Morgunblaðið - 17.06.1971, Síða 12

Morgunblaðið - 17.06.1971, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1971 Hún víw í Huni;vrsJ«tpi þessi unsra konn ni«ð nýja stúdonts- húfu frá Knnnararikóta Islands. „ÉG býð yður öll velkomin hing- að í dag. Kftir langun vetur, ekki strangan, en þunga færð, fagn ar okkur vor hlýrra og Ijúfara, en þeir mega minnast, seni yngstir eru okkar á ineðai í dag,“ mælti dr. Broddi Jóhannesson skólastjóri Kennaraskóla íslands við skólaslit í Háskólahiöi í gær eftir að hátiðieg skólasiitaathöfn hófst með því að sungin var sálmiirinn Faðir andanna, Að lokinni kveðjn dr. Brodila minnt- ist hann Gnðmundar í. Guðjöns- sonar, skólastjóra Æfinga- og til- raunaskólá KÍ, en hann lézt í lok skólaársins eftir stutta sjúkralegu. Risu samkomugestir úr sætiim og minntiist mikilhæfs og vinsæis kennara, Meðal gesta við skólaslitin voru dr. Gylfi 1». Gísiason, menntamálaráðherra, auk fjölda gesta annarra. Síðan rakti dr. Broddi starfs- atriði skólaársins 1970—1971. Viku af september hófust nám- skeið fyrir þá nemendur I. bekkjar, sem leyft var að end- urtaka próf um haustið. Um miðjan mánuðinn hófust haust- próf, bæði endurtekning prófa og utanskólapróf. 24.—29. sept. var haldið námskeið í kennslu- fræði fyrir 4. bekk og kennara- deild stúdenta á síðara ári. Skól- inn hóf að venju reglulegt starf 1. okt. Kennslu lauk hjá öllum deildum 30. apríl og síðustu próf um lauk 8. júní. Sú breyting varð á starfsemi skólans á árinu að enginn nem- andi var tekinn inn i 1. bekk skóians á árinu samkvæmt fyrra skipulagi. Hins vegar starfrækti skólinn framhalds- deild gagnfræðaskóla í uppeldis- kjörsviðum í sama formi og þær deildir starfa, sem eru við aðra skóla. í 1. bekk (framhaldsdeild) hófu 52 nemendur nám, 50 komu til prófs og 46 stóðust. Auk þess lauk einn nemandi prófi utan skóla. Hæstu einkunn hlaut Sigríður Skúladóttir. 1 2. bekk stunduðu nám 240 nemendur. 228 stóðust árspróf, en nokkrir eiga ólokið prófum. Hæstu einkunn hlaut Kristín Jóhannesdóttir. 1 3. bekk stund- uðu nám 230 nemendur og 218 luku prófi og stóðust. Hæstu einkunn hlaut Þorbjörg Arnórs- dóttir. í 4. bekk stunduðu nám 195 nemendur, 72 í almennri deild og 23 í handavinnudeild, og gengu allir undir kennara Nokferiir nýstúdentíur úr K.í. að lofenum skóteslitum í gær. * Skólaslit Kennaraskóla Islands: lijóam. Mbl. Kr. Ben. „Til þess gefi Guð ykkur dóm- greindina og þrekið6í — „að yður megi auðnast að horfa jafnan skærum sjónum bæði út og inn“ — 209 kennarar brautskráðir og 65 stúdentar próf. í almennu deildinni luku prófu og stóðust það 154 nem- endur, en 18 eiga ýmist ólokið prófi eða stóðust það ekki. Hæstu einkunn á almennu kenn- araprófi hlaut Nina Magnús- dóttir. 1 handavinnudeild stóð- ust allir 23 próf og hæstu eink- unn hlutu Fjóla Bender og Fríða Kristinsdóttir. í kennaradeild stúdenta fyrra árs voru 13 nemendur sem allir luku prófi. Hæstu einkunn hlaut Valdís Magnúsdóttir, 9,12, en það var jafnframt hæsta einkunn við skólann á þessu vori. 1 kennaradeild stúdenta síðara árs voru 34 nemendur. 32 luku prófi, en tveir eiga ólokið kenn- araprófum. Hæstu einkunn hlaut >yrí Huld Sigurðardóttir. 209 nemendur ljúka því kennara- prófi frá Kl á þessu vori. í menntadeild voru 62 nem- endur og komu 58 til prófs og 11 nemendur utan skóla. 65 hafa lokið prófi, en hæstu einkunn hlaut Guðrún Þ. Guðmanns- dóttir. Þá rakti dr. Broddi nokkr- ar af verulegum breytingum í starfi skólans. 1. Felld var niður kennsla i 1. bekk almennu kenn- aradeildarinnar með hliðsjón af væntanlegri endurskoðun á lög- gjöf og heildarskipulagi hans. 2. Tekin var upp kennsla á upp- eldiskjörsviði í 1. bekk fram- haldsdeilda gagnfræðaskóla. 3. Kennaradeild stúdenta lauk í fyrsta sinn tveggja ára námi. 4. Leitazt var við að ná hlið- stæðu marki í einum bekk menntadeildar og gert er í stærðfræðideildum menntaskóla. 5. Haldið var áfram kennslu og þjálfun sérkennara í framhalds- deild skólans og undirbúið starf- ið fyrir sumarið, en senn lýkur að þessu sinni 14 mánaða náms- ferli sérkennara tornæmra og treglæsra barna. 