Morgunblaðið - 10.07.1971, Page 15

Morgunblaðið - 10.07.1971, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 10. JÚLl 1971 15 Ný uppgötvun Svía eykur arðsemi silungsveiða Fiskur í flestum íslenzkum stöðuvötnum þarfnast auk- innar fæðu. Það er oftast þýðingarlaust að sleppa klakseiðum í ís- lenzk stöðuvötn. Það er fæðuskorturinn, sem stendur fiskinum fyrir þrifum. Uppgötvun Svía um nýja leið til þess að auka fæðu og arð- semi silungs í köldum, djúpum fjallavötnum hefur því geysi- mikla hagnýta þýðingu. Full á- stæða er til þess að vænta að uppgötvunin geti valdið straum- hvörfum hér á landi í silungs- veiðum við svipaðar aðstæður og í Sviþjóð. Það er útbreidd skoðun hér á landi, að öruggasta leiðin til þess að auka silungsveiði og arð semi stöðuvatna, sé sú að sleppa i þau sem ílestum klak- seiðum. Kom þetta álit m.a. g'Töggt fram í lögunum um lax- og silungsveiði, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi. Svo sem fyrr segir, þá skortir oftast næga og góða fæðu fyrir silunginn. Hann vex því seint og er smávaxinn, magur og bragðdaufur. Mikilvægi uppgötvunar Svía lilggur í þvi að leysa þennan vanda: að auka og bæta fæðu silungsins og fá þannig betri og verðmeiri silung en áður. Svíar framkvæmdu víðtækar tilraunir áður en þeim tókst að gera uppgötvun sína. Tilraunir þeirra beindust aðallega að vötn um, þar sem vatnsmiðlun fer fram. Vatnsyfirborðinu er breytt vegna rafmagnsveitufram- kvæmda. Sem hliðstætt dæmi um þetta má nefna Þingvalla- vatn. Þar er vatnsyfirborðinu breytt um 80 sm, en það er lít ið miðað við sænsk vötn. Fiskur í slíkum vötnum er oft í rýrara lagi, vegna breytinga, sem verða á lífsskilyrðum fisks ins, þ.e.a.s. fæðan minnkar af á stæðum, sem hér yrði of langt mál að skýra. Ekki er þó ástæða til að ætla, að vatnsmiðlun sú, sem fram fer í Þingvallavaitni, hafi mikil áhrif á lífsskilyrði fisksins, sökum þess hve miðl unin er lítil. Ti'lraunir þær, sem gerðar hafa verið í Svíþjóð með poka rækju — Mysis relicta — hafa borið ótrúlega góðan árangur. Pokarækjan er eftirlegukind frá ísöld, en þá var Eystrasalt ferskt vatn. Rækjan hefur orð ið eftir í djúpurn köidum yötn- um í Mið-Svíþjóð, sem skildust frá meginvatninu, þegar _ ísinn bráðnaði og landið lyftist. í þess um vötnum er rækjan mikil væg fiskifæða. Flutningur á pokarækjunni milli vatna hefur því skapað ný og stórbætt lífs skilyrði fyrir silunginn. Pokarækja (sjá mynd) synd ir á daginn i stórum hópum al veg við botninn, og oftast beld ur hún sig þar sem dýpið er meira en 10 til 15 metrar. I Ijósaskiptunum stígur hún lóð- rétt upp og dreifist. Þegar birt ir, verður venjulega litill hluti rækjunnar eftir á grynnri botns svæðum, þar sem fiskurinn held ur sig. Hún lifir að nokkru leyti á lífrænum botnlögum og á bakteríum í fyrrnefndum djúp- svæðum, og að öðru leyti á lif- andi og dauðu svifi, vatns- og krabbaflóm í yfirborði vatnsins. Fyrrgréinda fæðu, sem fiskurdnn sjiálfur getur ekki nýtt sér nema að litlu leyti, getur rækjan hag nýtt sér, og þannig orðið ómet anlegur milliliður til að auka og bæta fæðu fisksins í vötnúnum. Rækjan færir orkuna einu nær ingarsviði ofar í næringarkeðj unni, svo að fiskurinn getur hag nýtt sér fæðuna. Pokarækjan ey.kur kyn sitt að vetranlagi eða um hásumar, þeg- ar hún er tæplega ársgömul. Fjöldi afkvæma er 20—35. Karl- dýrin deyja að brygningu lok- inni, og aðeins fáein kvendýr eignast afkvæmi í annað sinn á sama árstíma og áður. Það er mikið af hitaeiningum í pobarækjunni í samanburði við aðrar vatnalíifverur af sömu stærð. Má slá þvi föstu, að poka- rækjan sem fiskifæða örvi fisk- vöxtinn meira en t.d. l'ítil svif- dýr, sem fiiskurinn eyðir þar að auki meiri orku i að safna. Auk þess inniheldur pokarækjan ,,karotinoider“, sem eru ein- kennandi fyrir flest krabbadýr, en magnið (konsentrasjónin) er miklu meira hjá pokarækjunni en öðruim krabbadýrum af svip- aðri stærð. „Karotinoiderin" gefa fiskinuim og 'hrognunum í urriða og bleikju aðra áferð. Bleikja, sem nærist t.d. ein- göngu á vaitnabobbum og vatna- skeljuim, verður Ijósleit, en um leið og hún byrjar að éta poka- rækjuna roðnar hún. 1 Svílþjóð voru fyrstu tilraun- ir með að flyttja pokarækjuna milli vatna gerðar 1054 og 1957. Þessar tilraunir báru ekki u-m- talsverðan árangur fyrr en 1064. Tilraunir í búrum sýndu, að ekki var unn-t að ílytja rækjuna milli vatna, ef efnasamsetning þeirra var of ólíik. Nákvæm skil- greining á aðiögunarvandamól- unum var ekki gerð, en tiiraun- ir í búrum leiddu i Ijós, að það var misimunur á elektrolyt- magni vatnanna, sem dauðanuim olHi. Það var ekki fyrr en 1964, að komizt varð að þessari nið- urstöQu. Þá var miikið magn fLutt frá Jansjö í Angermanálven tii Blasjö í Faxálven, samtals meira en ein og hálf miiljón af poka- rækju. Þessir staðir eru i Norð- ur-Svilþjóð, nánar ti'ltekið í Jamtalandi, nálægt norsku ilandamærunum, á svipaðri breiddargráðu og Mið-ísland. Flestir höfðu ótrú á þessum tilraunuim. Engu að síður tókst að veiða fyrstu rækjurnar í Jafngamlir fiskar, en misstórir vegna mismunandi fæðuskilyrða í vötnunum (Ljósm.: E. Halvorsson). Pokarækja (stærð um 2 cm). botnvörpu (sjá mynd) í Blasjö 9. ágúst 1966. Fiskar, sem Ferskvatnsrann- sóknarstofnumn í Drottning- holm veiddi í Blasjö 1964—1966, höfðu ekki étið rækjur. Árið 1967 og 1968 fundust nokkrar rækjur í fiskmögum, en 1969 varð smikiil breyting á fæðu urr- iða og bieikju, en einungis er um þessar tvær tegundir að ræða í umtöluðu vatni. Þetta ár (1969) hafði pokarækjustofn- inn allt að því náð hámarki, sem er 50 stykki á ferm., og bæði urriði og bleikja, sem velja ákaf lega nákvæmlega úr þeirri fæðu, sem býðst, breyttu fæðu- vali sínu. Á vetuma reynist rækjan vera 95% til 100% af magainnihaldi fiskanna, auk þess sem miklu fleiri fiskar höfðu fæðu i maganum en áður. Á sumrin var rækjan 70% til 80% af fæðunni, nema í iok júlí og byrjun ágúst. En þá reyndist vera mikið af svifdýrum og mýi í fiskimöigunum. Það sem furðu vekur er, að urriðinn sem lifir á grunnu vatni nálægt ströndinni, hefur í enn rlkari mæli en bleikjan gert rækjuna að æti sínu. Venjulega finnst rækjan aðeins á nokkuð mikliu dýpi (meira en 10 m) á sumrin og forðast Ijósleitar grynningar. Þó finnst hún stunduim á um metra dýpi um miðjan dag, þar sem fiskurinn heldur sig oft. Þess má geta, að frá Blasjö hefur rsökjan verið flutt til vatna í Noregi, en árangur er ekki enn kominn i Ijós, þar sem stutt er síðan tMraunin var 'gerð. Það er fuill vissa fyrir þvi, að tilraunir með fl-utnin-g á poka- rækj-u milli vatna ha-fa heppnazt í át-ta vötnum, þar sem vatns- miðliun fer fram. Nýlega hefu-r rækjunnii verið sleppt í níu önn- ur vötn, en of snemmt er að s-egja um árangur. Fylgzt er af áhuga með árangri af þessum nýhöfnu til- raunuim. Nú þegar er eftirfar- an-di komið í ijós: Mes-tan hl-uta ársins er rækjan aða-lfæðuteg- und urriða og bleikju. Gæði þessara fi-sktegunda hafa breytzt mjög til bat-naðar. Fis-k- urinn er feitari, rauðari, lyst- u-gri og bragðbetri en áður. Á vissum svæðum í Sviþjóð hefur dreifing poka-rækj-unnar orðið svo vinsæl, að rannsóknar stofan á Drottningholm hefur orðið að koma í veg fyrir, að al- menningur tæki hana í sínar hend-ur. Pokarækjan er veidd í svo- nefnt bóm-utroll (sjá mynd). Það er tveggja met-ra breitt og mjög veiðið. 