Morgunblaðið - 27.07.1971, Síða 14

Morgunblaðið - 27.07.1971, Síða 14
14 MORSUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLl 1971 Mórssrjó/ZA rAKADfj KALD' rJöLSKYÚx TJALO- \ BM'öÍR LAHBHUr. erurrl ^pjÖROUg SAMSTAÐA LÝÐRÆÐISSINNA í nýlegu tölublaði „íslend- ■*■ ings-ísafoldar“, sem gefið er út á Akureyri, er þeirri spumingu beint til nokkurra Akureyringa, hvort þeir telji rétt að láta varnarliðið hverfa af lamdi brott. Meðal þeirra, sem þessari spumingu svára, er Jakob Frímannsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri og áhrifamaður í Framsókn- arflokknum um langt árabil. Hann svarar spumingunni á þennan veg: „Ég álít í fullri hreinskilni, að það sé ekki rétt að svo stöddu, þótt ein- hvem tíma hljóti að koma að því. Mér finnst þetta of áhættusamt af ýmsum ástæð- um, bæði vegna viðskipta- og herfræðilegra aðstæðna.“ Þessi ummæli Jakobs Frí- mannssonar eru afar athygl- isverð og óhætt er að full- yrða, að hann túlkar skoðan- ir margra Framsóknarmanna, þegar hann lýsir þeirri skoð- un sinni, að það sé ekki tíma- bært nú að láta landið verða vamarlaust. Ekkert ákvæði í málefnasamningi stjórnar- flokkanna hefur vakið jafn mikla athygli utanlands og innan og sú yfirlýsing ríkis- stjómarinnar, að hún stefni að brottflutningi varnarliðs- ins fyrir lok kjörtímabilsins. Varnarmálin komu nánast ekkert til umræðu í kosn- ingabaráttunni og af þeim sökum hefur það vakið furðu, að ríkisstjómin skuli gefa jafn afdráttarlausar yfirlýs- ingar í jafn umdeildu máli. Þá er einnig Ijóst, að innan a.m.k. tveggja stjómarflokk- anna er verulegur ágreining- ur um málið. Viðbrögð almennings hér á Íslandi og bandalags- og vinaþjóða okkar erlendis vom mjög á einn veg í þessu máli og þess vegna hafa ráð- herrar Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna verið önnum kafnir við það, að draga úr þeim áhyggjum, sem þessi yf- irlýsing vinstri stjómarinnar hefur valdið. Ummæli ráð- herranna hafa beinzt að því að gera minna úr þessu ákvæði málefnasamningsins en orð hans gefa tilefni til. Hins vegar hafa ráðherrar kommúnista ekkert látið til sín heyra. Viðbrögð utanrík- isráðherra og sumra meðráð- herra hans eftir fyrstu klaufaspörkin em góðra gjalda verð, en spyrja má að hve miklu leyti má marka orð þeirra manna, sem hafa látið kommúnista hafa sig til þess að gefa þá yfirlýsingu, sem í málefnasamningnum felst. Eða er kannski ekki ætlazt til þess, að málefna- samningurinn sé tekinn al- varlega? í öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar hefur jafnan ver- ið lögð þung áherzla á sam- stöðu lýðræðissimna hvar í flokki sem þeir standa og hverjir sem við völd hafa verið. Það er ekki síður þýð- ingarmikið nú en áður, að lýðræðissinnar, hvaða flokki, sem þeir fylgja að öðm leyti, hafi samráð sín á milli um það, hvemig vörnum landsins verði bezt fyrir komið á hverjum tíma og sjálfstæði lamdsims tryggt. Það mundi vissulega efla traust mamna til þeirra, sem bera ábyrgð á þessum málum nú, ef slíkt samráð yrði haft milli lýð- ræðissinna, hvort sem þeir era í stjórn eða stjórnarand- stöðu. Margir hafa borið nokkum ugg í brjósti um það, að með stefnuyfirlýsingu sinni í vamarmálunum hafi ríkis- stjómin stefnt landhelgismál- inu í voða. En hvað sem þvi líður er mauðsynlegt, að þjóð- in beri gæfu til að standa samarn um útfærslu fiskveiði- takmarkanna í 50 sjómílur eða meira. Eins og athygli var vakin á í kosnimgabaráttunni em mikilvæg fiskimið utan 50 mílna marka úti fyrir Vesturlandi, Vestfjörðum og Húmaflóa og þýðingarmikið, að fiskveiðitakmörkin nái til þeirra. Stærsta verkefnið, sem framundan er í landhelg- ismálimu á næstu mánuðum er að afla hinum íslenzka málstað fylgis meðal annarra þjóða og ná samstöðu með þeim þjóðum, sem svipaðra hagsmuna hafa að gæta og við. Mikið kynningarstarf hefur verið unnið á undan- fömum áram, en það þarf nú að stórefla. Allt frá því, að vinstri stjómin gamla hrökklaðist frá völdum í árslok 1958 hef- ur ísland notið vaxandi trausts og virðingar á al- þjóðavettvangi. Á málefnum íslenzku þjóðarinnar