Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1971 13 í KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ Frábær, ★★★ mjög góð, ★* RÓð, ★ sæmileg, Sig. Sverrir Pálsson Björn Vignir Sigurpálsson léleg. Sæbjörn Valdim ar sson Stjörnubíó Funny Girl „Funny Girl“ fjallar um hluta ævi gamanleikkonunn>ar frægu, Fanny Brice, Allt frá því hún trÖC í fyreta sinn upp, í lítil- f jörlegu leikhúsi í fátækrahverf- inu, sem hún bjó í og þar til hún er orðin aðaistjarna Zieg- field dansflokksins, en lengra var tæpast hægt að ná á þeim ár- um. Inn í myndina fléttast svo misheppnað hjónaband hennar og fjárhættuspilarans Nick Arnstein. Ásamt Barbara Streisand fara þeir Omar Sharif og Walter Pide gon. Leikstjóri er William Wyler. ★ ★ Söngvamyndir falla iðulega á lævísu bragði, væmni. — Leikstjóranum, William Nyl er, tekst þó furðu vel að forð ast hana og Barbara Strei- sand hjálpar mikið til með skemmtilegu látbragði og á- gætum leik. Mörg hópatrið- in á leiksviðinu eru frábær- lega sviðsett og kvikmynda- takan stundum ti'lþrifamikil. ★ ★ ★ Hér er á ferðinni dansa og söngvamynd, eins og þær gerast beztar frá draumaverk smiðjunní Hollywood. Leik- tjöld, og búningar eru meist araiega vel gerðir og stúdíó upptaka frábær. í>á eru dans og söngvaatriðin skemmtilega útfærð. Gamla Bíó Vandræðaárin Jnathan Kingsley starfar sem sálfræðingur við háskóla og út- skýrir fyrir nemendum sínum, að mótmæla- og kröfugör^ur séu einungis uppreisn æskunnar gegn eldri kynslóðinni — og stafi að- eins af lélegu uppeldi. Honum bregður því nokkuð í brún, þeg ar dóttir hans, Linda, 17 ára, er tekin föst fyrir óspektir í einni kröfugöngunni. Hvert uppeldis- vandamálið rekur nú annað en ber þó öll að sama brunni efnis lega: samskipti stúlkunnar við mislitan hóp karlmanna. Geng- ur á ýmsu, unz dóttirin ber sig- ur úr býtum í viðureigninni við sálfræðinginn. En faðirinn er þó ekki laus allra mála, því að yngri dóttirin er rétt að byrja „vandræðaárin". Leikstjóri: Michael Gordon. Ákaflega hefðbundin gam- anmynd — gerð upp úr leik riti og hristir örsjaldan af sér fjötra leifesviðlsins, því miður. Hins vegar leynast nokkur sannleikskorn innan um og saman við, og mynd- in er á köflum ekki laus við kímni. Myndin lýsir uppeldis- vandamálum og ristir grunnt. Ósjálfrátt varpar maður önd inni léttar yfir því að þekkja ekki afkvæmi þeirra manna, sem stóðu að gerð hennar. Austurbæjarbíó Woodstock Músíkhátiðin í Woodstock! i Bandaríkjunum vakti heimsat- hygli á sínum tíma, því að slík ur fjöldi ungmenna hefur víst ekki öðru sinni komið saman á einum stað til að hlusta á músik flutning jafn margra stórstjarna popheimsins. Woodstock hátíðin hefur verið nefnd þrír dagar af músík, friði og ástum, en kvik- myndin, sem gerð var frá þess- ari hátíð, er réttir þrír tímar af músík, friði og ástum, og var ekkert til hennar sparað, svo að hún gæfi sem gleggsta mynd af þessum viðburði. ★ ★ ★ Woodstock er heimildar- mynd um ungt fólk í Banda hippa — og reynir að gefa sem sannasta mynd af hugs unarhætti þess og afstöðu til þjóðfélagsins. Hve réttilega myndin lýsir hátíðinni get ég ekki dæmt um, en hún er stórkostleg, vegna þess að hún er SÖNN. ★ ★ ★ Woodstock höfðar eðlilega fyrst og fremst til ungu kyn slóðarinnar, en á þó ekki síð ur erindi til hinna eldri, ef þeir haldast við vegna hávaða-tónlistar. Merk heim ild um einstæðan atburð og frábærlega gerð. ★ ★ ★ I landi, þar sem pophljóm leikar eru lítt þekkt fyrir- brigði, er þessi mynd, með öllum sínum stórstjörnum, hreinn hvalreki. Reyndar má hún teljast stórkostleg á sínu sviði, bæði