Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1971 Kristján L. Gestsson stórkaupmaður MER er það minnisstætt að nafn eins manna var ávallt nefnt með sérstakri virðingu, svo að jaðraði við lotningu, þegar ég gekk í KR ungur að árum. Mér fannst þetta furðulegt þá, en skildi það þeim mun betur síð- ar, þegar ég kynntist öðlingn- um Kristjáni L. Gestssyni per- sónulega, störfum hans og sögu félagsins, sem hann hafði átt svo ríkan þátt í að móta og átti þá eftir alllengi enn. Því hefur verið haldið fram, að gæfa Knattspyrnufélags Reykjavíkur hafi verið sú mest, að félagið hafi átt mörgum ötul um og ósíngjömum sonum á að skipa, mönnum, sem voru fúsir til að leggja af mörkum mikla vinnu við hið félagslega starf. Þetta er án efa rétt, en þó held ég, að á engan þessara manna sé hallað, þótt því sé haldið fram, að nafn Kristjáns L. Gests sonar beri hæst af öllum hópn um. Ekki var Kristján þó alla tíð KR-ingur. Ungur að árum var hann orðinn formaður unglinga félags í Vesturbænum, Héðins, og fyrstu íþróttakeppni sína mun hann hafa þreytt í nafni þess félags, þegar hann tók þátt 1 víðavangshlaupi ÍR á sumar- daginn fyrsta árið 1917. Ég get ekki stillt mig um að taka hér upp nokkrar línur úr grein, sem Erlendur heitinn Pétursson ritaði í afmælisblað félagsins 1939, en Erlendur tók við for- mennsku í félaginu af Kristjáni: „Árið 1917 er enn risið upp fé- lag í Vesturbænum með ungum piltum, sem kallaði sig „Héðin“, og var Kristján L. Gestsson for ystumaður þeirra. Ég var þá kominn í stjórn KR, og höfðum við Ámi Einarsson, formaður KR, sterka „ágirnd“ á að fá þessa pilta í KR, og um sumar- ið 1918 fengum við að mæta á fundi hjá Héðni til að reyna að „kristna“ þá og fá þá til að ganga í KR. Hélt ég þá mikla hvatningarræðu, og endaði fund urinn svo, að allir samþykktu að ganga í KR nema einn, en það var sjálfur forystumaður- inn, Kristján L. Gestsson. Hann vildi halda félaginu áfram sjálf stæðu. Man ég, að eftir fundinn sagði ég við Árna: Mikið er hann Kristján stífur. En hann má ekki sleppa. Því ef hann vinnst, verður hann eins dug- legur fyrir KR, eins og hann hefur verið fyrir Héðin. Við töluðum því við hann prívat á eftir, og loksins vannst björn- inn. Eins og saga KR sýnir síð- an, var koma hans í félagið sú mesta gæfa, sem því hefur hlotn azt“. Þessi klausa sýnir skemmti- lega hug þess manns, sem lengst alira starfaði með Kristjáni og sóttl til hans ráð og dáðir um langan aldur, eftir að Kristján var horfinn úr stjórn félagsins. Þeir tveir og Guðmundur heit inn Ólafsson mynduðu hið fræga KR-tríó í forystu félagsins, en með fráfalli Kristjáns nú er það allt fallið í valinn. Árið 1919 var Kristján kom- inn í aðalkeppnislið KR, sem vann íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu það ár. Var það í annað skipti, sem KR hreppti titilinn, og kærkominn sigur í fslandsmótinu eftir 7 ára hlé. Og aftur liðu 7 ár, þar til KR hreppti titilinn að nýju 1926, sigurárið mikla, og enn var Kristjám í liðinu. En hann var ekki við eina fjölina felldur. Hann tók aftur þátt í víðavangshlaupinu 1918, ekki þó í nafni KR, en hann hóf áróður fyrir því, að félags- menn tækju að iðka hlaup og aðrar frjálsíþróttir með þeim árangri, að 21. apríl 1921 tóku KR-ingar í fyrsta sinn þátt í frjálsíþróttakeppni í nafni fé- lags síns, en það var í víða- vangshlaupi ÍR. Kristján var ekki með í hlaupimu vegna las leika, en nokkrum víkum síðar setti hann fyrsta íslandsmet KR ings, þar sem hann sigraði m hlaupi á Leikmóti íslands júní, hljóp þá á 56,8 því móti var hann einnig ursveit félagsins í 4x100 m boð hlaupi, en hún setti einnig ís- landsmet, hljóp á 50,2 sek. Bæði þessi met voru