Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLl 1971 11 -1 Vistheimilið Sólborg vígt Vistmenn nú um fimmtíu AKUREYRI 10 j-úlí. — VISTHEIMILIÐ Sólborg var vígt með viðhöfn í dag að við- St: Jdum fjölda gesta, þar á með- al mörgrum vandamönnum vist- manna. Jóhannes Óli Sæmunds- son, formaður Sty r ktarf élags vangefinna á Norðurlandi og framkvæmdastjóri Sólborgar, stýrði athöfninni, en félagar úr Kirkjukór Lögmannskirkju önn- uðust söng undir stjóm Áskels Jónssonar. M. a. var sungið lag eftir Birgi Helgason, söngkenn- ara, við kvaAi eftir Kristján frá Djúpalæk, hvort tveggja gefið og tileinkað Sólborg. Séra Pétur Sigurgeirsson, vigslubiskup, vígði vistheimilið og lagði út af orðunum: „Þér er- uC ljós heimsins." Aðrir ræðu- menn voru Albert Sölvason, sem verið hefur í stjóm Styrktarfé- lags vamgefinna frá stofnun þess vorið 1959, Þóroddur Jónasson, Séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, vígir vistheimilið. (Ljósm. Sv. P.) Jóhannes ÓIi Sæmundsson framkvæmdastjóri Sólborgar. héraðslæknir, formaður stjórn- ar Sólborgar, Hjálmar Vilhjálms- son, rá ð uney ti sst j ó ri, formaður stjómar Styrktarsjóðs vangef- inna, sem flutti kveðjur Emils Jónssonar, félagsmájaráðherra, og Sigurðar Sigurðssonar, land- lœknis, Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sem tiikynnti um 50 þús. kr. gjöf Ákureyrarbæjar í tilefni vígsl- unnar, og sé 'a Pétur Ingjaldsson, prófastur. Jóhannes Óli Sæmundsson var sérstaklega hylltur og honum þakkað mikið og óeiginigjamt brautryðjandastarf, en svo vildi til, að hann á 65 ára afmæii I dag. Einnig var sérstaklega fagnað sem gesti Sesselju H. Sigroundsdóttur, forstöðukonu á Sóiheimum, Grímsnesi, mikilli áhugakonu um hag vangefinna. Að vígsiuathöfn lokinni var gest- um boðið að skoða húsakynnin og starfsemina og að lokum bomar fram veglegar kaffiveit- ingar. Byggingaframkvæmdir við Sól- borg hófust 22. júni 1967. Arki- tektar voru bræðumir Vilhjálm- ur og Helgi Hjálmarssynir, og hefur þeim að sögn kunnugra tekizt afar vel upp. Verkfræðing- ur var Vifill Oddsson, en bygg- ingameistarar Ingólfur Jónsson og Guðmundur Valdemiarsson, sem jafnframt var verkstjóri. Kostnaðarverð heimiiisins full- frágengnu, aðalhúss, þriggja starfsmannahúsa og lóðar, sem hefur verið girt, snyrt og fegruð Sérfræðingar vara við soðinni mjólk — handa börnum með meltingartruflanir LÆKNAR vlð Children's Ho- Spital í Boston hafa varað mæðnr við því að gefa ung- um börnum sínum soðna mjólk, þegar þau fá niður- gang og segja, að það geti leitt til banvænnar saltsöfn- unar i Iíkarna bamanna. Frá þessu segir í „Internati onal Herald Tribune" fyrir helgina og kemur þar fram, að það sé algengt heimilisráð að gefa börnum soðna mjólk, þegar þau hafa fengið í mag- ann en það sé hættulegt, ekki sízt, þegar mjólkin er óþynnt og soðin í opnum potti. Get- ur þetta meðal annars valdið bömum varanlegum heila- skemmdum ef ekki dauðsföll- urru Ástæðan til þess að svo á- kaft er varað við þessu nú er sú, að nýlega létust á sjúkra- húsinu tvö lítil börn, annað átta mánaða, hitt fjórtán mán aða. Hafði verið komið með þau dauðvona á sjúkrahúsið eftir nokkurra