frábær skemmtun og tæknilega mjög vel unnin, sérstaklega kvik- myndunin. Tónabíó Góða nótt, frú Campbell Að lokinni síðari heimsstyrj öldinni fer bandaríski herinn frá Ítalíu. Gina Lollobrigida var svo óheppin að kynnast karlmennsku hermannanna, og mátti í staðinn sitja uppi með telpukróga. Þar sem óljóst var um faðernið, tók hún það til bragðs að senda þrem þeim líklegustu tilkynningu um atburðinn og krefja 'pá um með lag. Næstum tveim áratugum eft ir stíðslok, kemur herdeildin til baka til að líta á fornar slóðir, og þeirra á meðal eru þrír feð- ur, sem ólmir vilja líta á hana dótlu sína . Sæmilega gerð og tekin mynd, allfyndin á köflum. Leikurinn er vel í meðallagi hjá Telly Savalas, Shelley Winters og Phil Silvers. Og Gina er ennþá nokkuð augna yndi. Hafnarbió Þar til augu þín opnast Ung ensk stúlka kemur til San Fransico í atvinnuleit og kemst þegar í kynni við ungan, frakk- an ljósmyndara. Honum tekst að útvega henni atvinnu, og lætur hana vinna fyrir sér. Hún verð- nr brátt vör við ýmsa skapbresti I honum, og yfirgefur hann nm síðir. Hún er þá orðin barnshaf andi, en lætur eyða fóstrinu. — Ljósmyndarinn bregst hinn versti við þessum tíðindum og hyggur á hefndir. Litlu síðar kynnist stúlkan ungum stjórmnála- manni, og giftist honum. Hún verður barnshafandi að nýju, en þá kemur fyrri elskhuginn fram á sjónarsviðið og byrjar að of- sækja hana. Fáeinum vikum eft ir að hún hefur alið barnið, ræn ir hann því, og ætlar að neyða hana tU að myrða það. Tæknilega vel gerð á köfl um, tekst sæmilega að ná upp spennu og hraða þegar á líður. En þar með er líka upptalið. Að eyða tíma og peningum í þann efnivið, sem þessi mynd er byggð á, er hreinlega ofar mínum skilningi. Handritið gefur tilefni til sæmilegrar hrollvekju, en því er klúðrað í leiksjórn og leik. Myndin er nánast ömur leg fram að hléi en örlítið lifnar yfir henni undir lokin, þegar hinir voveiflegu at- burðir gerast. Robson nær þó aldrei tökum á efninu. Reifabarn er leiksoppur þessarar myndar. Þó að spurningin um hvort það lifi í myndarlok haldi ein- hverjum spenntum, þá finnst mér slíkur efnisþráður væg ast sagt ógeðfelldur. Nýja bíó Ofurhuginn Flint Einkaspæjarinn Derék Flint er nú aftur á ferð í Nýja Bíó. Enn á hann í höggi við brjálæðinga, sem vilja ná völdum yfir jarð- kringlunni. Til að komast fyrir áform þeirra ferðast hann vítt og breitt — útí geiminn, á fjal ir Bolshoi, um stjórnarsetur Wash ington og lokauppgjörið fer fram á Jómfrúareyjum. Með aðalhlut verk fara James Coburn og Lee J. Cobb, en leikstjóri er Gordon Þessari, líkt og fyrri Flint myndirmi, er ætlað það eitt, að gera grín að öllum þeim ofurhugum sem tröllriðið hafa hvíta tjaldinu á undan- förnum árum, og tekst það með prýði á köflum. Tækni- lega er myndin allvel unnin, músíkin góð, og James Co- burn stenzt fyllilega saman burð við hvaða Bond sem er. Ekki reyndist unnt að sjá myndir Háskólabíós og Laugarásbíós um páskana, og umsagnir um þær verða því að bíða þar til næst 3»oviumWní't$> margfaldar markað ydor Sölu- og uigreiðslumaður óskast í heildverzlun. Tilboð sendist blaðinu merkt: „7430“. Stúlku óskosl til saumasturfu Öskum eftir röskri og vandvirkri konu til léttra saumastarfa. Upplýsingar fyrir hádegi í sængurfataverzlupinni VERIÐ Njálsgötu 86. Útkeyrslu- og logermuður óskast í heildverzlun. Tilboð sendist blaðinu merkt: „7431“. Biireiðavuruhlutaverziun Erum kaupendur að varahlutaverzlun í Reykjavík. Góð útborgun. Tilboð óskast sent blaðinu fyrir 23. þ.m. merkt: „Varahlutir — 7227’.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.