Morgunblaðið - 15.08.1971, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGOST 1971
Hann heitir eftir föðurbróður sínum,
hörðum manni og hetjulunduðum, sem
gekk til kinda, en týndist í gjá suður
i Reykjaneshrauni í snjóútsynningi.
Hann fannst þrjátíu árum síðar, þar
sem hann sat í svölum skugganum á
hraunsnös og hélt um stafinn sinn. Af
honum þekktist hann.
Á þessum árum létu menn sér ekki
allt fyrir brjósti brenna, þó að marg-
ar hættur væru í hríðarveðrum. Ólaf-
ur Kr. Teitsson, sjómaður, sem er átt-
ræður í dag, er fæddur á Vatnsleysu-
strönd og alinn þar upp við hlýtt við-
mót, en hörð kjör. Ungur fór hann á
sjóinn og fékk þar það veganesti sem
ávallt hefur dugað: skjótræði og vilja
til að standa á eigin fótum, þrátt fyr-
ir óblíðar aðstæður. Þegar hann kom
askvaðandi á fund okkar Morgun-
blaðsmanna, sagði hann:
,,Ég er Morgunblaðsmaður í húð og
hár og þið megið birta mynd af mér
og nokkur orð með. En ég verð ekki
heima á afmælinu. Ég hélt stórveizlu,
þegar ég varð fimmtugur, og það verð-
ur að nægja. Ég hef keypt Morgun-
blaðið áratugum saman. Ég er búinn
að vera á Skólavörðustígnum í 55 ár
Skallagrímur gamli.
Draumarnir
hans kompás
Talað við Ólaf Kr.
og hef keypt blaðið lengur. Þegar ég
keypti húsið á Skólavörðustíg, átti ég
rúmar 2.000 krónur. Það var þriggja
ára gamalt, þegar ég flutti í það, og
kostaði að ég held 8.500 krónur. Áður
bjó ég tvö ár á Hverfisgötu og keypti
þá blaðið á móti konu á sömu hæð.“
„Af hverju hefurðu keypt Morgun-
blaðið allan þennan tíma?“
„Það túlkar rétta stefnu og réttan
hugsunarhátt. Það heldur uppi réttu
þjóðarmerki. Þeir eru eitthvað að tala
um íhaldið. En hvað er íhaldið? Þjóðin
sjálf. Það vill hver einasti íslendingur
stjórna sjálfum sér og sínu heimili, en
ekkí láta aðra gera það. Ef það er
íhald, þá er ég íhaldsmaður. Ég drakk
í mig þessa stefnu með móðurmjólkinni:
að vera sjálfstæður og sinn eigin herra.
í fátæktarbaslinu í gamla daga var það
takmark hvers manns."
„Þú hefur verið sjómaður lengi.“
„Já, og lengst hjá Guðmundi á
Skalla, eða tuttugu ár. Hann var allra
manna mestur fiskimaður. Það var
gott að vera hjá Kveidúlfi. Þegar
Reykjaborgin var skotin niður, sagði
Guðmundur við mig: „Óli minn, þú kem-
ur til mín aftur, ef ég tek skíp.“ „Já,
en ekki minna skip, mundu það,“ sagði
ég.“
„Varstu á Reykjaborginni ?“
„Ég kom þar við sögu. Ég ætlaði að
sigl'a^ en það þætti víst ekki mikið
núna að fá 200 krónur aukalega fyrir
að sigla með aflann á erlendan markað.“
„Svo að þú fórst ekki örlagaferð-
ina.“
„Hér er ég. Það hafði alla dreymt
eitthvað undarlega fyrir þessari ferð,
mig ltka. En það réð ekki úrslitum.
Mig hafði dreymt fyrir því að ég yrði
ekki skotinn niður og sig'ldi tvö stríð.
Ég var líka tvö ár á Baldri gamla hjá
Gísla Jónssyni. Svo sótti ég Foldina
með heiðursmanninum honum Ingólfi
minum Möller. Þá sagði ég við hann:
„Mikið ertu góður maður að lofa svona
slitnum togarajaxii að fljóta með.“ “
„Varstu háseti alla tíð?“
„Nei, bátsmaður hjá honum Guð-
mundi minum, hann vildi hafa það svo.
