Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1971 Jeanne Judson: NAN lllllílilll litftfjilll,. II! legt hungur. Hún leit við, er hún heyrði til móður sinnar. — Þ>ú ert áreiðanlega glorsolt- in. Mary Ross sat hinum megin í herberginu. Hún hafði verið þar að lesa við borðlampa. — Hvað er klukkan? — Það er komið miðnætti, en þú fékkst engan kvöldmat. — Sleppum þvi. Ég þoli við fram að morgunverði. — Nei, það gerirðu ekki. Evans læknir hélt, að þú hefðir betra af góðri hvíld en mat, en úr því að þú ert vöknuð, þarftu að fá eitthvað. Ég ætla að ná í eitthvað handa þér. Á morgun vinn ég frá fimm að morgni til tvö síðdegis, svo að ég fæ að borða í sjúkrahúsinu, svo að þú verður að biða eftir þínum mat þangað til Dilly kemur. Hún var farin úr áður en Nancy, sem var frekar svifasein nú, gæti komið að nokkrum and- mælum. Henni var meinilla við að gera móður sinni óþarfa ómak. Hún hafði aldrei, síðan hún missti föður sinn, fimm ára gömul, getað tekið móður sína sem einhvern sjálfsagðan hlut. Þær lifðu saman í vináttu, og enn hafði Nancy aldrei leynt móður sína neinu, kannski vegna þess, að hún hafði engu að leyna. Mary Ross kom innan skamms með bakka, og ilmurinn frá honum minnti ekkert á neina sjúkrafæðu, og var það heldur ekki, og Nancy óskaði þess enn einu sinni, að hún væri jafnvig á báðar hendur. Móðir hennar skar steikina fyrir hana, en samt var ekkert gaman að þurfa að borða með vinstri hendi. Hún hafði ósjálfrátt lyft hinni hægri, en verkurinn gaf henni fljótt til kynna, að það hefði hún ekki átt að gera. — Evans læknir segir, að þú megir ekki snerta við ritvél í að minnsta kosti hálfan mánuð. Móðir hennar hafði verið að horfa á klaufalega tilburði henn ar.— Segðu mér frá þessu. Tim gat ekki sagt mér nema það lít- ið hann vissi sjálfur. Nancy sagði henni alla sög- una. — En ég veit bara ekki enn, hvernig skotið lenti í mér. Hann var að segja mér að vera ekki fyrir, þegar hr. Llewellyn opnaði dymar. Það var það seinasta, sem ég vissi. — Það er eins og þið hafið bæði þrifið til hans. Og það var heimskulegt, en reyndar sé ég ekki, hvað þið hefðuð getað ann að gert. Þú varst heppin að fá það í öxlina. Ég er búin að hringja til Dilly og hún kemur klukkan átta og verður hérna þangað til ég er komin heim. Hún getur hjálpað þér að klæða þig. Þú þarft ekki að liggja fremur en þú sjálf vilt. En hafðu bara handlegginn í fatl- anum, svo að öxlin verði ekki fyrir hnjaski. — Þú færð ekki mikinn svefn með þessu móti, mamma. O OOOOOO OOOOO 0 O _ 0 0 ÍS 0 o^o 0 oooooo oooooo — O, ég þoli það svona einu sinni. Ég sofnaði snöggvast eftir að læknirinn fór. Mér þykir vænt um, að hann skyldi vera þarna í verksmiðjunni, enda þótt ég sæi eftir honum, þegar hann fór af spítalanum. Nú, en hann hafði nú ekki efni á að setja upp stofu nema hafa þessa vinnu í verksmiðjunni, og hún á að halda honum uppi, þangað MAÐURINN SEM HVARF Sífelidir árekstrar á göngum og gangstéttum. Sér fólk mann ekki? Hurðum skellt á nef manni. Hvað er þetta? Stelpurnar á skrifstofunni alveg hættar að yrða á mann. Konan ekki gefið koss frá því í fyrra. ,,Eru allir hættir að sjá mann eða hvað? Eg er þó hér." Líttu í spegil maður. Hvað sérðu? Eitthvað sérstakt? Nú nú. Hvað ætlastu þá til að aðrir sjái? Komdu þér í glæsileg föt. Kóróna-föt. Þau fást bæði í Herrahús- inu og Herrabúðinni við Lækjartorg. Taktu eftir breytingunni. Ekki bara á