Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.05.1971, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1971 Þessar ung'u og fallegu stúlkur hafa það verk með höndum að koma erlendum fréttamönnum í samband við fréttastofnanir sinar eins fljótlega og liðlega og unnt er. Salurinn, þar sem blaðamannafundirnir eru haldnir daglega. Young blaðafulltrúi EFTA í forsæti. miðstöðin, sem segja má að sé heimur út af fyrir sig. Þar er í stóru herbergi aðsetur frétta- mannanna og borð með 46 ritvél- um eru til afnota fyrir þá sem vilja. í kjallaranum er svo einn- ig símstöð með 10 línum og síma- klefum og geta fréttamenn hringt þaðan út um allan heim. Þá eru þar Telextæki til slíkra nota. Sjónsvarps- og útvarps- menn eru ekki hafðir útundan, því að i kjallaranum eru tveir upptökusalir, annar fyrir sjón- varp og hinn fyrir útvarp. 1 út- varpssalnum er aðstaða fyrir fréttamenn tii að senda viðtöl og fréttir beint til útlanda og geta þeir t.d: hringt á fréttatímum stöðva sinna og útvarpað þannig beint fréttum eða viðtölum. Is- land hefur ekki enn samband við sjónvarpsgervihnetti og því er aðstaða sjónvarpsmannanna held ur verri. Þeir geta aðeins tekið sín samtöl eða fréttir upp á myndsegulband eða filmu, sem síðan verður að senda utan með fyrstu flugferð. I fréttamiðstöðinni er talsvert starfslið eða 8 manns með full- trúum íslenzku ríkisstjórnarinn- ar, og sér þetta fólk um að veita fréttamönnum alla þá aðstoð, sem þeir kunna að þurfa á að halda meðan á fundinum stend- ur. Þess má geta, að í herbergi fréttamannanna er kaffibar, þar sem hægt er að fá kaffi og með- læti á flestum tímum sólar- hringsins, enda má segja að kaff- ið sé fréttamönnum jafn nauð- synlegt og ritvélin, sem þeir skrifa fréttirnar á. Enska er aðalmál EFTA-fund- arins, en auk þess verða sex túlkar starfandi sem þýða ræður jafnóðum á þýzku og frönsku. Myndir sýnir fréttamannaherbergiff og nokkra fréttamenn að störfum. I Loftleiðahótelinu eru tíu símaklefar ásamt telex-sendum til afnota fyrir fréttamenn. Frá móttökunni í gærkvöldi. Ernst Brugger, efnhagsmálaráð- herra Sviss og formaður EFTA-ráðsins tekur á móti gestum. Mikill viðbúnaður vegna EFTA-fundarins: Hr. Young og hr. Couvreu, blaðafulltrúar EFTA. Þeir bera hita og þunga dagsins. Stærsta alþjóðaráð- stefna sem hér hefur verið haldin MIKILL viðbúnaður er nú á Hótel Loftleiðum vegna ráð- herrafundar EFTA, sem hefst þar kl. 10 árdegis í dag. Um tvö hundruð manns ssékja fundinn erlendis frá, þar af 50—60 fréttamenn frá öllum helztu fréttastofnunum, blöð- um, útvarpi, sjónvarpi og tímaritum. í gærkvöldi voru allir fulltrúarnir komnir, að Geoffrey Rippon undanskild- um, en hann er væntanlegur um hádegisbilið í dag með þotu beint frá Brússel, þar sem hann hefur setið á mikil- vægum fundum með ráðherr- um EBE-landanna sex. EFTA-ráðstefnan er ein stærsta alþjóðaráðstefna, sem haldin hef- ur verið hér á landi, að NATO- ráðstefnunni 1968 undanskilinni. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum er hluti hinnar nýju álmu Loftleiðahótelsins sér- staklega hannaður með ráð- stefnuhald í huga. Á jarðhæð hótelsins er sjálfur ráðstefnusal- urinn, svo og annar minni salur, sem notaður verður nú til þess að halda fundi með fréttamönn- um. Er sá salur mjög glæsilegur og velbúinn tækjum og öðru sliku. Á annarri hæð eru svo skrifstofur allra aðildarlandanna, svo og framkvæmdastjóra EFTA. 1 kjallara er svo fréttamanna-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.