Morgunblaðið - 15.08.1971, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.08.1971, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐLÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1971 14 Kannski varð hin harða andstaða Kaupf élagi t>ingeyinga til lífs Rabbað við Gunnar Karlsson, cand. mag., sem rannsakar félags- og stjórnmálastarfsemi S-Pingeyjarsýslu á 19. öld • Þejrar birtur var á dögr- unum listi yfir styrkþeg-a Vis- imdasjóðs mátti lesa þar nafn Guruiars Karlssonar, cand. mag sem hlotið hafði 75.000 króna styrk til að rannsaka félags- og stj'órnmálastarfsemi Suður- Þtngeyjarsýslu á 19. öld. • Löngrum hefur verið til þess teldð hversu blómlegr slík starfsemi var meðal Þingey ingra á þessum tíma enda eru núlifandi afkomendur þeirra mjög svo stoltir af þessu starfi forfeðra sinna. • Blaðamaður Morgrun- blaðsins fór þess á leit við Gunnar, að hann segrði lítil- lega frá þessu verkefni sínu ogr tildrögrum þess, að han tók það fyrir. — Upphafið má eflaust rekja ta þess, sagði Gunnar, að kandidatsritgerð mátn vlð Há- skólann fjallaði um iandsmála- pólitík á síðasta áratug 19. ald ar. Hefur það líklega orðið til þess, meðal aanars, að hópur afkomenda Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum, sem hafði áhuga á þvi að fá samið rit um störf hans í stjómmálum og fé- lagsmálum S-Þingeyjarsýslu, fór þess á leit við mig, að ég tæki það verkefni að mér. Sjálf tnm leizt mér betur á að taka fyrir pólitíska og félagstega starfsemi í héraðin-u í heild og láta koma í Ijós við sagnfræði- tega rannsókn, hver hlutur Jóns yrði. Gautlendingar sýndu þá víðsýni að fallast á þebta sjónarmið og hafa styrkt mlg til þessa verks. Hins vegar er riiti þvi, sem vonandi kemur út um þetta, ætlað að vera eins konar minningajrrit um Jón Sigurðsson á Gautilöndum og mun fyigja því sérstakt ævi ágrip hans. — Hvenær byrjaðir þú að vinna að þessu verkefni? — Ég byrjaði á því í fyrra- sumar norður á Húsavík, dvaldist þar mánaðartíma og athugaði gögn I skjalasafninu þar og viðar. Og frá nóvernb- er sl. má segja, að ég hafi haft þetta að aðalstarfi, hef mest unnið á Landsbókasafninu við athugun á bréfum og blöðum frá þessum tima. — Nú hefur þó nokkuð ver- ið skrifað um þessi mái, er ekki svo? — Jú, talsvert mikið — en verulegur hluti þess er í formi ævisagna einstakra manna óg skráðum sögum einstakra fé- laga. Það, sem ég vonaist eink- um til að gera nýtt í þessu efni, er að taka þessa starfsemi fyrir í heild og reyna aðbenda á einhver sameiginleg einkenni — heildareinkenni. — Nú stendur til að þú verð ir í Danmörku næsta vetur og hefur fengið inni 1 fræði- mannsíbúð Jóns Sigurðssonar hússin-s. Hve tengi býstu við að verða þar? — Væntanlega verð ég þar í nm mánuði. Ætiunin er að kanna meðal annars bréfasöfn íslenzkra manna. Þau eru þar í mörgum söfnum, mest þó í Kon ungsbókhlöðu. Einnig þarf að athuga dálítið, hvað hefur ver- ið að gerast I þessum málum í Danmörku á svipuðum tíma — — Úr verinu Framhald á Ws, 3. VONBRIGÐI MEÐ VEIÐI VTO GKÆNLAND Aðeins 15 norsk skip voru á saMisikveiðum við Grænland í vor og sumar. Afli var rýr, um 