Morgunblaðið - 10.07.1971, Side 3

Morgunblaðið - 10.07.1971, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JÚLl 1971 1 GÆR ♦oru kunngerð úrslit í samkeppni um hjónagarða fyrir Iiáskóla íslands, sem staðsettir verða við Suður- götu sunnan við prófessora- bústaðina. Fyrstu verðlaun, krónur 250 þúsimd, hlaut til- laga eftir Hrafnkel Thorla- cius, arkitekt. Dómnefnd hef- ur lagt til, að höfundi tillög- unar verði fengið verkefnið til frekari útfærslu. Á fundi með blaðamönnum og gest- um í Félagsheimili stúdenta í gær sagði Björn Bjarnason, formaður dómnefndar, að samkvæmt áætlun, sem gerð hefði verið, myndi undirbún- ingur að hyggingafram- kvæmdum taka 40 vikur, og þær ættu því að geta hafizt Gestir skoða sýningu á tillögunum, sem opnuð var í gæ r í Félagsheimili stúdenta. Samkeppni um tillögur að hjónagörðum lokið Tillaga Hrafnkels Thorlacius Reytnslan á þó vafalaust eftir hlaut fyrstu verðlaun að skera úr um það, að full • þörf €r á hjónagörðum við Há Jhramkvæmdir geta hafizt ao vori slkóla íslands. í trausti þess er ykkur boðið hingað í dag. Samkvæmt lögum sínum ber Félagsstofnun stúdenta að eiga frumkvæði að byggingu stúd- entagarða. Hún getur ekki leyst þetta verkefni sitt nema með fullum skilningi almennings og í náinni samvmnu við aðra að- ila, stúdenta, háskólayfirvöld, rikiisvaldið, sveitarfélög og fjár magnsstofnanir. Þegar háskólaráð á liðnu ári Framh. á bls, 19 í maí næsta ár, en í fyrsta áfanga væri gert ráð fyrir 60 íbúðum. í tillögunni er gert ráð fyrir þremur húsum með 60 íbúðum í hverju; meðal- íbúð er um 40 fermetrar, tvö herbergi og eldhús. Alls bárust tíu tillögur og hef Björn Bjarnason, formaðnr dóm- nefndar skýrir frá iirslitum sam- keppninnar. ur sýningu á þeim verið komið upp í Félagsheknili stúdenta; hún verður opin á hverjum degi næstu viku. Önnur verðlaun, kr. 150 þúsund, hlaut ti'llaga arki- tektanna Ingimundar Sveins- sonar og Garðars Halldórssonar. Þriðju verðlaun, kr. 100 þúsund hlaut tillaga Geirharðs Þor- steinssonar, arkitekts og Magn úsar Gunnarssonar, stud ark. — Dómnefndin samþykkti að kaupa tillögu arkitektanna Onmiars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs HaD. Dómnefndina skipuðu Björn Bjarnason, formaður, Ragnar Ingimarsson, Bárður Dan íelsson, Þorsteinn Gunnarsson og Hilmar Ólafsson. Trúnaðarmað ur nefndarinnar var ólafur Jens son. Við verðlaunaafhendinguna sagði Björn Bjarnason, formað- ur dómnefndar, m.a.: . „Lengi hefur það verið ósk stúdenta við Háskóla íslands, að við skóla þeirra risu nýir stúd- entagarðar og við nánari íhug un hjónagarðar. Nauðsyn hjóna garða má rökstyðja á margan hátt, t.d. með því að vísa til stöðugt hærra hlutfalls stúdenta í hjúskap. Eins má vafalítið finna þeim margt til foráttu. — Hrafnkell Thorlaeius lieldur á líkani af tillögu sinni, sem lilaut f jTStu ve rðlaun. FJORIE , >, FERÐAFELAGAR KASSETTUTÆKI ERÁ PHILIPS 1. Et 3302 — rafhlöðu kassettu segulbandstæki, 2. N 2202 —„DE LUXE" rafhlöðu kassettu segulbandstæki 3. N 2204 — rafhlöðU/220 v kassettu segulbandstæki, 4. N 2205 — ,,DE LUXE" rafhlöðu/220 v kassettu segulbandstæki. Auðvhað 4 gerðtr, svo þér getið valið rétta ferða- félagann til að hafa með, hvert sem yður hentar. Lítíð við