingjuna. Hún gefst ekki á einum degi. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það þýðir lítið að leggja á flótta, er áhyggjurnar steðja að. Bogniaðurimi, 22. nóvember — 21. desember. Fráhvarf frá störfum þínum er ekki lausn. Hertu róðurinn. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Vinsemd og virðing er þér fyrir beztu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Hvernig va»ri að brýna sig og beita hörðu, bæði sjálfan sig og aðra. Mskarnir, 19. febrúar — 20. marz. I»ér leiðist ailt þras, og því skallu ekki láta aðra sæta slikri meðferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.