Morgunblaðið - 13.05.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1971 23 U'pp 511 þau forustustörf, sem hann var kjörinn til um lengri og skemmri tíma, til hinztu stundar. Óskar kvæntist eftirliíandi konu sinni Mikikalínu Sturlu- dóttur, fósturdóttur Jens Guð- mundssonar kaupmanns á Þing- eyri, 22. mai 1921. Það mun hafa verið hans mesta gæfa, hve ágæta konu hann eignaðist. Þau voru mjög samihent hjón og ber hið aðlaðandi heim- iIL þeirra órækt vitni þess. Þau Mikkaiina og Óskar eign uðust tvær dætur. Þær eru: Anna Jenss., sem gift er Þórði Sigurðssyni málarameistara og Margrét Jensína, sem er gift Jóhanni Sigurlaugssyni bifvéla- virkja. Mikkalína átti tvö börn með fyrra manni sinurn, sem dó úr spænsku veikinni. Þau eru: Ólafía, gift Haraldi Ásmundinus syni rakarameistara og Þórður vélsmiður, kvæntur Ragnheiði Tryggvadóttur. 1 vitund okkar bræðrabarn- anna voru þau öll börn Óskars, enda var hann mikill og ástrík- ur heimilisfaðir. Og heimili þeirra allra hafa verið tengd miiklum kærleiksböndum. Hann bar sérstaka umhyggju fyrir barnabörnum sinum og hugsaði um þau, ekki sízt Óskar, sem stundar verkfræðinám í fjarlægu landi, en kom heim til að kveðja afa sinn hinztu kveðju. Þegar þessi stóra og óvenju samhenta fjölskylda Óskars, sér nú á bak honum svo skjótlega, getum við, sem þekkjum þau, ekkert nema drúpt höfði í þög- ulli sorg. En í sorg, felst einnig ljós- geisli. Og þess má fjölskylda hans vera minnug, að í þeirri sorg, sem nú hvílir þungt yfir heimilum þeirra, eru sterkir geislar minninganna um gæfu- rika samleið þeirra allra til hinztu stundar. Við frændfólkið og fjölskyld- ur okkar hugsum til ykkar á þessum reynslustundum og biðj- um Guð að styrkja ykkur, um leið og við kveðjum kæran frænda og þökkum honum allt og allt. Blessuð sé minning hans. Jenna Jensdóttir. 8 fórust í hótel- eldsvoða London, 11. maí — AP ÁTTA manns týndu lífi í hótel- bruna í London í nótt, þar á meðal nakin rauðhærð stúlka, sem féll af annarri hæð og lenti á járngrind. Tíu slösuðust, þar á meðal einn slökkviliðsmaður, og spænskir hótelstarfsmenn. Eng- inn hótelgestur mun hafa beðið bana eða slasazt. Hótelið hafði nýlega verið keypt af eigendum hótels við hliðina og var ætlunin að starfs- liðið byggi í því. 140 slökkviliðs- menn fóru á vettvang, en nokkr- ir höfðu dáið úr reykeitrun er þeir komu. 30 gestir dvöldust i hótelinu, sem er í Kensington- hverfi, og klifruðu niður bruna- stiga eða voru bornir út af slökkviliðsmönnum. Gestir hótels ins við hliðina, New Langham, voru fluttir á brott, en fljótlega tókst að stöðva útbreiðslu elds- ins. Ég þakka þeim öllum, nær og fjær, er sýndu mér vinsemd á áttræðisafmæli mínu þann 8. maí sl. Helgi Ólafsson, Hafnarfirði. Beztu þakkir og árnaðaróskir sendi ég öllum sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á sjötugsafmælinu. Magnús Sigurðsson, Melgerði 22, Kópavogi. ÆVAR KVARAN hefur FRAMSAGNARNÁMSKEIÐ fyrir fólk á öllum aldri um næstu mánaðamót. Framburður, framsögn, raddbeiting og upplestur bundins máls og óbundins. Upplýsingar í síma 34710. Laxveiðimenn Nokkrir stangveiðidagar til leigu í Langá, neðsta svæði, í júlí og ágúst. Upplýsingar í SPORTVAL við Hlemmtorg. Verkamenn óskast Óskum eftir verkamönnum, vönum byggingarvinnu. Mikil vinna. Upplýsingar veittar á skrifstofu okkar, Grettisgötu 56 í dag kl. 9—5 (ekki í síma) og kl. 7—9 í kvöld í síma 19403. BYGGINGAFÉLAGIÐ ARMANNSFELL H.F. T ollpóststofan óskar eftir starfsmanni karli eða konu nú þegar. Þarf að vera vanur skrifstofustörfum. Upplýsingar hjá yfirdeildarstjóra Tollpóststofunnar Hafnar- húsinu. Saumakonur Getum bætt við vönum saumakonum nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni. SJÓKLÆÐAGERÐIN H.F. Skúlagötu 51, Frá Sumarbáðum þjóðkirkjunnar Innritun haldið áfram. Laus pláss í nokkrum flokkum. Sumarstarf þjóðkirkjunnar, Klapparstíg 27. Sími 12236 VERKAMENN Viljum ráða tvo verkamenn i sementsafgreiðsluna. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Ártúnshöfða, sími 83400. Lokuð vegna jarðarfnrur föstudaginn 14. maí. Rakarastofa Hallbergs Guðmundssonar Laugavegi 128. Lokað kl. 12-4 fimmtudaginn 13. maí vegna jarðarfarar. VERZLUN O. ELLINGSEN HF. Ford Falcon Coupe 1967 Til sölu mjög góður og lítið ekinn FALCON FUTURA BÍLL. SÝNINGARSALURINN SVEINN EGILSSON, FORD-HÚSIÐ, Skeifan 17. Skrifstofumaður Heildverzlun vill ráða ungan, regiusaman mann með Verzl- unarskólamenntun eða hliðstæða, til bókhalds- og almennra skrifstofustarfa. Framtíðaratvinna fyrir traustan mann. Umsókn með upplýsingum um aldur, menntun sendist Mbl. merkt: „Reglusemi — 7613". og fyrri störf UPPBOÐ Á opinberu uppboði sem fram fer á bifreiðaskemmu á Hval- eyrarholti nr. 24—26 við Melabraut í Hafnarfirði í dag fimmtudaginn 13. maí kl. 5 síðdegis verða meðat sölumuna: Bifreiðar, fatnaður, snyrtivörur, leikföng, ónotaður barnavagn ásamt barnarúmi og barnastól, kælikistur, handlaugar, gler, notaðir hjólbarðar, málningavörur, Ijósmyndavörur, veiðiáhöld og sjónvarpstæki. Kaupmenn sem hyggjast kaupa verzlunarvörur hafi með sér gilt söluskattsskirteini en aðrir sem kaupa verzlunarvörur greiði söluskatt. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði e. u. Steingrímur Gautur Kristjánsson. SUMARFATNAÐUR Stuttbuxur með og án smekks. Síðbuxur í úrvali. Skyrtublússur, Bómullarbolir, Stuttermapeysur, Prjónavesti, Sokkabuxur og hnésokkar í tízkulitum. t Laugavegi 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.