Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1971 Guðrún Gróa Jónsdóttir — Minning Fædd 15. janúar 1879. Dáin 3. apríl 1971. 1 gær lór fram frá Dómikirkj- unni kl. 2 e.h. útför Guðrúnar Gróu Jónsdóttur. 1 huga mínum hét hún aðeins Gróa, og i hug- skoti mínu átti hún alltaf heima á Vesturgötu 51A, þótt hún síð- t Fósturmóðir mín og tengda- móðir, Anna Sigríður Adolfsdóttir, Laufásvegi 59, iézt í Landakotsspítalanum 14. aprí'L Guðný Torfadóttir, Kristinn Vilhjálmsson. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir, Guðmundur H. Friðfinnsson, pípulagningameistari, andaðist 12. apríl. Áslaug Magnúsdóttir, Magnús Guðmundsson. t Móðir okkar, Sigurlaug Þórðardóttir, Sólbakka, Höfniun, andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík 13. apríl. Böm hinnar iátnu. ar byggi annars staðar. Gróa var fædd að Sjávargötu á Bráð- ræðisholti og voru foreldrar hennar Guðrún Nikulásdóttir, mikilhæf og mörgum kostum búin kona, og Jón Halldórsson útvegsbóndi. Ætt Guðrúnar Nikulásdóttur kann ég ekki að rekja, en föðurætt Gróu rekur sig þannig: Jón í Sjávargötu Halldórssonar í Miðdalskoti, Þorsteinssonar bónda þar, Vig- fússonar á Kiðabergi (afabróðir Jóns Sigurðssonar forseta) Sigurðssonar í Ásgarði í Grims- nesi Ásmundssonar þar, Sigurðs sonar lögréttumanns í Ásgarði, síðan tekur við Ásgarðsætt- Guðnasonar lögréttumanns í Tungufelli Jónssonar prests í Kálfiholti Stefánssonar prests í Odda, Gíslasonar biskups í Skálholti Jónssonar. Systkini Gróu voru Ásdis, gift Jóni Gislasyni og Guðjón bryti, kvæntur Sigriði Bjamadóttur, lengst af bryti á Esju, Goðafossi og síðast gamla Dettifossi. Gróa ólst upp í foreldrahús- um, en um tvítuigsaldurinn þurfti hún, eins og þá var siður og nauðsjm, að fara að heiman og vinna fyrir sér, og lá leiðin upp á Kjalames að Esjubergi. Dvöl hennar þar leiddi til þess að hún og ungur sveinn, Pétur Sigurðsson frá Valiá, felidu hugi saman og gengu þau síðar að eigast. Af þeim stofni eru komnir margir nýir. Pétur og t Útför sonar mins, Brandar Þorsíeinssonar, sem lézt í Landspítalanum 9. april, fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 16. apríl kl. 13.30. Þorsteinn Brandsson. t Jarðartför eiginmanns mins, t Þökkum inniilega auðsýnda Helga Jónssonar, samúð og hlýhug við andlát Reykjavíkurvegi 23, og jarðarför, fer fram frá Fossvogskirkju Hólmfríðar Þ. R. föstudaginn 16. april kl. 10,30 Jónsdóttur, f. h. Keflavík. Fyrir hönd bama minna, tengdasonar og bamabama, F. h. bama okkar og annarra aðstandenda, Sigrún Ásmundsdóttir. Sveinn Jónsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhuig við andlát og úttför litia drengsins okkar, Leifs. Guðrún Kjartansdóttir, Ársæli Ársælsson, Þorleif Guðjónsdóttir, Kjartan Gíslason. t Soffía Þorvaldsdóttir, I.aufásvegi 26, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 16. þ. m. kl. 3 e. h. Systkin hinnar látnu. Gróa bjuggu lengst af, í far- sælli sambúð, að Vestur- götu 51A, í eigin húsi, eða þar til Pétur lézt árið 1939, eftir nær fellt 40 ára hjónaband. Þeim varð 8 barna auðið og þau voru Helga og Þorkelía (er báðar létust í bemsbu), Fríðmiey (gift Jóni heitnum Bogasyni bryta, er fórst með Dettifossi undir stríðs lökin), Sigurjón Uengst af starf- andi hjiá H. Benediktsson hf. og síðast forstjóri Ræsis htf. (d. 1. okt. 1952). Hans kona var Sigríður Loftsdóttir frá Höfða- brekku í Mýrdal). Kjartan Reynir (giftur Valgerði Sigur- geirsdóttur). Öll eru þessi böm Gróu og Péturs látin, en Kjartan fórst með togaran- um Apríl á heimleið frá Eng- landi þ. 1. des. 1930. Þá stóð Valgerður uppi með öll 3 böm- in sin, og þá varð hver að bjarga sér. Þá voru ekki lífeyr- issjóðir, almannatryggingar eða fjölskyldubætur upp á að hlaupa. Ti.l að létta „róðurinn" tók Gróa að