Morgunblaðið - 15.08.1971, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. AGOST 1971
11
skrifar um
MYNDLIST
Sýningaryfirferð
douwe jan bakker: SÚM
Snorrí Arinbjamar:
Norræna húsið.
Vinnan: Listasafn A.S J.
Alfred Smidt: Mokka.
Bernhöftstorfan: A.l.
Iðnaðarmálastofnunin: Esja.
Henrik Vagn Jensen:
Bogasalur.
Alþýðufylkingin: Laugaveaáir.
Alda Snæhólm:
Mennta&kólinn við
Hamrahlið.
Jóhann G. Jóhannson:
Casa Nova.
Eðlilega hefur það ekki ver-
ið venja okkar gagnrýnenda, að
sýna mikil tiilþrif í skrifum um
sýningar yfir hásmmartímann,
enda teljum við þá okkar hvild-
artíma. En þar sem sjaldan hafa
verið jafnmargar sýningar á
þessum tíma árs sem nú, væri
óréttlátt að þeirra væri að engu
getið frá hendi listrýnenda, vil
ég þvi vikja lítillega að þeim
sýningum, sem nú standa yfir,
auk nokkurra þeirra sem nýaf-
staðinar eru.
Vil ég fyrst vekja afchygli á
sýningu hollenzka málarans
douwe jan bakker i Galerie
SÚM, en sýning þessi er mjöig
óvenjuleg fyrir isienzka list-
unnendur að ekki sé meira sagt.
Hið hugmyndafiræðilega ræð-
ur rikjum á þessari sýningu, —
nokkurs konar myndræn heim-
speki og hugdettur, sem nauð-
synlegt virðist að iáta fyiigja
skýringartexta til þess að verk-
in komi til skila. douwe jan
bakker er furðulegt samíbland af
húmorista og heimspekingi,
myndir hans geta í fyrstu virst
mjög erótískar, jafnvel þanniig
að það jaðri við kiám, en fljót-
lega uppgötvar maður að sMk-
ur skilningur á engan beinan
rétt á sér. Sýning þessi er for-
vitnileg þeim sem viija auka við
þekkingu sina á eðld nútímalist-
ar, og hér eru vissuiega sýnd-
ir hlutir sem ófáir munu hafa
haldið að væru ekki til í mynd-
Mst, og þvi skal fróðleiksfúsum
ráðlagt að láta sýningu þessa
ekki fara fram hjá sér. douwe
jan bakker sýnir í boði SOM
og nýtur styrks frá hoUenzka
menntamálaráðuneytinu, en frá
því ráðuneyti rennur drjúgur
skildingur til lifandi listastarf-
semi.
1 anddyrí Norræna húss-
ins hefur verið komdð fyrir
nokkrum verkum Snorra heitins
Arinbjamar, eins af brautryðj-
endum íslenzkrar nútímalistar.
Þetta er Mtil sýninig en gædd
miklum þokka og er til mikillar
prýði í anddyrinu, en það sama
er ekki hægt að segja um marg-
ar sýningar, sem þar hefur ver-
ið komið upp, einfaldlega vegna
'þess að anddyrið er ekkí
vel fallið til sýninga, svo sein
margoft hefur verið bent á. Sýn
ing þessd áréttar mikla þörf á að
komið sé upp veglegri heildar-
sýningu á æviverki þessa lista-
manns, s<vo að tækifæri gefist tii
að kryf ja list hans rækiiega.
í húsakynnuim Listasafns
Al/þýðusambands íslands getur
nú að Mta myndir tileinkaðar
vuinunni. Þetta er hin fróðleg-
asta sýning og vel sett upp, og
skyldi fólk ætla sér nægan
tíma til að skoða hana. Safnið
er í þröngum húsakynnum og fé
vana og er ekki vanzalaust
hverniig Alþýðusambandið býr
að veglegustu gjöf sem því hef-
ur borizt. Hvað líður saifmbygg-
ingunni sem svo mikið var rætt
úm og skriíað þegar þessi ve.g-
lega g jöf var fiærð ?
í Mokka sýnir þýzkur hönn-
úður, Alfred Schmidt að nafni,
myndriss af ýmsum st-öðum af
landinu. Myndimar eru gerðar
af leiknii og menningarbrag, sem
bera hinum þjálfiaða hönn-
uði Ijóst vitni, írekar en skap-
andi listamanni. Þetta er nokk-
urs konar sannverðugt „dioku-
ment“ af stöðum á lándinu sem
listamaðurmn hrífst af. Það er
sannarlega ólíkt meiri menning-
arbragur að þessari sýningu en
mörgum þeim, er settar eru upp
á þessum stað.
Sýning Arkitektafélags Is-
lands á tiMöigum varðandi sam-
keppnii um framtíðarútlit Bern-
höftstorfunnar, olli mér nokkr-
um vonibrigðum. Ég hafði búist
vrð almennari þátttöku af háifu
menntaðra arkitekta, vegna þess
að hér var um að ræða mikil-
vægt verkefni. Margt athyglis-
um sem bárust, en rétt þýfcir
mér að gera ekki upp á milli
þeirra þar sem dómnefnd hefur
enn ekki fjallað um tillögum
ar eða skilað áliti sínu. En þó
þykir mér einsýnt, að þarna
mætti fara fram samWand af
margskonar Mfandi menninigar-
starfsemi og greiðasölu, með
fomu sniði. — Að varðveita eigi
húsasamstæðuna er hafið yfir all
an efa.
