Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1971 19 og beztan svip á hina ört vax- andi reykvisku verzlunarstétt með mikilli háttvisi og snyrti- mennsku sem þedm virtist í blóð borin og Kristján Gestsson varð góður og virðulegur þátt- takandi í þeirri svipmótun. Kristj án. Geatsson kvæntist Auðbjöxgu Tómasdóttur föður systur Birgis Kjaran alþingis- manns, mikilhæfri og góðri konu sem hefir reynzt manni sínum samhent um að bera byrð arnar saman og njóta gleðinnar af virðingu og vináttu samferða fólksins og þess að eignast og koma mannvænlegum börnum þeirra til þroska. Kristján Gestsson var mikill starfsmaður sem aldrei féil verk úr hendi og vandvirkur svo til eindæma mátti telja og ekkert gekk í gegnum greipar hans öðruvísi en fágað og með sér- kennilegum snyrtisvip. En þótt Kristján Gestsson væri önnum hiaðinn vegna kaup sýslustarfa sinna, þá var eins og hann þryti aldrei tíma til þess að hjálpa og liðsinna ung um og gömlum og allir sem tii Kristjáns leituðu, og þeir voru margir, áttu þar víst skjól og lausnir vandamála sinna, og íþróttamönnunum og íþrótta- hreyfingunni var Kristján Gesta son góður haukur í horni ásamt því að vera mikiil og sannur KR-ingur. En segja má um Kristján eina og þar stendur, að snemma beyg ist krókurinn að því sem verðai vill. Ungur gerðist Kristján mikiil vinur séra Friðrilcs Frið rikssonar og héizt sú vinátta á meðan báðir lifðu. Eitt sinn er þeir voru saman Kristján og séra Friðrik, þá bað séra Friðrik Kristján að gefa sér annan litlafingurinn og játaði Kristján þvi Þá bað séra Friðrik Kristján að lofa sér því að halda litla fingrinum ávallt hreinum og því lofaði Kristján og handsal- aði séra Friðrik það heit. Til þess að tryggja sem bezt efndir heits síns gagnvart séra Friðriki, þá hafði Kristján þann hátt á, ef hann átti von á að mæta séra Friðriki eða vissi af ferðum harus, að stinga litla fingrinum upp í sig til öryggis um að hafa fingurinn hreinan. önnur saga verður sögð hér frá bernsku Kristjáns Gestsson ar. Tíu drengir í Vesturbænum undir forystu stórs stráks réð- ust í það samkvæmt uppástungu foringja síns að brjóta rúður í mannlausu húsi og skyldi hver drengur brjóta eina rúðu. Þetta komst upp og líklega Þorvald ur heitinn pólití sem tók dreng ina til umvöndunar fyrir þetta. Stóri strákurinn féll saman og grét og hinir voru hnípnir og drúptu höfði, þá ruddist minn3ti drengurinn, MtiU ljós- hærður patti fram úr hópi drengjanna og sagði: þetta er ekki rétt, það var ég sem braut aUar rúðurnar. Þetta var Krist ján Gestsson sem hafði enga rúðu brotið. Mál þetta leystist svo farsællega eins og að líkum lætur, „en eimurinn sem að kemst í ker, keiminn lengi eftir ber“ og þannig hélt Kristján Gestsson aUa ævi áfram að bera byrðar annarra og leysa þá undan sökum. Kristjáni Gest3syni tókst alia ævi, ekki einungis að haida litla fingrinum, sem hann ungur gaf séra Friðriki, hreinum, hann var allur tandurhreinn svo að aldrei bar þar á blett eða skugga. Kristján Gestsson var einn þessarra ágætu manna, ®em viinna sftörf sitn hávaðalLaust, á- mæfflti áldrei nieiinum og var áv- afllllt tiilbúLnn að talka svari hiins fjarstadda. Kristján Gestsson gekk ekki heill tiL skógar hvað heilsuna snerti