200 lestir af saMiski að meðal- tali, en gott verð á saltfiski bætti rrokikuð úr. Norðmenn telja þetta of 'lltinn afla til þess, að það svari kostnaði að sbunda þessar veiðar, ef ekki rætist úr, og er útlít fyrir, að enn kunni að draiga úr þeim næsta ár. 1 Noregi sýnist allt snúast uim síldina og loðnuna. TÓMLÆTI ÍSLENDINGSINS Ungur maður í Vestmannaeyj- uirn, Sigmund Jóhannsson, hefur vakið á sér landsathygli fyrir hverja uppfinninguna á fætur annarri á sviði fiskvinnsluvéla. Kafa vélar hans og tæki sparað humdruð miiljóna króna I vinnu- taunium og stóraukið afköstin, ®am er þó enn mikilvægara I VÍinnuaflsskortinum. Þessi maður gæti áreiðanlega imokað upp fé hjá þjóðum, sem kynnu að meta hina sérstæðu hæfileika hans. En hér má hann brjótast áfram með litlum efn- uim við tómlæti landa sinna. Það, sem væri þó kannski mik- ilvægast fyrir Sigmund og is- lenzkan sjávarútveg væri, að hann gæti farið og séð sig um meðai annarra þjóða, sem lengst eru komnar í framleiðslu fisk- viinnsluvéla. IESIQ vrjunt DDGLECII ÚTGEUÐIN Um síðustu áramót voru í smíðum eða samið um smíði á 67 fiskibátum innanlands, þar af 18 yfir 100 rúmilestir. Þá eru í smíðum eða samið um smíði á 9 skuttogurum: 4 á Spáni, 2 í PóUandi, 2 á Akur- eyri og 1 í Garðahreppi. Ennfremur hefur nú verið skýrt frá, að samið hafi verið um srníði á 5 skuttogurum fyr- ir Vestfirðinga , Plekkefjord I Noregi. Eru þetta 46 metra löng skip og sennilega al'lt að 500 lestir að stærð. Skipin eru mikið sniðin eftir svokalilaðri Findus- gerð, sem lýst var I síðasta „Veri“. Þau verða með 1750 hest- afla Witíhmann-vélum og á að afhenda tvö 1972 og þrjú 1973. Kaupverð hvers togara verður rúmar 90 miMjónir króna. Þá hefur Magnús Víglundsson ræðismaður upplýst að í undir- búningi sé smíði á 12 skutitogur- um, af svii>aðri stærð og gerð og norsku togaramir, rúmir 46 metrar og tæpar 500 rúmlestir að stærð. Áformað er, að skipin verði með 1600—1800 hestafla véium, og er það eftir vali kaupandans, hvaða vélategund verður í skip- unum, og er þar um 5 þekktar vélategundir að ræða, svo sem MAN, eins og er í togaranuir. Mai, Werkspoor, sama tegund og er í togururwim Sigurði og Víkingi. Gert er ráð fyrir, að verð hvers skips verði mii'Ii 72 og 73 mffljónir króna auk lán- tökukostnaðar. Skipin er hægt að afhenda á 19—24 mánuðum, eftir að samningur hefur verið undirrltaður. Nú þegar hafa 11 aðilar ákveð ið sig að sögn Magnúsar með kaup á þessum skipum. Stendur enin á að ákveða af isienzkum aðilum nokkur atriði í sambamdi við smíðina. því þótt menn hafi haft heldur litlar mætur á Dönum á þessu timabili, tóku þeir þá sér til fyrirmyndar um margt. — Hefurðu komizt að ein- hverjum niðurstöðum við at- hugun skjala og bréfa? — Fram að þessu hefur starf mitt beinzt að söfnuin einstakra . staðreynda. Það kemur ilia I ástæðum. Ekki er ólíklegt, að Jón Sigurðsson á Gaiutlöndum hafi átt töluverðan þátt í þvi að fleyta þessari mennibuinar- öldu af stað. Sjálfur var hartn óskólagengiinn en virðist hafa lært dönsku ágætlega og svo var hann lögfróður, að hann var tvívegis settuir sýslumaður. Einnig mætti