bætt árið eftir, Kristján hljóp 400 m á 56,3 sek. og 4x100 m hlupu KR-ingarnir á 49,4 sek., en auk þess bætti Kristján við íslandsmeti í lang stökki, 6,20 m, og það met bætti hann enn árið eftir, stökk 6,28 metra. Árið 1923 var Krisíján kjör- inn formaður KR, og var hann það samfleytt í 9 ár. Hann tók þegar að leggja grunninn að íþróttastórveldinu KR og beitti sér fyrir því, að félagsmenn hæfu iðkun sunds, fimleika og glímu. Hann var í fyrsta sýn- ingarflokki félagsins í fimleik um, hann kenndi unglingum fimleika og hann stjómaði glímuæfingum. Stærsta heillasporið í félags málum KR steig Kristján L. Gestsson sumarið 1929, þegar hann sannfærði félaga sína í stjórninni um, að sjálfsagður hlutur væri að kaupa gamla Báruhúsið við Tjömina og breyta því í íþróttahús. Húsið kostaði 60 þúsund krónur og breytingarnar á því 30 þúsund krónur til viðbótar, en KR átti í öllum sínum sjóðum aðeins 5 þúsund krónur. Eins og hann orðaði það sjálfur: Bjartsýnin réði. En það þurfti meira en bjart sýni. Það þurfti ódrepandi dugn að formannsins, samningalipurð hans og ekki sízt það óbifan- lega traust, 3em hann jafnan sýndi sig verðan. Hann var alla tíð framkvæmdastjóri hússins, þar til brezki herinn lagði hald á það vorið 1940. Þá hafði hon um tekizt að lækka skuldirnar, sem á húsinu hvíldu, um meira en helming. Kaupin á Bárunni gömlu urðu ótrúleg lyftistöng fyrir allt iþróttastarf og félagslíf KR-inga á fjórða áratug þessarar aldar, en þau urðu jafnframt sá grund völlur, sem byggt var á, þegar hafizt var handa á íþróttasvæði félagsins í Kaplaskjóli. Kristján L. Gestsson var vel ritfær maður. Hann var ritstjórl og ábyrgðarmaður fyrsta Fé- lagsblaðs KR, sem kom út í febr úar 1932, og eru greinar hans í því blaði og aðrar hvatningar greinar hans í blaðinu síðar, skemmtilegar aflestrat og ritað ar af næmleika fyrir móður- málinu. f einni slíkri grein 1 af mælisriti félagsins 1939 bryddar hann á þeirri hugmynd, að KR þurfi að eignast nýtt íþrótta- hús, stórt og fullkomið. Hann var árið 1943 kosinn í nefnd til að hefja undirbúning að framkvæmdum og skipulagn ingu á íþróttasvæði félagsins í Kaplaskjóli, og fyrir réttu 21 ári tók harm fyrstu skóflustung una að KR-heimilinu á félags- svæðinu. Og í hússtjóm KR átti hann sæti til dauðadags, Ég hef í þessum fáu orðum reynt að stikla á hæstu tindun um í þeim fjallgarði starfa, sem Kristján innti af hendi fyrir fé lag sitt, Knattspyrnufélag Reykjavíkur. En eina og af lik um lætur, leiðst okkur KR-ing um ekki að sitja einir að slík- um starfskrafti, hann vann og mikið starf fyrir heildarSam- tök íslenzkra íþróttamanna, en að sjálfsögðu nutum við góða af störfum hans þar jafnt við aðra. Við félagarnir í stjórn KR viljum við lát þesaa mæta heið ursfélaga okkar færa fram þakk ir allra KR-inga til þeirrar for- sjónar, sem gaf okkur Kristján L. Gestsson. Við viljum færa konu hans og börnum dýpstu samúð okkar og hluttekningu í sorg þeirra. Megi það verða ykk ur huggun harmi gegn, að eftir lifir minningin um mann, sem var sannur íþróttamaður í öll- um þeim bezta skilningi, sem hægt er að Ieggja í þau orð. Þórður Sigurðsson. Nú, þegar við kveðjum Krist- ján L. Gestsson hinztu kveðju í dag, er okkur íþróttamönnum ljóst, að við eigum á balk að sjá miklum íþróttafrömuði og foringja, sem vann allar stundir í þágu æskulýðs- og íþróttamála landsins þrátt fyrir mikil og annasöm störf, sem á hann hlóð ust. Kristján gekk ungur inn í raðir íþróttamanna og ávann sér þar strax traust og virðingu jafnt samherja sem mótherja fyrir prúðmannlegan og drengi- legan leik í hvívetna. íþróttirn ar heilluðu hann svo, að hann var stöðugt virkur þátttakandi í