Iðnaðarmáilastofnunin er með
athyglisverða gluiggasýningu á
íslenzkri hönnun á neðstu hæð
stórhýsis Kristjáns Kristjáns-
sonar við Suðurlandsbraut þar
sem hótel Esja er til húsa. Mik-
ilvægi þess að auglýsa og koma
því á framfæri, sem bezt er gert
á þessu sviði verður aldrei of
oft undirstrikað. Það þarf betra
og stærra húsnæði, og helzt mið-
svæðis i borginni, til að kynna
slíka framileiðslu. Hrein og bein
kynningarstarfsemi, þar sem
vöruroar eru til sýnis, en ekki
til sölu, yrði mikili lyftistöng ís-
lehzkri hönnun, og hví skyldi
Bemihöftstorfan ekki geta kom-
ið hér í góðar þarfir m.a.!
Nýlokið er sýningu danska
Mstamannsins Henrik Vagn Jen-
sen í Bogasalnum á pastelmynd-
uim, teiknmgum og grafík. Sýn-
aig þessi virtist undarlega llf-
laus í heild. Listamanninum virð-
ist ósýnt um að igera hin stóru
einihæfu forrn sin sannfærandi
og festa þau við innri lífæðir
myndflatarins. Form flestra
mynda hans í BogasaLnum velt
einhæft og stirt. Mér virðisit þó
áðumefnt alls ekki eiga við
hvað snerti mynd hans nr. 26 i
sýningarskrá, sem hann nefndr
„Sná!kur“, sem mér fannst lang-
heillegasta mynd sýningarinnar.
Sýning Alþýðufylkingarinnar
í gömlu þvottahúsi á Laugaveg-
inum var sannarlega lítið upp-
örvandi, hvað Mstræn tilþrif
snertir, fiyrir hinn háileita mál-
stað, er þeir virðast boða.
Myndlistarmenn virðast sjá
þama taakifæri tii að losna við
misheppnaðar myndir, þreyttir
á að gefa myndix á slíkar sýn-
ingar, og með sama áframhaldi
verða þær ágæt útgáia af stræt
issýningum stórborganna. Hitt
skal ekki véfengt að ágæt verk
voru þarna inn á milIL
Alda Snæhólm Einarsson
sýndi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð 29 málverk. Frú-
in hefur fengist nokkuð við að
mála, en eftir myndum hennar
að dærna virðist það vera frek-
ar til að eyða tómstundum en að
sökkva sér djúpt niður í Mst-
ræn vándamál En það skal sagt
hér till hróss, að hún höfðar
ekki tM yfirborðs, — sölumynd-
ir eru þetta ekki, og bendir það
til vissrar einlægni og hoMustu
við máiverkið. Mynd nr. 29 á
sýningarskrá „Á rauðum
grunmi" var heiMi og öfiugari
öðrum myndum hennar, og máski
hefur listakonan þar te/kið rétta
stefnu á póiiinn.
Jóhann G. Jóhannsson sýndi í
Casa Nova 27 myndir við kerta-
Ijós og reykelsisilm. Það var líkt
því að hann notaði rökkrið
sem eins konar ,,enviroment“ —■
ramma utan um myndir stnar til
að ná fram heiildarstem/ninigu,
en á kostnað einstakra mynda,
þó mig gruni að aðrar hafi frek-
ar hagnast á því að vera ekfci
umleilknar meiri birtu. Ég flor-
tek ekki að í þessum unga
manni lifi Mstrænn neisti, og þar,
sem slíkur neisti er fyrir hendi
felast möguleikar. En hvernig
þeir hagnýtast er annað mál, og
um það skal ég engu spá.
vert kom þó fram í þeim tilOög-
TÍGRIS
Beethoven finnst
hann vera beztur i
Kuba Imperial stereo
I I" —
Þetta er nú kannski ekki alveg rétt, en hitt
verður þó ekki hrakið, að IMPERIAL ST-1500
stereo-samstæðan er hreinasta afbragð. Hún
er glæný (árgerð 1971—72) og byggð stereo
(þrýsta þarf inn takka fyrir mono). Transis-
torar og díóður í útvarpsmagnara eru 37 og
afriðlar 3. Lampar eru auðvitað. engir. Mögn-
un er 20 W við 4 Ohrri., og er óhætt að full-
yrða, að það er kappnóg (a. m. k. fyrir þá, sem
búa í þéttbýli). Viðtækið er langdrægt og
hefur 4 bylgjur; LB, MB, SB og FM, og er
sjálfvirk tíðnisstilling fyrir FM byllgjuna (AFC).
Á utvarpi eru 2 leitarar og styrkmælir. Há-
talarar eru mjög fyrirferðarlitlir (þó að sjálf-
sögðu ekki á kostnað tóngæðanna) eins og
samstæðan reyndar öll. Plötuspilarinn er
byggður skv. vestur-þýzka gæðastaðlinum
•ÐIN 45539. Er hann 4ra hraða og gerður bæði
fyrir einstakar plötur og 10 plötur með sjálf-
virkri skiptingu. ST-1500 fæst bæði með hvítri
polyester áferð og í valhnotu. Verðið á allri
sámstæðunni er kr. 38.500,00 miðað við
10.000,00 kr. lágmarksútborgun og eftirstöðv-
ar á 10 mánuðum. VIÐ STAÐGREIÐSLU ER
VEITTUR 8% AFSLÁTTUR (verðið lækkar i
kr. 35.420,00). Að vanda er ábyrgðin í 3 ÁR.
Er ekki mál til komið, að þér veitið yður
skemmtilega og vandaða stere.o samstæðu?!!!
Röskar stúlkur geta
líka eignast
Kubalmperial stereo
ImPERIRL
Sjónvarps & stereotæki
NESCOHF
Laugavegi 10, Reykjavík.Símar 19150-19192