hugsa sór, að Vesturferðimar hafi verið viss ögrun. Á fyrstu árunum fór margt ungt fólk úr Þingeyjar- sýslu og margt af því fór fljót- Gunnar Karlsson, cand. mag. að starfi í Iiandritasal Lands- bókasafnsins. ljós fyrr en farið er að leggja þær sarnan, hvað rannsókn sem þessi leiðir í Ijós. Almennt hef- ur verið talið, að Þingeyingar hafi skarað fram úr 1 félags- málum og stjámmálastarfsemi á vissu tímabili á 19. olidinni og sýnist mér alveg tvimæla- laust, að svo hafi verið um tveggja áratuga skeið eða þar um bil — á árunum 1870—90. Það er hins vegar ákaflega erf itt að segja til um hvað ein- stakir menn skiptu miklu máli í því sambandi, — hvað hefði gerzt, ef einhver ehm hefði ekki verið á staðnum. Þetta er raunar eilíft deilumál í sagn- fræði. — En þama koma við sögu býsna margir merkitegir menn ? — Já, á þessum tíma hefur verið í Þingeyjarsýslu ótrúlega stór hópur manna í bændastétt sem lítið eða ekkert voru skóla gengnir en voru þó verutega vel menntaðir og fylgdust vel méð í ertendum fræðum sam- tímans. Aðallega voru þetta yngri menn en Jón á Gaut- löndum, til dæmis Pétur, sonur hans, Jón í Múla, Benedikt á Auðnum og Sigurður á Yzta- feili. Eitt forvitnitegasta atrið- ið í þessari rannsókn finnst mér vera, hvemig á því stóð, að þessir bændasynir fóru að leggja sig svona mikið eftir bökalestri og menntun. — Hefurðu gert þér einhverj- ar hugmyndir um orsökina? — Aðeins óljósar hugmyndir ennþá. Menn þessir lærðu aðal lega dönsku, — sumir þó einnig ensku. Senniiega hafa margir þeirra verið of fátækir til að fara í skóla en áhugi þeirra á menntun vaknað af ýmsum lega að lifa við miklu betri lífs kjör, en þeir, sem heima sátu. Kannski hefur það orðið heima mönnum hvatning til þess að gera sér iífið auðveldara. — Kaupfélagsstofnunin er væntanlega það, sem hæst ber í þessari starfsemi Þingeyinga? — Já, það er rétt. Þeir stofn uðu fyrsta verzlunarfélagið sem kallað var Kaupfélag. Nú höfðu verið gerðar tilraunir til að koma á inntendum verzlun- arfélögum. Sum voru eingöngu stofnuð til að semja við kaup- menn um verðlag á vöruim sín- um. Þannig félög hófust í Þing eyjarsýslu strax 1844. Önnur voru hrein hlutafélög eins og Gránufélagið á Akureyri. En kaupfélagið á Húsavík var fyrsta inntenda verzlunarfélag ið, sem tókst að lifa tii fram- búðar. — Og átti þó í höggi við harð an andstæðing, þar sem var Þórður Guðjóhnsen, fulltrúi dönsku verzlunarinnar á staðn um. — Já, einmitt — ég hef raun ar séð í bréfi frá þessuim tíma — mig minnir frá Torfa í Ólafs dal, sem sjálfur stofnaði kaup- féiag í Dölum, að það hafi ein- mitt verið hinn harði andstæð- ingur, sem gerði Þingeyingum þetta kleift. Guðjóhnsen gerði sig svo óvinsæian að það varð eins konar félagsleg dyggð að fýlgja kaupfélaginu, jafnvel þegar þvi gekk illa. Torfi skrif ar, að í Dölum hafi kaupmenn hins vegar gefið eftir, þegar kaupfélagið fór að bjóta betri kjör. Þau dóu mörg þessi félög, sem stofnuð voru hingað og þangað — flest voru þau stofn uð utan um sauðasöluna tM Bretlands, þar sem bændur fenigu betri kjör en hjá kaup- möimum, sem bundnir voru Danmörku. Það