síðustu árin, en hann flíkaði ekki veikindum sín um en bar þau með karLmann- legri ró. Kristján tilheyrði seinni kynslóð aldamótamannanna, kyn slóðanna sem lögðu grundvöll- inn að velgengni þeirri, í marg breytilegum myndum, sem þjóð in nú býr við. Aldamótamennimir byggðu störf sin og athafnir á þeirri meginstefnu að beita lífsorku sinni og starfi öllu til þess að vinna íslandi og íslenzku þjóð inni allt það gagn sem þeir máttu og árangurinn varð mik- ill og góður. Kristján Gestsson á mikinn og góðan þátt í þeirri baráttu. Helgi Benediktsson. — Minning Guðrún Framhald af bls. 22. ilinu, pabbi kom að landi með fullain bát af fiski eða eitthvert skemmtilegt atvik, smellna sögu, bar á góma. Hún hafði unun af að segja frá því, þegar móðir hennar leytfði sér einstaka sinn um þann munað að sjá leiksýn- ingu I Fjalakettinum og þegar heim kom, þá þuldi hún og lék allt leikritið frá byrjum tii enda fyrir börnin, sem hlustuðu og horfðu á, frá sér numin. Hún minntist tveggja systkina sinna, er dóu barnung í sömu vikunni úr einhverjum umgangsfar- aidrinum, og hún minntist glæsi leika og gáfna þeirra systkina sinna, er upp komust, Ásdísar og Guðjóns. Þannig skiptust á Skin og skúrir í ævi Guðrúnar Gróu, ekki aðeins á uppvaxtar- árunum, heldur allt tU enda ævi skeiðs hennar. Sumarið 1900 réðlst hún kaupakona að Esjubergi á Kjalarnesi. Þar kynntist hún ungum bóndasyni úr sveitinni, Pétri Sigurðssyni frá Vallá, sem þetta sumar var kaupamaður á sama bæ. Felldu þau brátt hugi saman og ákváðu að stofna eig- ið heimili. Fyrst ieigðu þau sér húsnæði á Vesturgötu 33 og sið- an á Vesturgötu 48, en árið 1904 fluttu þau i eigið húsnæði á Vestungötu 51A, sem þau keyiptu af Helga Teitssyni, lóðs fyrir 4.500 krónur. Þar bjuggu þau í 30 ár, eða þar til þau keyptu og fluttu á HávaUagötu 51. Þau Pétur og Guðrún eignuð- ust 8 börn og ólu einnig upp eina sonardóttur sína frá þvi hún var á öðru ári. Fimm barna þeirra eru látin, tvö dóu á bamsaldri, en þrjú eftir að vera komin til fullorðinsára. 1 fyrstu fékkst Pétur mjög við við smíðar og vann við fjölda bygginga I Reykjavík, enda lærður i því handverki. En er atvinna í þeirri grein varð stop- ul og óttrygg, tók hann að stunda sjóinn, og vann hann um ianigt árabil sem háseti á togurum og síðan á olííuskipinu Skeljumgi. Hann dó árið 1939 á Hávalla- götu 51, 65 ára gamall. Eins og gefur að skilja hiaut uppeldi barnanna og allar út- réttingar vegna heimilisins að mæða mest á Guðrúnu Gróu, þar sem eiginmaðurinn var oft langtímum saman á sjónum f jarri heimilinu. Kaupið var lágt og kjör- in kröpp, svo að velta varð hverjum eyri á milli handanna áður en út var látinn. Einhvem veginn blessaðist þetta þó, og börnin voru dugleg að hjálpa til. Stréikamir réðu sig sem sendisveina strax og þeir höfðu vit og afl tU, og á tímabili seldi Guðrún Gróa skólapiltum fæði til að drýgja tekjumar. Þótt efnin væru ekki mikil var gest- risni húsráðenda rómuð mjög, fólkið var söngeiskt og giað- sinna, og vinum og ættingjum þótti gott þau hjónin heim að sækja. Það var því oft gest- kvæmt og glatt á Hjalla á þvi heimili. Stundum dró Guðrún Gróa fram litla harmóniku, sett- ist upp á eldhúsborð og hóf að leika diliandi danslög, en unga