hjá næsta umboðsmanni og veljið yður Philips kassettutæki. Það mun henta yður. HEIMILISTÆKI HAFNARSTRÆTI 3 - SÍMI 20455 STAKSTEIEVAR Hreinsanir Á undanförnum áruin hafa öðru hvoru borizt fréttir frá al- þýðulýðveldunum í Austur- Evröpu um hreinsanir í valda- stöðum og endurskipulagniiigar- aðgerðir, sem flestar hafa stuðl- að að nánari samvinnu við móð- urskipið í Kreml. Nýverið hafa rúmenskir kommúnistaleiðtogar boðað siðvæðingarbyltingu og félagi Zhivkov í Búlgaríu er um þcssar mundir að tryggja traust um vinum Sovétrikjanna aukin áhrif og völd. Fréttir af þessu tagi eru engin nýlunda, enda leyfir stjómkerfið ekki, að hreyt ingar fari fram með öðrum hæfti. Nú hefur það hins vegar gerast hér uppi á Islandi, að ölhi starfs fólki á dagblaðinu Þjóðviljan- um, málgagni þjóðfrelsis, sósíal- isma og verkalýðshrcyfingar, hefur verið sagt upp störf- um með þriggja mánaða fyrfr- vara. Tveir af yfirmönnum blaðs ins eru hins vegar hættir nú þegar. Slikar fréttír vekja vit- anlega nokbra athygli ekki sið- ur en hreinsanir í alþýðulýð-. veldum. Framlcvæmdastjóri út- gáfustjórnar Þjóðviljans hefur einmitt skýrt frá þvi, að þessar ráðstafanir séu gerðar til þcss, að blaðstjórnin fái frjálsari hendur um þær breytingar & blaðinu, sem nauðsynlegar teld- ust. Framkvænidastjórinn hefur einnig upplýst, að svipaðar ráð- stafanir hafi verið gerðar áður, en breytingar hafi þó orðið mjög litlar í það skiptið. Þessar nýju ráðstafanir virðast hins vegar hafa borið betri árangur, enda hefur einn af ritstjórum blaðs- Ins og fréttastjórinn þegar látið af störfum. Nú verður fróðlegt, að fylgj- ast með því á næstunni, hvaða afstöðu ritstjórinn Magnús Kjartansson og ritstjórnarfull- trúi hans taka tii aðferða blað- stjórnarinnar. Það er nær eins- dæmi í íslenzkum fyrirtækjum og stofnunum, að endurskipu- lagning og breytingar séu gerð- ar með þeim hætti að víkja öllu starfsfólki frá störfum í einu. Þó gerist það stöku sinnum, að starfsfólki er sagt upp í þessu skyni. Dagblaðið Þjóðviljinn hef ur sjaldnast legið á liði sínu og fordómum í slíkum tilvikum. Magniis Kjartansson og ritstjóm arfulltriii hans rttuðu ekkl und- ir mótniælabréf blaðamannanna á Þjóðviljanum vegna þessara atburða. Engu að síður verður eftir því tekið, hvort þeir taka sömu afstöðu til þessara aðgerða blaðstjórnar Þjóðviljans og ann arra áþekkra, en smávægilegri, sem stöku sinnum hafa skot-ið upp kolli. Æfingin skapar meistarann Eflaust eru atburðir af því tagi, sem nú hafa gerzt á Þjóð- viljanum, ekki fátíðir i alþýðu- lýðveldunum. Leiðtogar slikra lýðvelda hafa ugglaust fengið æfingu í hreinsnnaraðgerðiim, áður en þeir hafa komizt til apðstu metorða, þrf að þær verð- ur vafalaust að framkvæma með hinni mestu vandvirkni, ef rétt- ur árangur á að nást. Það er ekki ólíklegt, að þess konar æfingar fari fram i minni háttar fyrirtækjum og flokks- stofnunum eða jafnvel á dag- blöðum. Sú reynsla, sem þannig er fengin, getur eflaust komið þeim að góðu haldi síðar, sem ofan á verða í átökununi. Á þennan hátt má auðveldlega tryggja, að valdhafar alþýðulýð- veldanna kunni til verka, þeg- í>r þeir setjast á valdastóla; æf- ingin skapar meistarann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.