er kannski fýrst og fremst í því, sam kaup félögin urðu landsmönnum tííL hagsbóta, að þau brutu leið ti! nýrra markaða. — Er eitithvað í þessu efnl, sem hefur komið þér sérstak- lega á óvart? — Nei, ekki ákaflega, — nema auðvitað það, sem alltaf beirn- ur á óvart í sögu, sem sé, að það er aUtaf miklu fteira í hverju máll en maður hygginr fyrirfram. Það er afar aithygl- isvert hversu mörg félög ÞLmg eyingar stofnuðu á þessum tíma. Þeir stofnuðu verzlunar- félög, sparisjóði, bókafélög, testrarhringi, bindindisfélðg og auðvitað búnaðarfélög og þeir héldu uppi leikstarfsemi. Þeir gáfu út mikiö af handskrifuð- um blöðum, sérstaklega í Mý- vatnssveit. Þar gengu blöðiin frá bæ til bæjar í kringuim vatnið. Alls mun hafa ver- ið farið af stað með yfir 20 blöð í Mývatnssveit á þessuim tíma, en fliest komu raunar út I mjög stuttan tíma. Ég gætl gizkað á, að 2—3 blöð haH verið í gangi þar í einu að jafn aði, þegar bezt lét. Ennfremur var gerð tilraun með stofnun stjómmálaflokks á landsmáiamælikvarða, Þjóðlið Islendinga. Virðist hafa verið býsna mikil þátttaka í Þjóðlið- inu í Suður-Þingeyjarsýslu í nokkur ár, — 3-4 ár — en út- breiðsla lítil til annarra hér- aða. 1 þess stað komu teiðtog- amir sér upp litlum umræðu- klúbbi sem starfaði með leynd og virðist hafa vakið mikla for vitni meðal þeirra, sem utan við stóðu. Þeir keyptu útlend ar bækur sameiginlega og ræddu um þær á fundum og þar voru líka lögð á ráðin í pólitíkinni. Sýnist í rauninni ekki hafa verið veruleg þörf fyrir stjórnmálafélag þarna, sem gæti stafað af skorti á pólitískum andstæðingum. Skæðasti pólitíski óvinur bænda innanlands var ef til vill embættismannavaldið og embættismenn voru fjölmennast ir í Reýkjavík. En höfuðand- stæðingurinn var hægri stjóm in úti í Kaupmannahöfn og hún átti sér náttúrulega ekki marga talsmenn í S-Þingeyjar sýslu. Ég man raunar ekki eft- ir að hafa heyrt eða séð um neinn þar, sem tók svari stjóm arinnar. — Heldurðu að einhverj- ir einstaklingar I S-Þingeyjar sýslu frá þessum tima hafi faU ið í skuggann af minningu Jóns á Gautlönduim? — Nei, það held ég ekki. Þarna var annar mjög merki- legur maður, Einar Ásmunds- son í Nesi, en hann var þanin- ig í sveit settur, að hann starf- aði meira með Eyfirðingum. Hins vegar er það athyglisvert merki um hve Þingeyingar eru mikið stórveldi á þessum tima að þeir komast upp í að eiga fimm þingmenn búsetta í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, einn fyr- ir heimahérað, annan fyrir N- Þingeyjarsýslu, tvo fyrir Eyja fjarðarsýslu og einn í Mýra- sýslu. Og þeir reyndu að kom- ast inn víðar, leituðu t.d. hóf- anna um að koma mönnum inn í Múlasýslum báðum. — Að lokum Gunnar, finnst þér þetta skemmtilegt verk efni? — Já, það er margt skemmti- tegt í þessu. Þó vonast ég eft- ir að eiga það skemmtilegasta eftir, að vinna úr upplýsing- unum. Það er seinlegt verk — og getur verið árangurslaust dögum saman — að leiita upp- lýsinga og gagna, en þeim mun skemmtitegra að vinna úr þeim þegar maður hefur orðið dáliít- ið safn í höndunum. — mlbij.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.