í sam- skiptum við önnur ríki hefur verið haldið á þann veg, að hagsmunir íslands hafa verið tryggðir. Meðferð utanríkis- mála lítillar þjóðar, sem byggir ekki stöðu sína á vopnavaldi heldur rökum og siðferðilegum rétti, er mjög vandasöm. í veröld vaxandi samskipta og samstarfs verð- ur lítil þjóð að taka fuHt til- lit til annarra, en halda um leið fast á rétti sínum. Fyrstu spor vinstri stjómarinnar í SAMKOMUSVÆÐIÐ AÐ HUSAFEILI SKÓ6UR FjOLSKyLOCtTJALO- 0««/« Gi. KAL-oÍ BA,*I Nlö ■ ...»11»» «- ggymo!1! I Þf?orrAvt»i.i.wi* Samkomusvæðið að Húsafelli með fjölskyldiitjaldbúðum og: ungling-atjaldbúðum. Nýju fjölskyldu- búðirnar eru efst i horninu til vinstri. Nýjar f jölskyldu- búðir í Húsafelli „Scotland the braveu utanríkismálum hafa orðið til þess að rýra traust þjóðarinn- ar á alþjóðavettvangi. Þann álitshnekki verður að vinna upp með ábyrgri stefnu í ör- yggismálum og þjóðareiningu um landhelgismálið. HÓPUR skozkra sekkjapípuleik- ara blés fyrir Reykvíkinga við Lækjargötu í gær. Vakti leikur þeirra mikla hrifningu áheyr- enda. f gær gengu fulltrúar hópsins á fimd Geirs Hallgrímssoimr, borgarstjóra, og afhentu lioiwm minjaskildi að gjöf. Neðri mynd- in er frá fundinum með borgar- stjóra, en hin af útihljómiVeikun- um.i (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Fjölskyldur saman um verzlunarmannahelgina SUMARHÁTlÐIN í Húsa- fellsskógi hefur verið við það miðuð að allir fyndu þar eitthvað við sitt hæfi. Hafa þúsundir fjölskyldna gist Húsafell undanfarin ár um þessa helgi og telja móts- stjórar þetta mjög æskilegt og er stefnt að því að þessi hópur geti stækkað. 1 þeim tilgangi hefur verið skipulagt nýtt svæði, sem ætlað er fjölskyldum, tjaldstæði D. Svæði þetta er i þeim hluta Húsafellsskógar, sem Niðurskóg- ur nefnist. í>ar er skógurinn gróskumeiri en víðast hvar ann- ars staðar. Milli vænna trjáa og runna eru rúmgóðir móar. Land- ið er auk þess mishæðótt, svo óvíða er skjólbetra en einmitt þar. Gallinn er sá, að tjaldstæð- in þarna eru nokkuð óslétt og það getur orðið nokkuð langt í vatn og á salerni, sérstaklega ef gestir kjósa sér tjaldstað neð- arlega í skóginum, langt frá Kaldá og Kiðá. Sléttuð hafa ver- ið um 200 tjaldstæði. 1 Niður- skógi verður væntanlega meira næði en á hinum tjaldstæðunum. Eru forráðamenn sumarhátíðar- innar þess mjög hvetjandi að reynt sé að brúa bilið milli kyn- slóðanna og að foreldrar fari í útilegu með börnum og ungling- um. Sumir hafa þann hátt á, ef unglingana langar að vera í unglingatjaldbúðunum, að leyfa það, en tjalda sjálfir í fjöl- skyldubúðum með yngri börn. unglinga, áður en slíkum ein- staklingi er sleppt lausum í tveggja til þriggja sólarhringa útilegu. Á sumarhátíðinni í Húsafelli fá allar bifreiðir, sem inn á svæð ið koma, auðkenni, eftir þvi hvort tjaldað skuli á fjölskyldu- tjaldstæðum A, B, eða D, eða þá á ungl&gatjaldstæði C, og eiga ekki bifreiðir annarra en þeirra, sem þar búa, að geta farið inn á viðkomandi svæði. Er ætlazt til þess að þeir, sem fá að hafa bíl hjá tjaldi (A og B) hreyfi hann sem minnst og alls ekki eftir miðnætti. En gegnumakst- ur allur um mótssvæðið er bann- aður öðrum en mótsgestum. ÚTIVIST BARNA Á blaðamannafundi báðu móts- stjórar um að vakin yrði athygli foreldra á aldursákvæðum um útivist barna og unglinga sam- kvæmt landslögum. Forráða- maður barns eða unglings innan 16 ára aldurs er sá aðilinn, sem fyrst og fremst er ábyrgur fyr- ir velferð hans. Þeir, sem slíka ábyrgð bera, ættu þvi að kynna sér vel allar reglur og lög í landinu um útivist bama og Otgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkveemdactjóri Haraldur Sveinsaon. RiUtjórar Matthías Johannesssn. Eyjóifur Konréð Jónsson. Aðstoðarritstjðri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kriatinsaon. RiUtjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. sími 10-100 Auglýsingar Aðalstresti 6, sími 22-4-80. Áakriftargjald 195,00 kr. á minuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. aintakift.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.