fólkið tók sjjorið á eldhúsgólf- inu eða song með, fullum hálsi. Ég kynntist ekki heimili Guð- rúnar Gróu fyrr en haust- ið 1952, er ég kvæntist Ásdisi Kjartansdöttur, sonardóttur Guðrúnar, og við fluttumst í kjallarann á Hávallagötu 51. Guðrún Gróa bjó á efri hæð- inni ásamt dóttur sinni, Friðmey, báðar orðnar ekkjur fyrir mörgum árum. Þær mæðg- ur áttu fallegt heimili, og mun imir, sem prýddu það voru þrungnir minningum, bæði björt uiíi og döprum. Þær vom báðar trúaðar og sannfærðar um líf að loknu þessu, og það hefur Ásdis sagt mér, að aldrei hefði dagur liðið svo að kvöldi, að gamla konan raulaði ekki fyrir munni sér eitthvert fagurt ljóð eða sálmavers. Þegar dóttir okkar, Vera, fæddist, kom enn nýr og bjartur sólargeisli inn í Lif ekkn- anna á efri hæðinni. Glaður barnShlátur hljómaði nú I þessu húsi, og litlir fætur áttu oft erindi til ömmu Gróu og Meyju. Raunverulega var þetta eitt heimili, þótt svo ætti að heita, að tvö væru. Þama samein uðust revnsLan og unigæðisháttur inn, bjargföst trú og barnslegt traust, aðgætnin og ákaf- inn, ellin og æskan. Þessar tvær konur, amma Gróa og Meyja, eru óaðskiljan- legar í huga mínum. Þær kenndu mér margt, og þó að ég sMldi það e.t.v. ekki aílt þá, hefur mér með árunum orð- ið æ ljósari sá sannleikur og sú vizka, sem þær bjuggu yfir, — sú lífsreynsla, sem ekki lærist nema á langri ævi erfiðrar baráttu, þolgæði og óbifandi trúar á sigur hins góða. Guðrún Gróa var ekki aðein3 borinn og bamfæddur Reyk- víkingur, heldur var hún einrí- ig ósvikinn Vesturbæingur. 1 Vesturbænum var hún fædd og uppalin, átti þar heimili alla tið, og þar dó hún. Hún lifði það að sjá fiskipiássið við sundin blá breytast í stórborg, sem þenur sig nú yfir svæði, sem um alda- mótin var tún og engi smábónda, hún sá ReykjaWík breytast úr fá mennu dönsku þorpi í höfuð- borg íslenzlca lýðveldisms og hún sá tækni- og verkmenningu íslendinga taka algjörum stakka skiptum. Guðrún Gróa var af aida- mótakynslöðinni, þeirri kynsióð, sem breyttl einyrkj akotunum í tæknivædd stórbýli, danskri ný- lendu í íslenzkt lýðveldi. Sú kynsióð neitaði að gefast upp, þótt i móti blési. Hún þrauk aði, og þess vegna erum við Is- lendingar þjóð. ALdamóta- kynslóðin er nú að hverfa af sjónarsviðinu. Ef til vill kveðj- um við hana í dag, er Guðrún Gróa Jónsdóttir er til moldar borin. Við, sem eftir lifum, þökkum góða leiðsögn og hoilt veganesti. Valgarð Runólfsaon. Framreiöslunemar óskus! í Súlnasal Hótel Sögu. Upplýsingar hjá yfirframreiðslumanni í dag kl. 19—21. VANAN BEITINGARMANN vantar á góðan línubát frá Patreksfirði. Upplýsingar í síma 51749. HANDAVINNUBÚÐIN Laugavegi 63 auglýsir Ný námskeið í myndflosi að hefjast (Aladinnálin og litla flosnálin). Innrifun í búðinni daglega. VELSETJARI Véisetjari óskast til lengri tíma. Sendið nafn, heimilisfang og símanúmer fyrir laugardag á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Vélsetning — 7229"s Husgagnasmiðir - trésmiðir Vantar nokkra fyrsta flokks trésmiði. vana innréttingasmiðí nú þegar. TRÉSWIIÐJA AUSTURBÆJAR Simi 19016. Gffirlattfi allmr f ÍöIsIlyIcI imiisir mm\ • imius með súkkulaðibragði Á hverjum morgni NATHAN & OLSEN HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.