þér, heldur öllum sem á þig líta. Lyftu huliðshjálminum drengur, klæðstu Kóróna-fötum. Lyftið huIiSshjálminum klœÓist Kórónafötum j W'jCAJUL^uÍ '/vt\ VIO LÆ KJARTORG Slepptu, það er kona að koina. til hann getur komið sér upp stofu. Ég hef kynnzt mörgum ungum læknum þarna, en hann var alltaf uppáhaldið mitt. Þú kunnir vel við hann, var það ekki? — Ég er hrædd um, að ég hafi ekki getað tekið mikið eftir hon- um, eins og ástatt var. — Hann kemur hingað á morg un að líta á þig. Þetta var alveg hræðilegt. Þú hlýtur að hafa verið afskaplega hrædd. — Nei, ég var alls ekki neitt hrædd. Ég ætlaði bara að aftra honum frá að fara inn til hr. Llewellyn. Mér datt aldrei í hug að hann færi að skjóta. Mér fannst hann hálfvitlaus og hélt, að þetta væri bara hótanir. — En hvemig stóð á því, að þú varst þarna á staðnum? — Ég var að vinna fyrir hana Elaine Baines, eimkaritarann hans. Hún var veik eða eitthvað þess háttar. Mary hló. — Jæja, þú skalt nú ekki játa fyrir neinum, að þú hafir ekki haldið hann Dirk McCarthy vera hættulegan. En eins og er, þá ertu hetja, og þú ættir að njóta þess. Vertu ekki með þennan áhyggjusvip. Þetta kemur ekki neitt í blöð- unum. Vitanlega tala allir i verksmiðjunum um þetta — og það er sama sem öll borgin. En þú mátt trúa honum Frank Dillon til þess, að það kemur ekki mikið í blöðin. Hana nú, taktu þetta, svo að þú getir sofnað. Og sjálf ætla ég að naHa mér stundarkom. Nancy bjóst ekki við að sofna aftur en það gerði hún samt. Sannast að segja vaknaði hún ekki fyrr en klukkan níu — °g fann þá, að frú Dillimg sat óþarflega nærri rúminu hennar, og glápti á hana kringl- óttu bláu augunum, Frú Dilling var öll hnöttótt. Hnöttótt höfuð og enginn teljandi háls, á búk, sem var tveir stórir hnettir. Stuttu handleggirnir voru tveir ílangir hnettir með olnboga á milli. Fæturnir voru hnöttóttir og digrir í breiðum inniskóm. Nefið var eins og hnappur og munnurinn eins og O, venjulega opinn. Og þrjár undirhök- ur voru Mka hnöttóttar. — Nú, þú ert vakandi. Þú svafst svo fast, að ég varð hrædd. Ég er búin að hlaupa fimm sinnum upp og nið- ur stigann til að gá að þér. — Það hefðirðu ekki átt að gera. Nancy var kunnugt um það, að frú Dilling hljóp upp og nið- ur stiga léttfætt eins og grönn kona, en hún vildi bara aldrei trúa því. Svona feit hefði hún ekki átt að geta klifrað neinn stiga. —- Ég tek það ekkert nærri mér. En viltu borða héma eða niðri? Mamma þín sagði, að þú mættir fara á fætur ef þú vildir. Nú var verkurinn í öxlinni orðinn að stöðugum seyðingi, sem náði alveg fram í fingurgóma. Hún reis upp og studdist við vinstri höndina. — Ég ætla að koma niður, það er að segja, ef þú getur komið mér í kjólinn án Stúlka óskast nú þegar til starfa í raftækjaverzlun í Reykjavík. Staðgóð reiknins- og vélritun- arkunnátta nauðsynleg. Eiginhandarumsókn ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu Morg- unblaðsins, merkt: ,,X — 7288“. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands Kvennadeild Stjórn kvennadeildarinnar heldur kvöld- verðarfund fyrir félagskonur miðvikudag- inn 12. maí n.k. í Átthagasal Hótel Sögu kl. 7:30. Skemmtiatriði: Fjórtán Fóstbræður syngja. Ríó Tríó skemmtir. Þátttökugjald kr. 250,— Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrif- stofu Rauða kross íslands — sími 14658 — fyrir hádegi á þriðjudag. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.