6. Jafnframt var undirbúið og hafið viðlíka langt nám fyrir kennara i stærð- fræði við barna- og gagnfræða- skóia. I námi þessu eru 49 kenn- arar tomæmra barna, en 65 stærðfræðikennarar, alls 114. Þá gat dr. Broddi þess að í desembermánuði hefði mennta- málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gisla- son skipað arkitektana Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni til þess að gera uppdrætti að stækkun á Kennaraskólahúsinu og íþróttamannvirkjum fyrir Æf- ingaskólann og Kennaraskólann. Jafnframt var skipuð bygging- arnefnd til að hafa umsjón með undirbúningi þessara mann- virkja. Teikningum að íþrótta- húsi, sundlaug og leikvöllum er nú langt komið og munu fram- kvæmdir hefjast á þessu sumri. Þá nefndi skólastjóri einnig mik- ið aukastarf skólamanna við undirbúning frumvarps þess, er af þróaðist Löggjöfin um Kenn- araháskóla íslands, en skipuð hefur verið nefnd til þess að setja Kcnnaraháskólanum reglu- gerð samkvæmt hinni nýju lög- gjöf. Þakkaði dr. Broddi öllum sem unnið hafa að málum skólans, nemendum, kennurum og öðr- um, og sagðist vona og biðja að allir mættu vel njóta, bæði þess er betur fór og einnig hins, er miður vel fórst úr hendi. „Lángefinn maður og námfús getur lært af flestum hlutum, hvort heldur eru eftirdæmi eða víti,“ sagði hann. Að lokinni skýrslu skólastjóra fluttu ávörp Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri, fyrir hönd 50 ára kennara og afhenti hann skólanum bókagjöf. Þá flutti ávarp Jóhann Sveinsson frá Flögu og síðast talaði Guð- Dr. Broddi Jóhtnnnceson flytur sfeólasl ti'í-a-ðuira í gær. mundur Kristmundsson úr hópi nýstúdenta. Talaði hann fyrir hönd nemenda og þakkaði kenn- urum fyrir samveruna. Að lokum ávarpaði dr. Broddi brottfarendur með eftirfarandi ræðu: „Á vörum aliþýðu allra landa og tíma og á bókum þjóðanna fornum og nýjum eru mörg dæmi um skarpa grein, sem gerð er á vitrum manni og ó- vitrum. Þau hafa borizt okkur frá vörum Salomons konumgs, úr höll Háva og skyndisvörum spunakonunnar við rokkinn, álf konunnar i hamrinum og sláttu mannsins á teignum og hásetans við árina. Og nýi.r tímar ljá gömlum hugsunum nýjan búning og tengja í nýtt samhengi. í riti sínu Krabbadeildin læt- ur sovézki rithöfundurinn Alex- ander Solzhenitsyn aðalisögu- hetjuna, Kostoglotov, rifja upp eftirlætisorðtak afa síns sáluga: Aulinn sækist eftir því að kenna, en skyniborinn maður að læra. (A fooi lioves to teach, but af clever man loves to learn). Tungur þjóðanna eru án efa merkust rmenningararfleiíð þeirra. Þar þrýtur a.ldrei rann- sóknar- og leikefni spurulum huga. Það miá verða fóstrum og kennurum frjótt og gott undrun arefni um mörg lýsingarorð t. d. er taka sérstaklega til per- sónuleika eða skapgerðarein- kenna, hvar andstæður eru auð fundmar og hvar torgætar eða engar. Námfús er hverju barn-i tami orð og auðskilið, en leitun mun á tömu orði um þann mann, sem auðkennist af því að vera veitull á fræði sín og feiunnáttu, fús að kenna og jafnvel ósýnt, hver hugblær myndi fylgja siiiku orði. Hvort tveggja fúsleikinn að þig'gja kunnáttu og veita hana er þó manninum í brjóst borin, og eigi aðeins manninum, held- ur og miörgum dýrum, einkum hinum svoköliluðu æðri tegund- um þeirra. Myndi þeim ekki verða lifls auðið án þeirra. Ef heimilt væri að bera sam- an orð afans í hinni rússnesku skáldsögu og orðaforða islenzkr ar tun<gu um svipað efni, mætti ætla, að brjóstvit tveggja þjóða, fjarlægra og ólikra u-m stað- hætti, hnigi í þá átt, að meira væri um það vert að nema en að kenna. Lengi hef ég trúað þvi, að Jóhannes Kjarval væri mestur húmanisti þeirra manna, sem ég hef haft a,f verulieg persónuleg kynni, enda haift meira ancllegt vænghaf en nokkur hinna. Húm anisti er umburðariyndur mann eskjunni. Ekki minnist ég þess, að Kjarval færi i mín eyru lægj- andi orðum um noklkurn mann. >ó kom fyrir að hann segði, með nokkrum keim af vansæld í rómnum: Hivnn er ákaflega dós eraindi um þann mann, er sjáltf- kjörinn þótti'st til að hafa for- sögn um rétt og gott snið á til- verunni. Ég hygg að sá, sem kennir meira en hanm liærir, sé flíflið að skilningi afans i sögiu Solzhenit syns. Sldkir menn eru ekki nám fúsir, heldur dóserandi. Margt ungt fólk hefur nú sem á öilum tinrntm látið sefjast til þeirrar aðkenningar, að það sé spillt, að ekki sé sagt gerspillt. Þessu valda yfirleitt fáir ein- staklingar, sem hafa það m.a. sér til ágætis að vera dóserandi með áhriflaríkum hætti. Og unga fólkið á einnig nokkra í sinum flokki. Aliiur samanburður á siðgæði kynslóða er erfiður, og vand fundinn einhiítur mælikvarði í þeim efnum, því munu un.gir sem gaml'ir jafnan hætta sér út Franihald á bls. 31. Skírteini afhent í II áskólabidi í gser.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.