En svo varð ég útgerðarmaður dálítinn
tíma. Það varð með þeim hætti að ég
lagði fram 100 krónur til kaupa á
Reykjaborginni. Þá sagði Ólafur Thors
við miig, við vorum miklir mátar: „Þú
ert orðinn útgerðarmaður nafni minn,
eiris og ég.“ „Já, ég á einn nagla í
Teitsson áttræðan
skipinu,“ svaraði ég. Þetta stóð á völt-
um fæti fram eftir öllu. Við fengum of
lítið fyrir fiskinn fyrir strið. Þá sagði
ég við Guðmund: „Við þurfum bara að
fá stríð, þá höldum við skip':nu.“ Og
svo kom stríðið og það varð auðvitað
dýrt spaug. Þá misstum við skipið. Mað-
ur segir ýmislegt óvarlegt og sér eftir á
að maður hefði átt að gæta tungu
sinnar. Það fer betur á þvi.“
„Þú fórst ungur á sjóinn.“
„Já. Ég kynntist sjónum strax suður
á Vatnsleysuströnd. Þar er ekkert
nema grjót og klappir. Og svo hafið.
Hvitt brim við ströndina og endalaust
haf. Foreldrar mínir áttu átta börn og
pabbi var fátækur. En hann og við
bræðurnir gerðum garðinn frægan, þó að
ekki væri til bolli af mjöli, þegar ég
var að alast upp í foreldrahúsum.
Skyldi unga fólkið nú vita, hvaða fá-
tæklingar það voru, sem lifðu hér á
landi fyrir 60—70 árum? Fjórir bræðra
minna fóru á skútu og ég í vegavinnu
og á sjóinn og það endaði með því að
pabbi varð hæsti skattgreiðandinn í
hreppnum. Þá var því takmarki náð.
Guðni bróðir minn fórst með Berg-
þóru, hann var næstelztur. Nú liggja
þeir ellefu skipverjarnir af Bergþóru í
gamla kírkjugarðinum, en tveir annars
staðar. Þangað lá leið þeirra á ungum
aldri. Þá var ég átta eða níu ára gam-
all. Ég átti að fara með skipinu, en það
vantaði svefnpláss fyrir mig, sögðu
þeir. Það bjargaði mér þá. Mér hefur
alltaf lagzt eitthvað til. Og hér er ég.
Þegar Guðmundur á Skalla var dáinn,
kom hann til mín i draumi, berhöfðað-
ur í blárri peysu og bláum buxum, hvít
um ullarsokkum upp að hnjám og kloss-
um. Hann segir við mig: „Jæja, Ólafur
minn, komdu og sjáðu: það er of lít-
ið herbergið handa okkur báðum.“ Þá
segi ég: „Nú, ég er ekkert að koma til
þín.“ En hann tekur á móti mér, þegar
ég kem yfirum. Nú hlýtur að fara að
draga að því. Ég er engin eilífðarvél
frekar en aðrir. En samt er það svo, að
voru
Ólafur Kr. Teitsson.
ég kenni mér einskis meins, ég er
hraustur og mér liður e:ns og ungum
strák. Þetta er nú meiri end'ng'n. Og
konan í rúminu og getur sig varla
hreyft. Þetta hefur ekki alltaf ver'.ð
dans á rósum. Það hefur oft syrt í ál-
inn. En ég hef reynt að stíga ölduna.