sér eitt bam Kjartans, Ásdísi, er hún var á öðm ári og ól hana upp. Upp frá þvi kallaði Ásdís hana allt- af mömmu. Hún er því hluti af barnahópnum þeirra Gróu og Péturs. Ásdís er gift Valgarði Runólfssyni skólastjóra barna- og gagnfræðaskólans í Hvera- gerði. Þau bömin sem á lífi em, em Ásdís gift Ólafi Þor- grímssyni hrl., Gunnar bifreiða- málarí kvæntur Guðmundu Þor- geirsdóttur, og Guðrún gift Birni Bjömssyni skrifstofu- stjóra. Eins og gefur að skilja hefur líf ungu konunnar snemma tek- ið á sig svip alvörunnar, og þá var hverjum næst að sjá sér og Sínum farborða. Pétur starfaði fyrst eitthvað við smíðar og mun hann hafa numið þá iðn eitthvað, en það var fyrir mitt minni, og ég man hann aðeins t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför, Sigríðar Guðjónsdóttur, Jaðri, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. Rögnvaldur Guðmundsson og vandamenn. sem sjómann (og saltara) á tog- aranum Nirði. Hann var þvl langdvölum að heiman og allt starfið heimatfyrir hlóðst því á hina. ungu konu. Það kom sér því vel að Gróa var alltaf grannvaxin og snör I hreyfing- um. Henni var, á þeim árum, létt um að vinna, og með elju og samstilltu átaki tókst þeim hjón- um að koma yfir sig húsinu á Vesturgötu 51A. Þar var Gróa drottningin og þar lifði hún sín beztu ár, þótt oft væri á bratt- ann að sækja. Fyrstu minningar miínar af Gróu voru þær, að ég fór einu sinni sem oftar hang- andi í pilsum móður minnar „vestur eftir“ (en það þýddi að- eins eitt á mínu heimili I aust- urbænum: til Gróu). Þetta var að vetrarlagi og kom þá á heimilið Jóhann í Alliance, sem sivo var kallaður, því hann var þar verfkstjóri, með 2 bak- sleða sem hann hatfði smiðað etft- ir pönitun Gróiu og hún ætl- aði bömum sínum. Það er ekki að orðlengja það, að með annan sleðann fór ég heim til mín og tók Gróa ekki annað í mál en að ég fengi hann til fullrar og óskoraðrar eignar. „Það má allt af fá annan sleða handa Dúnu,“ sagði hún. Litla húsið á Vesturgötunni var nokkuð stórt á þeirrar tið- ar mælikvarða, 3 herbergi (öll lítill og lág til lofts) svo það var hægt að leigja út íbúð uppi í risi. Á þessum tíima bjó hér fólk, sem ekki gerði meiri krötfur til Mtfsþæginda en þetta harðbýla land gat atf sér gefið. Þá litfðu menn efltir efnum, en ekki um efni fram. Þá list kunni Gróa mætavel. Á þessum árum var otft gestkvæmt á h'eimili hennar og allt komst þetta fólk fyrir, en þó fór svo að byggt var við vest- urendann tveggja herbergja út- bygging úr steini og þá stækk- uðu húsrýmið og hjartarýmið að sama skapi. Og svo var það ekki ónýtt, að eftir viðbygginguna var hægt að ganga inn í stofu beint úr forstofu af götunni. Það þótti nú fint í þá daga. Nú var keypt píanó, og nú var spilað og sungið, og það var nú stundum líf í tuskunum ekki sízt er þau Ásdis og Guðjón komu með í sönginn. Öll voru þau systkin- in söngelsk mjög, Gróa tók gjarnan í dragspilið, Guðjón í mandólinið og Ásdís söng, enda á sínum táma í Dómkórnum. Þá hækkaði niú aldeilis undir loft í lágreistum stofunum og það var eins og allt yrði hærra og víð- ara til veggja. Þetta voru dá- samlegir dagar, eða svo finnst mér er ég hugsa til þeirra, en ég var þá unglingur að aldri, og man þetta glöggt. Stundum var Pétur heima og þá naut hann þess að vera með, hann sat hjá brosleitur og sæll og naut lífsins á sinn rólega hátt og hann átti til að lauma út úr sér bröndurum sem hittu í mark. Nú er langt síðan þetta var og gerðist. Einn sunnudagsmorgun- inn, ekki alls fyrir löngu, rölti ég vestur Vesturgötuna og þá sá ég „húsið". Þar var mikil breyt- ing orðin á, rúður brotnar og slagbrandar fyrir þeim og dýr- um. Nú er þarna kuldi og myrk- t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför VAGNS JÓHANNSSONAR verzlunarmanns. ur og nú hieyrast ekki lengur innan frá söngur og gleði gamla tímans. Mér flugu í hug orð Einars Benediktssonar, er hann endar Norðurljós á þessum orð- um: „Autt er allt og sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi, sem býr þar.