þeim, meðan heilsa entist. — Fyrst sem afburða íþróttamað- ur í mörgum keppnisgreinum en síðan sem hin styrka stoð hins félagslega starfs. En jafn- framt því stundaði hann að stað aldri sund sér til hressingar, gleði og heilsubótar. Það fór ekki hjá þvi að á hans yngri árum væri sérstak lega tekið eftir honum á leik- velli, þar sem hann bar af öðr um með allri sinni prúðmennsku og færni í sérhverri íþrótt, er hann tók þátt í. En hann var um árabil einn af okkar beztu og þekktustu íþróttamönnum. Kristján var því hin sanna fyr irmynd allra ungra drengja á íþróttavellinum, enda vildu þeir líkjast honum að færni og fræknleik. En það var ekki að eins á íþróttavellinum, heldur einnig í lífinu sjálfu, að hann var fyrirmynd annarra. Það var sérstök ánægja að eiga þess kost að kynnast Krist jáni persónulega, og vissulega var það gæfa hvers og eins að eiga þess kost að starfa með honum að uppbyggingu íþrótta málanna, sem hann gerði ó- trauður, á meðan kraftar ent- ust. Fyrir störf og atbeina hans hefur hverskonar íþróttastarf vaxið og dafnað með hverju ári og orðið léttara fyrir þá, er störfuðu með honum og oft í skjóli hans. Hann hafði sérstakt lag á að sameina alla í einu fé lagslegu átaki og benda mönnum á, að erfiðleikarnir væru til þess að sigrast á, og það yrði bezt gert með samstilltu átaki. Með þessu hugarfari tókst honum ávallt að ná settu marki á til- settum tíma. Það fór ekki hjá því, að sótzt væri eftir starfskröftum Krist- jáns í heildarsamtökum íþrótta manna vegna þeirrar dugmiklu forystu, sem hann hafði innt af hendi um áratuga skeið í stærsta íþróttafélagi landsins. Hann var því ko3inn gjaldkeri ÍSÍ á fþróttaþingi árið 1942, og gegndi hann því starfi til árs- ins 1949. f því starfi komu fram hinir miklu kostir Kristjáns að afla íþróttahreyfingunni fjár og fyr irgreiðslu, auka vinsældir henn ar og hrífa menn til starfa og dáða. Það varð því mikil breyt ing á starfsemi samtakanna, eft ir að hann tók við gjaldkera- störfum. Á þessu tímabili var fyrsti framkvæmdastjóri sam- bandsins ráðinn, fþróttablaðið endurvakið, og Kristján var frumkvöðull að því, að bóka- sjóður ÍSÍ var stofnaður. Síðan hefur sá sjóður staðið undir út gáfu leikreglna og árbók íþrótta manna, á meðan hún kom út, svo og annarra rita, sem gefin hafa verið út á vegum sam- bandsins. Allt þetta krafðist mikilla fjármuna, sem gjaldker inn tók að sér að útvega að mestu leyti með almennum söfn unum meðal vina og íþróttaunn enda. Kom sér þá oft vel fyrir fSl það traust og vinsældir, sem Kristján hafði aflað sér í verzlunarstéttinni. En þar átti hann marga sína beztu vini, sem studdu hann dyggilega í hans mikla áhugamáli að út breiða íþróttastarfið. Yegna velgengni Kristjáns i þessu umfangsmikla starfi þótti sjálfsagt að fá hann sem gjald kera, þegar Olympíunefnd var endurvakin í stríðslok 1944, og þar átti hann sæti til ársins 1950. Árið 1948 sendi ísland fjöl ’ mennasta hóp íþróttamanna, sem tekið hefur_ þátt í Olym- píuleikjum. Til þeas að standa undir þeim mikla kostnaði, hrinti nefndin af stað mikilli fjársöfnun, og gekk hún svo vel að enn nýtur Olympíunefndin góðs af vegna þeirrar sjóðsstofn unar, sem ákveðið var, að um framfé skyldi renna til. I þessari nefnd áttu margip dugmiklir forystumenn íþrótta- manna 3æti með ágætan for- mann, en ég veit, að á engan er hallað, þótt telja verði, að Krist ján hafi átt mestan þátt í því, hversu vel þessi söfnun tókst, en hann skipulagði hana fremur öðrum. Með þessu var glæsileg þátt taka íslands tryggð, og m.a. vegna hins góða undirbúnings var frammistaða íþróttamann- anna okkur til mikils sóma. Jafnframt þessum störfura var Kristján skipaður