daga veikindi þar sem þeim var eingöngu gefin soðin mjólk heima hjá sér. Og þriðja bamið, einnig fjórtán mánaða, liggur þungt haldið á sjúkrahúsinu. Önn- ur ástæða til þessarar viðvör- unar er, að sögn dr. Berengs- bergs, sérfræðings í barnasjúk dómum við þennan barna- spítala í Boston, að melting- artruflanir eru mjög algeng- ar hjá börnum yfir sumartím ann. „Og þótt menn ættu að vita betu-r," sagði annar sér- fræðingur, dr. Laurence Fin- berg, „kemur það enn fyrir að læknar ráðleggi mæðrum að gefa börnum sinum soðna mjólk." og búin ýmsum tækjum til náms og leikja, er um 40 milljónir kr. Meginhluti þess fjár er kominn úr Styrktarsjóði vangefinna, en hann hefur að tekjustofni svo- nefnt tappagjald af öl- og gos- drykkjaflöskum. Stjóm Sólborgar skipa nú: Þóroddur Jónasson, héraðslækn- ir, formaður (í srtað Jóhanns Þorkelssonar, sem lézt á síðasta ári), Albert Sölvason, Jón Ingi- marsson, Níels Hansson og Jónina Steinþórsdóttir. Fram- kvæmdastjóri er, sem áður get- ur, Jóhannes Oli Sasmundsson og fjárhaldsmaður f. h. Styrkt- arsjóðs vangefinna Stefán t>ór- arinsson. Forstöðukona er Kol- brún Guðveigsdóttir og aðstoð- arforstöðukona og hjúkrunar- kona Valgerður Jónsdóttir. Aðal- kenr.ari, skrifstofumaður og gjaldkeri er Bjami Kristjánsson, en aðrir kennarar Sigriður Garð- arsdóttir og Bergþóra Gústafe- dóttir. Matráðskona er Þóra Kristjánsdóttir, húsvörður Einar Sigurbjörnsson og heimilisiækn- ir Baldur Jónsson. Dagheimili tók til starfa í október 1969, en fyrstu vistmenn- imir komu í apríl 1970. Þeir eru nú 46, en þar að aufki eru 7 fhitt- ir daglega heiman og heim, skólaböm á vetruim, en dagvist- arböm á sumrum. Margar gjafir og ámaðaróskir bárust í tilefni vigslunnar. Þar á meðal var 50 þús. króna minningargjöf um hjóniin Aðal- björgu Pálsdóttur og Egil Þór- láksson, kennara, frá fóstur- börmiDi þeirra hjóna, Sigríði Kristjánsdóttur og Agli Benedikt Hreinssyni, og skal fénu varið til þess að bæta kennsduaðstöðu á heimilinu. Mikili hugur er í forráða- mönnum Sólborgar að færa enn út kvíamar, og er efst á óska- listanum bygging 15 manna ör- vitadeildar og fleiri og rúmibetri vinnu- og kennslustofur. Um hitt efast enginn, sem heimsækir Sólborg og kynnist starfseminhi þar, að hér er risin ekki einasta þörf, heldur einnig stórmerkileg stofnun, sem létta mun hina þumgu byrði þeirra foreldra, sem eiga vangefin böm, og á eftir i æ rikara meedi að verða hinum vangefnu émetanlegt vé og veðrahlé. Maður, sem víða hefur farið og einmitt kynnt sér mái- efni og aðbúð vangefinna, lét svo um mælt í dag, að Vistheimilið Sólborg stæðist með sóma sam- anburð við hvaða hliðstæða stofnun í heiminum sem væri. . Sv. P. AÐRIR MICHEUN í krappri beygju á mikilli ferð skiptir það máli hvort allur snertiflötur hjólbarðanna er á veginum eða hvort hluti þeirra lyftist frá. Það getur hæglega gert gæfumuninn. o> a } Michelin radial hjólbarðar beygja sig í hliðunum og halda öllum snertifleti hjólbarðans flötum á veginum. Það munar miklu, einnig við snögga hemlun og í hálku. RADIAL „MICHEUN gerir muninrí i Allt á sama Stað Laugavegi 118-Sími 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.