Það er einn sem ræður: einn sem gef-
ur og einn sem tekur. Sr. Hallgrímur
Pétursson — það var mikil gæfa að hann
skyldi fæðast á Islandi kann skil á
þessu öllu. Það er ómögulegt annað en
hann sé heimsfrægur. Bara að æskan
þekkti hann betur. Jæja, 1912 eða ’13
dreymir mig draum. Ég er á ferð og
kem að Kálfastrandarkirkju. Ég stanza
v:ð kirkjuna, sunnanverða. Þá koma
tveir menn þar gangandi, í brúnum
frökkum og brúnum fötum, og annar
segir: „Þetta er maðurinn!" Þá segi ég:
„Ég er. saklaus. En þ:ð ráðið hvað þið
gerið“ — og leita athvarfs uind'r kirkj-
unni. Þá skera þeir framan af þremur
fingrum.á mér. Mest fann ég til, þeg-
ar þeir skáru framan af löngutöng. Nú
er þetta orðið. Ég hef misst þrjá syni
mína, en sárast var þegar Eggert minn
á Kvennabrekku fór. Hann var langa-
töng. Hann var elskaður og virtur af
öllum í sveitinni. Hann náði langt. En
fyrirheitið var meira en efndirnar.
Hann fór of ungur. En — það er eimn
sem ræður. Og ekki skiljum við öll rök.
Eima ráðið að leita skjóls undir kirkj-
unni. Sá sem fyrstur fór, hét Ólafur.
Hann fór með okkur á Reýkjaborginni
til Noregs að fiska þar i salt, en varð
veikur og sendur heim með Dettifossi.
Hann dó hér heima. Númer tvö var
Hlöðver, bæjarnafnið mitt. Það heitir
Hlöðversnes. Þessi Hlöðver nam land
þar sem hverfið er og er greftraður í
þvi miðju. Hlöðver sonur minn drukkn
aði á Max Pemberton með Pétri mi.n-
um Maaek. Hann ætlaði í Sjómanna-
skólann um haustið. Ég ætlaði sjálfur
að kenna honum það verklega. En þá
lagði hann á annað haf og aðrir hafa
kennt honum sjólagið. Það var ljótur
draumur sem mig dreymdi fyrir dauða
Hlöðvers. Það var aðfaranótt nýjárs-
dags. Þegar ég vaknaði, settist ég strax
fram á rúmstok'kinn og sagði ekkert
annað en: „— þetta verður Ijóta hel-
Vítis ári'ð“.“
„Alltaf geturðu vitnað í drauma, Ólaf-
ur.“
„Já, mig hefur dreymt fyrir öllu sem
máli skiptir. Stundum hefur það kom-
ið sér vel, til dæmis þegar mig dreymdi
gömlu konuna í fyrra stríði. Ég var
eitthvað um tvitugt. Ég mæti henni í
draumnum og hún tekur mig tali.
Klukkan átta um morguninn er ég
kominn niður í Skúla fógeta, sem ég
var á, tek allt mitt hafurtask
kveð kóng og prest og fer í land. Þá
segja félagar mínir, „Óli minn, við er-
um_ búnir að vinna mikið fyrir þig.“
„Þið eruð ekkert búnir að vinna fyrir
mig, drengir, því ég er farinn af skip-
inu.“ Halldór Þorsteinsson, skipstjóri,
var í fríi, en Kristján Kristjánsson,
bóksali, var með skipið. Ég sagði við
strákana: „Skilið þið til hans Kristjáns
að ég sé farinn af skipinu." Þegar ég
hitti Kristján, segi ég við hann: „Hef-
urðu fengið skilaboðin. Kristján?” „Já,
ég hef fengið þau, en mér þykir þetta
ótrúlegt. Þig hefur dreymt eitthvað."
„Já, vrst var það,“ segi ég, „mig
dreymdi gamla konu og hún sagði mér
að fara ekki með skip:nu.“ „En hvað
heldurðu að Halldór segi, ef við verð-
um búnir að missa allan mannskapinn,
þegar hann kemur?“ segir Kristján.
„Það er alveg sama, ég fer ekki um
borð í skipið meira,“ segi ég. Svo fer
ég suður á Strönd til pabba og mömmu,
tek orfið mitt í ágúst og fer að slá. En
þeir fara til Englands og lenda á tund-
urdufli i Norðursjó. Gamla konan kom
líka í draumi til Sveins stóra fisksala.
Hvar heldurðu að við séum, þegar við
sofum? Ég skal segja þér það. Þá er-
Framhald á bls. 13.
n* SafH