fulltrúi ÍSÍ í íþróttanefnd ríkisins 1943, og gegndi hann því starfi til ársins 19491 En 1953 var hantí skipaður af ráðherra varafor- maður nefndarinnar, og gegndl hann því starfi til dauðadags. Fyrir störf sín að íþrótta- málum var Kristján gerður að heiðursfélaga íþróctasambands fslands, og ennfremur hlaut hann fyrir þau riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu. Það urðu fleiri varir við prúð mennsku og hjálpfýsi Kriatján.3 en íþróttamenn. f hinu daglega lífi var hann stöðugt að hjálpa þeim, sem minna máttu sín eða höfðu á einhvern hátt hrasað á lífsgöngunni, þeim var hann á- vallt reiðubúinn að veita að- stoð og leiðbeina. Til þess spar aði hann hvorki fé né fyrirhöfn. Hann trúði stöðugt á, að hið góða mundi sigra, og varð hon um því oft vel ágengt í hjálp- arstarfi sínu. Það eru því marg ir, sem eiga honum mikið að þakka nú, er leiðir skilja. Að lokum vil ég þakka góð- um dreng alla þá liðveizlu og vináttu, er hann sýndi okkur samferðamönnum í störfum. Hans fyrirmynd mun styrkja okkur í starfi á komandi árura og vísa okkur veginn. Eftirlifandi konu hans, börn- um og öðrum ástvinum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðj ur. Gísli Halldórssoa. Mínir vinir fara fjöld. Feigðin þessa heimtar köld. SVO kvað skáldið frá Bólu. Og þegar vinir kveðja jarðlífið eft ir að hafa átt samleið með okk ur um áratugi, verður okkur lit ið um öxl til minninganna frá árunum sem liðu. í dag er góð- ur vinur kvaddur eftir fjörutíu Framhald á Ms. 18. Umdeildasta frumsýn- ing seinni ára í Svíþjóð — „Og þeir settu blómin í handjárn“ eftir Arrabal FÁ LEIKRIT hafa komið af stað meira fjaðrafoki í Svíþjóð fyrir frumsýningu, en hið um- deilda verk spænska rithöfund- arins, Femando Arrabals: „Og þeir settu blómin í handjám“, sem frumsýnt var á páskadag í Málmey. Daglega hafa borizt fréttir af mótmælafundum og aðgerðum til að reyna að koma í veg fyrir frumsýningu leikrits- ins. Andstaðan reis hæst þegar þekktir prestar í Málmey og ná- grenni, prédikuðu af stólnum á móti leikritinu um síðustu helgi. Bæði leikarar og aðrir 3em við sýninguna vinna hafa fengið fjölda hótunarbréfa, og skemmdarverk hafa verið unn- in á bifreiðum þeirra. Það var því beðið með mik- illi eftirspurn eftir því hvað gerast myndi við frumsýning- una. Ekki kom þó til neinna átaka. Hópur ungra meðlima úr ýmsum samtökum trúaðra, stóð fyrir framan leikhúsið og dreifði áskorunum til væntan- legra áhorfenda um að gefa sig ekki guðleysi og siðleysi á vald með því að horfa á leikritið. Frumsýningin fór friðsamlega fram, en þegar nokkrir starfs- menn leikhússins voru á heim- leið síðar um nóttina, urðu þeir fyrir árás tveggja manna, og slasaðist einn sviðsmanna í and- liti. Árásarmennirnir hurfu síð- an. Gagnrýnendur ljúka í dag upp einum munni um ágæti verks- lns og kalla Arrabal einn merk- asta leikritahöfund dagsins í dag. Leikritið fjallar um fanga- búðir á Spáni, eins og kunnugt mun af fréttum og er árás á fas istastjórn Francos. Leikritið er víða mjög sláandi og notuð gróf tækni til að lýaa hörmungura fanganna. Arrabal hefur dvalizt í Málm- ey að undanförnu og fylgzt með æfingum á leikritinu. Eftir frumsýninguna lét hann í ljós ánægju með túlkun leikaranna á verki sínu og sagði að sýn- ingin hefði náð þeirri „meta- fysisku" grimmd, sem harsn stefndi að í textanum. Arrabal hélt þegar eftir frumsýninguna til Parísar, en hann dvelst þar landflótta frá Spáni. Óhæfct mun að kalla Arrabal persónu- legasta framúrstefnuhöfund irm an leikritunar í dag og þess má geta að á síðastliðnum vetri gengu fjögur leikrit eftir hann samtímis í Parí.9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.