1 einu fimm mí-nútna togi, um 100 metra eftir botninu-m, hafa aflazt allt að fimm þúsund ræ-kjur. Vð fiutning á rækjunni milli vatna verður að gæta þess, að hrogn óæskilegra fisk-tegunda fýlgi ekki með. Rækjuna verð- ur því að veiða á haustin, þeg- ar ungviðið hefur náð nokkurri stærð. Þega-r rækjan er veidd í fjal-lavötnum, þar sem aðeins urriði og bleikja eru, er að sjáif- sögðu ekki hætta á, að aðrar fisktegundir Slæðist með. Hætt- an á, að sjúkdómar berist með rækjunni, er hverfan-di lítil, því að þa-u sníkjudýr, sem þrifast á rækjunni, eru hættulaus að kalla. Rækj-unni er s-afnað í tjarnir, sem vatn rennur um, og síðan er hún fl-utt. Um það bil 25 þús- und rækj-ur eru 'látnar í 25 lítra plastsekki. Loftinu er þrýst úr og hreinu súrefni blásið í stað loftsins. Ef hitastiginu er hald- ið neðan við 10 -gráður, lifir rækjan að minnsta kosti í sex k-lukkustundir. Greina má breyting-amar, sem verða á lífsskilyrðum (ökologiu) vatnsins eftir að rækj-unni hef-ur verið sleppt, 1 aðgreind tímabil. Það er því mik Inginiar Jóhannsson Höfundur eftirfarandi grein I ar er ungur maður, Ingimar | Jóhannsson, sem stundað hef I ur nám í Svíþjóð undanfaria þrjú ár í vatnalíffræði, — ‘ Hefur hann sérstaklega kynnt I sér rannsóknir þaer, sem Sví | ar hafa gert í lifnaðarháttum , vatnarækjunnar og uppgötv un þá sem rannsóknir vísinda 1 manna leiddu til. Hin nýja I uppgötvun leiddi í ljós að i unnt er að hagnýta vatna- , rækjuna til þess að auka ' fæðu silungs í köldum og I djúpum fjallavötnum, með itningi rækjunnar á milli , vatna og búa silungnum þannig betri lífsskilyrði og I stórauka með því arðsemi | hans. Hefur Ingimar ritað ræki- ,lega ritgerð um þessa upp- götvun á vegum ferskvatns 1 rannsóknarstofnunarinnar I sænsku i Drottningholm. Ingi | mar hefur nýlega verið ráð i inn af Fiskifélagi Islands til þess að kynna sér eldi lax- ' fiska og fleiri fisktegunda í I söltu vatni og til þess að | kynna sér fiskeldi í sjó og , í vötnuni. Ingimar er sonur Jóhanns I Friðrikssonar feldskera og i fyrri konu hans Oddnýjar , Ingmarsdóttur frá Þórshöfn á Langanesi. Jóhann feldskeri 1 í „Kápunni" er einn hinna | mörgu systkina frá Efri-Hól ) um í Núpasveit, en foreldrar . þeirra voru hin þjóðkunnu ' hjón Friðrik óðalsbóndi í I Efri-Hólum og Guðrún Hall | dórsdóttir, ljósmóðir. Sveinn Benediktsson. Bómubotnvarpa til að veiða pokarækju. (Ljósm.: M. Fúrst) i-lsvert, að menn g-eri sér grei-n fyrir þessari kerfisbundnu skipt in,gu, svo að þeir vænti ekki of skjóts árangurs. 1. Frá því að rækj-unni er sleppt, unz hún befur náð hámarki, má reik-na með um 5 áru-m. 2. Frá því að fyrsti árgangu-r fisktegundar fær ótakmark aðan aðgang að rækj-unni, þangað til meiri hluti hans hrygnir, iíða um 5 ár (hjá bleikju). 3. Frá því að áhrifa af æti for eidranna hefur gæ-tt í fuill- um mæli á þröuon ungviðis- ins, og þangað til ungviðið sjáLft verður að hryigning- arfiskum, líða um 5 ár. 4. Frá og með tímabili 2 og óþökktan tíma til viðbótar eiga sér st-að breytin-gar, sem geta valdið því, að þeirri fiskitegu-nd, sem nýt- ir hina nýju næringu bezt, f jölgi mest. Með þessari skiptingu verður un-nt að sjá, hvað gerzt hefu-r á hverju skeiði. Tímahil 2 enda-r 1974 eða 1975 í Blasjö. Þess vegna er enn ekki unnt að full- yrða um árangur a-f áðurnef-ndri tilraun, en horfur eru góðar. Svo virðist sem ekki sé um keppina-u-ta að ræða á næringar- sviði rækjunna-r í næringarlitl- uim vötnum, svo að ætla má, að rækjan komi að tilætl-uðum not- um við að auk-a fiskiframleiðni vatnanna. Uppgötvun Svía er nýjung, sem gæti valdið straumhvörfum -í hagnýtingu kaldra og djúpra fjallavatna á Islandi. Er því brýn þörf á, að hafizt verði handa um tilraunir í þessu efni hér á landi sem allra fyrst. Það má ekki eiga sér stað lengur, að til þess að aufca fiskigengd í íslenzkum veiðivöt-num sé ein- göngu stefnt að því að klekja út fiski, sem síðan þrífst illa og deyr að mestu vegna fæðuskorts í vöt-nunum, án þess að verða að gagni. Ég vísa sérsta-klega til rita, M. Fúrst, Svárdson, G. og Ni-ls- son, N.A Ingimar Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.