“ Ég gekk bak við húsið og leit inn og rifj- aði upp hvar ýmsir hlutir hefðu staðið á sínum tíma, og aftur reikaði hugurinn til Long- fellows sem E.B. þýddi svo: „1 gegnum opna glugga/blés gustur um auðan karm/Hvar voru blessuð bömin/með bjart- an æskuhvarm?". Og ég gekk dapur burt er ég hafði gert mér ljósan fallvaltleika lífsins. Gróa átti því láni að fagna að hún var aldrei ein, þótt hún yrði ekkja fyrir 32 árum. Börnin sem eftir lifðu voru henni góð, um tima bjó hún með Friðmeyju heitinni dóttur sinni á Hávalla- götu 51, en er hún lézt var hún ein, en þó umvafin Mýju bama sinna. Eins o.g óg gat um þá var Gróa alltaf grönn og sístarfandi og hreysti hennar var slík að hún náði mjög háum aldri. Hún lifði alla kunniingjana og hún var í vissum skiáninigi einmana á háum aldri. Forsjónin hagaði því þá svo til að „heimurinn" fór frá henni, og þannig lifði hún síðustu 10 árisn áhyggjulaus af þvi sem gerðist í kringum hana, en þó alltaf eitthvað að bjástra. Það var svo hinn 3. apríl s.l. sem Gróa kvaddi þennan heim, bara hætti að lifa, 92 ára gömul. Til síðustu stusndar vair hún hin kvika, granna Gróa og maður þekkti fas og hreyfingar gömlu áranna, maður bara sá þær i öðru ljósi. Ég þakka Gróu gamlar og góð- ar minningar og alla snúðana sem hún gaf mér. Ég vil svo enn gera orð E.B. að lokaórðum mínum hér, er hann segir: „Loks ertu liðin/land nú er tekið/ höfninni náð bak við helsins flóð/Höggvið er rjóður/ hnigin til jarðar/sú eik, sem lengst og styrkast stóð.“ Viggó Jónsson. Frú Guðrún Gróa Jónsdóttir var jarðsungin i gær frá Dómkirkjunni í Reykjavik. Hún var fædd 15. janúar 1879 í Sjájvargötu á Bráðræðisholtinu í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Nikulás- dóttir og Jón Halldórsson sjómaður, sem þar bjuggu en Ðuttu síðar að Stóra-Seli við Selsvör. Sistkini Guðrúnar Gróu voru þau Ásdis, sem giftist Jóni Gíslasyni, sölustjóra hjá Efna- gerð Reykjavikur, og Guðjón, kunnur úr bæjarlífinu sem Guðjón bryti. Allt var þetta mjög söngelskt og listrænt fólk og var Guðrún Nikulásdóttir, móðir þeirra Sjávargötusystkiina, ágætur hag yrðingur. Guðrún Gróa minntist oftlega uppvaxtarára sinna, og þá yfir- leitt sem ára etfiðleika og si- felldrar baráttu fyrir daglegu brauði. Hún minntist „fiskileys- isáranna sjö,“ þegar varla féklist bein úr sjó, og lá við, að fátækar og bammargar fjöl- skyldur syltu heilu hungri. Hún minntist margra kvölda, er hún gekk svöng til sængur, þó var faðir hennar formaður á bát, og fékk þvi stærri hlut en aðrir skipsverjar. Hún minntist einn- ig margra ánægjustunda, er gleði og bjartsýni ríkti á heim- Framhald á bis. 19. t Otför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa MAGNÚSAR JÓNSSONAR húsasmiðameistara, Lindargötu 52, er lézt 8. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 17. apríl kl. 10,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. Halldóra Asmundsdóttir, Asgeir Magnússon, Karl Magnússon, Jón R. Magnússon, tengdadætur og barnaböm. Eiginkona, dóttir og systkini. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinsemd vegna andláts og útfarar SIGRÍÐAR J. BJARNASON Guðrún og Hákon Bjarnason, Helga og Sveinn B. Valfells, Elísabet og Jón A. Bjarnason, Maria Benedikz, Sigurbjörg og Haraldur A. Bjarnason. t Irmilfi'gar þaikkiir til allra sem auðsýndu mér samúð og vin- siemd við andlát og útför miannisins mins, Sigurðar Sigurðssonar, Bergþórugötu 33. Fyrir hönd aðstandenda, Stefania Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.